Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 3. april 1975. Heilsuræktar- og útivistar- miðstöð á Norðurlandi? Þingmennirnir Heimir Hannesson og Ingvar Gíslason hafa borið fram þingsályktunartillögu þess efnis Fyrir skemmstu lögðu tveir af þingmönnum Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra, þeir Heimir Hannesson og Ingvar Gislason, fram þings- ályktunartillögu um heilsuræktar- og útivist- armiðstöð á Norður- landi. t tillögunni er gert ráð fyrir þvi, að rikis- stjórnin kanni hið fyrsta leiðir til að afla fjármagns til nauðsyn- legra framkvæmda, samhliða sérfræðilegri athugun málsins. I greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: „Samhliða vaxandi önnum hins daglega lifs, og hraða og streitu nútimalifsins hefur sifellt aukizt skilningur hérlendis sem erlendis á nauðsyn þess, að sem flestir geti átt þess kost að njóta hvildar og heilsuræktar. A þetta jafnt við um þá sem vilja viðhalda fullri heilsu með llkamsrækt og ýmiss konar útivist þar sem slik aðstaða er fyrir hendi, en ekki siður þá sem þarfnast endurhæfingar og heilsubótar. Bryna nauðsyn ber til, að á hverjum tima sé fyrir hendi næg og fullkomin aðstaða i báðum þessum tilvikum. í hinu fyrra tilviki er um fyrirbyggjandi starfsemi að ræða, sem reynzt getur hin mikilvægasta fyrir hvert þjóðfélag og alla einstakl- inga þess, en i hinu siðara er um það að ræða, að fullkomin að- staða sé fyrir þá sem ekki þurfa beinlinis á sjúkrahúsvist að halda, en þurfa að geta haft að- gang að margvíslegri heilsu- ræktar- og útivistaraðstöðu i endurhæfingarksyni eftir heilsu- farsleg áföll I einhverri mynd. í báöum tilvikum gæti slik aðstaða tengzt ýmiss konar ferðaþjónustu beint, og óbeint fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, þó að hún þurfi ekki að gera það, og ræðst nokkuð af þvi hversu viðtæk og alhliða slik aðstaða yrði, sbr. það sem segir siðar i greinargerð þessari. Fjárskortur hamlar Hér á landi er m jög brýn þörf á stórauknum átökum i þessum málum. Alkunna er, að aðstaða sú, er áhugamannasamtök hafa komið á fót I Hveragerði og Reykjalundi, annar engan veginn vaxandi eftirspurn og af ýmsum ástæðum, ekki sizt vegna fjár- skorts, skortir enn mjög á að þar sé jafnfullkomin aðstaða fyrir hendi og þyrfti að vera miðað við þarfir og kröfur timans, þrátt fyrir mikinn vilja og áhuga for- ráðamanna þessara stofnana. A takmarkaðan hátt hefur verið bætt úr þessari þörf á höfuð- borgarsvæðinu með fjölgandi heilsuræktarstofum i smáum stil, en þar er ekki um samræmdar aögerðir að ræða, og þjónar sú virðingarverða starfsemi fyrst og fremst ibúum höfuðborgarinnar, eins og eðlilegt er. Heilsuhæli við Akureyri Samkvæmt þvi, sem að framan segir, er þvi hvergi um- talsverð heilsuræktaraðstaða utan höfuðborgarsvæðisins. En i nokkur ár hefur að þvi verið unnið af félagsdeildum Náttúru- lækningafélags Islands á Akur- eyri með nokkrum stuðningi heildarsamtakanna að koma á fót heilsuhæli fyrir Norðurland við Akureyri, og hefur þessari starf- semi nýlega verið úthlutað lóð við Skjaldarvik, skammt fyrir norð- an Akuryeri. Þrátt fyrir rikan áhuga og ötula fjársöfnun þess litla, en ötula áhugamannahóps, er þessi framkvæmd mjög skammt á veg komin en fyrirhug- að er að verklegar framkvæmdir við heilsuhælið hefji á þessu ári. Heimir Ingvar Hanne>son Gislason Ferðamannamiðstöð Að undanförnu hafa erlendir sérfræöingar á vegum Sameinuðu þjóðanna og opinberra aðila unn- ið að þróunaráætlun um ferðamál á Islandi, og voru eftirtalin þróunarsvið valin af rikisstjórn Islands til sérstakrar athugunar skv. skýrslu þessara sérfræðinga útg. i ágúst 1973 af samgöngu- ráðuneytinu: Skiðasvæði. Vötn ár, og sjór til fiskveiða. Ráðstefnu- og fundaraðstaða. Jarðhiti til heilsuræktar. 1 skýrslu þessari og öðrum skýringum hinna erlendu sérfræðinga var lögð áherzla á þá stefnumörkum, að öll hugsanleg fjárfesting i sambandi við ofan- greind þróunarsvið yrði við það miðuð, að þær þjónuðu ekki siður íslendingum sjálfum, um leið og þær styrktu stoðir innlendrar ferðaþjónustu. Ekki sizt með þetta að leiðarljósi sameina þeir I einni framkvæmd tvö ofangreind þróunarsvið, sem reifuð eru I fyrrnefndri skýrslu ráðuneytis- ins. Þar er reifuð allitarlega hug- mynd sérfræðinganna um „ferða- mannamiðstöð”, sem svo er nefnd, er „tengdi Island við náttúruauðlindir sinar”, og þar sem fram gæti farið margvisleg starfsemi, m.a. ,,i einangruðu samfélagi yfirbyggðra garða og húsa, sem byggðust á nýtingu jarðhita”. I slikri miðstöð er gert ráð fyrir „aðstöðu fyrir fólk, sem áhuga hefur á einum eða öllum þáttum starfseminnar, skiðaiðk- unum fiskveiðum ráðstefnum eða heilsurækt”. Reksturinn byggðist á þvi, að heilsuræktaraðstaðan sé rekin allt árið. Islendingar noti sklðaaðstöðuna að vetrinum, ráð- stefnur séu vor og haust og al- mennir ferðamenn, væntanlega innlendir sem erlendir, yfir sumarmánuðina. Ekki er gerð nein endanleg tillaga um staðar- val en I þessari greinargerð reif- uð hugmynd um staðarval við Botnssúlur, sem skv. siðari reifun málsins hefur flutzt að Kleifar- vatni, m.a. vegna nábýlisins við Reykjavik og Keflavik. Liður í þróun ísl. ferðamála Þó að flutningsmenn séu ósammála hinum lauslegu hug- myndum hinna erlendu sérfræðinga um staðarval, enda ekki um neina endanlega tillögu þeirra að ræða, auk þess sem endanlegar ákvarðanir eru að sjálfsögðu i höndum Islendinga sjálfra, telja flutningsmenn að hér sé hreyft athyglisverðum hugmyndum, sem kanna þurfti nánar. Það er skoðun flutnings- manna að bæði frá sjónarmiði byggðastefnu og að ýmsu leyti af hagkvæmnisástæðum, m.a. vegna hinnar brýnu þarfar á heilsuræktaraðstöðu utan þétt- býlissvæðisins á Suðvesturlandi, þurfi að kanna vandlega, hvort ekki sé grundvöllur fyrir þvi að koma á fót heilsuræktar- og úti- vistaraðstöðu á Norðurlandi, sem I senn bætti úr mjög brýnni þörf fyrir Norðlendinga, og raunar landsmenn alla, i vaxandi mæli með bættum samgöngum auk þess sem slik framkvæmd gæti verið mikilvægur liður i framtlðarþróun Islenzkra ferðamála, sem hvort tveggja i senn þjónaði íslendingum sjálf- um og þeim gestum- erlendum, er sækja vilja