Tíminn - 05.04.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 05.04.1975, Qupperneq 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI Lu M...........................................ii. i .. Landvélar hf 1' \'a T VID FAUM FRUMMYND IRNAR ÚR FERDABÓK EGGERTS OG BJARNA SJ-ReykjavIk — Danska vlsindafélag- ið hefur gefiö tslendingum frumgerð mynda þeirra, sem eru I Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar og fleiri myndir, sem danskir listamenn gerðu um leið en ekki komu I bókinni. Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn hefur fengið bréf frá Visinda- félaginu þessa efnis, en myndirnar eru hér á landi I láni vegna endurútgáfu Feröabókarinnar sl. sumar. — Þaö er rausnarlegt af Danska visindafélaginu að gefa okkur þessar merku, sögulegu teikningar, sagði Sigurður Bjarnason sendiherra I Kaupmannahöfn þegar við höfðum tal af honum vegna þessa máls. Ég hef átt töiuverð viðskipti við Visindaaka- demluna, sem er I sama húsi og Is- lenzka sendiráðið og samvinna okkar hefur verið ánægjuleg. — Þetta eru geysifallegir hlutir sem viö eignumst nú. Vlsindafélagið lánaöi bókaútgáfunni Erni og örlygi myndir þessar vegna endurútgáfu ferðabókar þeirra Eggerts og Bjarna, en I henni birtast myndirnar I fyrsta sinn lit- prentaðar. Fáeinar myndir höfðu áöur veriö litprentaöar I afmælisbæklingi Danska visindafélagsins. Siðan átti að senda myndirnar til Danmerkur aftur, en þá hafði verið beðið um að þær yrðu á sýningu I Norræna húsinu I tilefni af þjóöhátiðarárinu. Að henni lokinni átti enn að senda myndirnar til Kaup- mannahafnar, en dráttur varð á að Danska visindafélagið gæfi fyrirmæli um hvernig þeirri sendingu skyldi hagaö og loks kom tilkynning um að myndirnar færu ekki frá Islandi, ákveðið hefði verið að gefa þær hing- að. Ekki mun hafa veriö ákveðið hvar myndir þessar hljóta framtiðarstað. j."'■ ■, Fjöldi beztu bátanna er nú til sölu fj.—Reykjavik — ,,Ég fullyröi, að á annan tug af okkar beztu bátum eru til sölu og helzt út úr land- inu,” sagði Jón Ármann Héðins- son, alþm., I samtali við Timann I gær, en Jón er einn eigenda út- gerðarfyrirtækisins Hreifa á Húsavik. Mun Tómas Þorvalds- son, útgerðarmaður I Grindavik, aö öllum Hkindum kaupa afla- skipið Héðin Þ.H. af Hreifa. Jón kvað mögulegt að selja bát- inn úr landi, en þeir vildu heldur hafa hinn háttinn á, ef mögulegt reyndist. „Það þýðir ekkert að vera að standa i þessu, þegar ekkert er hlustað á okkur, sem rekum skip vel,” sagði Jón. „Það er ekki einu sinni hlustað á beiðni okkar um fjármagnsfyrirgreiðslu meðan milljónatugum er ausið I miður og illa rekna útgerð. Ég get nefnt sem dæmi, að skip eins og Héðinn er með fjórar nætur gangandi, en við fáum bara sömu fyrirgreiðslu og maöur, sem er með eina nót i gangi. Þetta er auðvitað ekki hægt, og meðan ráðamenn kalla hvitt svart og svart hvitt er engin leið að standa i þessu.” r FIB kannar möguleikana á benzínsparnaði: SS.ÍÆLr tvisvar á árí Starfsmenn við Sigöldu hóta vinnustöðvun vegna ,,samnings- svika" Energoprojekt gébé—Rvik — A fimmtudaginn héldu stéttafélögin I Rangár- vallasýslu og nefnd frá viösemj- endum júgóslavnesku verktak- anna við Sigölduvirkjun, fund með Landsvirkjun og lögðu fram kröfurog gerðu grein fyrir ástandi mála. Eins og kunnugt er, hafa vandræði og erfiðleikar skapazt milli starfsmanna virkjunarinnar og verktakanna, telja starfsmenn að verktakarn- ir hafi ekki staðið við gerða samninga. Tlminn leitaöi nán- ari upplýsinga um mál þetta hjá Sigurði Óskarssyni, starfs- manni Verkalýðsfélaga Rang- árvallasýslu. — Á fundinum á fimmtudag- inn gerðu stéttafélögin Lands- virkjun grein fyrir þvi hvaö ábyrgir yfirmenn Energopro- jekt sýna undirrituðum samningum litla virðingu með siendurteknum brotum, sagði Sigurður. — Má þar nefna sér- staklega viröingarleysi verk- takanna gagnvart öryggis- og brunamálum. Tók Siguröur fram I þessu sambandi, að brunahanar væru brotnir á vinnustaðnum og hefðu verið það I nokkra mánuði án þess að nokkur tilraun væri gerð til að gera við þá, brunaslöngur væru notaðar til að dæla vatni úr skurðum og sjúkrabifreiðar notaðar i snatt. — Flest önnur öryggismál eru svo eftir þessu, Frh. á bls. 15 sagði Sigurður. Þá bentu stéttafélögin einnig á óreiöu I launagreiöslu og timaskýrslum og á tortryggni fólks gagnvart ávisunum stiluðum fram i timann, og áánægju vegna tilrauna við aö sniðganga það ákvæði samninga að greiða hluta launa i peningum. — Stéttafélögin og viðkom- andi nefnd frá viðsemjanda júgóslavanna, gerði Lands- virkjun ljóst, að verði ekki um- svifalaus og algjör kúvending á þessum vinnubrögðum fyrir- BH—Reykjavik — Við erum með þessu að reyna að spara benzln, sagði Sveinn Oddgeirsson, fram ■ kvæmdastjóri Félags islenzkra bifreiðaeigenda I gær við blaða- mann og ijósmyndara Timans, er þeir hittu hann niðri i Lækjar- götu, þar sem hann var önnum kafinn við aö stöðva bifreiöar og rabba við bifreiðarstjórana.----- Ekki aðeins með þvi að stöðva þá og rabba við þá, heldur einnig að fá þá i lið með okkur við athugun á þvi, hversu mikið megi spara, með þvi að stilla bifreiðarnar reglulega, en þetta atriði er geysimikilvægt. — Þessi athugun er þannig hugsuð, að við íáum nokkra bif - reiðarstjóra til þess að fylgjast með eyðslu bifreiðar sinnar i vikutima. Aö vikutima liðnum er farið með bifreiðina i stillingu á vegum viðkomandi bifreiðaum- boðs, og siðan er fylgzt með eyðslunni i vikutima að henni lok- inni. Við spurðum Svein að þvi, hvaö hann áliti mega spara með reglu legu eftirliti með stillingum gang- kerfis bifreiðarinnar. — Það er nú það, sem við erum að reyna að finna með þessari at- hugun, þvi að hún hefur ekki fariö fram áður hér á landi. En að þvi er við höfum komizt næst hafa rannsóknir leitt i ljós, að eftir 5000 km akstur á nýstilltum Volks- wagen mátti spara 2 lltra á hverja hundrað kilóm • með þvi að stilla hann. Hversu oft þarf að stilla bifreið, svo að vel sé? — Ég held, að stilling vor og haust sé lágmark, svo að vel sé. Hversu margir bilar veröa teknir i þessa athugun? — Við skiptum bifreiðunum i 3 stærðarflokka, og við erum að reyna að ná i 3-4 úr hverjum flokki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.