Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. april 1975. TÍMINN 3 Fara sjómenn í verk- fall eftir helgina Utanríkis- ráðherra í Moskvu MOSKVU 2. 4. APN. — Milli ís lands og Sovétrikjanna eru hin ágætustu samskipti, sagöi Ein ar Ágústsson, utanrikisráö herra íslands viö fréttamenn viö komuna til Moskvu. Islenzki utanríkisráöherrann kóm til Moskvu 1. april sl. I opinbera heimsókn I boöi rikis- stjórnar Sovétrlkjanna. Shere- metofflugvöllurinn i Moskvu var skreyttur þjóöfánum rlkj anna, og þar tóku á móti gestin- um þeir Andrei Gromiko, utan- rikisráöherra SSSR, Igor Zem- skof, varautanríkisráöherra, JUri Tsjernjakof, ráöuneytis- stjóri I utanrikisráöuneytinu, o.fl. opinberir aðilar. Einar Agústsson dvelst I Sovétrikjunum til 9. apríl og heimsækir Tashkent, höfuöborg sovétlýðveldisins Ózbekistan og borgirnar Samarkand og Leningrad. Utanrikisráðherra íslands mun eiga viðræður við sovézka starfsbróður sinn, Andrei Gro miko, Nikolai Patolitsjef, utan ríkisverzlunarráðherra og Aleksander Isjkof, sjávarút- vegsmálaráðherra. A þessum fundum munu aðilar skiptast á skoöunum um fjölmörg mál, sem þeir hafa sameiginlegan á uga á. Viöræðurnar hófust 2. aprll. Heimsókn Einars Agústsson ar er fyrsta heimsókn íslenzks utaríkisráðherra til Sovétrikj anna. — Ég hef lengi hlakkaö til aö heimsækja SSSR, sagði Einar Agústsson og vonast til aö já- kvæöur árangur veröi af þessari heimsókn. Einar Agústsson er væntan- legur til Islands 10. aprll, en hann fer þann 9. frá Leningrad. Einar Ágústsson BH-Reykjavik. — ,,Það miðar nú heldur hægt i samningaviðræðum sjómanna og útgerðarmanna”, sagði Jón Sigurðsson, forseti sjó- mannasambandsins I viðtali við blaðið I gær.,,Við hittumst að visu hjá sáttasemjara á þriðjudaginn, en ég get ekki sagt, að neitt hafi miðað áleiðis i samkomulagsátt. Næsti fundur verður á fimmtu- daginn, ogþaðverður eitthvað aö fara að gerast, þvl að verkfall skeliur á i byrjun næstu viku, ef ekki verður samið”. Jón sagði okkur, aö þó nokkur félög heföu boðað verkfall frá mánudeginum 7. aprll, en allur þorri félaganna frá miövikudeg- inum 9. aprfl. Myndi verkfallið ná til sjómanna á bátum og togur- um, og væri Sjómannasambandið samningsaðili fyrir hönd vel- flestra sjómannafélaganna á landinu, að undanskildum sjó- mannafélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, sem semja heima- fyrir. Þessimyndarlegi fáiki var handsamaöur I Flatahrauni I Hafnar- firöi I gær. Hafði hann verið á vakki I hrauninu gegn slökkvi- stöðinni, og fjölmenni safnazt að honum. Þótti sýnt, að eitthvað bjátaði á, og rétt væri að grlpa hann til athugunar. Tók það slökkviliösmenn aðeins skamma stund aö hafa hendur I fjöðrum hans, og sýndi hann sig I engu góðu, eftir að hann hafði verið sviptur frelsi, goggaði i nærstadda, sem hann náði til og hugðist klóra, en fékk ekki við komið. Við höföum fregnir af heimsókn fálkans á slökkvistöðina og geystumst á staðinn til að ljósmynda hann I öruggum greipum Siguröar Þóröarsonar, varaslökkvi- iiðsstjóra, áður en aöstoðarmenn Finns Guðmundssonar komu á vettvang til að sækja gripinn tii athugunar. — Timamynd: Róbert. IV „Stofukommar" og „kuldakommar" Sú lýsing var gefin á Alþýðubandaiagsmönnum á borgarstjórnarfundi fyrir skemmstu, aö þeir skiptust i tvo hópa, svokailaða „stofu- komma” og „kuldakomma”. i fyrrnefnda hópnum væru þeir Alþýðubandalagsmenn, sem ■ sætu I finum skrifstofum og töluöu máii iaunþega, án þess að vera i náinni snertingu við þá, en i siðarnefna hópnum væru raunverulegir launþeg- ar, sem ynnu hörðum höndum. Þessi lýsing er að sumu leyti rétt. Innan Alþýðubanda- lagsins eru svokailaðir „stofukomm- ar”, en það er kannski ekki rétt að flokka