Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 6
6 HMINN Laugardagur 5. aprll 1975 Vegaáætlun lögð fram AÞ-Reykjavík. — t gær var lögð fram á Alþingi tillaga til þings- ályktunar um vegaáætlun fyrir árin 1974-’77. Tillaga um vega- áætlun fyrir árin 1974-’77 var lögð fram á Alþingi i aprfl á s.l. ári, en náði ekki fram að ganga áður en þing var rofið 9. maf, og var þess vegna unnið eftir bráðabirgða vegaáætlun á s.l. ári og hefur samgöngumálaráð- herra sent frá sér skýrslu um framkvæmd þeirrar áætlunar. t þeirri vegaáætlun, sem lögð var fram á Alþingi i gær, er gerð grein fyrir skiptingu fjármagns til vegagerðar til ársins 1978. Nýlunda er, að nú er viðhald til þjóðvega sundurliðað, þ.e. sér- staklega áætlað til sumarvið- halds og vetrarviðhalds, auk vegamerkinga. Framlög til vegamála verða 3 milljarðar 543 milljónir kr. fyrir árið 1975. Fyrir árið 1976 er fjár- hæðin 3 milljarðar 920 milljónir kr. og fyrir árið 1977 rúmir 4 milljarðar kr. PÓLÝFÓNKÓRINN TIL SKOTLANDS — til að flytja Messias eftir Hcindel SKOZKI tenórsöngvarinn Neil Mackie, sem nýlega tók þátt i flutningi Oratoriunnar MESSIAS með Pólýfónkórn- um i Háskólabiói, lét svo um mælt að flutningnum loknum: ,,Þið verðið að koma til Skot- lands og flytja Messías i Edin- borg og Glasgow. Svona vandaður flutningur er fáheyrður i Bretlandi, og jafn- góðir kórar finnast þar ekki, að beztu kórunum i London undanskildum.” 1 fyrstu leit Pólýfónkórinn á þetta fremur sem grin en alvöru, en nú hefur bæði söng- varinn og framkvæmdastjóri konsertfyrirtækisins Arte Musica i Edinborg haft sam- band við stjórnandann, Ingólf Guðbrandsson, og óskað að fá Pólýfónkórinn til að flytja Messias i Edinborg i byrjun mai. Má þetta teljast mikill heiður fyrir kórinn, þvi að Edinborg er mikil tónlistar- miðstöð, sem kunnugt er, þar sem ein mesta tónlistarhátið heimsins er haldin árlega. Ef samningar takast, mun kórinn flytja Messias ásamt brezkum einsöngvurum og félögum úr hinni kunnu skozku útvarps- hljómsveit BBC undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Þrengslin í vöruskemmum minnka HÆGT AÐ AFGREIÐA SKIPIN VIÐSTÖÐULAUST vöruflutningar hafa minnkað um 30% hjd Eimskipafélaginu FB—Reykjavík — Við stöndum miklu betur að vigi hvað snertir geymslurými i vöruskemmum félagsins nú heldur en i byrjun ársins, sagði Ingólfur Möller hjá Eimskipafélagi Islands, er Timinn spurðist fyrir um það, hvort mikið lægi af óafgreidd- um vörum i skemmum félags- ins. — Við höfum getað losað skipin viðstöðulaust að undan- fömu, strax og þau hafa komið til lands með vörur, en það stafar af þvi, hversu miklu minna er nú um vöruflutninga en undanfarið, sagði Ingólfur ennfremur. Ingólfur sagði að vöru- flutningarnir væru um 30% minni nú en verið hefði um svipað leyti undanfarin ár, en þeir væru þó heldur að glæð- ast. Ekki sagði hann, að hægt væri að segja fyrir um það, hvort aukningin héldi áfram, þvi pantanir á flutningi lægju ekki fyrir neitt fram i timann, þær kæmu jöfnum höndum, þegar skipin væru tiltæk tií flutninganna. Annars sagði Ingólfur, að mjög mikið lægi ótollafgreitt i vöruskemmunum, og þá aðal- lega vörur, semværu búnar að liggja mjög lengi. Hann sagði einnig, að þetta væru einna helzt vörur til alls konar nýrra verksmiðjufyrirtækja, sem menn hefðu helzt haldið, að ættu að afgreiðast fljótlega, eftir að þær væru komnar til