Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 9
TlMINN________________ Miðvikudagur 9. april 1975.____________________________________________________Miðvikudagur 9, april 1975. RÆOA VILHJÁLMS HJÁLMARSSONAR MENNTAMÁLARADHERRA Á RÁDSTEFNU SAMBANDS ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA Mitt viðfangsefni er nefnt „Rikisvald og menningarmál.” Þetta er auðvitað efni i dávæna bók eða daglanga umræðu. Minir þakar sundurlausir verða vægt sagt töluvert takmarkaðri. Fáir vilja, að rikið stjórni menningunni harðri hendi. Flestir eru þó sammála um, að rikinu beri að kosta nokkru til hennar. Og allir eru á einu máli um það, að hið opinbera hljóti að láta sig menninguna nokkru varða. Islenzka samfélagið, riki og sveitarfélög, reisa og reka allan þorra islenzkra skóla. Velflestir einkaskólar njóta og fjárhagslegs styrks frá hinu opinbera. Allt þetta kostar ærna fjármuni, og skólastarfiðer i eðli sinu ákaflega þýðingarmikið. Þvi er eðlilegt, að skólastarf og skólamál i heild séu jafnan allmjög i sviðsljósi. Is- lenzku skólarnir i dag eru senni- lega ólikari aldamótaskólunum en þeir skólunum i Haukadal og Odda, þótt lengra væri þeirra i millum. Svo örar eru þjóðlffs- breytingarnar þessi misseri, að niu aldir jafnast að þvi leyti hvergi nærri á við jafn marga áratugina siðustu. Vitrir menn geta skilgreint starfssvið skóla i löngu og itar- legu og ljósu máli. Ég skal láta nægja að segja: Góður skóli býr nemenda sinn undir að starfa og lifa i þvi samfélagi, sem biður hans að námi loknu. Á timum hinna öru breytinga er sérstök þörf fyrir frjótt og sivökult endurnýjunar- og uppbyggingarstarf i innri málefnum skólanna. Hinar sigildu eða viðvarandi þarfir manna eru þrátt fyrir allt ætið nokkuð breytilegar —• og nýjir timar koma með nýjar þarfir, sem ekki verður komist hjá að mæta með nýjum viðbrögðum. Nægir að minna á, að ótal nýjar starfsgreinar hafa komið til sögu og krefjast umfangsmikillar starfsmenntunar og ný almenn þekking og nýjar sérþarfir, e.t.v. áður ókunnar, kalla á ný og ný viðbrögð I skólakerfinu. Rikið hefur gegnt ótviræðu for- ystuhlutverki i skólamálunum i hundruð ár. Sem sæmi um það, hvernig rikisvaldið hefur reynt að mæta þessum margvislegu nýju viðhorfum á siðustu misserum má m.a. nefna: Nýju almennu skólalöggjöfina sem kölluð hefur verið grunnskólalög. Það starf, sem nú er hafið við framkvæmd hennar á mjög breiðum grundvelli. Skólarannsóknirnar svonefndu, sem er tiltölulega ný starfsgrein á vegum m enn ta m ála ráðu - neytisins. En þar er unnið að sifelldri endurnýjun námsefnis á grunnskólastigi. Endurskoðun iðnfræðslulaga og forganga um gerð námsskrár fyrir verklega námið. Endurskoðun og endurmat fleiri og fleiri þátta i skóla- kerfinu. Rikisvaldið og byggðirnar reisa og reka allan þorra hinna al- mennu islenzku skóla sem fyrr segir. Þó er það, og einkum á af- mörkuðum sviðum, að rikisvaldið og samtök áhugafólks vinna saman að lausn tiltekinna viðgangsefna. Sem dæmi má nefna samstarf rikis og styrktar- féiga, sem unnið hafa þýðingar- mikil störf á tilteknum sér- sviðum, og skólastarf á vegum einstakra atvinnugreina, sbr. t.d. þátt verzlunarsamtaka i viðskipamenntun landsmanna. Hér má skjóta þvi inn, að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um nýskipan viðskipta- fræðslunnar Þá hefur rikið einnig veitt stuðning við rekstur frjálsra skóla, sem eru að mestu óháðir hinu almenna kerfi. Þar