Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 10. april 1975. javinnustofan s.f.i* Kaupfi Uaskagfi ,-'L élag Húnvetninga -AGrimur & Ai Kaupféla Kaupfélag Eyfirðinga ftækjaverzlun íars Sveinbjörnssi Kaupfélag Héraðsbúa Kaupfélag -»Borgf irðinga Verzlunin ■» Verzlun Fr SÆNSKI VÍSNA- SÖNGVARINN OLLE ADOLPHSON í NORRÆNA HÚSINU Hinn kunni sænski vfsnasöngv- ari Olle Adolphson kemur til Reykjavfkur föstudaginn IX. april íboði tslenzk-sænska félagsins og Norræna hússins. Hann kemur tvfvegis fram I Norræna húsinu, laugardaginn 12. aprfl kl. 16.00 og mánudaginn 14. aprfl kl. 20.30. Olle Adolpson er fæddur I Stokkhólmi 1934, sonur hins kunna leikara Edvin Adolphson. Hann er þekktur fyrir visnasöng sinn um öll Noröurlönd. Olle Adolphson hefur samið fjölda laga i þjóðlagastil við eigin texta og annarra. Hann er auk þess ljóðskáld og rithöfundur og kunn- ur af fjölda útvarps og sjónvarps- þátta. Aögöngumiðar að visnastund- um Olle Adolphson eru seldir I skrifstofu Norræna hússins. För bændakvenna skráð i listasöguna SJ—Reykjavik. Fjölmennt var við opnun sýningar á teppi Hild- ar Hákonardóttur i Bókasafni Selfoss á sunnudaginn, en það óf hún i tilefni farar 25 bænda- kvenna úr tveim hreppum Arnessýslu til alþingis að mót- mæla árásum á stétt sina. En áður hafði Húsmæðrafélag Reykjavikur skorað á neytend- ur að kaupa ekki landbúnaðar- vörur. Reyndist áskorun Húsmæðrafélagskvenna mátt- laus. í lok heimsóknar bænda- kvennanna á alþingi drukku þær kaffi i boði þingmanns kjördæmis sins, Agústs Þor- valdssonar, og Ólafs Jóhannes- sonar, þáverandi forsætisráð- herranum. Myndin á teppi Ilildarsýnir einmitt þetta atvik, og þjóna þeir Agúst og ólafur konunum til borðs. Viö opnunina á sunnudag- inn töluðu Anna Sigurðardóttir bókavörður, Kristin Björnsdótt- ir frá önundarholti, aldursfor- seti kvennanna 25, Ágúst Þor- valdsson, Halldór E. Sigurðsson landbúnaöarráðherra og Sigurður Björgvinsson á Neista- stöðum. Þökkuðu ræðumenn konunum 25 og Hildi, sem hlaut áritað skjal og blómvönd frá kynsystrum slnum. