Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 8
8 Dolos-steinar, nefnast þessir hnullungar og veröa notaöir f hafnargeröina nýju. Hver þeirra vegur riim 9 tonn, en alls veröa 2.800 stykki steypt. Þorlákshöfn: Hafnarfram- kvæmdir ganga vel — Áætlaður kostnaður hækkar verulega — Rætt við hafnarstjórann, Sigurð Jónsson gébé Reykjavik — Unniö er af fullum krafti viö hina nýju hafnargerö i Þorlákshöfn, en verklegar framkvæmdir þar hóf- ust i september á sl. ári. Verk- takarnir, sem eru Isienzka fyrir- tækiö istak og danska fyrirtækiö Phil & Sön, eru með um fimmtiu menn á sinum vegum sem vinna við hafnargeröina. Mikiö lif og vinna er þvi viö höfnina i Þorláks- höfn, en áætlað er aö hafnargerö- inni ljúki I október 1976. Fram- kvæmdir fram aö þessu hafa að mestu gengiö samkvæmt áætlun, þó aðeins seinna en vonazt haföi veriö til, en auðvelt mun vera aö vinna þaö timatap upp I sumar. Blaöamaður Timans ræddi við landshafnarstjórann, Sigurð Jónsson, og sagði hann, að I september i fyrra hefðu verktak- ar byrjað undirbúningstörf fram- kvæmdanna, og hefði aðeins mánaðarseinkun orðið á fram- kvæmdaáætlunum hingað til, en auövelt yrði að vinna það upp i sumar. — Verktakarnir eru hér með pramma, sem nefnist Basalt, og mun hann sá eini sinnar tegundar hér á landi, ef ekki á Norðurlönd- um. Prammi þessi var smiöaður af fyrirtækinu Phil & Sön i Fær- eyjum og notaður til hafnargerða þar, en siöast var hann notaður i Hirtshals i Danmörku, einnig til hafnarframkvæmda, sagði Sigurður. Pramminn Basalt flytur stór- grýti i uppfyllingu nýja hafnar- garösins, eða öllu heldur fram- lenginu hins gamla. — Basalt tek- ur um 150 rúmmetra af grjóti i einni ferð, en fer þó aldrei með svo mikið, sagði Sigurður. Hann fer um tiu ferðir á dag þegar veð- ur leyfir, og má þvi áætla að hann flytji rúmlega eitt þúsund rúm- metra á dag, eða um tvö til þrjú þúsund tonn á dag. Geysistór Caterpillar-vél- skófla, sú stærsta á landinu, flyt- ur grjótið um borð i Basalt, sem siðan siglir út úr höfninni i Þor- lákshöfn og á þann stað, þar sem framlengingu hafnargarðsins er ætlað að koma. Pramminn er þannig útbúinn, að hann er i tveim tengdum hlutum og pramminn losar sig þannig við grjótið aðbotn hans opnast og það fellur niður. Hjarir, sem halda þessum tveim hlutum saman, eru Hér heldur pramminn Basalt út úr höfninni i Þorlákshöfn meö rúm tvöhundruö tonn af gríóti > uppfyllinguna. hálfgerðir „glussatékkar,” sagði Sigurður, og mynda þrýsting sem lokar svo botninum þegar búið er að tæma. Nýja bryggju er nú verið að gera fyrir prammann, þvi að erfitt er fyrir stóru vélskófluna að lesta grjótið i hann á fjöru, til þvss verður fallið of mikið frá gömlu bryggjunni. Cate-pillar-vélskólfan er hið mesta ferliki, en lyftikraftur hennar er hvorki meira né minna en 28 tonn, enda mun hún hin allra stærsta, sem hefur verið I notkun hér á landi. Hinir stóru Dolos-steinar eru steyptir i Þörlákshöfn, en alls þarf 2800 steina I hafnargerðina. Eftir þvi sem hinn danski hönnuð- ur segir, mega þeir ekki vera undir 9 