Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKULATÚNI 6-SÍMI (91)19460 SLONGUR BARKAR TENGI mú ■0 „ji-i. Landvélar hf Sjómannasamningarnir: Skiptaprósentan hækkar og helgarfríum fjölgar BH-Reykjavik. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna undirrituöu i fyrrinótt bráða- birgöasamkomulag um kjör bátasjómanna, og munu aöalat- riöi þess samkomulags vera tvenns konar: 1 fyrsta lagi hefjast helgarfri sjómanna 1. april i staö 15. april áður, og i ööru lagi hækkar skiptaprósenta sjómanna um 1%, en þetta mun vera I fyrsta skipti I 10 ár, sem hækkun á skiptaprósentunni næst fram i samningum. Hækkunin er all-flókin í útreikningi, þar eö skiptaprósentan er margvfsleg hjá sjómönnum. Þá munu tryggingar og annað hækka sam- svarandi samningum ASl og vinnuveitenda. Þegar blaöið ræddi i gær við Jón Sigurðsson, forseta sjó- mannasambandsins og formann samninganefndar sjómanna, kvað hann bráðabirgðasam- komulagið hafa verið sent sjóm annafélögunum til umfjöllunar. Kvað Jón þeim verkföllum, sem koma áttu til framkvæmda hjá bátasjómönn- um á miðnætti, hafa verið frestað, þangað til atkvæða- greiðsla hefði farið fram i félögunum, og kæmi þá ekki til framkvæmda hjá þeim félögum, sem samþykktu það. Um fimm-leytið I gær áttu að hefjast með sáttasemjara samningaumleitanir um kjör togarasjómanna, og inntum við Jón Sigurðsson eftir þvi, hvernig þær viðræður hefðu gengið. Þaö hefur bókstaflega ekkert hreyfzt i samkomulagsátt, sagði Jón, — og ómögulegt er að segja um það, hvernig til tekst i kvöld. Togarasjómenn eru meö samtök á fjórum stöðum á landinu, Reykjavik Hafnarfirði, Akureyri og Akranesi, og þar skellur á verkfall á miðnætti, ef ekki verður búið að semja. Ég þori að minnsta kosti ekki að fullyrða neitt um það, að frestur verði gefinn, þótt liklega kunni að horfa snemma kvölds. Svört slanga liggur uppi á yfirborðinu á löngum kafla milli Gufuness og syðsta tanga Viðeyjar og skapar mikla hættu fyrir bóta - - Sjó bls. Q Áburðarverðið: 752 A/ULUÓNIR í NIDURGREIDSLUR — búvörur hækka þvi helmingi minna en ella og i tveimur áföngum Gsal—Reykjavik. — Ríkis- stjórnin hefur samþykkt að greiöa niður 50% af áburðar- veröshækkuninni, eða samtals 752 milljónir króna. Verður það gert á þann hátt, að 600 millj. kr. af niöurgrciöslunni verða greiddar á árinu 1975, en eftir- stöövarnar, 152 millj. kr., á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1976. A fundi stjórnar Aburðar- verksmiðju rikisins hinn 26. febrúar s.l. samþykkti stjórnin meðatkvæðum allra viðstaddra stjórnarmanna að leggja til við landbúnaðarráðherra, að hann samþykki eftirfarandi heild- söluverð fyrir áburð árið 1975, miðað við áburðinn kominn á hafnir úti á landi, og miðað við núverandi gengi islenzkrar krónu. Heildsöluverðið er birt i lok þessarar fréttar. — Ahrifin eru þau, að búvöru- verðið hefði hækkað um 13.1% efhækkunin hefði komiðóbreytt út i verðlagið, en niður- greiðslurnar nema rúmlega 6.5%,þ.e. 50% af hækkuninni, sagði Guðmundur Sigþórsson, deildarstjóri i landbúnaðar- ráðuneytinu i gær. Guðmundur sagði, að fyrir- hugað væri að þessi hækkun kæmi I tveimur áföngum, fyrri hækkun búvöruverðs kæmi til framkvæmda 1. júni n.k. og sú siðari 1. sept. n.k., — og skiptist þá að jöfnu, þannig að hækkunin i hvorum áfanga yrði u.þ.b. 3.3%. Ef engin niðurgreiðsla hefði verið gerð á áburðarverðhækk- ununum hefði t.d. hver litri mjólkur hækkað um 5.74 kr. eða 17.4% miðað við núverandi verð, en með þeim niðurgreiðsl- um,sem ákveðnar hafa verið, hækkar verð hvers litra aðeins um 4.4% sem þýðir i krónutölu 1.44 kr. Súpukjöt hefði t.d. hækkað um 48.40 kr. eða 13.8% með áhrifum söluskatts, ef hækkunin hefði komið óbreytt út I verðlagið, en hækkar aðeins um 3.5% fyrir tilstilli niður- greiðslnanna. Miðað við siðasta ár hækkar áburður til bænda, samkvæmt ráðstöfun rikisstjórnarinnar, um 76.5% ,en hefði hækkað um 153% ef engar niðurgreiðslur hefðu komið til. — Rikisstjórnin hefur gert ráð fyrir þvi I sinu efnahags- frumvarpi, að finna tekjustofn til mótvægis við þær niður- greiðslur, sem ákveðnar hafa veriö, sagði Guðmundur Sigþórsson. Samhliða þessum úrlausnum hefur landbúnaðarráðuneytið athugað rekstrarlánin til land- búnaðarins og sagði Guðmund- ur að stefnt væri að þvi, að þau verði fullnægjandi þannig að bændur gætu mætt þessum hækkunum. Miðað við verðlagsgrund- vallarbúið hefði hækkun á ■áburðarverði orðið 331.800 kr. ef ekki hefði komið til niður- greiöslna af hálfu rikissjóðs, en verður 165.900 á verðlagsgrund- valiarbúið, samkvæmt þessum ráðstöfunum. Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda, sagði við Tímann i gær að stjórn sambandsins hefði komiö saman til fundar i gær- morgun, þar sem fram hefði komið, að niðurgreiðslur rikis- ins væru mikil úrbót i þessu máli, og þakkaði það. — Stjórnin taldi jafnframt, sagði Gunnar, að athuga þyrfti nánar rekstarlán til land- búnaðarins, þar sem hækkunin yki mjög útgjöld bænda þrátt fyrir niðurgreiðslurnar. Stjórn- in lagði áherzlu á það i svari sinu til rikisstjórnarinnar, að nauðsyn bæri til að leysa þann þátt einnig. Sagði Gunnar að rekstrarlán- in hefðu verið rædd við stjórn Seðlabankans, en niðurstaða þeirra umræðna væri ekki feng- in. — Þessar niðurgreiðslur létta bagga bænda verulega og raun- ar áburðarverksmiðjunnar einnig. Við erum út af fyrir sig ánægðir með þann þátt, sem leystur er,og hann er vissulega spor i áttina, sagði Gunnar Guð- bjartsson. Frh. á bls. 15 - hækkar ekki Verölagsstjóri hefur heimilaö hækkun á veröi dagblaöanna, eins og skýrt var frá i blaðinu I gær, þannig aö heimilt er aö hækka áskriftargjald upp í 700 krónur á mánuöi og verö i lausasölu upp I 40 krónur. Þrátt fyrir aukinn tilkostnaö hefur veriö ákveöiö að hækka ekki verð Timans fyrst um sinn, hvorki I áskrift né lausa- sölu. Timinn mun þvi áfram kosta 600 krónur I áskrift á mánuöi og 35 krónur i lausasölu, eins og veriö hefur. — Askriftarsimi Timans er 12323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.