landsins. Ferðafélag íslands býður yfir 200 ferðir í áætlun sinni FB-Reykjavik. Komin er út ferðaáætlun Ferðafélags tslands og eru I henni yfir 200 ferðir. Sumarleyfisferðir eru 27 talsins, en styttri ferðir 136, Þórsmerkur- ferðir eru 36, Landmannalauga- ferðir 19 og Kjalarferðir 9. Þrjár ferðir eru 12 daga ferðir og eru þær á Miðlandsöræfi, Kverkfjöll — Snæfell og Snæfjallaströnd — Ingólfsfjörð. Verð sumarleyfis- ferðanna er frá 6.300 i 18.700 krón- ur. 1 fréttatilkynningu frá Ferðafé- lagi Islands segir, að um siðustu mánaðamót hafi Einar Þ. Guð- johnsen hætt störfum hjá félag- inu, en hann hafi verið fram- kvæmdastjóri þess undanfarin ár. Fyrst um sinn mun Tómas Einarsson kennari sjá um dag- legar framkvæmdir félagsins, þar til annað verður ákveðið. Arbók ferðafélagsins mun væntanlega koma út um næstu mánaðamót, og verður aðalefni hennar um Mýrdalinn. Félags- gjald fyrir þetta ár er 1200 krón- ur, og verður það innheimt hjá fé- lagsmönnum um leið og bókin verður send til þeirra. Auk þess má geta þess, að nokkrar eldri árbækur félagsins eru i ljósprent- un, og verða flestar árbækur fé- lagsins fáanlegar frá upphafi, þegar þessar ljósprentanir koma á markaðinn. Jóns Gíslasonar minnzt í sameinuðu þingi Á FUNDI sameinaðs þings i gær minntist Asgeir Bjarnason, for- seti sameinaðs Alþingis, Jóns Gislasonar, fyrrverandi alþingismanns og bónda, með eftirfarandi orðum: „Jón Gislason fyrrverandi alþingismaður og bóndi andað- isti sjúkrahúsi hér i Reykjavik i fyrrakvöld, miðvikudaginn 2. april, 79 ára að aldri. Jón Gislason var fæddur i Norðurhjáleigu i Alftaveri i Vestur-Skaftafellssýslu 11. janúar 1896. Foreldrar hans voru Gisli bóndi og hreppstjóri þar Magnússon bónda i Jórvik i Alftaveri og viðar ólafssonar og kona hans, Þóra Brynjólfsdóttir bór.da að Hraungerði og Þykkvabæjarklaustri i Álfta- veri Eiríkssonar. Skólanám hans var barnafræðsla i far- kennslu og siðan unglingaskóla- nám I Vik I Mýrdal 1911-13, alls 7 mánuði b'áða veturna. Hann vann við bú foreldra sinna fram á árið 1919, en tók þá við búinu og var bóndi til ársins 1962. Heimili átti hann i Norðurhjá- leigu til dauðadags. Jóni Gislasyni voru falin ýmis trúnaðarstörf bæði i héraði og utan héraðs. Hann var oddviti Álftavershrepps 1928-1938 og 1946-1974, sýslunefndarmaður 1944-1974 og hreppstjóri 1947- 1973. 1 sauðfjársjúkdómanefnd átti hann sæti á árunum 1950- 1964. Hann var alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1947-1953, sat á 6 þingum alls. Búnaðar- þingsfulltrúi fyrir Búnaðarsam- band Suðurlands var hann 1954- 1974. Siðustu tvö árin var hann að mestu frá störfum vegna veikinda. Jón Gislason ólst upp á rausn- arbúi foreldra sinna i Norður- hjáleigu. Faðir hans var áhuga- maður um samvinnu i verzl- unarmálum, og var stofnfundur Kaupfélags Skaftfellinga hald- inn árið 1906 á heimili hans. Sjálfur tók Jón fram um afskipti sin af félagsmálum, að hann hafi tekið af nokkrum áhuga þátt I starfi ungmennafélag- anna frá 1908 og fram yfir 1930 og aðaláhugamál hans auk sveitabúskapar væru félags- og samvinnumál bænda. Hann átti lengi fyrir stóru heimili að sjá, var góðbóndi á föðurleifð sinni og bætti jörð sina mjög að rækt- uðu landi og húsakosti. Hann vann ýmis trúnaðarstörf fyrir Kaupfélag Skaftfellinga, var deildarstjóri þess og aðalendur- skoðandi, og aðalendurskoðandi Sláturfélags Suðurlands