Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. april 1975. TÍMINN 5 Flugleiðir mótmæla álagningu flugvallagjalds Flugleiðir hf. hafa sent Fjár- hags- og viðskiptanefndum Alþingis greinargerð, sem fjallar um frumvarp til laga I efnahags- málum og fjármálum m.a., en i frumvarpinu eru atriði, sem snerta verulega islenzkan flug- rekstur og móttöku erlendra ferðamanna á íslandi. Mótmælir féiagið þar áiangingu flugvallar- gjalds i þeirri mynd, sem I frum- varpinu er lagt til. Félagið segir meðal annars i grein sinni: Komum útlendinga til landsins fækkaði um 7,5% árið 1974 miðað við árið 1973. Sú hækkun lendingargjalda, sem um er rætt i greinargerð frumvarpsins, mundi hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu félagsins 1975. Þá bendir félagið á, að óheftur ferðamannastraumur til landsins skapi hér verulega atvinnu og greiðir og stuðlar að þeim traustu flugsamgöngum, sem tengja landið við umheiminn. Sérstaka athygli vekur félagið á þvi, að komum erléndra flug- véla hefur fækkað á Kelavikur- flugvöll, koma þvi allar hækkanir mjög þungt niður á innlendum flugrekstraraðilum. Svo gæti farið, að félagið neyddist til að taka á sig allt flugvallargjaldið vegna útlendinga, fram til 1. okt. Aukinn rekstrarkostnaður af þessum völdum yrði um 103 millj. kr. Ef freistað yrði að ná gjaldinu inn við sölu erlendis, þrátt fyrir þá röskun og hættu á að erl. ferðamönnum snerist hugur, hef- ur verið áætlað, að félagið yrði samt að greiða u.þ.b. 64 millj. kr. f flugvallargjald. Þá bendir félagið á, að það sé i harðri samkeppni á Norður-At- lantshafinu við önnur flugfélög. Þótt félagið bjóði lægri fargjöld, er kostnaður þess á mörgum sviðum hærri. Reiknað hefur verið út, að kostnaðarauki Flug- leiða umfram aðra samkeppnis- aðila, nemi á árinu 304,0 millj. kr. Óeðlileg hækkun lendingargjalda getur átt þátt i þvi að þurrka út samkeppnismöguleika félagsins á Norður-Atlantshafinu. 1 ■ 1111 Vrfr Færri hross, en betra uppeldi Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri hefur átt viðtal við Erling Daviðsson, ritstjóra Dags á Akureyri, og birti hann það i blaði sinu i siðustu viku. Þar talar Halldór meðal ann- ars um hrossaeign. Hann kemst svo að orði: „Vafasamt er að fjölga hrossunum mikið, en vanda þess betur vöruna. Menn þurfa að vanda bæði uppeldi og tamningu og seija aðeins gæðinga fyrir hátt verð úr landi. Hins vegar er það mesti ósiður hjá bændum, að ala upp mikið af hrossum tii slátrunar eingöngu, þvi það er eins gott eða betra að hafa nautgripi eða sauðfé til kjötframleiðsl- unnar,”. Hross landlausra manna pldga Siðan heldur Halldór áfram og víkur þá að atriði, sem veldur vaxandi áhyggjum: „Margir kaupstaðarbúar og ýmiskonar lausamenn eiga hross, án þess að eiga land fyrir þau. Hross þessara manna geta orðið piága og eru það á sumum stöðum. Ilins vegar veita gæðingarnir eig- endum sinum yndisstundir, sem vart verða metnár til fjár, og þá flestar, að aðstaða sé góð”. Orð Strandamanns „Dýrtiðin sverfur að og er erfið viðureignar, bæði fyrir atvinnulifið og almenning”, segir i bréfi frá kunnum Strandamanni. „Ég virði þá viðleitni að hlifa þeim, sem lægst eru launaðir^við afleið- ingum hennar, svo sem hægt er. En ég er vantúaður á heil- indi verkalýðsforystunnar.... Þeireru oft og iengi búnir að gleyma þeim fátæku og nota tækifærin til að lyfta þeim, sem hafa meira.”