landið heim af ýmsum ástæðum. Finna þarf nýjan fjárhagsgrundvöll Ekki eru að þessu sinni gerð- ar neinar endanlegar tillögur um staðarval á Norðurlandi enda er það skoðun flutningsmanna, að áður en slík ákvörðun væri tekin, þyrfti að fara fram sérfræðileg athugun á aðstæðum á þeim stöð- um, er helzt koma til greina. Þó virðist við fyrstu sýn, að á Akur- eyri eða i nágrenni Akureyrar, séu fyrir hendi mörg þau skilyrði, er uppfylla þarf, og aðstaða að mörgu leyti hin ákjósanlegasta. Má i þessu sambandi minna á, sbr. það sem að framan er sagt, að Náttúrulækningafélag Akur- eyrar, sem er deild i lands- samtökum N.L.F.l. vinnur nú að þvi að koma upp heilsuhælisbygg- ingu I landi Akureyrarbæjar að Skjaldarvik og samningar þegar gerðir um ýmis réttindi þar að lútandi, m.a. samningar á loka- stigi um hitavatnsréttindi. Fjármagn er enn mjög af skorn- um skammti og þvi vist, að fram- kvæmdir dragast mjög á langinn, ef ekki tekst að finna nýjan fjárhagsgrundvöll. AAargvísleg útilífsaðstaða Eins og kunnugt er, er Akur- eyri miðstöð vetrariþrótta, og umrædda heilsuræktar- og úti- vistarmiðstöð mætti á auðveldan hátt tengja þeirri aðstöðu, er þeg- ar er fyrir hendi i Hliðarfjalli við Akureyri, og eins mætti hugsa sér, að með nýjum lyftu- og tog- brautarbúnaði mætti verulega lengja skiðatimann, jafnvel fram á vor og sumar. I kaupstaðnum og i nágrenni hans er að auki hin ákjósanlegasta aðstaða til marg- vislegra útilifsiðkana, svo sem fjallgangna, sjóstangaveiði, hestaferða og þannig mætti lengi telja. Og mikilvægt er að fjöl- breytt þjónusta er þegar fyrir hendi á Akureyri, bæði að þvi er varðar samgöngur, læknisþjón- ustu, ýmiss konar ferðaþjónustu og sérfræðilega aðstoð, auk þess sem Akureyri er miðsvæðis á Norðurlandi og tengist þvi sam- göngukerfinu i allar áttir á landi og i lofti. Þess ber þó að geta, að ýmsir aðrir staðir á Norðurlandi hafa betri aðgang að heitu vatni en Akureyri, og þvi m .a. sjálfsagt að kanna vel aðra möguleika á staðarvali t.d. i Þingeyjarsýslum eða annars staðar á Norðurlandi. Mestu máli skiptir að hið opin- bera hefjist handa i þessum efn- um hið fyrsta i samvinnu viö alla hlutaðeigandi aðila, og sjálfsagt er að notfæra sér þær undir- búningsrannsóknir er þegar hafa farið fram af hálfu erlendra sér- fræðinga, jafnframt þvi sem kannaðar eru tillögur þeirra um fjármögnun framkvæmdanna, sem þegar liggja fyrir. Þar sem mikla undirbúningsvinnu þarf að inna af hendi áður en lokaákvörð- un er tekin, er æskilegt að af- greiðslu málsins sé hraðað eftir þvi sem tök eru á.” il ■I ( i— ■ ing kemur samon í dag eftir 1 páskaleyti ALÞINGI kemur aftur saman I dag eftir páskaleyfi. Fundir verða i báðum deildum. A dagskrá I efri deild verður m.a. þingsályktunartillaga um fjölbrautaskóla á Norður- landi, en i neðri deild verða m.a. á dagskrá orkumál Austurlands, vegalög, upplýs- ingaskylda stjórnvalda og fleira. Aður en f'undir i deildum hefjast, verður fundur I sam- einuðu þingi, og er rannstíkn kjörbréfa þar á dagskrá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.