eru tónlistarskólarnir umfangsmestir og lýðskólinn i Skálholti eitt nýjasta dæmið. Þess ber að geta, að frumvarp til laga um skipulegan stuðning við tónlistarfræðsluna verður lagt fyrir Alþingi eftir helgina, og að nú er i athugun að setja sérstaka löggjöf um Skálholtsskólann. Ég tel, að hér sé i öllum megin- atriðum rétt stefnt. Rikisvaldinu beri að kosta og hafa forystu um hina almennu fræðslu i landinu og það hljóti að vera meginstefnan, en að jafnframt beri að gefa gætur að starfi áhugaliðs ýmiss konar, og nýta og styðja það eftir þvi sem efni standa til og fært þykir. Hér er rétt að nefna umfangs- mikla starfsemi lánasjóðs náms- manna. Lög um þá starfsemi hafa verið og eru i endurskoðun, nú i nánu samráði við fulltrúa náms- manna, sem sýna fullan skilning á nauðsyn breytingu á reglum um útlán og endurgreiðslur. I annan stað er svo varið veru- legum fjármunum til jöfnunar námskostnaðar. Stundum er þvi haldið fram, að einungis beri að styrkja nám i þeim greinum, sem þjóðfélagið þarfnast, eins og það er gjarnan orðað. Þetta minnir á þá i kanseliinu, sem ekki vildu láta íslendinga draga endalausan fisk á enda- laust snæri, heldur aöeins þann fisk, sem kompaniið þarfnaðist þá og þá. Þeirri hugsun ber að hafna en styðja eftir föngum náms- kynningu og starfsfræðslu, sem hjálpar ungu fólki til að finna viðfangsefni við hæfi hvers og eins og greiðir þvi leið til þeirra starfa „sem þjóðfélagið þarfnast.” Samtök námsmanna og einstakir námsmenn hafa sýnt þessum málum lofsverðan skilning, sem vert er að þakka. Það er oft talað um kröfur námsmanna, enda er kjara- barátta sjaldnast háð i hálfum hljóðum til lengdar. Hitt liggur meira i láginni að ýmis félags- samtök námsfólks vinna þýöingarmikið uppbyggingar- starf, sem kemur til góða fyrir námsfólk komandi tima ellegar styður við bakið á viðkomandi skólastofnun. Nefni ég sem dæmi Félagsstofnun stúdenta, en hér er af fleira að taka. Það er viðtekin meginregla i skólamálum Islendinga og vafa- laust flestra annarra þjóða einnig, að gert er ráð fyrir, að menn nemi sinn skólalærdóm á ungum aldri. Siðan taki við hin ýmsu störf i þjóðfélaginu. Menn hafa þó fyrir löngu gert sér ljóst, að þetta er ekki einhlitt. Svo lengi lærir sem lifir segir gamalt is- lenzkt máltæki. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um fræðslu fullorðinna. En t.d. i Noregi hefir löggjöf um þetta efni verið i gildi um nokkurt árabil. Þegar hér er komið sögu i minu spjalli nálgumst við mörkin á milli hins reglulega skólakerfis og annarra verkþátta, sem unnið er að i þágu uppeldis og al- mennrar menningar. Og það eru raunar þeir hlutir fremur en skólamálin, sem ætlunin var að reifa og ræða á þeirri ráðstefnu, sem nú er að hefjast. En sannleikurinn er sá, að augu manna eru að opnast æ meir fyrir þeirri nauðsyn, að samnýta húsnæði fyrir skólastarf og aðrar menningarathafnir i miklu rikara mæli en átt hefir sér stað til þessa. — Þetta atriði er I sér- stakri skoðun á vegum mennta- málaráðuney tisins. Svið hinna almennu menningarmála er ekki siður umfangsmikið en sá þáttur, sem beinlinis varðar skólana. Hann kostar þó riki og sveitarfélög mun minna fé, enda kemur þar m.a. til sögu i rikara mæli áhugastarf margvislegt. E.t.v. er enn erfiðara að finna á þessúm vettvangi það form á samskiptum einstaklinganna og hins opinbera, sem allir geta orðið ásáttir um, heldur en nokkurn tima á sviði skólamála. Er það