Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI Landvélar hf Olíusamningarnir við Sovétmenn: ] 50-160 milljón kr. sparnaður BH-Reykja vlk. —Samkomulagið, sem islenzka sendinefndin gerði við Sovétmenn um innkaupsverð á oliu til næstu áramóta, þýðir spamað upp á 150-160 milljónir króna, sagði Þórhallur Asgeirs- son, ráðuneytisstjóri, við heim- komuna frá Sovétrikjunum i gær- kvöldi, er blaðið hafði samband við hann. — Þetta er i samræmi við samkomulag, er gert var i október siðastliðnum, að endur- skoðun færi fram á oliusamning- unum á timabilinu 15. marz til 15. april i ár, ef markaðshorfur breyttust, svo sem orðið hefur. Var þessu tekið með miklum skilningi af ráðamönnum fyrir- tækisins Sojusnefteexport, sem eru viðsemjendur okkar. Var söluverð sovézku oliunnar nú ákvarðað af verðskráningu i Rotterdam og Curacao, og er um verulega lækkun til okkar að ræða, eða sem svarar 150-160 milljónum króna þessa 9 mánuði, sem eftir eru af árinu, miðað við það, að núverandi gengisskráning haldist. Við spurðum Þórhall að þvi, hvort þetta myndi hafa i för með sér, að benzin og olía myndi lækka til neytenda, og kvað hann erfitt að segja til um það. Fyrst og fremst væri það að athuga, að i landinu væru til birgðir til tveggja mánaða, auk þess sem á leiðinni til landsins væru birgðir, er áb sjálfsögðu hefði verið sam- iöum á gamla verðinu. Þetta mál væri margþætt og bæri að lita til þess, að öll oliuútgjöld væru þeg- ar svo gifurleg, svo og skuldin i verðjöfnunarsjóði, og þvi lægi málið engan veginn ljóst fyrir. Kvað Þórhallur oliumálin á hverjum tima breytingum undir- orpin, en hitt mætti ljóst vera, að ástæða væri til ánægju með þá hagkvæmu samninga, sem nú hefðu verið gerðir. SAMKOMULAG? Frestað fyrir austan Verkalýðsfélag Vopnafjarðar hefur frestað verkfalli til 21. april, að sögn Gisla Jónssonar, starfsmanns félagsins. Sagði Gisli okkur i gærkvöldi, að enn hefði ekki verið boðað til fundar með atvinnurkendum og þvi hefði Verkalýðsfélagið ekki sett ákveðnar kröfur fram ennþá, en i meginatriðum myndu þær verða á þá leið, að kaup yrðihækkað hjá þeim lægstlaunuðu, og þá kæmi til mála að minnka bilið frá þvi, sem segir i samkomulaginu milli ASl og vinnuveitenda. BH—Reykjavik. — Ég skil ekki i öðru en það náist samkomulag i kvöld, sagði Magnús L. Sveins- son, skrifstofustjóri Verzlunar- mannafélags Reykjavikur, þegar blaðið hafði tal af honum, er hann var að fara á fund með fulltrúum Kjararáðs verzlunarinnar og sáttasemjara I gærkv(kl. 9;Þegar biaðið var að fara i prentun, höfðu samningsaðilar lokað að sér og engar fregnir að hafa. Hins vegar höfðu fulltrúar sjómanna, sem einnig voru á fundi með sáttasemjara og útgerðarnlönn- um um kjör togarasjómanna, þær fregnir að færa, að þrátt fyrir fundi I gærdag og gærkvöldi hefði ekki þokazt minnstu vitund i sam- komulagsátt. Verkfall togarasjó- manna hófst á miðnætti aðfara- nótt miðvikudags og nær til undirmanna á 22 togurum af stærri gerðinni. Frestað i Eyjum „Verkfall við útskipun hafnar- verkamanna tekur gildi á miðnætti i nótt, en að öðru leyti komumst við að þvi samkomu- lagi, að fresta verkfallinu, sem boðað hafði verið til, um óákveðinn tima,^ sagði Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja i viðtali við blaðið i gærkvöldi, er hann kom af all-löngum samningafundi við vinnuveitend- ur. „Þessi pressa er höfð á til þess að reyna að fá sáttasemjara hingað til okkar. Ég er ekki i neinum vafa um, að það er fullur vilji beggja aðila á þvi að ná sam- komulagi, en það er eins og við þetta verði ekki ráðið.” Það var lægð, sem i fyrrinótt myndaðist yfir Grænlandshafi, sem olli snjókomunni á sunnan- og vestanverðu landinu i gær. Lægðin var I gær skammt suður af Reykjanesi og á leið austur með suðurströndinni. Þessu samfara hækkaði hitastigið syðst á landinu upp í ogyfir frostmark, en veðurfræðingar gerðu ráð fyrir að aftur frysti i dag. Um norðanvert landið var spáð áframhaldandi frosti, og ekki er búizt við að lát verði á þessu kuldakasti á næstunni. En þetta