Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 3. april 1975. ,,Hvernig getur þú fullyrt, aö það yrðu aðeins tálvonir?" ,,Ég veit það". ,,Hvernig?" ,,Hvernig? Ég ætti að reka þér utan undir! Þú veizt mætavel, hvers vegna ég veit það". ,,Hvernig get ég vitað það?" ,,Þú veizt þó, að þú ert til". ,,En þínar tilfinningar geta breytzt, þegar Gústaf kemur heim. Þið eruð bæði ung og falleg. Hann syngur og leikur á hljóðfæri og býðu þér á dansleiki. Ég er eins og hver annar þumbari og orðinn gamall í þokkabót". ,,Og ég er að verða kerling, svo að það fer ekki illa á því. Gústaf er ungur, segir þú. Því síður gæti farið vel á með okkur. Ég hef elzt um tvö ár á hverju einu síðan Gústaf fór að heiman". „ En það getur vel verið, að Gústaf haf i breytzt líka og sé orðinn ráðsettur og alvörugef inn. Og þegar þið farið að rif ja upp gamlar minningar — hver veit, hvað þá getur gerzt?" „Það hefði getað hugsazt, að ég hefði orðið ástfangin af Gústaf í annað sinn, ef ekki væri eitt því til fyrir- stöðu". „Hvað er það?" „Að ég elska þig". __ Þá gat Einar ekki lengur maldað í móinn. Hann vafði hana örmum, og þá gerðist einn af þessum atburðum, sem Greta horfði svo hugfangin á. En Einar f itjaði alltaf upp á sama umtalsefni á nýjan leik. „Gústaf leggur hatur á okkur bæði, ef við giftumst. Hann ímyndar sér, að ég haf i svikið hann í tryggðum, og hrifsað til mín eitthvað, sem honum bar". „Skiptir engu máli, hvað ég vil?" „Sei-$ei jú, það veiztu vel. Allt veltur einmitt á þér og þínum vilja. En látum Gústaf koma heim og freista hamingjunnar. Svo kem ég til sögunnar, ef það dregur þá ekki saman með ykkur, og þá vita guð og menn, að ég hef ekki beitt neinn ranglæti". „Þú ert þverlyndur". „Ég kæri mig ekki um neina yfirborðs-hamingju. Ef við giftumst áður en bróðir minn kemur heim, mun ég aldrei hafa f rið í sálu minni. Ég væri alltaf að hugsa um, hvað kynni að gerast, ef hann kæmi heim". „Þú verður afbrýðisamur". „Ég er það". „Jæja þá. En ef hann kemur aldrei framar? Eigum við þá að sóa öllum beztu árum okkar?" „Hann skal koma heim í vor. Ég verð í siglingum í sumar, og þá getið þið gert upp gamlar sakir í næði. Það verður langur kvalatími fyrir mig, en ég vil heldur leggja það á mig en dragast kannski með ósýnilegar drápsklyf jar til æviloka". Katrín hafði látið skrifa Gústaf mörg bréf og beðið hann að koma heim, en hún hafði gætt þess vandlega að láta aldrei uppskátt, hver var meginástæðan til þess, að hún var sífellt að biðja hann að koma. Hún hafði bara af tilviljun látið þess getið, að Saga væri orðin ekkja og héldi sig algerlega frá solli heimsins og ynni Gretu litlu eins og hún væri hennar eigin barn. Ekkert svar hafði borizt frá Gústaf við bréfunum, og þau gerðu sér litlar vonir um að sjá hann nokkru sinni f ramar á Þórs- ey. En dag nokkurn á útmánuðum kom alveg óvænt sím- kvaðning frá honum. Katrínu varð svo mikið um þetta, að hún fékk sting í hjartað, en þegar hún hafði jafnað sig, flýtti hún sér til næsta granna, sem hafði síma, og bað um aðstoð til þess að ná sambandi við Gústaf í Sjó- mannaheimilinu í Mariuhöfn. „Sæl og blessuð, mamma", sagði hann. „Sæll og blessaður og velkominn til Álandseyju, elsku drengurinn minn", sagði Katrín. Hún átti