raunar ofur eðlilegt, þegar þess er gætt, að hér eru að verki margar og umfangsmiklar og starfsamar félagsmála- hreyfingar i landinu. Ég nefni ungmennafélögin, kvenfélög og góðtemplararegluna sem dæmi um hin eldri form slikrar starf- semi, sem þó er enn við lýði og mjög virk viða. Á siðari árum hafa ýmis önnur form félgsmála- hreyfinga rutt sér til rúms. Má þar t.d. nefna hina svonefndu klúbba, Rotary, Lionshreyfinguna o. s. frv. Mörg þessara félaga- samtaka og einkum hin gömlu grónu njóta beins stuðnings frá rikisvaidinu og sinna þá líka ákveðnum og viðurkenndum verkefnum, sem til þjóðþrifa horfa. Samstarf rikisvaldsins eða hins opinbera og hinna ýmsu félags- málahreyfinga i landinu er einnig fólgið i óbeinum stuðningi þess fyrrnefnda. Sem dæmi má nefna starfsemi Æskulýðsráðs á vegum rikisins, þar sem m.a. er látin i té aðstoð til þess að þjálfa fólk til forýstustarfa i félögunum, svo og margvisleg önnur fyrirgreiðsla. Hin fjölbreytta félagsmála- starfsemi, einkum meðal yngra fólksins, gegnir ákaflega þýðingarmiklu hlutverki að þvi leyti, að undirbúa menn til átaka og starfa á lýðræðislegan og félagslegan hátt i þvi þjóðfélagi, sem við höfum búið okkur og lif- um og hrærumst i. Enn má nefna sem dæmi um samvinnu rikis og einstaklinga, hversu félags- heimilin svonefndu og ýmis önnur mannvirki og aðstaða félagsmálastarfa er byggð upp af ríki, byggðum og áhugafélögum, öllum I sameiningu. Ein hin fjölmennasta og jafn- framt umsvifamesta félagsmála- hreyfing, sem starfar á sérsviði, er Iþróttahreyfingin. Skýrslur herma, að ekki færri en 50 þús. Islendingar, eða nálega fjórði hver landsmaður, sinni iþróttum með einhverjum hætti innan þessara viðtæku hreyfingar. A þessu sviði á sér stað mjög umfangsmikið samstarf einstaklinga og hins opinbera. Sem dæmi um gleðilegan árangur I sliku samstarfi má nefna hina almennu sundkunnáttu Is- lendinga. Sundið var þjóðariþrótt okkar fyrr á öldum. Það týndist niður, en hefur nú aftur náð slikri útbreiðslu.aðeinsdæmimun vera meðal nálægra þjóða. Iðkun almenningsiþrótta verður æ nauðsynlegri, eftir þvi sem vélvæðing vex og tómstund- um fjölgar. Vinnuhópur verður nú settur til að kanna stöðu iþróttanna og leita leiða til enn frekari eflingar Iþróttastarfsins i landinu. Og ástæða er til að taka siðan iþróttalöggjöfina til endur- skoðunar, enda er mikið vatn til sjávar runnið frá þvi hún var siðast skoðuð. Nokkrar eru þær stofnanir á sviði menntamála og þó utan skólanna, sem riki eða riki og sveitarfélög beinlinis reka sjálf. Svo er t.d. um bókasöfnin, sem ég ætla að hafi starfað lengur en flestar aðrar menntastofnanir þjóðarinnar af ástæðum, sem óþarft er að rekja hér. Bókasöfnin voru i fyrstu byggð á framtaki einstakra áhuga- manna og félaga. Siðan kom til vaxandi stuðningur rikis og sveitarfélaga, og fyrir tveimur áratugum eða svo, og aftur ná- lægt tiu árum siðar, voru gerð myndarleg átök til þess að efla starfsemi bókasafnanna, sem oftast starfa á vegum sveitar- félaganna. En hér gerðist sorgarsaga. Bókasöfnin, sem allir viðurkenna I orði, að séu, og þó fyrst og fremst geti verið, mjög veiga- mikill þáttur i fræðslu og ekki siður uppeldi þjóðarinnar hafa verið svelt að þvi marki, að þau eru nú flest allsendis ófær um að gegna sfnu hlutverki. Þau ein bókasöfn standa verulega upp úr, sem notið hafa óvenjulegs skilnings og þar með stuðnings sveitarstjórna i viðkomandi byggðarlögum. I