Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 4. april 1975. SVARTOLÍUTOGURUNUM FJÖLGAR HHJ-Rvík — Stöðugt fjölgar þeim togurum, sem útbúnir eru til þess að brenna svart- oliu. A miðvikudag var lokið við að breyta vélum Vest- mannaeyjar og innan skamms verður svartoliu- búnaði væntanlega komið fyrir i tveimur togurúm til viðbótar, þ.e. Páli Pálssyni og Arnari. bá var slikum búnaði komið fyrir i Hvalbak fyrir skömipu eins og skýrt hefur verið frá i blaðinu. Hafnarframkvæmdum flýtt á þessu ári í DES. s.l. var dreift á Alþingi fjögurra ára áætlun um hafnar- gerðir fyrir árin 1975—1978. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1975 voru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum, sem fyrst og fremst stefndu að þvi að flýta framkvæmdum. Frá áætluninni, eins og hún var lögð fram, verða eftirtaldar breytingar samkvæmt þingsályktunartillögu, sem lögð var fram á Alþingi i gær. 1. Akranes. Framkvæmdir hækka úr 35.0 millj. kr. i 36.0 millj. kr. 2. Bildudalur. Inn kemur ný framkvæmd, lenging stálþils og dýpkun, 7,0 millj. kr. Fram- kvæmdir 1977—1978 lækka á móti um jafnháa upphæð, sem fæst þannig að léttur staurabryggju- kantur verður 70 fermetrar i stað 100 fermetra og kostnaður lækkar við það úr 18.0 i 13.0 millj. kr., en auk þess verður dýpkun 18 þús. rúmmetra i stað 20 þús. rúm- Taka sæti metra, sem hefur i för með sér kostnaðarlækkun úr 8,0 i 6,0 millj. kr. 3. Framlag til bryggju I Selárdal 1976 er fellt niður, en i staðinn tekið jafnhátt framlag til þekju- steypu á hafnargarð o.fl. I Súða- vik. 4. Bolungarvik. Dýpkun við brjót”, 6,7 millj. kr., kemur inn á framkvæmdir 1975, en dýpkun 1976 lækkar um jafnháa upphæð. 5. Hvammstangi. Gert er ráð fyrir, að framkvæmdir við varn- argarð úr grjóti verði á árunum 1975 og 1976, 12,0 millj. kr. fyrra árið og 6,9 millj. kr. siðara árið, i stað þess að vera allar 1976. 6. Ilauganes. Framkvæmdum er flýtt um eitt ár, en jafnframt lækkaðar um 500 þús. kr. 7. Raufarhöfn. Framkvæmdum við löndunarkant er flýtt þannig, að framkvæmdir verða á þessu ári fyrir 6,6 millj. kr. og fyrir 18,4 millj. kr. á næsta ári. 8. Neskaupstaður. Framkvæmd- ir viðþekjulagnir og frágang stál- þilsbakka verða fyrir 6,6 millj. kr. á þessu ári i stað 11,0 millj. kr. á næsta ári. Löndunarkantur við frystihús, sem var áætlað að kost- aði 25,0 millj. kr. og yrði gerður á næsta ári, fellur nú niður, en i staðinn koma framkvæmdir i innri höfn fyrir 29,4 millj. kr. 9. Stokkseyri. Framkvæmdir við hækkun og breikkun bryggju, 15,0 millj. kr., eru færðar fram frá 1976 til þessa árs. 10. Hafnir I Höfnum. Fram- kvæmdir á þessu ári hækka úr 5,0 millj. kr. i 10,3 millj. kr. Með þessum breytingum er á- ætlað að framkvæmdir 1975 nemi 822,6 millj. kr., sem er hækkun um 64,2 millj. kr. frá upphaflegi áætlun. Jafnframt lækka fram- kvæmdir 1976 um 51,4millj. kr. og 1977—78 um 7,0 millj. kr. Þar sem framkvæmdafjárhæðir i ár verða þannig nær jafnháar og 1976, hefur framkvæmdatalan fyrir siðara árið verið hækkuð um 100,0 millj. kr. og er hækkuninni bætt við framkvæmdatöluna 1976 sem óráðstöfuðu fé. Slik viðbótarfjár- hæð var hins vegar ekki sett fyrir árið 1977—78, enda á að endur- skoöa áætlunina fyrir þau ár haustið 1976. — Sögusinfónía Jóns Leifs gefin út á plötu Jón Gíslason fyrrv. alþingis- maður lótinn um skeið. Kvæntur var Jón Þórunni Pálsdóttur. LATINN er I Reykjavik Jón Gislason fyrrv. alþingismað- ur, frá Norðurhjáleigu i Alfta- veri. Jón fæddist 11. janúar 1896 og var þvl 79 ára þegar hann lézt. Jón var alþingis- maður Framsóknarflokksins fyrir V-Skaftfellinga 1947-1953 og gegndi ýmsum opinberum störfum. Atti sæti I sauðfjár- sjúkdómanefnd og var Bún- aðarþingsfulltrúi