Tíminn - 06.04.1975, Síða 1

Tíminn - 06.04.1975, Síða 1
FB-Reykjavík. Aflinn i nokkrutn helztu verstöðvum hér Suðvest- anlands er heldur meiri nú en I fyrra, samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem vigtarmenn á hinum einstöku stöðum gáfu Timanum. Mestmegnis er hér um netafisk að ræða, og er þetta mjög góður fiskur, að sögn vigtarmannanna. Aflahæsti báturinn á vertiðinni til þessa mun vera Bergþór með 812 lestir. Þorlákshöfn Aflinn fyrstu þrjá mánuði árs- ins I Þorlákshöfn var 6528 lestir, en á sama tima i fyrra var hann 5471 lest. Mestmegnis er þetta netafiskur. Loðnuaflinn á sama tima var 13.970 lestir. Aflahæsti báturinn i Þorlákshöfn er Brynjólfur með 542,6 lestir. Grindavik Frá áramótum til 1. apríl höfðu komið á land i Grindavik 8100 lestir i 1270 sjóferðum. A sama tima i fyrra var aflinn aðeins 6781 lest úr 1224 sjóferðum. Aflahæsti báturinn i Grindavík er Geirfugl með 679 lestir. Mest af þessum afla er netafiskur. 1 Grindavik höfðu á sama tima komið á land Framhald á bls. 39. Manstu gamla daga BÁTAAFU MEIRI NÚ EN í FYRRA Æk er Alfreð Clausen söngvari tekinn tali, en || ÉT _ hann var um árabil einn eftirsóttasti ÆÆ0 skemmtikraftur landsins. íslenzkir rithöfundar I DAG er rætt viö Böðvar Guðlaugsson, se þekktastur er fyrir gamanbragi sina. Ný tækni ryður sér til rúms í leiðsögn á ferðalögum Segulbönd í stað leiðsögumanna? — verður prófað við fyrsta tækifæri á stytztu leiðunum, segir Úlfar Jacobsen, ferðaskrifstofueigandi BH-Reykjavik. — ,,Það er hug- myndin að setja þetta til reynslu I bilana hjá mér við fyrsta mögu- lega tækifæri, og þá gæti það jafn- vel orðið í sumar,” sagði Úlfar Jacobsen, hinn kunni ferðaskrif- stofueigandi og öræfagarpur. Og það, sem hér er um að ræða, er segulbandsspóla sem sett er I samband i langferðabifreiðum og flytur leiðarlýsingu á um- hverfinu, sem ekið er um. Þessar spólur eru nú framleiddar viða um heim, og eru allt að 5 rása, þ.e.a.s. geta flutt leiðarlýsinguna á fimm tungumálum i einu, og geta farþegar valið sér tungumál i heyrnartækjum við hvert sæti. Með þessu eru leiðsögumenn óþarfir i viðkomandi bifreiðum, þar eð bifreiðarstjórinn stjórnar segulbandsspólunni (kassettunni) og slekkur á henni, ef hann verður fy-rir ófyrirsjáanlegum töfum. „Þetta er mikið þarfaþing og Inuk sýnt á lista- hátíð í Frakklandi — verður sýnt á aðalsviði Þjóðleikhússins hefur flesta kosti,” sagði úlfar i viðtali við blaðið. „Að visu má segja sem svo, að leiðsögumaður- inn geti oft komið að liði, i af- brigðilegum tilfellum og eins ef bifreiðarstjórinn er ómælandi á erlendum tungum, en siðari til- fellið er nú orðið næsta sjaldgæft, það veit ég um bifreiðarstjórana, sem hjá mér starfa, og fæstir leiðsögumenn kunna nokkuð til viðgerða, sem eru heldur ekki i þeirra verkahring, svo að þeir geti aðstoðað bilstjórann.” Kostnaðurinn við leiðsögumenn? „Það er nefnilega hann, sem lengi hefur verið okkur ferða- skrifstofumönnum þyrnir i aug- um, þvi að okkur hefur fundizt hann alltof stór hluti af rekstrin- um á ferðalögunum. Það var alltof mikið að greiða leiðsögu- manni fimm þúsund krónur á dag, ekki eftir nema 10-12 þúsund fyrir bifreiðarstjórann og J bifreiðina eins og siðasta ár,” sagði Úlfar Jacobsen. „Þetta hefur bilstjórunum likað illa, þvi að ferðin hvilir að mestu á þeirra herðum.” Úlfar Jacobsen gerir ráð fyrir stórauknum ferðalögum hér- lendra ferðamanna hérlendis i sumar. Hann tjáði blaðinu, að hann byggist við allt að helmingi fleiri útlendingum i sumar en i fyrrasumar, og vafalitið myndi þeim Islendingum fjölga til muna, sem ferðuðust um landið. gébé Reykjavik — Leikritið INUK — Maðurinn, hefur notið geysi- Atriði úr hinu vinsæla leikriti legra vinsælda og hvarvetna ver- ið tekið með kostum og kynjum, þar sem það hefur verið sýnt. Sýningar á leikritinu eru nú í allt orðnar yfir sextiu talsins, að sögn Sveins Einarssonar