grunnskólalögunum eru þýðingarmikil ákvæði um skóla- bókasöfn. Undirbúin hefur verið fyrir alllöngu ný löggjöf um al- menningsbókasöfn og var frumvarp um það efni til umræðu á Alþingi á sinum tima. Þetta frumvarp hefur nú verið endur- skoðað, og verður lagt fram á Alþingi að nýju nú eftir helgina. Rikið rekur Þjóðleikshús og riki og sveitarfélög veita verulegan stuðning á fleiri sviðum leiklist- armálanna. Er sú fjárhagsaðstoð afgerandi i sumum tilvikum. Það er t.d. starfandi eitt og nú jafnvel tvö atvinnuleikhús, önnur en Þjóðleikhúsið. Tveir leiklistar- skólar njóta stuðnings frá hinu opinbera og skipulegt starf áhugafólks um leiklist stendur allföstum fótum viðsvegar um land og nýtur einnig nokkurs fjár- hagslegs stuðnings frá riki og sveitarfélögum. Undirbúnar hafa verið laga- breytingar og þar með nokkrar skipulagsbreytingar varðandi leiklistarmálin i landinu. Frum- varp til nýrra Þjóðleikhúslaga var á sinum tima til meðferðar á Alþingi. Þetta frumvarp verður i litið breyttri mynd lagt fyrir Alþingi i næstu viku. Einnig mun þá verða lagt fram frumvarp til laga um Leiklistarskóla rikisins. E r það augljósara en svo, að um þurfi að ræða, að hvorki atvinnu- leikhúsin né áhugamannastarfið nær að þróast eðlilega, nema ungt fólk eigi kost á að mennta sig til leiklistarstarfa, sem leikarar og leiðbeinendur. Hérmá ennfremur geta þess, aö undirbúið hefur verið og samið frumvarp til leik- húslaga, sem fjallar um skipu- lagningu áhugastarfsins og skipulegan stuðnings rikisvalds- ins við það. Þetta frumvarp mun einnig verða lagt fram áður en þvi þingi lýkur, sem nú situr, þótt þvi kunni að veröa breytt áöur. Menntamálaráð er kosið af Alþingi og hefur að nokkru sjálf- stæða tekjustofna. Það hefir all- umfangsmikla starfsemi með höndum og stýrir m.a. Menning- arsjóði, sem rekur bókaútgáfu. Þá vil ég aðeins minna á við- tækustu og um leið áhrifamestu fræðslu og menningarstarfsem- ina, sem ri'kið rekur en það er Rlkisútvarpið. Það er nálega eða ekki umdeilt, aö íslenzka rikið skuli reka útvarp með einkarétti. En auðvitað deila menn um meðferð efnis i útvarps- og sjón- varpsdagskrá og um útvarps- reksturinn i einstökum atriðum. Enginn vafi er á þvi, að við eigum enn langt I land að fullnýta þá möguleika, sem útvarpið og þá einkum nýjasti þáttur þess, sjón- varpið, hefur yfir að ráða, ti’l fræðslu og menningarauka. Og við eigum raunar alveg eftir að taka upp beina kennslu i sjónvarpi. Starfandi er vinnuhóp- ur sem fjallar um það atriði. Ég tel einnig, að þrátt fyrir ágæta barnatima I sjónvarpi og útvarpi þá beri að nýta þessi tæki enn bet- ur til uppeldisstarfa og hvers kon- ar fræðslu fyrir yngri kynslóðina. Sagt er, að rikisútvarpið nái til allra landsmanna. Þvi er þó ekki að leyna, að dreifikerfi þess og þá einkum sjónvarpsins er ekki svo fullkomnað sem skyldi. Hér er þvi mikið verk að vinna á næstunni á tveimur vigstöðvum: Að treysta og fullkomna dreifikerfið og byggja upp dagskrána og fullnýta eftir þvi sem i mannlegu valdi stendur þá miklu möguleika, sem sjónvarpið og útvarpið búa yfir og ég hef raunar áður vikið að. Þessu tel ég að verði að sinna bet- ur en unnt hefur reynst til þessa, áður en horfið verður að öðrum viðfangsefnum svo sem tvöfaldri útsendingu útvarps og litasjón- varpi. Athugun hefur verið gerð á starfsemi útvarpsins, með það i huga, að leita ráða, er leitt gætu til aukinnar hagkvæmni I rekstri. Kann vera að ástæða