Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 6. apríl 1975. DS KJUGOSIÐ 1961 TTic Eruptíon in Ashja 1961 Vihrahraun hU 23 P. Ztr.okt-. 19t>1-lava Oct-.Zbat23h Vihratvraun 6. nav- 1961 - lava hlav. 5 Vihrattraun í goslvh 1961 - lava, eruleferu-ptivn Hraun runnín 1921 ~ 1929 ’tapafWps 1921-1929 IVýír leirhveriv Hew svtfatnras Dyngjufjöll, Askja og öskjuvatn eftir gosiö 1961. (Cr Eldur I öskju) Kötlu og öræfajökul. i öræfajökli ermikil sigdæld, 14 ferkilómetrar aö flatarmáli, sem e.t.v. hefur myndazt i gosinu 1362, þótt Sig- uröur Þórarinsson hallist frekar aö þvi i bók sinni um það f jall, að aksjan hafi myndazt i eldra gosi. En gosið 1362 er mesta öskugos á Islandi frá upphafi byggðar. Samkvæmt kórréttri jarðfræöi- kenningu mætti þvi vel hugsa sér að háreist kóróna Eyjafjallajök- uls, Snæfellsjökuls eða öræfajök- uls hrynji einn góðan veðurdag niður í iður fjallsins i ógurlegu sprengigosi. Hvort sú kenning er á rökum reist munu frekari rann- sóknir reyna, en Maó formaður segir: „Fræðikenning, sem menn settu undir mæliker og létu sér nægja að masa um, en notfærðu Vaka eða víma 40 ára brennivín A ÞESSUM vetri voru liðin 40 ár siðan gildi tók ný áfengislög- gjöf, sem kom i staðinn fyrir leifar bannlaganna. Nú er þvi fengin fjögurra áratuga reynsla af innflutningi og sölu sterkra drykkja. Bannlögin voru sett með lög- gjöf á þingi 1909 á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór 1908. Sumir alþingis- menn, sem voru hikandi i mál- inu greiddu bannlögunum at- kvæði vegna hinnar almennu at- kvæðagreiðslu, þar sem bann- menn voru nálega 6 á móti fjór- um andbanningum. A næstu þingum voru bannlögin oft til umræðu. Þau áttu að taka gildi 1. janúar 1915, þannig að á þessum vetri áttu þau 60 ára afmæli. Fluttar voru tillögur um að fresta fram- kvæmd þeirra og að breyta þeim. Strax 1913 var samþykkt að sendiræðismönnum framandi rikja væri heimilt að flytja frá útlöndum „hæfilegan áfengisforða til heimilisþarfa”, þó ekki yfir 800 litra á ári hverj- um þeirra. Sigurður Eggerz tók svo til orða á þingi 1917 að þetta hefði verið fleygur i bannlögin. Bannlögin gerðu strax ráð fyrir þvi að læknar heföu ráð á að nota spiritus til lækninga. Á Alþingi 1915 voru harðar deilur um áfengi á þeirra vegum. Læknafélagið gerði næstum ein- róma ályktun um að gengið væri á rétt lækna ef þeir gætu ekki látið sjúklinga sina fá þær áfengistegundir, sem þeir teldu henta. Magnús læknir Péturs- son var talsmaður þeirra á þingi. En landlæknirinn sjálfur, Guðmundur Björnsson, stóð þar á móti. Hann fór háðulegum orðum um forna hjátrú að áfengi væri læknisdómur og nefndi dæmi um mann sem haföi talið að sérstök vintegund væri einkar góö við geðveiki. Hann sagði m.a.: „Ég verö að telja þaö illa farið ef nokkur læknir verður til þess að ala á þessari gömlu hjá- trú til þess að vekja ótrú á bannlögunum.” En Magnús Pétursson sagði við „bændur og búalið, presta og preláta” þingsins ef þeir færu að samþykkja hvaða lyf læknar mættu nota og ekki nota: „Þá vildi ég helzt geta sagt við