Þjóðleikhús- stjóra. Fimmtudaginn 10. april verður það sýnt á aðalsviðinu i Þjóðleikhúsinu i fyrsta skipti. Þá hefur verið ákveðið að fara með leikritið á Alþjóðlegu leiklistar- hátiðina i Nancy i Frakklandi. Þetta er i fyrsta skipti sem is- lenzkum leikflokki er boðin þátt- taka i Alþjóðlegu leiklistarhátið- inni, sem verður i vor. Hingað til lands kom maður á vegum hátið- arinnar, til að sjá Inuk,og varð hann, eins og allir aðrir, mjög hrifinn. — Þá hafa Grænlendingar sýnt mikinn áhuga á að fá leikflokkinn til Grænlands, en enn mun allt ó- ráðið um ferð þangað, sagði Sveinn. — Eins mun i bigerð að fara i leikferðalag til Sviþjóðar, Noregs og Finnlands, á vegum Norræna hússins, en það verður háð styrkveitingu frá Norræna menningarsjóðnum og þvi alls ó- ákveðið enn. Þá gat Sveinn þess, áð nýiega hefði hann fengið upplýsingar um það frá Vinarborg, að fjallað verður um Inuk i útsendingu Austurriska útvarpsins og verður úrsendingin á esperantó. Þá hefur einnig borizt bréf til Þjóð- leikhússtjóra frá New York, þar sem leitaðer upplýsinga um leik- ritið og möguleika á að fá það vestur. Ferðaskrifstofa Úlfars hefurnú yfir 10 fjallabilum að ráða. og eru þeir allir hinir fullkomnustu að gerð. Kvað úlfar fyrirhöfnina við að útbúa kassetturnar, er getið er i upphafi fréttarinnar^ tiltölu- lega litla,og sagist hann búast við þvi, að fyrsta tilraunin yrði gerð innan tiðar, og þá að likindum með þriggja rása spólu, sem yrði þá á einhverju Norðurlanda- málinu, ensku og þýzku. ,,Við munum að sjálfsögðu prófa þetta fyrst á leiðum innan höfuðborgarsvæðisins og al- gengustu leiðum út frá þvi, svo sem eins og til Gullfoss og Geysis þegar i þetta verður ráðizt. Ég reyni að verða fyrstur með þetta þvi að ég veit, að fleiri ferðaskrif- stofur hafa hug á þessu.” SLÖNGUR BARKAR TENGI X ^*mrrrrn'/^ ....____II. i Landvélarhf Síðari ófangi Mjólkórvirkjunar: Tekinn í notkun í haust GSAL-Reykjavik — A þessu ári er ráðgert að taka i notkun síðari áfanga virkjunar við Mjólká 1 Arnarfirði, en sá áfangi verður 5200 kflóvött að sætrð. Virkjunin sem fyrir er við Mjólká er 2400 kilóvött, — og samtals verður þvi Mjóik- árvirkjun 7600 kilóvött þegar siðari áfanginn hefur verið tekinn i notkun. Að sögn Ömars Þórðarson- ar, stöðvarstjóra Mjólkár- virkjunar, eru framkvæmdir ekki hafnar enn sem komið er eftir veturinn, en við þvi búizt að þær hefjist innan skamms. Sagði Ömar, að hann hefði ekki fengið upplýsingar hjá Rafmagnsveitum rikisins um það, hvenær áætlað væri að taka siðari áfangann endan- lega I notkun, — enda væri sér I raun fyrirmunað að ræða um virkjunina við blaðamenn, eins og hann komst að orði. Stöðvarhúsið sjálft er alveg frágengið til vélaniðursetn- ingar, en eftir er að fá vélarn- ar , ganga frá pipusuðu og öðru sem þvi við kemur. — Okkur Vestfirðingum er mikið I mun að virkjunin kom- ist sem fyrst i gagnið, sagði Ómar Þórðarson, stöðvar- stjóri. Kanna möguleika á lokuðu sjónvarps- kerfi á Keflavíkur- flugvelli FB-Reykjavik. Oft hefur verið rætt um að sjónvarps- stöðinni á Keflavikurflug- velli verði lokað, eða útsend- ing hennar takmörkuð við flugvallarsvæðið. Blaðið hafði samband við Mead sjó- liðsforingja á flugvellinum, og sagði hann, að undan- farna mánuði hefði farið fram athugun á framkvæmd þess að setja sjónvarpsút- sendinguna i kapla, svo að hún næði eingöngu til þeirra, sem væru innan flugvallar- svæðisins. Sjóliðsforinginn sagði, að athuganir þessar hefðu stað- ið yfir undanfarna mánuði, en engar niðurstöður væru enn fyrir hendi. Yrði þessum athugunum haldið áfram, enda lægi ekki enn fyrir neitt um það, á hvern hátt slikar framkvæmdir yrðu fjár- magnaðar. Ekki sagði Mead sjóliðs- foringi neitt hafa verið rætt um að breyta útsendingum útvarpsstöðvar herliðsins á þann hátt, að ekki næðu út- sendingum þess aðrir en þeir, sem dveldust innan vallarins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.