Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. april 1975. TÍMINN 15 ENGIN TENGSL MILLI SMYGLMÁLS- INS OG HVARFS GEIRFINNS — Svo virðist sem hér séu til bílar, sem ekki eru löglega skróðir, segir Haukur Guðmundsson Gsal—Rcykjavik — Nú er að fullu lokið rannsókn á hugsan- legum tengslum smyglmáls- ins svonefnda og hvarfs Geir- finns Einarssonar, en sem kunnugt er hefur Haukur Guð- mundsson rannsóknarlög- reglumaður sagt i fjölmiðlum, að i þvi máli væri sennilega helzt að finna skýringu á hvarfi Geirfinns. Við rannsókn á tengslum þessara tveggja mála 'kom ekkert fram, sem gefið getur visbendingu um það, hver hafi orðið afdrif Geirfinns Einarssonar. Timinn innti Hauk eftir þvi i gær, að hvaða þáttum rann- sókn málsins beindist núna. — Rannsóknin beinist aðal- lega að almennri úrvinnslu upplýsinga, og enn er ekki séð fyrir endann á þvi verki, enda hafa lýsingar verið að berast allt til þessa dags. Þá er enn verið að rannsaka bilana, sem lýst var eftir i sambandi við þetta mál, en það eru ýmsir vankantar á þvi, þar eð svo virðist sem til séu bilar hér á landi, sem ekki eru löglega skráðir. Haukur Guðmundsson sagði enn fremur, að lögreglan væri meðýmsa punkta i málinu, en engan sérstaklega bitastæðan, og þvi væri erfitt að segja til um, hve langan tima i viðbót rannsókn málsins gæti tekið. — Ég hef alltaf haft þá skoðun, að þetta mál leysist bara allt i einu einn daginn, — opnist allt i einu eins og blóm fyrir sólu. Og ég er enn bjart- sýnn á að við finnum viðhlit- andi skýringu á hvarfi Geir- finns, sagði Haukur Guð- mundsson. Barnabókavika — í Norræna húsinu gébé Rvik — Alþjóðlegur barna- bókadagur er haldinn í um 40 löndum þann 2. apríl, en þá eru einmitt liðin 175 ár frá fæðingu vinsæla danska skáldsins, H.C. Andersen. Barnabókavika verður haldin i Norræna húsinu, og er það Félag bókasafnsfræðinga, sem stendur fyrir viku þessari. Þetta er yfirlitssýning á frum- sömdum íslenzkum barnabókum á þessari öld, ásamt sýnishornum af gömlum og nýjum leikföngum. Þá verður einnig sýning á verk- um H.C. Andersens i Landsbóka- safninu. Barnabókavikan var skipulögð með tilliti til þess, að i ár eru 175 ár liðin frá fæðingu danska skáldsins H.C. Andersen, eða 2. april, og er þá einmitt haldinn há- tiðlegur dagurinn sem alþjóðleg- ur barnabókadagur viða um heim. í tilefni dagsins, hefur ver- ið gefið út veggspjald, en það er teikning Ib Spang Olsen, við ævintýrið Elverhöj (Alfhóll), en ævintýrið er birt I heild á bakhlið spjaldsins i þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Er þetta i fyrsta skipti, sem ævintýri þetta er þýtt á islenzku. Veggspjaldið er þann- ig gert, að það má brjóta það saman og gera úr þvi bók með texta sögunnar. Verður það til sölu á Barnabókavikunni og kost- ar 300 krónur. Þá hefur Félag bókasafnsfræðinga gefið út tvö ný veggspjöld, unnin af nemendum Myndlistar- og handiðaskólans og eru þau tengd bókum og bók- lestri. Þá segja þrir is- lenzkir barnahókahöfundar frá afstöðu sinni til barnabókaritunn- ar, þær Jenna Jensdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Guðrún Helgadóttir i Norræna húsinu 3. april kl. 20:30. Einnig verður lesið upp úr verkum þeirra, en umræð- um stjórnar Þorleifur Hauksson. Þann 4. april flytur Tordis Orjasæter, barnabókagagnrýn- andi við Dagbladet i Oslo, fyrir- lestur, en þar á eftir verða svo umræður. Fyrirlestur flytur Ole Lund Kirkegaard 5. april kl. 16:00, en hann er mörgum barna- lesendum kunnur fyrir bók sina Fúsa froskagleypi, sem Iðunn gaf út 1973 og Anna Valdemarsdóttir þýddi. Brúðuleikhúsið