. Hér hefur Strandamaðurinn að sjálfsögðu i huga, hvað gcrðist snemma árs 1974, þeg- ar i lok kjarasamninganna þá var vikið frá markaðri stefnu með slæmum afleiðingum. —JH VASA-nefndin: NORRÆN LEIK- HÚSSNÁMSKEIÐ Hin árlegu VASA-námskeið sem upphaflega voru haldin fyrir unga leikstjóra á Norðurlöndum en eru nú opin öllu norrænu leikhússtarfsfólki, verða i ár haldin i Stokkhólmi og Helsing- fors. Námskeiðið i Stokkhólmi 6,- 11. júni er einkum ætlað þeim, sem starfa með farandleikflokk- um eða leikhópum, sem vinna og sýna við frumstæð skilyrði og nefnist efni námskeiðsins: Leikhústækni farandleikflokka. Námskeiðið i Helsingfors (13.-19. júni) nefnist Valdauppbygging og stjórnunarfyrirkomulag leikhúsa og áhrif þessara þátta á list- rænan árangur. VASA-nefndin sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju Norður- landanna, réði i fyrra Sviann George Fant til að ferðast til Norðurlanda og kynna sér áhuga manna og afstöðu til þessa efnis. Kom i ljós að áhugi var gifurlegur á námskeiðum þessum VASA- nefndin skipaði starfshóp, sem safnað hefur gögnum og upplýsingum um rekstur og stjórnun leikhúsa á Norðurlönd- um og hefur árangur þeirrar vinnu verið gefinn út i bæklingi sem fáanlegur er hjá fulltrúa VASA-nefndarinnar i hverju landi. Umsóknarfrestur um þátttöku i ofangreindum námskeiðum er til 20. april n.k. Umsóknir sendist til Stefáns Baldurssonar, Þjóð- leikhúsinu, en hann veitir jafn- iramt allar nánari upplýsingar. Bótmæli eru annað en mótmæli prentvilla, sem gerír hvort tveggja i senn, kippir burt einum stuðli I viðkomandi visu, og slævir háðsbroddinn i henni. Rétt er visan svona: Er þeir komu til Hafnar og fundu frændur og vinii tók fyrirliðinn af skarið, mælti á dönskuog brosti i bótmælaskyni: Hann Benedikt gat ekki farið. Hitt er varla til þess að tala um, þótt prentvillupúkinn taki sér það bessaleyfi i þessari sömu grein að skrifa næstum alls staðar „af” i staðinn fyrir „að” i orðasamböndum eins og til dæmis ,,.... og hafi jafnvel gert eitthvað aðþvf....” Plötuvals Til sölu mjög góður, vélknúinn plötuvals, litið notaður. Stærð 3 m x 3 mm. Upplýsingar i sima 5-27-11 kl. 8-4. Heykögglaverksmiðju Fóður- og fræfram leiðslunnar i Gunnarsholti vantar mann vanan vélaviðgerðum Upplýsingar á staðnum, simi 99-5111. 1 kvæðinu Islendingar á bridge- móti eftir Böðvar Guðlaugsson, sem birtist hér i' blaðinu á sunnu- daginn, hefur orðið meinleg Auglýsið * I Tímanum ■ ■ Karlmenningarneyzla er leikrit I léttum dúr. Frá vinstri Kjartan Erlendsson, Helga Valdemarsdóttir, Lára Angantýsdóttir ogOlga Ingimundardóttir. Ljósm. Stefán Pedersen. Atriöi úr Ærsladraugnum. Það er Haukur Þorsteinsson, sem þarna sit- ur milli tveggja drauga (?), sem Eisa Jónsdóttir og Jóhanna Björns- dóttir leika. Ljósm. Stefán Pedersen. Sauðárkrókur: •• / Fjor a sæluviku Gó-Sauðárkrók — Sæluvika Skagfirðinga hófst sunnudaginn 6. april með guðsþjónustu i Sauðárkrókskirkju. Eins og undanfarin ár er mikið um dýrðir á sæluvikunni og margt gert til skemmtunar. Má þar nefna leikrit, kvikmynndasýningar, sýningu á gamanleiknum Karl- menningarneyzlu og dansleiki. Lýkur sæluvikunni 13. april með lokadansleik, þarsem hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Leikritið „Ærsladraugurinn” var frumsýnt 6. april. Leikendur eru sjö talsins. Þetta er gaman- leikur I þremur þáttum eftir Noel Coward, en leikstjóri er Kári Jónsson. Gamanleikurinn Karl- menningarneyzla er eftir Hilmi Jóhannsson og er hann jafnframt leikstjóri. Það er Verkakvenna- félagið Aldan á Sauðárkróki, sem að leiksýningunni stendur. Ahorfendur skemmtu sér konunglega og höfundi og leikendum var vel fangað, en þeir eru 11 að tölu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.