bágt með að verjast gráti. „Langar ykkur til þess að fá mig heim?" „Elsku barnið mitt!" „Ég kem þá með næstu póstferð. — Ert þú lasin, mamma? „Nei. En ég er orðin gömul, eins og þú veizt. Það veit enginn, hvaða dag ég verð kölluð burt frá þessu jarðar- stríði". „O, sei-sei. Þú ert ekki orðin neitt gamalmenni ennþá. Hvernig vegnar — Malm kapteinsfrú?" „Þú átt við Sögu, vænti ég. — Henni vegnar vel. Og Greta litla dafnar ágætlega. Hún er frábærlega dugleg og atorkusöm, en ærslagjörn eins og versti strákur — verri en þú varst, þegar þú varst hnokki". „Ö-já. Er Einar bróðir heima? Hvenær siglir hann?" „Hann fer eftir nokkrar vikur". „ Einmitt það. Jæja, ég kem þá heim sem snöggvast og heilsa upp á gömlu Þórsey. En ég verð ekki lengi heima." „Þú skalt þó komast heim, áður en þú ferð að ráðgera brottförina". „Olræt. Vertu blessuð. Ég kem innan skamms". G E I R I K I K U B B U R Fimmtudagur 3. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Hjalta Gunnarsson útgerðarmann á Reyðarfirði. Popp kl. 11.00: GIsli Loftsson sér um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frívaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Viktor Frankl og lifs- speki hans. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli flytur erindi, þýtt og endur- sagt, — siðari hluti. 15.00 Miðdegistónleikar. Nicanor Zabaleta leikur Hörpusónötu i B-dúr eftir Viotti. Grumiaux-tríóið leikur Strengjatrió I B-dúr eftir Schubert. Kurt Kalmus og Kammerhljómsveitin i Munchen leika óbókonsert i C-dúr eftir Haydn, Hans Stadlmair stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatlmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. Meira um ástina. — Svarað bréfi Hlöðvers frá Eskifirði (7 ára). Þorbjörg Valdimarsdóttir les „Álög þokunnar” eftir Erlu. Þor- steinn V. Gunnarsson les kafla úr bókinni „Kela og Samma” eftir Booth Tarkington. Margrét Ponzi syngur tvö lög. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur i útvarpssal. Ólöf Harðardóttir syngur lög eftir Fjölni Stefánsson, Karl O. Runólfsson, Þórarin Jónsson og Pál ísólfsson, Guðrún Á. Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.00 Framhaldsleikritið: „Húsið” eftir Guðmund Danielsson. Ellefti þáttur: Tómahljóð. Leikstjóri Klemenz Jónsson. Pers. og leikendur auk höfundar, sem fer með hlutv. sögu- manns: Tryggvi Bólstað, Guðmundur Magnússon. Katrln, Valgerður Dan. As- dls, Geirlaug Þorvaldsdótt- ir. óskar læknir, Ævar Kvaran. Henningsen, Gisli Halldórsson. Frú Ingveldur, Helga Bachmann. Gamli sýslumaðurinn, Jón Sigur- björnsson. Jón Saxi, Gisli Alfreðsson. Aðrir leikend- ur: Anna Kr. Arngrimsdótt- ir, Helgi Skúlason, Rúrik Haraldsson, Kjartan Ragnarsson, Sigurður Skúlason, og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir. 21.00 Sænski vísnasöngvarinn Ulle Adolphson. Njörður P. Njarðvik kynnir. 21.30 Langeldaskáldið. Guðmundur Frimann rit- höfundur talar um Sigurð skáld Grimsson og bók hans „Við langelda”. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason. Höfundur les (2). 22.35 Létt músik á síðkvöldi. Hljómsveitin Philharmonia I Lundúnum leikur verk eft- ir Grieg, Barber og Tsjai- kovský, Anatole Fjstoulari stjórnar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.