þyki til að gera breytingar á útvarpslögun- um að þeirri könnun fulllokinni. Nú vil ég vikja nokkrum orðum að tengslum rfkisvaldsins við — eða afskiptum þess af þróun hinna ýmsu listgreina, sem skotið hafa rótum á landinu kalda. Þar eru margir þættir umdeilanlegir ogvissulega umdeildir. Þó virðist mér, að ágreiningur sé sizt meiri á milli rikisins og listafólksins heldur en á milli listamannanna sjálfra innbyrðis. Sumir halda þvi fram, að ein- falda megi samskipti lista og hins opinbera með þvi, að rikið annist einvörðungu kynningu og dreif- ingu en láti sig engu varða það, sem menn stundum nefna list- sköpun. Fyrir þessu er e.t.v. nokkur fótur. En bæði er, að ekki er alitaf auðvelt að greina hér á milli og eins hitt, að sú aðhlynn- ing, sem nýgræðingurinn þarfn- ast oft og einatt næst ekki ævin- lega með dreifingaraðgerðum einum saman. Oft er talað af mikilli vandlæt- ingu um fjáraustur til einstakl- inga, sem séu það ófullkomnir i list sinni, að þeir verðskuldi ekki umbun af almannafé. Vissulega orkar hér margt tvimælis þá gert er. Og ekki ber öll viðleitni á akri listarinnar þroskaða ávexti, þvi mannskepnan er ófullkomin, eins og sérhver önnur jarðarskepna. Sjómaðurinn beitir linuna alla, þó hann viti upp á klofið hár, að aðstaðan verður aldrei slik, að fiskur standi á hverju járni. Og þó hér sé nokkúð óliku til að jafna þá er samliking samt ekki út I hött. Stuðningur almannavalds við fagrar listir er með ýmsum hætti, eins og kunnugt er, og skulu nefnd dæmi. Riki og bæjarfélög eiga og reka listasöfn, sem kaupa, varðveita og kynna málverk og aðra myndlist. Með lögum er heimilað að tiltekinn hundraðs- hluti af byggingarkostnaði skóla- mannvirkja renni til listskreyt- inga. Það fer og I vöxt, að aðrar opinberar byggingar séu prýddar með listaverkum. Sömu aðilar reka sinfóniu- hljómsveit, sem er umfangsmikið og kostnaðarsamt fyrirtæki, en ákaflega þýðingarmikið fyrir allt tónlistarlif i landinu. Aður hefur verið minnzt á stuðning hins opin- bera við leiklistina. Beint og óbeint á almanna- valdið hlut að stofnun og rekstri skóla hinna ýmsu listgreina. Það veitir beinan stuðning margvis- legri kynningarstarfsemi i mynd- list, hljómlist og bókmenntum og nokkru fé er varið til að greiða listamönnum bein starfslaun og styrki og veita viðurkenningar fyrir frábær störf. Oft heyrist um það rætt, hvort hér sé nægilega vel að unnið, hvort fagrar listir fái eðlilegan skerf af aflafé þjóðarbúsins, hvort eigi sé unnt að skipuleggja betur stuðnings hins opinbera og svo, hvort réttlátlega sé skipt á milli listgreina og einstakra lista- manna. Tel ég æskilegt, að fram fari eins konar úttekt á þessu sviöi bæði með visan til þess, er ég siöast greindi og svo til þess almennt að skýra myndina, eyða tortryggni og treysta gott sam- starf og gagnkvæman skilning með stjórnvöldum, þingi og þjóð, og svo þeim, er þreyta fangbrögð við listanna glæstu gyðjur. Nú mun ég taka að stytta mál mitt og senn ljúka lauslegu sp jalli um rlkið og menninguna. Þó ég hafi hér drepið á allmörg þeirra atriða, sem menntamála- ráðuneytið fjallar um, þá eru enn ónefndir býsna margir þættir, sem þar eru til meðferðar. Læt ég við svo búið standa, nema rétt nefni friðunarmálin, barnavernd og náttúruvernd, viðkvæma málaflokka og vandasama. Er það vel við hæfi að skipa þeim i flokk menningarmálanna. Islendingar hafa að minni hyggju mótað meginstefnu i menningarmálum af