starfsmenn verkalýðsfé- laga endilega undir það heiti. Miklu fremur er þar um að ræða hóp menntamanna, sem fylkt hcfur liði undir forystu Magnúsar Kjartanssonar. Það eru „stoiukommarnir”, hinir sjáifskipuðu málsvarar laun- þega I landinu. Þessi hópur er orðinn svo fyrirferðarmikill innan Aiþýðubandaiagsins, að raddir hinna raunverulegu forsvarsmanna launþega inn- an Alþýðubandalagsins heyr- ast vart lengur. Má segja, að það sé kaldhæðni örlaganna, að verkalýðsflokkur, eins og Alþýðubandalagið upphaflega var, sé nú orðinn nokkurs kon- ar sérréttindaflokkur tiitekins hóps menntafólks, sem i raun og veru lítur niður á verka- lýöshreyfinguna. Páfi þeirrar hirðar er Magnús Kjartans- Geta ekki leynt vonbrigðum sínum Þessi klikuhópur innan Alþýðubandalagsins geturekki ieynt vonbrigðum sinum vegna nýgerðra kjarasamn- inga, sem undirritaðir hafa verið með fyrirvara um sam- þykki féiagsfunda. Verkalýðs- foringjum Alþýöubandaiags- ins, sem þátt tóku i samninga- viöræðunum, var nýlega send- ur tónninn fyrir að vilja ná kjaraskerðingunni i áföngum. Og i Þjóðviljanum I gær er þeim Eðvarð Sigurðssyni og félögum aftur sendur tónninn: „Alefling faglegs og pólitisks fjöldastarfs i verkalýðsfélög- unum sjálfum” er nú nauö- synleg. Þannig hijóma dul- búnar skammir .-.stofukomm- anna” um „kuldakommana” fyrir slælega frammistöðu i samningunum að þeirra mati. a.þ. Mötuneytin kosta ®y ríkissjóo 350 millj. Á ALMENNUM fundi Sambands veitinga-og gistihúsaeigenda fyr- ir skömmu, urðu miklar umræður LOÐNUAFLINN 17 ÞUSUND LESTUM MINNI EN í FYRRA — útflutningsverðmæti loðnu fró Norglob gébé-RvIk — Hcildarloðnuaflinn I iok siðustu viku, var orðinn 439.833 lestir, sem er rúmlega sautján þúsund lestum minna heldur-en á sama tima I fyrra. Skipstjóri á Sigurði er Kristbjörn Árnason. Bræðsluskipið Nordglo- bal hélt frá landinu á þriðjudags- kvöld, en i það hafði þá verið landað samtals 74.298 lestum af loðnu, og reyndust það á ellefta þúsund af mjöli og á þriðja þús- und tonn af lýsi, að sögn Vil- hjáims Ingvarssonar, fram- kvæmdastjóra hjá ísbirninum. — tJtflutningsverðmæti loðnu- afurðanna úr Nordglobal eru um fimm hundruð milljónir króna I gjaldeyri, sagði Vilhjálmur. — Enn er of snemmt aö segja nokk- uð um hvort við tökum skipiö á lei'gu aftur, en ef það verður leigt aftur hingað höfum við forleigu- rétt á þvl. Eins og áður segir var Sigurður RE 4 aflahæstur loðnuveiðiskip- anna með 13.577 lestir, en næstir eru Börkur NK 122 meö 12.228 lestir, GIsli Ami RE 375 með 11.394 lestir og Guðmundur RE 29 með 11.313 lestir. Loðnu var landað I siðustu viku á öllum höfnum suðvestanlands, frá Vestmannaeyjum til Akra- al 500 milljónir ness, auk bræðsluskipsins Nord- global. Eins og áður er Vest- mannaeyjar hæsti löndunarstað- urinn með alls 76.456 lestir, þá Nordglobal með 74.298 lestir, Seyðisfjöröur með 34.986 lestir. Nú mun vera búið að selja um 59 þúsund lestir af loðnumjöli, og fór þaö mest til Rússlands, Bret- lands, Finnlands, Þýzkalands og Póllands. Tælega 19 þúsund tonn hafa verið seld af lýsi, og eru þar Bretland og Holiand hæst á lista. Miklar sveiflurhafa verið á verði á loðnuafurðum, en mestur hlut- inn af mjölinu hefur selzt á ágætu verði, en sfðustu tölur eru þær, að tonnið fór fyrir um 360 dollara. um verðlagsmál og samkeppnis- aðstööu veitingahúsanna við mötuneyti þau, sem rekin eru af hinu opinbera. Á fundinum kom fram megn óánægja með að mötuneyti hins opinbera skuli nú rekin sem opin- berir veitingastaðir, þar sem öll- um er frjáls þjónusta, hvort heldur þeir eru starfsmenn við- komandi stofnunar, sem mötuneytið rekur, eða ekki. Fundarmenn töldu mötuneytin beina ógnun við almennan veit- ingarekstur, ekki sizt