Leikbrúðu- land verður svo með sýningar kl. 14:00 6. april i Norræna húsinu. o AAokuðu Kristinn. Ef heiðin hefði verið rudd á skirdag hefði hún verið opin alla páskahelgina, þvi að ágætisveður var alla dagana. Menn eru hér almennt mjög óánægðir með að Vegagerðin skyldi ekki ryðja heiðina, svo ibú- ar hér sem annars staðar hefðu tækifæri til að komast á þetta mikla skiðamót, sagði Kristinn. Leikfélag Akureyrar hefur að undanförnu sýnt sjónleikinn „Ertu nú ánægð kerling” við góðan róm áhorfenda. Sýningum á Akur- eyri fer nú senn að Ijúka, má búast við að þær seinustu verði i þessari viku, á fimmtudag og föstudag. Komið hefur til tals að farið verði með sýningu þessa I leikför, m.a. austur á Neskaup- staðog vestur I Skagafjörð, en óvist hvort kostnaður og aðstæður leyfa, þvi sýningin er mannmörg og mikill hluti liðsins upptekinn við undirbúning næsta verkefnis sem er Gullskipið eftir Hilmi Jóhannesson. A myndinni er Þórhildur Þorleifsdóttir i hlutverki sinu i Ertu nú ánægð kerling. Konur í læknanómi vilja frjálsar fóstureyðingar gébé—Rvik — Fjörutiu konur, sem stunda nám i læknisfræði við Háskóla islands, undirrituðu ný- lega áskorun þess efnis, að þær telji, að konum beri skýlaus rétt- ur til fóstureyðingar að eigin ósk. Þá telja læknanemarnir, að lækn- ir hafi ekki sérþekkingu eða tæki- færi til að meta nema á mjög takmarkaðan hátt allar aðstæður konunnar. Endanleg ákvörðun á að vera i höndum konunnar sjálfrar, en ekki misviturra vott- orðaskrifara, segir í áskoruninni. Þvi skora þessar fjörutiu konur, sem stunda læknanám við Hl, á alþingismenn að færa 9. grein frumvarps um kynlifs- fræðslu og fóstureyðingar aftur i það horf, sem lagt var til i stjórn- arfrumvarpi á siðasta þingi. KÓPAVOGUR Blaðburðarfólk óskast til útburðar í Hrauntungu og Hlíðarveg Umboðsmaður - Sími 42073 Fimmtiu og fjórar konur stunda nú nám i læknisfræði við Háskóla Islands — 94% þátttaka var meðal nema á 2.-7. námsári, en á 1. ári aðeins 40% þátttaka. Friðrik til Kanaríeyja Friðrik ólafsson hélt til Kanarieyja í gærkvöldi, en þar tekur liann þátt i alþjóð- legu skákmóti. Keppendur verða 16, og verða i þeim hópi sumir stcrkustu skák- ntanna I heimi. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn 1 Reykjavik 18. april næst komandi. Þeir aðalmenn, sem ekki sjá sér fært að mæta eru beðnir um að tilkynna það flokksskrif- stofunni að Rauðarárstig 18, simi 24480. r Framsóknarvist — Rangárvallasýsla Föstudaginn 4. april kl. 9, verður spiluð siðasta vistin I þriggja kvölda keppni Framsóknarfélags Rangæinga. Góð verðlaun. Þórarinn Sigurjónsson flytur ávarp og stiginn verður dans. Stjórnin. Deildarstjóri Deildarstjóra vantar til starfa i vefnaðar- vörudeild vorri á Blönduósi. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu KH i sima 95-4200. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 15. april 1975. Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi. Jörð til sölu Jörð i næsta nágrenni við Vík i Mýrdal er til sölu. íbúðahús er ekki á jörðinni, en nothæf fjárhús. Veiðiá i ræktun fylgir að hluta: Upplýsingar gefur Egill Sigurgeirsson, hrl., Ingólfsstræti 10, Rvik. Tilboð óskast i kranabifreið er verður sýnd að Grensás- vegi 9, næstu daga. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 11 árdegis. Sala varnarliðseigna. LAX Bændur — Laxveiðimenn Kaupum ferskan lax á sumri komandi, þeir sem hafa óhuga vinsamlegast hafi samband við okkur og lótið vita um væntanlegt magn Aðalstræti 9 - Rósthólf 791 - Simar 1-19-95 & 2-74-1 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.