tonnum hver. Kristófer Bjarnason er einn af þeim, sem vinna við gerð Dolos-steinanna, og sagði hann að þeir miðuðu yfirleitt við að steypa fjórtán steina á dag. Sagði Kristófer, að nú orðið mistækist móta-steypan sjaldan, en i fyrstu kom það stundum fyrir. Hafa nú 668 stein- ar verið steyptir. — Danskt fyrirtæki sá um að gera likan af höfninni eins og hún kæmi til með að vera, sagði Sig- urður Jónsson. Þrir Þorláks- hafnarbúar, sem eru þaul- kunnugir öllum staðháttum, voru dönsku verkfræðingunum til að- stoðar og fóru til Danmerkur i þeim tilgangi. Þeir eru Benedikt Thorarensen, forstjóri og skip- stjóramir Einar Sigurðsson og Guömundur Friðriksson. Haft er •eftir dönskum verkfræðingi, sem að þessu verki vann, að þeir hefðu gjörbreytt öllum fyrri hugmynd- um, enda var tekið fullkomið tillit til ábendinga og skoðana þeirra. Sagöi verkfræðingurinn, að þre- menningamir hefðu algjörlega bjargað þeim við rétta gerð lik- ansins, vegna kunnugleika þeirra á staðháttum. — Bryggjupláss hér nú, sagði Sigurður, er um 200 metrar, en þegar hinni nýju hafnargerð lýk- ur, verður hún um 700 metrar. Þetta gefur dálitla hugmynd um hve breytingin verður geysilega mikil þegar hafnarfram- kvæmdunum lýkur. Höfnin i Þor- lákshöfn verður að sjálfsögðu miklu öruggari bátum en nú er, og sparar þeim drjúgan skilding þegar þar að kemur. — Má þar nefna hin miklu útgjöld sem bátarnir hafa vegna tóg-kaupa, sagði Sigurður, en er veður er slæmt hér, slitna bönd bátanna eins og snærisspottar þegar sjó- gangurinn er mikill i höfninni. Má áætla að hver bátur þurfi að eyða 1-2 milljónum króna i tóg árlega af þessum sökum. Þá sagði Sigurður einnig, að tryggingarfélög hefðu tjáö sér, að á siðustu tveim árum hafi þau þurft að borga um 150 milljónir króna vegna tjóna, sem orðið hafa á bátum i landshöfninni i Þorlákshöfn. — Það liggja kannski allt að þvi átta bátar hver utan á öðrum hér i höfninni, sagði hann, og I sjógangi nuddast þeir saman og hefur komið fyrir að heil siða úr bát hafi eyðilagzt af þessum sökum. Hvað kosta svo þessar miklu hafnarframkvæmdir? — 1 mai á sl. ári var kostnaður- inn áætlaður 709 milljónir króna, sagöi Sigurður, en eins og kunn- ugt er hafa geysimiklar gengis- fellingar orðið siðan þá, og er nú nær lagi að tala um einn milljarð. — Varðandi framtfðina að þvi er höfninni viðvikur, verður þessi breyting algjör bylting, sagði Sigurður. En eitt verður algjör nauðsyn, og það er að byggja brú yfir ölfusárós, þvi að ef það verð- ur ekki gert, er viðbúið að fólk flytjist unnvörpum frá t.d. Eyrar- bakka og Stokkseyri, þvi að i nýju höfninni verður unnt að nota miklu stærri báta en hingað til hefur verið gert, á höfnunum sunnanlands. Athuganir hafa verið gerðar um brúarundirstöðurnar við ölfusárós, og reyndust þær já- kvæðari en við hafði verið búizt. En siðan hefur ekkert gerzt I mál- inu. Brúin verður að vera um 400 metra löng, og kostar ekki mikið undir 400 milljónum króna, sagði Sigurður Jónsson hafnarstjóri i Þorlákshöfn að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.