Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. apríl 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjöri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. V___________________________ Blaðaprenth.f. Samningagerðin Flestir hafa trúlega andað léttar, er loks tókust samningar milli fulltrúa Alþýðusambands ís- lands og atvinnurekenda um láglaunabætur. Þar með var þvi afstýrt, að til harðra árekstra kæmi að sinni. Að visu eru þetta aðeins bráðabirgða- samningar, sem gilda mjög skamman tima, en mikils verðir eigi að siður. Ráðrúm gefst til könn- unar og þeirrar skipunar mála, er til frambúðar má vera. Allir munu sammála um það, að verkföll eru neyðarúrræði, sem ekki ber að beita, sé nokkurs annars kostur, og á þeim timum, er þjóðin stendur höllum fæti fjárhags- lega, geta þau verið reiðarslag, sem dregur á eftir sér lengri hala en fyrir verður séð i upphafi. Aldrei er meira i húfi en þá, að vinnu- friður haldist, svo að þjóðin fái notið krafta sinna i viðureigninni við þá erfiðleika, er að henni steðja, og unnið bug á þeim á sem skemmstum tima. Aldrei er meiri þörf á þvi, að vinnandi hendur sinni sem flestar störfum, sem þjóðarbú- inu eru til viðréttingar. Þetta skilja að sjálfsögðu allir, hvar i stétt sem þeir standa, og þá einnig hitt, að verkföll er þyngst að heyja, þegar verð- bólga er mikil, ef kostur er lausnar eftir öðrum leiðum. Eins og áður er sagt eru samningarnir aðeins til skamms tima, en þar að auki rikir enn óvissa um samkomulag við sjómannasamtökin. Þar eru blikur á lofti, og til verkfalla hefur verið boðað 7. og 9. april — á mánudaginn og miðvikudaginn kemur. Enn veit enginn, hvernig til tekst að leiða til lykta þau ágreiningsefni, sem þar er við að striða. En þar veltur á miklu, að ekki verði óyfir- stiganlegir árekstrar, þvi að ekkert væri hrapal- legra en stöðvun fiskiflotans og fiskvinnslustöðv- anna i framhaldi af þvi. Þaðan kemur okkur afl þeirra hluta sem gera skal, og sé ekki afli færð- ur að landi, fer allt i kaldakol. Eins og öllum mun kunnugt eru kjör fiski- mannastéttarinnar næsta misjöfn. Togarasjó- menn bera mikið úr býtum, ef afli er ekki þeim mun minni, en um bátasjómennina gegnir öðru máli. Sums staðar gera þeir ekki betur en ná tryggingu, og af þvi er vitaskuld enginn ofalinn með þvi erfiði, sem bátasjómenn verða að leggja á sig. Um það verður náttúrlega engu spáð, hvernig til tekst um sjómannasamningana. En vona verð- ur i lengstu lög, að allir, sem hlut eiga að máli, leggi sig fram um að sigla fram hjá þeim skerjum, er geta orðið háskaleg torfæra við samningagerðina. Við megum ekki binda við bryggjur þau atvinnutæki okkar, sem mikilverð- ust eru og mestu skila i þjóðarbúið allra fram- leiðslutækja, er við eigum. Vafalaust munu allir vilja unna sjómönnum svo góðs hlutar, sem tök eru á, með þvi verðlagi, sem er á sjávarafurðum, en enginn væri á hinn bóginn bættari, ef boginn væri svo spenntur, að það hnekkti útgerðinni sjálfri. Hér er þvi margs að gæta, og þörf á, að hófsemi og sanngirni hald- ist i hendur. Alþýðusambandssamningarnir á dögunum voru sýnilegt tákn um þann vilja að skipa málum án harðra og hættulegra sviptinga. Þeir eru að visu engin fullnaðarinnsiglun þess, að þessi mál séu komin i höfn til frambúðar. Eigi að siður ber að fagna þeim, svo langt sem þeir ná. Þeir eru til leiðsagnar við ógerða samninga um það, hvernig firra má stórdeilum. —JH Eigil Steinmetz, Weekendavisen: Frelsisstríði Kúrda í