ykkur, sem betur vitið: Viljið þið þá ekki gjöra svo vel og taka við að lækna sjálfir?” Landlæknirinn hélt hins vegar að þegar læknar notuðu áfengi til lækninga væri bezt að þeir segðu sjálfir fyrir um blöndun- ina og vissu hvað þeir væru að gera en notuðu ekki vin, sem þeir vissu ekki hvað væri i. En þingið samþykkti að bætast skyldi á lyfjaskrá: Rauðvin, Malaga, Sherry, Portvin og Cognac. Guðmundur Björnsson sagði i þingræðu 1915: „En þvi ber ekki aö leyna að til eru þeir menn, sem gjöra allt hvað i þeirra valdi stendur til þess að bannlögin reynist illa. Ég hef heyrt tigna menn, sem hafa á hendi trúnaðarstörf fyrir þjóðina segja, að bannlögin skuli verða brotin, togararnir skuli „smúla” og læknarnir skuli hjálpa mönnum að drekka o.s.frv. Þessar hótanir hafa duniö i eyrum mér af vörum ýmsra mikilsmetinna manna”. Alþingi samþykkti Spánarundanþáguna svonefndu 1922. Spánverjar hótuðu við- skiptakúgun (refsitollum) ef lögbannað væri að flytja inn þeirra vin. Þvi var samþykkt að leyfa innflutning og sölu léttra vfna. Bannlögin giltu þó áfram að þvi er varðaði sterka drykki. Haustið 1933 — fyrsta vetrar- dag — fór fram þjóðaratkvæða- greiösla. Menn voru spurðir hvort þeir vildu halda þeim bannlagaslitrum sem giltu eða afnema þau. Andbanningar sigruðu. Eðlilega áttu sér stað umræð- ur og blaðaskrif fyrir þessa at- kvæðagreiðslu. Útvarpsumræð- ur fóru fram hennar vegna og þar lauk einni ræöunni svona: „Við höfum séð aö bannlögin eru ekki eingöngu siðspillandi, heldur beinlinis mannskæð. A árunum 1930-1931 hafa 9 menn beðið bana af völdum eitraðs áfengis. — Viö, sem höfum augun opin, við, sem skynjum og skiljum i hvillkt óefni er komið, megum aldrei nýtir menn heita, nema við kveðum þennan ósóma niður. Andbanningar! og allir þið, sem viljið stuðla að þvi, að heil- brigðin og hreinlætið verði meira i þjóðmálum Islendinga hér eftir en hingað til. Látið ekki blindaöa bannmenn, bruggara og kommúnista taka af ykkur ráðin hinn fyrsta vetrardag. Gangið af bannlögunum steindauðum.” Það hefur oft verið sagt, að bindindismenn flyttu mál sitt af tilfinningu og er það sizt að lasta. En þessi tilvitnun mætti vekja til umhugsunar um það, hvort ekki muni það hafa borið viö að málflutningur and- banninga tæki lit af fleiru en kaldri rökhyggju skynseminn- ar. Það er satt að bannmenn urðu fyrir vonbrigðum I sambandi við bannlögin. Þeir vonuðu margir hverjir að áfenginu yrði útrýmt. Þvi orti Guðmundur Magnússon: Og þegar þú hlýtur þá hamingjustund að hér þekkist vinbölið eigi mun heimurinn stara á þig, stórfræga grund, sem stjörnu á byrjanda degi. Það var sama vonin, sem vakti fyrir Guðmundi Guð- mundssyni: Að Island verði endurfrægt sem alheims fyrirmynd Sjálfsagt hafa bannmenn ekki almennt gert sér ljóst svo sem raun varð á að þeir, sem ekki voru fylgjandi banni voru lélegir löggæzlumenn og þaö er dálitið annað að óska þess með sjálfum sér að áfengið hverfi en aö standa skörulega vörð um lög, þegar grannar og góðkunn- ingjar brjóta þau. En ekki ber heldur aö vanmeta þátt þeirra, sem