var hann rúma tvo áratugi. Á Alþingi var hann ötull baráttumaður fyrir hagsmuna- málum héraðs sins. Búnaðar- þing var kjörinn vettvangur fyrir áhugamann um velferð is- lenzks landbúnaðar. Jón Gislason var félagslyndur maður, en þó dulur I skapi, prúðmenni i framkomu og lét ekki mikið yfir sér. Hann var gervilegur að vallarsýn, þrek- menni, traustur og áræðinn ferðamaður um sanda og stór- fljót, sem umkringdu byggðina, þar sem hann ól aldur sinn. Hann var enginn málskrafs- maður á þingum, hygginn og til- lögugóður, samvinnuþýður, en þó fastur fyrir, ef þvi var að skipta, glaður i vinahópi, naut trausts og virðingar. Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að minnast Jóns Gislasonar með þvi að risa úr sætum”. 10 ára vígslu- afmæli AAos- fellskirkju Mosfellskirkja var á sinum tima reist fyrir fé, sem Stefán heitinn Þorláksson, hreppstjóri i Reykja- dal, lét eftir sig til að gjöra að nýju kirkju á þessum forna kirkjustað. Kirkjan var svo vigð 4. april 1965, og verður sérstök hátiðar- guðsþjónusta i kirkjunni sunnu- daginn 6. april vegna 10 ára vigsluafmælisins. Við guðsþjón- ustuna syngur ljóðakórinn, en hann skipa söngvararnir Guðrún Tómasdóttir, Ólöf Harðardóttir, Sigurveig Hjaltested, Margrét Eggertsdóttir, Garðar Cortes og Kristinn Hallsson. Organleikari kirkjunnar er Sighvatur Jónas- son. Enn fremur leikur skóla- hljómsveit Mosfellssveitar við guðsþjónustuna undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Heldur fékk hún nöturlegan endi þessi ökuferðin á Hvergisgötunni á föstudaginn. ökumaðurinn skarst I andliti. Timamynd — Gunnar. Aðalfundur „Öldunnar" AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélags „öldunnar” Reykjavik var haldinn að Báru- götu 11 þann 15. febrúar s.l. A fundinum var kosin ný stjórn fyrir félagið til næstu tveggja ára. Eftirtaldir aðilar hlutu kosningu sem aðalmenn: Formaður var kjörinn Guðmundur Ibsen og aðr- ir I stjórn þeir Björn Ó. Þorfinns- son, Haraldur Ágústsson, Þor- valdur Árnason, Ingólfur Þórðar- son, Benedikt Agústsson og Filip Höskuidsson. Þá var einnig kosið i Trúnaðar- ráö félagsins og i stjórn Styrktar- og sjúkrasjóð þess. Þorrablót í Kaliforníu GL Los Angeles — Islendingafé- lagið I Norður-Kaliforniu hélt þorrablót i byrjun marz-mánað- ar, i Redwood City, sem er smá- borg fyrir sunnan San Francisco. Var þar glatt á hjalla og saman- komnir um 160 manns. Islending- ar og vandamenn þeirra. Matur- inn var fiuttur inn frá Islandi hangikjöt, harðfiskur og hákarl og þótti framúrskarandi. Formaður Islendingafélagsins stjórnaði hófinu og sá hann einnig Við þörfnumst þfn! Þú okkar! —Þetta er kjörorð Slysavarnafélags Is- lands, en um þessar mundir stendur sem hæst sala á happdrættismið- um SVFt, —og I gær mátti sjá félaga úr björgunardeildum selja miða á Lækjartorgi, en þar haföi verið komið fyrir uppblásnum gúmmibát og bjarghring. Dregið verður I happdrættinu I mal og eru vinningar m.a. Citroen Ami fólksbifreið. Vinningar eru alls tuttugu. um undirbúning þess. Margt var gert til skemmtunar, t.d. happ- drætti þar sem aðalvinningar voru lopaþeysur, en siðan var dansað fram á nótt og þótti hófið takast sérlega vel. Sumir gestir voru langt að komnir, þar á meðal nokkrir frá tslandi og fulltrúar frá Los Ange- les, San Francisco og Washing- ton. Tíminn er peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.