írak er lokið í bráð Nokkur hundruð þúsund Kúrdar munu flýja til íran, en þeir, sem heima sitja, verða efalaust hart leiknir TORTIMING vofir yfir tveimur milljónum Kúrda, bæði af kulda, hungri og napalmsprengjuregni flug- hers íraks. Bænaskrár eru sendar til Sameinuðu þjóð- anna, Sovétrikjanna, Bret- lands og Bandarikjanna. En umheimurinn lokar augunum — þar á meðal sjálfar Samein- uðu þjóðirnar — meðan „þjóðarmorð er undirbúið”. „Ekkert er jafn ömurlegt og að vera hengdur i kyrrþey, og án þess að eftir þvi sé tekið”, sagði Voltaire einu sinni. Þannig er einmitt verið að leika Kúrda, sem hafa öldum saman barizt fyrir sjálfstæði, eða að minnsta kosti sjálfs- ákvörðunarrétti. Þeir hafa siðan i marz i fyrra háð ákaft — og að öllum likindum sitt siðasta — strið við Irak, sem hefur meinað þeim að njóta menningar sinnar og tungu, og efnahags- og stjórnmála- möguleika, og er nú i þann veginn að svipta þá lifinu. DAUÐADÓMURINN yfir Kúrdum I Irak var kveðinn upp á leiðtogafundi olíusölu- rikjanna i Alsir i byrjun marz. Þar tókst ekki að efla eining- una i orkusölumálunum, en þar náðist annar árangur, sem ætlar að verða Kúrdum ör- lagarikur. Iranskeisari og Saddam Hussein — varafor- seti íraks og væntanlegur eftirmaður al-Bakr forseta, sem er farinn að heilsu — féll- ust I faðma á sviðinu. Forseti Alsir, sem hafði verið meðal- göngumaður milli þessara erfðafénda, horfði brosandi á, og viðstaddir leiðtogar Araba- rikjanna fögnuðu hástöfum. Stjórnmálasamband Irans og íraks hefur hvað eftir ann- að verið rofið og styrjöld vofað yfir milli þeirra. Blóðug íandamæraátök hafa orðið við sundið Schatt al-Arab, þar sem árnar Efrat og Tigris falla saman á landamærum rikjanna. Til vopnaviðskipta kom einnig, þegar íranskeis- ari hernam hernaðarlega mikilvægar eyjar i Persaflóa. Nú var þessu öllu lokið allt i einu. íranskeisara var gefin yfirlýsing um rétt til afnota af Schatt al-Arab, en það er hon- um mikilvægt og tryggir nýt- ingu oliulinda hans við Abad- an og siglingu með oliuna út á flóann. Keisarinn hét til endurgjalds að varna þvi, að „óvinir Iraks” færu yfir íandamærin. Gengið verður frá nánari ákvæðum í samn- ingi rikjanna, en sendifulltrú- ar Arabarikjanna verða við- staddir þá samninga. Kúrdar eiga að borga brúsann. KÚRDAR hafa oft náð undraverðum árangri i bar- áttu sinni, en hana hafa þeir getað háð vegna þess, að þeir hafa fengið vopn og vistir handan yfir landamæri Irans, auk þess sem stórskotalið Irans hefur stutt þá oft og einatt alllangt inn i írak, enda Irönum kærkomiðað jafna um erkióvininn. I loftárás Iraks- hers á þorp Kúrda i desember i vetur var rússnesk sprengju- flugvél af geröinni Tupolev 16 skotin niður með brezkri rapi- ereldflaug frá tran. Áskilið var i samningi írans og Iraks, að gert yrði hálfs- mánaðar vopnahlé i striðinu við Kúrda. Þeim Kúrdum, sem gæfu sig fram á þeim tima og afhentu vopn sin, var Mustapha Barzani heitið sakaruppgjöf. Frestur- inn var jafnframt ætlaður til þess, að 2-3 hundruð þúsund konur og börn, sem safnazt hafa saman i norð-austur horni Iraks, gætu flúið til Irans. Þessi frestur hefur nú verið framlengdur eitthvað gagnvart þeim, sem vildu snúa heim að nýju, en við ákvæöið um vopnahlé hefur ekki verið staðið. Eitthvað á annað hundrað þúsund Kúrdar hafa flúið til Irans undangengna daga, en sárafáir hafa þorað að snúa sér til írakshers. Sú hefur löngum orðið raunin, að sakaruppgjafarloforð hafa verið svikin, og þeir, sem