Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 8
8 HMINN Föstudagur 4. aprll 1975. Anatóll Karpov. Fæddur 23. mal 1951. Fimmtán ára varft hann meistari, 18ára heimsmeistarilunglinga- flokki og alþjóölegur meistari og 1S ára stórmeistari. Sigurvegari á alþjóöamótum I Moskvu áriö 1971, Hastings 1971-1972, San-Antonio 1972, Leningrad 1973, Madrid 1973.Evrópumeistari áriö 1973 og tvofald- ur sigurvegari á Olympiuskákmótinu. (Ljósmynd APN) HEJMSMEISTARINN Alexander Itoshal, stórmeistari, skákskýrándi (APN). „Þegar ég héttupp á fimmtugsafmæliö mitt, vissi ég ekki, aö þrem dögum siöar 23. mai 1951, mundi fæöast skáksniliingur...’” Þessi orö Max Euwe, fyrrverandi heims- meistara I skak og forseta FIDE drukknuöu i fagnaöarlátum þeirra, sem safnazt höfðu saman i Tsjaikovsky- salnum i Moskvu, þegar keppninni um áskorenda- réttinn á heimsmeistarann i skák lauk meö hátlölegri athöfn. Sovézka stórmeistaranum Anatóli Karpov, sem sigraö haföi Viktor Kortsnjof I einviginu voru afhent verölaun og haldnar voru ræöur. Bæöi blaðamenn og stór- meistarar flýttu sér aö hafa viðtal viö hann og Euwe, forseti Alþjóöaskáksambandsins vildi láta taka mynd af sér meö Karpov „til minningar”. 1 öllum látunum og fögnuðinum voru aöeins tvær manneskjur, sem voru rólegar. Þau þögðu og horfðu öðru hverju frá sér numin hvort á annað. En svo kom ein- hver upp um þau, og blaða- mennirnir réðuststrax á foreldra Karpovs. Svörin voru stutt. Faöirinn: „Það verður alltaf að hafa trú á syni sinum” og móðirin: „Hann hefur lagt af aftur..” Slöar I þröngum vinahóp við veizluborð með nánustu ættingj- um fóru foreldrarnir að rifja upp minningar. Anatolí var þriggja ára, þegar hann fór að kynnast taflmönnum. Þá fylgdist hann með þvi, þegar faðir hans tefldi við vini slna. Nu segir Anatóli sjálfur hreykinn um eftirlætiö sitt, Natöshju, systur- dóttur sina: „Hún þekkir alla taflmennina”. Evgeni Karpov var ekkert að flýta sér að kenna syninum að tefla. Þegar hann var fjögurra ára fór hann að kynnast skák- reglunum fyrir alvöru, en reyndar kunni hann þær að mestu leyti þá. Anatóli var ekki lengi að taka skákbakteriuna. Hann óx og fór með vinum sin- um I skákklúbbinn i félags- heimilinu i borginni Zlatouste I tJral, en þar bjó fjölskyldan þá. Hann var mjög litill vexti og sett- ur var púði á stólinn, þegar hann var aö tefla. Siðar lærði hann I skákskóla Mikahil Botvinnik, þar sem námið er utanskóla. Hann þaut upp skákstigann með undraverðum hraða. 7 ára var hann I þriðja flokki, 8 ára i öðrum, og 9 ára i þeim fyrsta. Þegar hann haföi lokið 7. bekk i miöskólanum i Zlatoúste, fékk hann skjal frá skólanum, þar sem skýrt var frá þvi, að þaðan i frá væri hann heiðursnemandi skól- ans. Hann lauk skólanámi og hlaut gullverðlaun fyrir náms- árangurinn. Þá var fjölskyldan flutt tilTúla, þarsem faðirinn var yfirverkfræðingur i verksmiðju. Stundar nám i hagfræði Nú er Anatóli Karpov einn af beztu nemendunum á fjórða ári i hagfræðideild háskólans i Leningrad. A öllum námsferli slnum hefur hann aðeins tvisvar sinnum fengið einkunnina fjóra. Allar aðrar einkunnir eru fimm, sem er hæsta einkunn, sem