mikilli skynsemi. Rikisvaldið eitt tekst á við stærstu viðfangsefnin: Skóla á efri stigum, útvarp, þjóðleikhús o.s.frv. Sveitarfélögin koma til samstarfs, þar sem reynslan hefur sýnt að það hentar. A sviði félagsmála, Iþróttamála, leiklist- arstarfsemi og á nokkrum sér- sviðum skólamála starfa öflug og óháð samtök áhugafólks. Þau njóta nokkurs fjárstuðnings frá riki og oft sveitarfélögum og hafa mörg stuðning af landslögum, — en er ekki stýrt ofan frá. Ég tel, að hér sé i stórum drátt- um staðið rétt að málum. Hér er þvi engin þörf umbyltinga. En hratt flýgur stund á atómöld og starfið er margt. Oft heyrist hljóð úr horni um menntamálin og framkvæmd þeirra i einstökum þáttum. Yfir þvi er ekki að kvarta. Lengi má gera betur og langsamlega flestir gagnrýnendur meina allt vel. — En að lokum: Eitt er sá hugsunarháttur, sem eRzt hefur nú um sinn, og ég hef leyft mér að kalla menntafjand- samlegan. sbr. alkunnugt orðalag meistara Þórbergs forðum. Hann birtist I kröfunni um beina lækkun skatta — og einkum beinna skatta. Sú stefna hlýtur að leiða til minni inntakta hins opinbera og þar með minni getu til félags- legra framkvæmda. Við þekkjum öll þörfina i heil- brigðismálum, orkumálum, sam- göngum o.s.frv. Hún er hins veg- ar ekki til umræðu hér. Varðandi þarfir menningarinnar aðeins þetta: Á fjölmörgum heimilum skreyta fögur listaverk rúmgóð hýbýli, en listasöfn rikisins eru i þröng og geta ekki starfað eðli- lega. Þúsundirheimila hýsa töluvert myndarlegt bókasöfn, sem haldið er dável til haga, en bóka- og skjalasöfn hins opinbera ná ekki að þróast eðlilega. Nálega allir Islendingar búa við dágóð húsa- kynni og fermetrafjöldi á ein- stakling i ibúðum manna er allviða með ólikindum. En brögð eru að þvl, að börnum og ungling- um úr þessum ágætu ibúðum sé holað niður til náms i vistarver- um, sem aldrei hafa verið ætlaðar lifandi fólki. Þetta á sér stað þrátt fyrir mjög myndarlegar framkvæmdir á svo til öllum sviðum þjóðlifsins siðustu áratugina. Vissulega er vandi á höndum, þegar harðnar á dalnum, þvi þá þarf að velja og hafna i rikara mæli og af meiri nákvæmni en þegar allt leikur i lyndi. En það kalla ég menntafjandsamlegar aðgerðir, ef menn taka sér fyrir hendur að krefjast einhliða lækk- unar á rikisins inntektum. Slikt hefnir sin fyrr eða siðar, þvi sárar eru sameiginlegar þarfir fámennrar en félagslega þenkj- andi þjóðar. Ég þakka Sambandi islenzkra sveitarfélaga boð á þessa ráð- stefnu og einkum og sér i lagi þakka ég sanbandinu að hafa til hennar stofnað. Hvarvetna I þjóðfélaginu er þörf fræðslu og þekkingar á mönnum og mál- efnum, eins og sagt er. Staðgóð þekking leiðir til gagnkvæms skilnings og laðar til samstarfs. Þörfin fyrir þetta er e.t.v. hvergi brýnni en einmitt á þeim vett- vangi, sem þessi ráðstefna hefur haslað sér völl á. Hefnir sín fyrr eða síðar, ef sameiginlegar þarfir eru vanræktar TÍMINN 9 Iðnaðarbanki íslands: Tekjuafgangurinn nam 23,3 milljónum BH—Reykjavik. — A aðalfundi Iðnaðarbanka Islands, sem haid- inn var að Hótel Sögu laugardag- inn 5. aprfl, kom m.a. fram, að heildarinnlan i bankanum á sið- astliðnu ári námu 2.116 milljónum króna og höfðu aukizt á árinu um 475 milljónir króna, eða 29.0%. Heildarútián bankans námu I árs- lok 1974 1.733 millj. króna eða 26.6%. Tekjuafgangur fyrir af- skriftir nam 23.3 millj. kr. og var samþykkt að greiða 12% arð til hluthafa. Aðalfundinn sátu um 250 