gáfu sig fram, annað hvort fangelsaðir eða teknir af lifi. íraksher hóf stórárás á Kúrda tiu klukkustundum eftir að samningurinn tók gildi, þrátt fyrir vopnahlésákvæðið. ÞETTA brot eitt gæti valdið ógildingu samningsins. trans- keisari hefur að minnsta kosti látið þess getið, að borið hafi „aðhöndum vanda, sem verð- ur að leysa”, áður en utan- rikisráðherrar íraks og Irans ganga endanlega frá samn- ingnum. Þeirri staðreynd verður þó ekki haggað, að Kúrdum þykir sem Iranskeis- ari hafi svikið þá og fórnað þeim, þegar hann hafði áþreifanlegan hag af. Um tvær milljónir Kúrda hafa búið i írak og aðrar tvær milljónir i tran, þar sem vel hefur verið að þeim búið. Þá búa tvær milljónir Kúrda i Tyrklandi, en Tyrkir viður- kenna ekki sérstakt þjóðerni þeirra og nefna þá „Fjalla- Tyrki”. Enn býr hálf milljón Kúrda i Sýrlandi og 90 þúsund i Sovétrikjunum. Þar fengu Kúrdar um stund að stofna sérstakt ráðstjórnarlýðveldi, enda töldu Sovétmenn sig hafa hag af þvi eins og á stóð. Þar bjó Mustapha Barzani i mörg ár i þeirri von, að Sovétmenn ætluðu að rétta hinni kúguðu þjóð hans hjálparhönd. Barzani hefur barizt fyrir þvi i hálfa öld, að draumurinn um sjálfstætt Kúrdistan rætt- ist. Honum hefur verið varpað i fangelsi hvað eftir annað, og hann horfði á hermenn úr traksher myrða föður sinn og tvo bræður. Hann hefur einnig hlýtt á alþjóðleg fyrirheit um sjálfstæði Kúrda, en þau heit hafa verið rofin jafn harðan. Barzani hefur einnig gert friðarsamninga við Iraks- stjórn hvað eftir annað. Siðasta friðarsamninginn átti að undirrita 11. marz i fyrra, en úr þvi varð ekki, heldur hófst nýtt strið, enda hafði Iraksstjórn rofið öll fyrri heit sin, áður en til undirritunar kom. SVO virðist sem Iraksstjórn ætli nú að veita Kúrdum náðarstuðið með samþykki Iranskeisara. Umheimurinn virðist kæra sig kollóttan, og enginn hreyfir hönd eða fót, meðan þorp Kúrda eru jöfnuð við jörðu og flóttafólk reynir tugþúsundum saman að brjót- ast i frosti og hriðum yfir til Irans i von um hæli þar. „Margir deyja úr hungri”, segir dr. David Nabarra, en hann er i hinni fámennu læknasveit Barnahjálparinn- ar, sem starfar meðal Kúrda. Iraksstjórn hefur neitað öllum um leyfi til liknarstarfa, bæði alþjóðlega Rauðakrossinum, Terre des Hommes og fjöl- mörgum öðrum hjálparstofn- unum. Iraksstjórn þykist ein- fær um Kúrda. Barzani hefur lýst yfir, að baráttunni verði haldið áfram með nýjum hætti. Sonur hans sagði fyrir skömmu, að ekki yrði „lengur staðið gegn kröf- um manna um að halda áfram að berjast sem skæruliðar”. Barzani og synir hans tveir eru nú á flótta. Þeir ætla einu sinni enn að reyna að afla stuðnings og aðstoðar er- lendis. IR AN SKEISARI hafði nokkurt hagræði af samning- unum við írak, bæði hernaðar- lega og i stjórnmálum, en samningurinn veldur einnig verulegum vanda. Kúvending keisarans hlýtur að valda erfiðleikum i sambúðinni við hinn fjölmenna minnihluta Kúrda i landinu, en hann stækkar nú óðum, þar sem gera verður ráð fyrir, að tvö til þrjú hundruð þúsund Kúrd- ar leiti þar hælis á næstunni. Þessir Kúrdar koma slyppir og snauðir og hafa ekkert meðferðis nema fötin, sem þeir eru i. Ætia má, að keisaranum sé ljóst, að samningar Araba- rikja eru stundum næsta litils virði. Hann ætti að minnsta kosti að minnast þess, sem al- Bakr forseti Iraks sagði i sjón- varpi rétt fyrir siðast liðin áramót: „Við gerum samn- inga til þess að brjóta þá”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.