þar sem það tiökist i vaxandi mæli, að óviðkomandi fólk fái afgreiðslu i mötuneytunum eins og um al- menna veitingastaði væri að ræða og starfsfólk mötuneytanna heföi leyfi til þess að nota aðstöðuna I mötuneytunum til þess að taka að sér meiri háttar veizlur og mat- arsölu i beinni samkeppni við veitingahús, en væru á hinn bóg- inn undanþegin söluskatti. Skorað var á rikisstjórnina að taka rekstur mötuneytanna til athugunar, en áætlað er að rekstur þeirra kosti rikissjóð um 350 milljónir á þessu ári. „FYRST VAR MER ALVEG SAMA HVORT ÉG TAPAÐI EÐA YNNI" — segir Pétur Gautur Kristjónsson, sem keppir i tólfta sinn á sunnudaginn — Þetta verður meiri tauga- spenna með hverjum þætti. Mér var alveg sama fyrst, en svo fór þetta að reyna á taugarnar, eftir þvi sem ég tók oftar þátt i keppninni. Það er Pétur Gautur Kristjánsson, sem svo mælir, en hann er löngu búinn að siá öll met i spurningaþættinum Þekk- irðu land? I útvarpinu, sem ver- ið hefur á dagskrá á sunnudags- kvöldum að undanförnu. Pétur Gautur Kristjánsson hefur tólf sinnum komið fram i spurningaþætti þessum, sem fjallar um lönd og lýði, og hefur þar keppt við ellefu manns. A sunnudaginn kemur keppir hann við tólfta manninn, Þórð Jóhannsson kennara i Hvera- gerði. Hingað til hefur Pétur Gautur borið sigurorð af öllum keppinautum sinum. Haraldur Matthlasson kennari á Laugar- vatni geröi jafntefli við Pétur I fyrstu lotu, en beið síðan ósigur viku slðar. Enginn þátttakandi hefur komið jafnoft fram I þættinum Þekkirðu land? og Pétur Gautur Kristjánsson. Dagur Þorleifs- son blaðamaður stóð sig vel, kom átta sinnum I þáttinn, áður en hann var ofurliði borinn. Vil- hjálmur Einarsson, starfsmað- ur Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi, kom fram einum fjór- um sinnum. Aðrir þátttakendur Ispumingaþættinum hafa ýmist keppt einu sinni eða tvisvar. Á sunnudaginn leiða sem sagt tveir kennarar saman hesta slna I þætti Jónasar Jónassonar Þekkirðu land?, þeir Þórður Jó- hannsson og Pétur Gautur. Það virðist þvl sem sú stétt sé nokk- uð vel aö sér, eins og vera ber. — Það hefur verið slangur af kennurum I keppninni, segir Pétur Gautur. Nú er eftir að vita, hvort Pétur sigrar starfs- bróður sinn, tólfta manninn, á sunnudagskvöldið. En hvernig sem þeir leikar fara, er ákveðiö að Dagur Þorleifsson og Vil- hjálmur Einarsson keppi á ný sunnudagskvöldið 13. april. Sá sem þá keppni vinnur, kemur síöan fram i þættinum 20. april, þ.e.a.s. ef ekki verður jafntefli, og keppir við Pétur Gaut eða Þórð Jóhannsson, eftir þvl hvor þeirra veröur hlutskarpari á sunnudagskvöld. Pétur Gautur hefur nú þegar svarað spumingum um 24 lönd i þættinum, þar af 12, sem hann hefur sjálfur valið. Hann er kennari við Gagnfræðaskólann I Keflavik og kennir þar landa- fræði, sögu, og raunar margar fleiri greinar. — Ég veit það nú ekki, sagði Pétur Gautur, þegar við spurð- um hann, hvort hann hefði sér- staklega mikinn áhuga á landa- fræði. — Keppnin hefur eigin- lega meira snúizt um sögu land- anna. Þetta hefur verið svona blandað. Pétur Gautur hefur áður tekið þátt I spurningakeppni i útvarp- inu. Hann var I sveit Siglfirð- inga, sem sigraöi fyrir allmörg- um árum I Kaupstaöirnir keppa, og vakti þá athygli fyrir aö muna ótrúlegustu atriði upp á hár. — Ertu metnaðargjarn? spuröum við Pétur Gaut Kristjánsson. — Þvl er erfitt að svara, en það er farið að taka mjög á taugarnar að koma fram I hverjum þættinum af öðrum vikulega, — mér er víst fariö að finnast ég verði að standa mig. En nú fær Pétur fri i a.m.k. eina viku til að safna kröftum fyrirlokaátökin, þ.e.a.s. ef hann vinnur Þórð núna á sunnudags- kvöldið. SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.