siðbúna páskahret kom á sunnudaginn þegar hann skellti sér i norðanátt og frysti um allt land. Samið fyrir norðan 1 gær var undirritað á Akureyri samkomulag milli vinnuveitenda og tiu verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands Norðurlands, semekkiáttu aðild að samkomu- laginu 26. marz sl. Samkomulagið nyrðra er samhljóða þvi sem gert var I Reykjavik 26. marz. Einnig er stefnt að gerð nýrra kjarasamninga þessara aðila á samkomulagstimanum til 1. júni n.k. Sex frumvörp um menntamál BH-Reykja vik. — „Breyting lagaákvæða á öllum þessum svið- um er orðin mjög aðkallandi, þótt af mismunandi ástæðum sé,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra.i viðtali við blaðið i gær, en þá mælti hann á Alþingi fyrir sex frumvörpum, sem öll snerta fjóra þýðingar- mikla þætti menntamálanna, al- menningsbókasöfn, leiklist, tón- mennt og heimilisfræði. Heimilis- fræðaskólar er nýtt nafn á hús- mæðraskólana, en samkvæmt frumvarpi eiga bæði piltar og stúlkur rétt til skóladvalar i heimilisfræðaskólunum. I föstudagsblaði Timans mun birtast viðtal við menntamála- ráðherra, þar sem fjallað verður nánar um þessi mál. K.Á.: Stjórnin styður Gsal-Reykjavik — 1 dag er vika liðin frá þvi starfsmenn kaupfélags- smiðjanna á Selfossi lögðu niður vinnu i mótmælaskyni við þá ákvörðun kaupfélagsstjórans, að senda einum elzta starfsmanni fyrirtækisins uppsagnarbréf. Kaupfélagsstjórnin sat á fundi vegna þessa máls i fyrradag og i gær barzt Tímanum fréttatilkynning frá stjórninni. Þá voru trúnaðarmenn i smiðjunum boðaðir á fund I fyrradag til að ræða efnislega bréf sem þeir höfðu ritað stjórninni 19. marz s.l., — og seinni hluta dags I gær fengu þeir formlegt svar frá stjórninni vegna þess bréfs: ,,A stjór.narfundi hjá Kaupfélagi Árnesinga, hinn 8. april 1975, tók stjórnin fyrir bréf frá trúnaðarmönnum starfsmanna á verkstæðum félagsins, varðandi uppsögn á friðindum starfsmanna á verkstæðunum við vinnu I eigin þágu. Eftir itarlegar umræður var eftirfarandi sam- þykkt samhljóða: „Samkvæmt 16. grein samþykkta Kaupfélags Ar- nesinga, felur stjórnin framkvæmdastjóra félagsins alla umsjón með húseignum félagsins, áhöldum og öðrum fjármunum, sem það á eða hefir til umráða, og ennfremur að ráða starfsmenn þess og semja um laun þeirra og önnur kjör. Af þessu leiðir að hann hefur fulla heimild til þess að gera hverjar þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar til kaupfélagsstjórann þess að sjá rekstri félagsins sem bezt borgið. Það hefur sýnt sig til þessa, að þær ráðstafanii;sem hann hefur gert fyrir félagið, hafa gefist vel, þvi er stjórnin samþykk aðgerðum hans i þvi máli sem hér um ræðir. Selfossi 9. april 1975. F. h. stjórnar K.A. Oddur Sigurbergsson.” — Það kemur greinilega fram i þessu svarbréfi, að kaupfélagsstjórn-- in hefur tekið fulla afstöðu með kaupfélagsstjóra i þessu máli, sagði Snorri Sigfinnsson, trúnaðarmaður bifvélavirkja hjá KA,þegar Timinn hafði tal af honum siðari hluta dags i gær. — Ég veit ekki hvað til bragðs verður tekið núna, en ekki þætti mér óeðlilegt að við sendum kaupfélagsstjórninni annað bréf, þar sem við bentum þeim á, að aðalfundur i samvinnufyrirtæki væri æðsti dómstóll þess. Ég hefði talið, að þegar kaupfélagsstjórn skýtur sér undan ábyrgð, eins og i þessu tilviki, eigi hún að visa til aðalfundar, en ekki kaupfélagsstjóra. — Tíminn eina dagblaðið, sem ekki hækkar í verði — Allur tilkostnaður við dagblöðin hefur aukizt mjög að I fyrir liggi heimild til hækkunar, hefur verið ákveðið, að I áskrift á mánuði og 35 krónur I lausasölu. öll hin dagblöð- undanförnu, og þess vegna hefur verðlagsstjóri heimilað hækka ekki verð Timans fyrst um sinn, hvorki I áskrift né in hafa hins vegar færstsér inyt heimild verðlagsstjóra og hækkun á söluverði blaðanna, þannig að áskriftargjald lausasölu. Timinn mun þvi áfram kosta 600 krónur I | hækkað verðiö. yrði 700 krónur á mánuði og 40 krónur i lausasölu. Þótt I Áskriftarsími Tímans er 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.