Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.04.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. aprfl 1975 TtMINN 9 Einn eftirsóknarverðra staða í Kaupmannahöfn C ircus Benneweis Sirkusprinsessan Diana Benneweis og sirkusstjórinn Claus Jespersen. SIRKUSTJALDIÐ er bygging, sem hlotið hefur lof sem frábær byggingarlist. Góifteppi er komið i stað sags. Föt sirkusstjórans eru úr gulli og silki og saumuð af klæðskerum Parisar. En Cirkus Benneweis er samt ósvikinn sirkus — sirkus eins og hann verður beztur — með töfrum sin- um, ofvæni, glæsileik og spenn- ingi. 011 dagskráin fer fram í hringn- um I miðjunni, en hann er ná- kvæmlega 42 fet og átta þumlung- ar 1 þvermál, ákjósanlegasta stærðin fyrir þjálfaða sirkus- hesta. Auk hinna frægu hesta Benne- weis sirkusins, eru þar filar, hundar, fuglar og svin. (Dönsk lög banna að hafa villt dýr I hringleikahúsum nema flla.) Glæsileiki, kimni og nákvæmni einkenna dagskráratriði dýranna og jafvel svinin virðast fáguð I framgöngu. Hvað oft sem þú hefur farið i fjölleikahús verðurðu samt altek- inn eftirvæntingu þegar hljóm- sveitin hefur leik sinn. Stór salur- inn verður almyrkur. Kastljós rýfur dimmuna. Sirkusstjórinn stikar inn I hringinn með hátalara 1 hendi og kynnir fyrsta atriðið: „Herrar minir og frúr, börn á öll- um aldri! Við bjóðum ykkur vel- komin I Cirkus Benneweis. Við munum láta ykkur hrífast og einnig skelfast við stórkostleg sýningaratriði. Sitjið fremst I sætunum þegar við kynnum línu- dansarana sem komnir eru beint frá Mexikó. 1 fjörutlu feta hæð leika þeir listir sinar i loftinu stundum átta i einu . . . Og Rudy Alles er nú I fyrsta sinni I Evrópu og sýnir argentlnska djöfladans- inn á llnu með þvílíkum hraða, sem aldrei hefur áður þekkzt I linudansi . . .” Frá þeirri stundu hvíla allra augu á HRINGNUM! Allir f jöllistamennirnir eru frá- bærir listamenn. Atriði frá tólf löndum eru á dagskránni 1974 — og öll hafa náð heimsfrægð. Claus Jespersen sirkusstjóri tilkynnir stoltur, að listamennirnir, sem hlutu Rússneska gullheiðurs- merkið fyrir fjöllistir og Oskars- verðlaun sambands fjölleikahúsa I Evrópu séu meðal þátttakenda I dagskránni. Kröfuharðir áhorf- endur búast við þvi bezta — og fá það. Fjölleikahús Benneweisfjöl- skyldunnar hefur lengi verið þátt- ur I danskri menningu. Fjölleika- húsið I miðri Kaupmannahöfn var fullbyggt fyrir 87 árum — og fyrir 87 árum ijlaut fyrsti meðlimur fjölskyldunnar sérstaka velþókn- un Danakonungs. Einu sinni ferð- uðust 13 flokkar fjölleikafólks um Danmörku. Nú er aðeins Benne- weissirkusinn eftir, og er alls staðar talinn bezti sirkus Evrópu. Cirkus Benneweis er tvlskiptur. Annar hópurinn ferðast um undir forystu Eli Benneweis ættföður- ins og svo Circus Star Time i Kaupmannahöfn, en þangað kemur fólk hvaðanæva að úr heiminum á hverju ári á timabil- inu aprll-október. Um 800.000 manns heimsækja sirkusinn hvert sýningartimabil. Diana Benneweis er sirkus- prinsessa Kaupmannahafnar. Hún er 27 ára og nafn hennar hefur verið ekkt á hverju heimili I Danmörku frá því hún fæddist, eins og raunar nafn fjölskyldunn- ar kynslóð fram af kynslóð. Hún er falleg, ung kona, sem likist fremur forfeðrum sinum af si- gaunaættum en þeim norrænu. Hún riður arabiskum gæðingum meö glæsibrag að sið fjölskyldu sinnar. Hún er einnig fjármála- stjóri sirkusins frá degi til dags. Fyrrverandi eiginmaður henn- ar Claus Jespersen er einnig 27 ára. Hann er sá, sem kann á þvi skil