Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. aprtl 1975 HMINN 5 Þann 9. aprll.næstkomandi syngur Kvennakór Suöurnesja fyrir styrktarfélaga sina I Félagsbiói I Keflavlk klukkan 8.30 um kvöldiö. Einnig syngur kórinn i föstudagskvöld þann 11. aprll klukkan 8.30 og á laugardag klukkan 5, og veröur þá hægt aö fá miöa viö innganginn. 1 vetur syngja 32 konur I kórnum. Stjórnandi er Herbert H. Ágústsson, undirleikari frú Ragnheiöur Skúladóttir og einsöngvari frú Elfsabet Erlingsdóttir. Efnisskrá er fjölbreytt aö vanda t.d. „More” úr Mondo Cane, Yesterday eftir John Lennon, og lög úr söngleiknum Cabaret. í þessum lögum leikur meörythmagrúppa. Einnig syngur kórinn lög eftir Inga T. Lárusson, Sigvalda Kaldalóns og Þorvald Blöndal meö undirleik nemenda úr Tónlistarskóla Keflavlkur. Kvennakór Suöurnesja varö 7 ára 22. febr. siöasti. Kórinn hefur haldiö samsöngva á hverju vori viö góöar undirtektir. Stjórn kórsins er þessi: Margrét Friöriksdóttir form., Rósa Helgadóttir varaform., Pálina Erlings- dóttir gjaldkeri, meöstjórnendur eru Ada Benjaminsdóttir, Hrefna Siguröardóttir og Sigrlöur Þor- steinsdóttir. Nýja ferðafélagið tekið til starfa Borgarrdð synjar Fdki um styrk til reiðskólahalds — mikil aðsókn er að ndmskeiðunum um þessar mundir mundir sem standa yfir FB—Reykjavlk — A borgarráös- fundi 1. aprll sl. var lögö fram styrkumsókn frá Hestamanna- félaginu Fáki vegna reiöskóla fél- agsins. Borgarráö taldi eigi unnt aö veröa viö erindinu, aö þvl er segir I fundargerö ráösins. Tlm- inn sneri sér til Bergs Magnús- sonar framkvæmdastjóra Fáks og spuröist fyrir um reiöskólann og rekstur hans. Bergur sagöi, aö Fákur heföi undanfarin þrjú ár starfrækt reiöskóla frá því 1. marz til 31. maí. Heföi hann veriö inn viö Fáksheimili, en siöan heföi Fákur staöiö aö reiöskóla- haldi I Saltvik I samvinnu viö Æskulýösráö Reykjavlkur. — Þaö er töluverður kostnaður samfara reiöskólahaldinu, sagöi Bergur. — Viö leggjum til hesta, reiötygi og svo kennara aö sjálf- sögöu. Það er ekki hægt aö nota hvaöa hesta sem er viö svona kennslu. Svo þarf aö tryggja hest- ana og börnin. Fyrir tlu tlma námskeiö borga börnin, sem á þeim eru, 2000 krónur, en ég tel, aö viö veröum aö minnsta kosti aö leggja eitt þúsund krónur meö hverju barni, þegar upp er staöið. Af þessum sökum sóttum við um aöstoö borgarinnar. I Kópavogi hafa bæjaryfirvöld styrkt reið- skólann, sem þar er starfræktur, og þess vegna bjuggumst við einnig viö aöstoö hér. — Ég verðlíkaaösegja.aöhér i borginni er svo margt gert til styrktar æskulýösstarfi, aö ekki heföi veriö til of mikils mælzt, aö stutt heföi verið við bakiö á þess- ari starfsemi, þaö er þó heldur heilbrigöara að börnin stundi reiðmennsku úti undir beru lofti, og komist I kynni við dýr heldur en aö þau sitji einhvers staðar inni á veitingastööum og þambi þar gosdrykki og éti sælgæti, sagði Bergur aö lokum. Guðrún Fjeldsted kennir á reiö- námskeiöunum hjá Fáki um þessar mundir. Hún sagöi, aö hvert námskeið væri tlu timar tveir timar I einu fimm sinnum, og námskeiöin eru tvisvar I viku. Sex nemendur eru I hverjum hópi,og eru þeir á aldrinum 8 til 15 ára. Þrjú námskeiö eru á hverj- um degi, svo þaö eru allmargir, sem leggja nú stund á reiölistina hjá Fáki. Auk þess hafa veriö námskeið fyrir fullorðna, og háfa þau einnig verið mikið sótt. Ford Trader diesel vörubill 1966 til sölu. 5 tonna með sturt- um og nýjum dekkjum. Lítur mjög vel út. Sími 4-24-35 eftir kl. 18. FB-Reykjavik —Fyrsta ferö hins nýja ferðafélags, Ctivistar, sem stofnað var fyrir skömmu, og sagt hefur verið frá I Timanum, verður farin á sunnudaginn. Er feröinni heitið á Keili, aö þvl er segir i fréttatilkynningu frá fé- laginu. þar sem einnig er skýrt frá stofnun þess. Þessi fyrsta útivistarferð verð- ur farin frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13 á sunnudaginn. Ekið verður til Höskuldarvalla og gengið Keili og nágrenni hans skoðað. Höskuldarvellir eru sérstæður óbrynnishólmi, umflotinn