og hrepp- stjóri Alftavershrepps. Þá var Jón sýslunefndarmaður frá 1944, oddviti 1928-’38 og frá 1946. Stöðu vitavarðar við Al- viröuhamravita gegndi Jón á Alþingi COPPELIA í SÍÐASTA SINN — sýningar hafnar að nýju í haust? Kristján Friðriksson JG-RVK — Menntamálaráð hefur úthlutað styrkjum til listamanna. Úthlutað var verkefnastyrkjum og 10 dvalarstyrkjum. Styrk til útgáfu á hljómplötum, aö upphæð kr. 500.000 hlaut Is- lenzka tónverkamiðstöðin til þess að láta gera hljómplötu af Sögu- sinfóniu Jóns Leifs. Hljómsveit- arstjórn mun annast finnski hljómsveitarstjórinn Jussi Jallas, en hann gjörþekkir Sögusimfóniu Jóns, er hann hefur áður stjórnað tvivegis. Menntamálaráð mun annast útgáfu. Þá var úthlutað kvikmynda- styrk að upphæð kr. 1.000.000 og t hlaut styrkinn Hrafn Gunnlaugs- son, leikstjóri og skáld. Hyggst hann gera 30 minútna Nokkrir þeirra listamanna, sem Menntamálaráö styrkir. — Tlmamynd G. kvikmynd um þorp, sem er að fara I eyði. Hefur Hrafn sjálfur samið handritið að myndinni og gerir ráð fyrir að tæknihlið máls- ins verði leyst I samráði við sænska aðila. Þetta er i þriðja sinn, sem kvikmyndastyrkur er veittur af Menntamálaráði, en styrkur var veittur árið 1973 og 1974. Þá var úthlutað 10 dvalar- styrkjum til listamanna, sem hyggjast dveljast erlendis við listsköpun og listastörf, tvo mán- uði hið skemmsta og hlutu eftir- greindir listamenn styrkina að þessu sinni: Guðrún Tómasdóttir, söngkona, Helga Ingólfsdóttir, semballeikari. Herdis Þorvalds- dóttir, leikkona, Jón úr Vör, skáld, Kristján Daviðsson, list- málari, Ragnar Kjartansson, myndhöggvari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Steindór Hjörleifs- son, leikari, Úlfar Þormóðsson, rithöfundur og Veturliði Gunn- arsson, listmálari. Að sögn Kristjáns Benedikts- sonar, formanns menntamála- ráðs var upphaflega gert ráð fyrir að dvalarstyrkir yrðu 8 talsins, en þeim var að þessu sinni fjölgað um tvo, þannig að þeir urðu 10 talsins. Hann sagði einnig, að alls hefðu 6 aðilar sótt um tónlistarstyrkinn að þessu sinni og að 11 umsóknir hefðu boriztum kvikmyndastyrk- inn. 35 umsóknir voru um dvalar- styrkina. Kristján Benediktsson, formaður menntamálaráðs afhendir einn styrkjanna. AÞ—Reykjavik— I gær tóku þrir varamenn sæti á Al- þingi. Það voru Kristján Friðriksson iðnrekandi (F), Sverrir Bergmann læknir (F) og Bragi Sigurjónsson bankastjóri (A). Kristján og Sverrir taka sæti þeirra Þórarins Þórar- inssonar og Einars Agústs- sonar, sem báðir eru staddir erlendis i opinberum erinda- gjörðum. Bragi Sigurjónsson tekur sæti Benedikts Grön- dal. Þeir Sverrir og Bragi hafa áður setið á þingi, en þetta er hins vegar i fyrsta skipti sem Kristján Friðriks- son tekur sæti á Alþingi. gébé Rvik — Siðasta sýning verður á ballettinum Coppeliu I Þjóðleikhúsinu i kvöld. Ball- Auður Bjarnadóttir. ettinn hefur verið sýndur und- anfarið við mjög góða aðsókn og góðar undirtektir áhorf- enda. Sýningum lýkur nú, vegna þess að Þórarinn Bald- vinsson, sem dansar aðalkarl- hlutverkið, er á förum til Eng- lands, þar sem hann starfar hjá brezkum ballettflokki. Myndin sýnir Þórarin og Julie Claire, sem dansaði aðalhlut- verkið, Svanhildi, þangað til hún fór, ásamt manni sinum Alan Carter, ballettmeistara og stjórnanda Coppelíu, til íran, þar sem þau hafa verið ráðin til starfa. Við hlutverki Svanhildar tók þá ung stúlka, Auður Bjarnadóttir og dansar hún á þessari siðustu sýningu. Komið hefur til tals að taka sýningar upp að nýju á næsta ári, en ekki er það ákveðið enn. >órarinn Baldvinsson og Julie Claire. AAenntamálaróð úthlutar styrkjum til listamanna: EIN AAILLJON TIL KVIKMYNDAGERÐAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.