gefin er. Það hlýtur að vera erfitt að stunda nám og vera sifellt á ferðalögum og taka þátt I skák- mótum. Frá þvi að Karpov var 15 ára hefur hann aðeins tapað 24 skák- um á mótum. Hann hefur aldrei tapað fleiri en tveim skákum, jafnvel ekki á hinum erfiðustu mótum. Hann hefur teflt yfir 600 skákir á þeim fjórum árum, siðan hann varð stórmeistari. Hversu glæsilega sigra vann hann ekki á Olympiumótinu i skák. 1 Júgóslaviu árið 1972 og i Frakklandi 1974. Ég varð vitni að þvi þegar áhorfendur á þessum alheimsskákmótum klöppuðu unga stórmeistaranum lof i lófa fyrir fagra taflmennsku. Snilld og vilji. Þessir tveir þættir ráða að mestu leyti úrslit- um um möguleika stór- meistarans. Margt hefur verið rætt og ritað um skapstyrk Antóli Karpovs. Hann er skyldurækinn og gengur ekki á bak orða sinna. Hann er gæddur járnvilja og einstakri sálarró og dirfsku. Sjálfsagi og einbeitni einkenna Karpov Viktor Kortsnjoj, sem ætið hef- ur verið álitinn viljasterkasti maðurinn í skákheiminum, viður- kenndi fyrir mér, að hann hefði fyrst og fremst tapað vegna þess aö hann hefði alls ekki verið viöbúinn því að mæta slikum aga, einbeitni og sjálfsstjórn eins og fyrirfinnst hjá Anatóli. Kartsnjoj telur, að viljinn sé heiztí þáttur- inn i skáklifi Karpovs, en með hann að vopni sigrar hann and- stæðinga sina, og má þar nefna sem dæmi einvigin við Lev Polugajevsky og Boris Spasski. Viðbrögð ballerinunnar Galinu Úlanóvu á áskorendamótinu, er hún kom með til að fylgjast með, voru forvitnileg og óvænt. Þegar hún sá Anatóli Karpov ganga fram og aftur á sviðinu, undraðist hún mjög eðlilega rósemi hreyfinga hans, en slíkt er ekki til, nema ríki fullkomin einbeitni og sannfæring hið innra með folki. Þegar staðan I einviginu milli Karpovs og Kortsnojs var 3:2 töldu margir, að nú myndu taugarnar fara að gefa sig hjá Karpov. Karpov vildi gera sér fulla grein fyrir ástæðunni fyrir ósigri I skákunum tveim.ogþegar hann hafði gert það, vissi hann, að hér var um gróflega villu hjá honum að ræöa. Eftir það lék hann af enn meiri ró og sannfæringu. Kortsnoj haföi ekki búizt viö þessu og tapaði. Og hinn 23 ára gamli stór- meistari Anatoli Karpov varð sigurvegari I einviginu um áskorendaréttinn á heims- meistarann, en um hann hafði Róbert Fischer sagt: „Það er ekki gott að gera sér grein fyrir, hversu langt möguleikar hans ná.” Eins og kunnugt er, skrifaði Fischer bréf til fulltrúa FIDE- þingsins I Nizza I Frakklandi og hótaði þvi að taka ekki þátt I heimsmeistarakeppninni, ef ekki yrði fallizt á skilyrði hans. Fjöldi skáka skyldi ótakmarkaður og sá sem verður fyrri til að vinna tiu skákir, hlýtur titilinn, en heims- meistarinn skyldi fá tvær skákir i forgjöf. Þingið hafnaði þessum kröfum. Og siðan hefur rikt óvissa um málin. Verður einvigið um heims- meistaratitilinn haldið eða verður sigurvegarinn I einviginu milli Karpovs og Kortsnojs heims- meistari án frekari keppni? Þessu getur enginn svarað og sennilega ekki einu sinni Fischer sjálfur, sem skiptir of oft um skoðun. Bandariski stór- meistarinn Robert Burn, sem var viðstaddur einvigi þeirra Karpovs og Kortsnojs, veðjaði 1000 dollurum i allra áheyrn I fréttamiðstöö skákeinvigisins, að Fischer kæmi ekki til leiks við áskorandann. Nokkrir aðrir stórmeistarar, þ.