hraun- hafi Reykjanesskagans. Þá verð- ur einnig komið við hjá Hvernum eina, og einnig verða aðrir mark- verðir staðir skoðaðir. Þess má geta, að börn i fylgd með fullorðn- um fá ókeypis far. Fararstjóri veröur Gisli Sigurðsson i Hafnar- firði, en hann er manna kunnug- astur á þessum slóðum, og hinn reyndasti fararstjóri. Stofnfundur útivistar var hald- inn 23. marz. Einar Þ. Guðjohn- sen setti fundinn, en Bergljót Lin- dal var kjörinn fundarstjóri, en Jón I. Bjarnason fundarritari. Félagið hlaut nafnið Útivist, og tilsvarandi á erlendum málum Outdoor Life, Friluftsliv o.s.frv. Uppbygging félagsins er sú, að stofnendur mynda 25 manna fé- lagskjarna, sem hefur það hlut- verk að standa vörð um stefnu og stjórn félagsins. ’Þriggja manna stjórn félagsins skipa Einar Þ. Guðjohnsen, Jón I. Bjarnason og Þór Jóhannsson. Skipti stjórn þannig með sér verkum, að Þór Vilja rannsókn ó óhrifum málmblendiverksmíðjunn- ar á lífríki Hvalfjarðar „FUNDURINN skorar á hátt- virta alþingismenn aö stööva af- greiöslu frumvarps um járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga við Hvalfjörö, þar til full- nægjandi könnun óvilhallra vis- indamanna hefur farið fram á hugsanlegum áhrifum fyrirhug- aörar verksmiöju á umhverfi sitt, og aö viö endanlega afgreiöslu málsins veröi fullt tillit tekiö til þeirrar niöurstööu, sem slik könnun kemur til meö aö leiða i ljós”. Þannig er komizt að orði i til- lögu, sem samþykkt var á al- mennum fundi hreppsbúa i Leir- ár- og Melahreppi, er haldinn var aö Heiðarborg um páskana. 1 samþykktinni segir enn frem- ur: „Fundurinn litur svo á, að það sé frumskilyrði fyrir þvi aö þessi verksmiðjurekstur, eða annar slikur, veröi leyfður I landinu, að sannað sé að hann valdi ekki spjöllum á landi eða lifi. Þá minnir fundurinn á sam- þykktir Búnaðarsambands Borg- arfjarðar, búnaðarþings o.fl. aðila um þetta efni og lýsir yfir stuöningi sinum viö þær og heitir á þingmenn kjördæmisins að fylgja þessum kröfum fast eftir. Fundurinn skorar á stjórnvöld aö sjá til þess að gildandi lögum um mengunarvarnir sé framfylgt að öllu leyti við undirbúning og byggingu á fyrirhugaðri málm- blendiverksmiðju við Hvalfjörð, og eftir að framleiðsla I henni er hafin, ef af framkvæmdum verð- ur. Telur fundurinn eölilegt, að fulltrúar frá nágrannabyggðum fái aöstööu til aö fylgjast sérstak- lega meö þessum málum. I sam- bandi við lifriki Hvalfjarðar vek- ur fundurinn athygli á, að rétt sé aö fylgjast með allri meiri háttar starfsemi, hvar sem er viö fjörö- inn, vegna hugsanlegrar meng- unarhættu”. Hey til sölu Upplýsingar að Bergs- holti í Melasveit. Sími 93-2111. var kjörinn formaður, Jón ritari og Einar Þ. Guðjohnsen er með- stjórnandi og gegnir hann jafn- framt framkvæmdastjórastöðu félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að útivist fólks I hollu og óspilltu umhverfi, og tilganginum hyggst félagið ná með því að: 1. Gefa út rit sem hvetji fólk til feröalaga og hollrar útivistar. 2. Stuðla að ferðum (einkum gönguferðum) um ísland og önnur lönd. 3. Hafa vinsamlegt samband við aðra aðila, sem vinna að skyldum verkefnum utanlands eða innan. 4. Koma upp gistiskálum, sem auðveldi ferðir og útivist á Is- landi. 5. Láta til sin taka mál, sem varða ferðalög og útivist, eftir því sem stjórn og félagskjarni sjá ástæðu til hverju sinni. Félagið er opið öllum, og félag- ar geta allir orðið, sem fá til þess meömæli frá félagsmanni. Danski píanóleikarinn MOGENS DALSGAARD heldur tónleika i Norræna húsinu sunnudaginn 6. april n.k. kl. 17:00. Aðgöngumiðar seldir i kaffistofu Norræna hússins og við innganginn. Norræna félagið. NORRÆNA HUSIO AÐALFUNDUR Samvinnubanka íslands h.f. verður haldinn að Hótel Loftleiðum, ráðstefnusal, laugardaginn 12. april 1975 og hefst kl. 14.00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir i aðalbankanum, Bankastræti 7, dagana 9. til 11. april, svo og á fundarstað. 0 Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.