hvað sirkus er nú á dögum, laginn, lipur og sterkur. Hann er ekki af fjölleikahúsfólki kominn. Faðir hans var liðþjálfi I her Danakonungs og afi hans var leikfimikennari, sem barðist fyrir likamsrækt fyrir alla. En trúlega hefur hann þó aldrei látið sér detta I hug að sonarsonur hans ætti eftir að stunda likamsrækt með þvi að leika listir á risastór- um filum. Sextán ára gamall strauk Claus aö heiman og slóst I för með Eli Benneweis og fjölskyldu hans, og hann hefur áunnið sér virðingu fjölleikahússfólks, sem utanað- komandi manni tekst sjaldan. Hann hefur gert geysilega vin- sælar sirkusdagskrár fyrir sjón- varp i Svlþjóð, Þýzkalandi, Austurriki og Bandarikjunum. Hann kynnti sér tæknilegar hliðar sjónvarps og sálfræðileg áhrif þiess. Hann neitaði að breyta sirkusandrúmsloftinu, svo að betur hentaði fyrir sjónvarp, en bæði gagnrýnendum og áhorfend- um kemur saman um, að honum hafi tekizt að breyta sjónvarpi i fjölleikahús en ekki öfugt. I húsagarðinum að baki fjöl- leikahússins gengur lífið sinn sama gang og við minnumst sem böm þegar íeröasirkusinn kom til bæjarins. í stað gömlu vagnanna eru raunar komnir þægilegir hús- vagnar, en búðallfiö er enn I fullu gildi. Dökkhærðar konur með log- andi augu, sem daglega dansa á llnu, hengja upp þvott og hugsa um smábörn. Allt úir og grúir af hundum. Stöðugt er verið að steikja eitthvað á opnum eldi. Danska blandast spænsku Itölsku, búlgörsku, frönsku og ensku. Filarnir og svinin ganga um og láta fara lítið fyrir sér. Claus Jespersen og Diana Benne- weis klædd bláum gallabuxum semja um sirkusferðalag um Svi- þjóð við sænska agenta ellegar ræða nýjasta sirkusatriðið. Törfamaðurinn segist hafa gert góð kaup á tveim kössum af hundamat handa hundunum sin- um fimm. Fólk, sem hefur með sirkus að gera, kemur og fer, og það er spennandi að fylgjast með þvi sem gerist, i dýrasta fjölleika- húsi veraldar, eins og Claus lýsir þvi, þar sem er 70 manna starfslið og greiddir eru 25.000 dollarar i leigu á mánuði. Mikill rekstrarkostnaður og óvissa um framtlð fjölleikahúss- ins ógnar dönsku sirkuslifi, en stórverzlun I Kaupmannahöfn á bygginguna. Miðasala og greiðsla fyrir sjónvarpsdagskrár stendur enn straum af rekstrarkostnaði, en miðaverði er samt i hóf stillt, 2-6$ fyrir 2 1/2 klst. sýningu. Um tlma stóð til að rifa húsið og byggja lúxushótel eða skrifstofu- bákn, en þvi hefur verið afstýrt. öllum kom saman um að fjöl- leikahúsið væri órjúfanlegur þáttur I þvi að gera Kaupmanna- höfn að aðlaðandi borg, og það væri dýrlegt að hafa sirkus inni i miðri hávaðasamri stórborg. Niðurrif hefði bundið skjótan endi á sögu danskra fjölleikahúsa. Svo enn sem fyrr er Circus Benneweis við lýði, og enn jafn glæsilegur og hrifandi. Tónlistin ólgar I æðum okkar löngu eftir að sýningu lýkur. Atriðin eru nálæg, bæði maðurinn, sem sveiflast i loftinu yfir höfði okkar uppi á 30 feta háum ljósastaur, og trúð- amir, sem hóta að skvetta máln- ingu á áhorfendur. Circus Benneweis er ósvikið danskur, en þó er hann alþjóðleg- ur. Aðeins i Danmörku gæti verið trúður með tösku sem merkt er Pillan. Sirkusstjórinn kryddar mál sitt sirkusskritlum. Hann kynnir okkur fyrir piltunum sem setja upp rár, net og stökkbretti fyrir listafólkið. Og hann ávítar okkur meira að segja, þegar við hlæjum og klöppum fyrir trúðun- um, þegar þeir trufla litla glæsi- lega dansmey, sem sýnir listir sinar. Hann segir okkur frá atriði, sem fyrst var sýnt i Kaupmanna- höfn