á.m. Tigran Petrosjan voru á annarri skoðun. Fischer neyðist til að tefla við Karpov Ég állt persónulega að Fischer geti ekki annað en teflt viö Karpov. Hann er greinilega farinn að skilja, hversu fáran- legri stöðu hann er I, þó að hann sé enn þá jafn þrár. „Ég skal sýna þessum strákhnokka, hvernig á aðtefla.” Ef Fischer neitar að tefla, verður „þessi strákhnokki” veiðurkenndur af skákheiminum, sem heims- meistari. Anatóli Karpov segir sjálfur, að Fischer hafi lengi verið van- metinn i Sovétrikjunum. „Fólk sagði: „Biðið bara þar til hann mætir raunverulegum sovézkum stórmeistara og Fischer verður sigraður.” En svo komust allir á gagnstæöa skoöun. Jafnvel hinir sterkustu i hópi stórmeistaranna telja, að barátta við Fischer sé vonlaus. Ég er viss um að hér er millivegurinn sá eini rétti. Þaö má berjast við heimsmeistarann, en auðvitaö ekki án góðs undir- búnings. Auövitað er ekki hægt að spá fyrir um sigur”. Anatóli Karpov hefur beðið stjórn FIDE að taka einungis tillit til hagsmuna skákhreyfingar- innar I heiminum I undirbúningn- um fyrir skákeinvfgið: „Ég vona að saga sú, sem geröist i Reykjavik, þegar Fischer og Spasski háðu einvigið, endurtaki sig ekki. Ég verð að viöurkenna, að ég er alls ekki hrifinn af öllum reglum einvigisns. En þar sem fulltrúarnir i Nizza samþykktu reglurnar um einvigið með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, þá verða báðir aðilar að fara eftir þeim....” Þegar Anatóll Karpov hafði sigrað Lev Polugajevsky og Boris Spasskf, hófst einvigið við Viktor Kortsnoj, framúrskarandi stórmeistara og sigurvegara i meira en 20 meiriháttar alþjóðamótum. 1 Súlnasal Sambandshússins. 1 miðið stendur Aiberik O’Kelly aðal- dómari einvigisins. Þetta var upphaf einvigisins, sem stóðfrúma tvo mánuði. Gönguferð i garðinum var liður i undirbúningnum fyrir einvlgið. Karpov og þjálfarar hans dvöldu inágrenni Moskvu á kyrrlátum stað á strönd stöðuvatns nokkurs. Karpov var eitt sinn spurður: „Hver er afstaða þln til áfengra drykkja?”, þvl svaraði hann: „Ég smakka vln á stórhátiðum og mln- um einkahátlðum. En þegar ég undirbý mig undir mót eöa tek þátt I mótum, snerti ég ekki áfengi.” Einstaka sinnum leyfir hann sér að drekka bjórglas þegar hann er að hvila sig. A myndinni eru Anatóll Karpov og þjálfari hans Simon Fúrman að nýloknu baöi I vatninu aö borða hertan fisk og drekka bjór með. Ahugi Karpov á listum er mikill. Hann á gott bókasafn. Hann er áskrlf- andi að tlmaritum um list, húsabyggingar og leikhús. A sinum tlma var mikið talað um, hversu veiklulegur Anatóli væri. Þegar hann kom heim frá Venezuela, þar sem hann hlaut stór- meistaratitil, fannst mörgum hræðiiegt, að sjá hversu magur og þreyttur hann var. Timinn leiö. Anatóli hefur styrkzt llkamlega meö hjálp stöðugra Iþróttaæfinga. t herberginu hans eru tennisspaöar og bók Boris Shaklin með ráðleggingum um, hvernig á að styrkja likam- ann. Karpov stundar sund af miklum krafti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.