hluthafar. Formaður bankaráðsins, Gunnar J. Friðriksson, flutti skýrslu bankaráðs um starfsemi bankans á s.l. ári. Ræddi hann fyrst þróun efnahagsmála árið 1974 og horfur á þessu ári, en fjallaði siðan um rekstrarfjár- vandamál iðnaðarins. Sagði hann augljóst; að miklar hækkanir rekstrarkostnaðar framleiðslunn ar á s.l. ári orsökuðu nú þörf á verulega auknu rekstrarfé, þótt ekki væri til annars en að halda uppi sama framleiðslumagni. Spumingin væri sú, hvernig ætti að fjármagna þá auknu veltu, sem verðbólga og gengisfellingar hafa skapað. Taldi hann, að við núverandi aðstæður væri sú leið ein til, að rýmka reglur Seðla- bankans um framleiðslulán til iðnaðarins, en þessar reglur væru nú mjög þröngar. Gunnar J. Friðriksson ræddi um starfsemi bankans á sl. ári. Samkvæmt ákvörðun siðasta aöalfundar um aukningu hluta fjár voru 15 millj. kr. boðnar út á árinu. Um s.l. áramót höfðu selzt hlutabréf að upphæð 12.5 millj. kr. Utibú bankans I Hafnarfirði varð 10 ára á árinu, og hefði hag- ur þess farið ört batnandi undan- farin ár. Þá skýrði Gunnar J. Friðriks- son frá þvi, að bankinn hefði nú fengið leyfi til að starfrækja útibú I Breiðholti III i Reykjavik og væri stefnt að þvi að opna það eft- ir 2 mánuði. Væri nú verið að vinna við frágang húsnæðis fyrir útibúið við Völvufell. Einnig skýrði Gunnar frá þvi, að á fundi bankaráðs um miðjan febrúar sl. hafi verið ákveðið að ráða Val Valsson sem aðstoðar- bankastjóra. Bragi Hannesson, banka- stjóri, skýrði þvi næst reikninga bankans. Rekstrarafkoma varð betri en oftast áður. Tekjuaf- gangur án afskrifta nam 23.3 millj. kr. Afskriftir nema 4.4 millj. kr. og i varasjóð eru lagðar 6.8 millj. kr. Til ráðstöfunar á fundinum væru þvi 12.1 millj. kr. Bragi Hannesson skýrði frá starfsemi veðdeildar bankans, en frá upphafi hafa samtals verið veitt 200 lán úr veðdeildinni að upphæð um 45 millj. kr. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 12% arð til hluthafa og leggja 8.5 millj. kr. I varasjóð. Pétur Sæmundsson, banka- stjóri, gerði grein fyrir rekstri Iðnlánasjóðs árið 1974. Kom fram i ræðu hans, að á árinu voru veitt samtals 242 lán að upphæð 317.8 millj. kr. Útistandandi lán i árs- lok voru samtals að fjárhæð 1.009.3 millj. kr. Tekjuafgangur Iðnlánasjóðs i heild nam 186.4. millj. kr. I stað 16.4 millj. árið 1973. Aukningin er þvi 13.4%. Heildartekjur urðu 247.6 millj. kr. og gjöld 61.2 millj. kr. A árinu voru greidd út lán, sem hér segir: 147 vélalán að fjárhæð 181.2 millj. kr., 87byggingalán 122.9 millj. kr. og 8 veiðarfæralán 13.7 millj. kr. Til samanburðar má geta þess að afgreidd lán árið 1973 námu 241.6 millj. kr. 1 bankaráð voru kjörnir: Gunnar J. Friðriksson ♦ fram- kvæmdastj.,Sigurður Kristins- son, málarameistari,og Haukur Eggertsson, framkvæmdastj. 1 varastjórn voru kjörnir: Kristinn Guðjónsson, forstj. Þórður Gröndal, verkfr.,og Sveinn S. Val- fells, verkfr. Hluthafar Iðnaðarbanka tslands á aðalfundi. Hafísinn svipaður og í fyrra BH-Reykjavik. —Samkvæmt upplýsingum Landehlgisgæzlunnar er staða hafissins fyrir Noröur-og Vesturlandi mjög svipuð þvl, sem hún var um þetta leyti árs i fyrra. Liggur isinn all-langt frá landi, og virðist þéttleiki hans svipaður og var þá. Þetta kom I ljós I Iskönnunarflugi TF-SYR á vegum Land- helgisgæzlunnar mánudaginn 7. april og er meðfylgjandi uppdráttur af stöðu Issins, eins oghann var þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.