fyrir tiu árum. Foreldrar klappa þegar þeir sjá aftur gamla kunningja. Og unga kynslóðin fylgist i ofvæni með einhverju „alveg nýju.” Yfir 200.000 Danir og 75.000 út- lendingar sjá Benneweis sirkusinn á hverju ári. Hann er listileg samsetning af gamni, glæsileik, kimni, færni og spenn- ingi. Kristinn Hdkonarson: Fyrirspurn um húsþök Eins og kunnugt er, hafa nú á siðari timum orðið talsverð brögö að þvi, að járn hafi fokið af húsum, einkum þó nýrri húsum. Ég býst við, að sú spurning vakni hjá mörgum, hver sé ástæðan fyrir þvi, að slikt færist i vöxt eins og hefur gerzt. Alþjóð er ljóst, að vindar hafa geisað um Island um aldir, og gamlir menn muna þá storma að hraustmennum var ekki stætt i þeim, en þó datt engum i hug með óbrjálað skyn, að skella ábyrgðinni á veðurguðina, þó að eitthvað færðist úr skorð- um. Nú með því, eins og ég sagöi, að þessi óhöpp virðast færast I vöxt, þá vaknar sú spuming, hvernig hægt sé að setja undir lekann. Tilgangur minn með eftirfarandi spumingum er sá, að svörin, sem fást við þeim, mættu leiða til þess að menn vönduðu betur — en ætla má að hafi verið gert — frágang og öryggiseftirlit eigna sinna. Ég þykist ekki ráðast á garöinn þar sem hann er læstur, og leita til yðar, fræðimannsins Júliusar Sólness, prófessors um álit yðar og svör við eftirfarandi tveim spurningum, með virðingu og i fullu trausti. 1. Er örugg festing járns á húsþök að negla það I mis- blautt og veðrað 1” timbur með venjulegum koniskum þaksaum, án þess að hnykkja sauminn? 2. Losnar eða festist koniskur, venjulegur þaksaumur við það, að timbriðþornar, sem hann á að hafa festu I? Eftirfarandi spurningu leyfi ég mér að beina til sem flestra, þó ónafngreindra, reyndra, eldri byggingar- meistara, I von um að þeir fúslega tjái skoöun sína á þessu máli, sem mætti verða til farsællar leiðbeiningar I framtlðinni. 1. Hvernig á að ganga frá festingu járns á hús, svo að tryggt sé, að það sitji fast við þekktar Islenzkar aðstæður? STÚTUNUM VIÐ STÝRIÐ FJÖLGAR BH-Reykjavik. — Umferðarráð hefur sent frá sér skýrslu um fjölda ökumanna, sem teknir hafa verið ölvaðir við akstur. A s.l. ári voru samtals 2.306 ökumenn færðir til töku blóðsýnis vegna gruns um ölvun við akstur. Árið 1973 voru 2.154 ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og er þvi aukningin 7%. Af 2.306 ökumönnum voru 265 (11,4%) með áfengismagn i blóði undir 0,63 0/00, en það er undir þvi lágmarki, er þarf til að málinu verði framhaldið. 725 ökumenn höfðu I blóði sér áfengismagn i svokölluðum neðri mörkum, 1.231 ökumaður var með áfengismagn i efri mörkum en i 85 málum lá niðurstaða ekkifyrir. Flestir öku- mannanna voru kærðir af lög- reglunni I Reykjavik, 1151, þar af 58 af lögreglumönnum i þjóðvegaeftirliti. Næstflestir voru kærðir af lögreglunni I Hafnar- firði og Gullbringusýslu eða 147 ökumenn. Flestir voru ökumenn- irnir teknir I ágúst, 239, en fæstir I janúar, 124. 1 3,5% umferðaróhappa, sem urðu i Reykjavík árið 1974, var um ölvun við akstur að ræða. Er það 0,1% lægra en árið 1973. Nú hefur verið gerð skrá yfir ökumenn grunaða um ölvun við akstur frá þvi árið 1966, eða i 9 ár. A þessu timabili hafa 13.410 manns. verið kærðir vegna gruns um ölvun við akstur, og lætur það nærri.að I490ökumenn séu teknir á ári að meðaltali. Fæstir voru ökumennirnir árið 1966, 944, en siðan hefur verið aukning á hverju ári, mest milli áranna 1970 og 1971, 19%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.