Guðmundur Björnsson vék aö og vildu að bannlögin mis- heppnuöust. En ef marka má áróöur and- ■banninga 1933 og oftar hafa þeim lika brugðizt vonir. Rök- semdir þeirra með afnáminu voru einkum þessar: 1. Frjáls bindindisstarfsemi hefði mjög tapaö þrótti vegna bannsins. — Raunar segir fátt af framtaki andbanninga til að sér ekki I starfi, væri þar með án nokkurs gildis, hversu góð sem hún annars kynni að vera”. Sigurður Steinþórsson tók saman. efla bindindishreyfingu. En bindindishreyfingin er ekki sterkari en hún var þrátt fyrir 40 ára brennivin. 2. Drykkjuskapur kvenna og unglinga hefði mjög aukizt á tíma Spánarvinanna. Hann hefði aldri verið meiri en nú. 3. Vegna þess að sterkir drykkir væru ekki frjálsir drykkju menn eitur og yrðu veikir og jafnvel dæju af. — Reynslan sýnir að hin frjálsu vín geta orðið mönnum það eit- ur sem vinnur á heilsu þeirra og lifi. Auk þess drekka menn enn þá vökva sem andbanningar kölluðu óþverra. 4. Heimabrugg og smygl þrif- ust vegna bannsins og myndu hverfa með þvi. Ennþá er smyglaö og þó að bruggað sé hverfur það I hinn mikla löglega straum. 5. Þjóðin myndi læra að fara menningarlega með vin þegar hún yrði frjáls að þvi svo að siðspillingin og áfengisböl hlyti að minnka. — Ekki þarf að eyða orðum að þvi hvort sú trú hefur oröið sér til skammar. Þróun þessara mála hefur i höfuðdráttum orðið hin sama i öllum nálægum löndum. Þar er sama sagan um Island, Noreg og Finnland, sem voru bannlönd um skeið og Danmörk, Sviþjóð og Bretland, sem aldrei voru bannlönd. Það er nefnilega ekki löggjöfin sem mestu ræður um þróun þessara mála, þó að hún- i sé engan veginn hégómamál. Andbanningar sögðu það satt að sterk og öflug bindindis- hreyfing væri hverri þjóð bless- un. Þeir töluðu mikið um hræsni bannmanna. Sjálfsagt hefur tal þeirra um gildi bindishreyfing- arinnar verið hræsnislaust. En vissulega má minna þau á orð postulans: Hið góða, sem ég vil geri ég ekki, hið vonda, sem ég vil ekki, — það geri ég. Séu menn ánægðir með ástand áfengismálanna eins og þau eru er eðlilegt að þeir taki þátt I drykkjuvenjum svo sem þær gerast, — auðvitað þó I hófi! Þyki þeim hins vegar uggvæn- lega horfa og umbóta þörf eiga þeir tækifæri til að hafa áhrif til góðs með þvi að hafna áfengi afdráttarlaust og ganga til liðs við bindindishreyfinguna. Svo einfalt er þetta. — H.Kr. ^ ^ I Bifreiða- eigendur NÝKOMIÐ I RAFKERFID: Alternatorar comp. Startara comp. Miöstöövamótorar comp. Straumlokur Bendixar; Rotorar segulrofar/ Statorar Diodur; Kol Fóðringar og m.fl. i eftirtaldar tegundir: FORD Bronco. Maveric o.fl. CHEVROLET Nova, Blaser o.fl. DODGE Dart, o.fl. WILLYS Wagoner, Rambler o.fl BÍLARAF H.F. Borgartúni 19 Sími 24700 TtLaKitcL rafmagnshandf ræsari ★ Aflmikill 1500 watta mótor ★ 22000 snún./mín. ★ Léttur, handhægur ★ Aleinangraður ★ Innifalið i verði: ★ Verkfæri ★ Karbíttönn ★ Lönd o.fl. o.fI. ★ Hagstætt verð Leitið upplýsinga um aðrar gerðir Makita rafmagnsverkfæra D ÞÓRf SlMI S1SQO-ARMÚLATI /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.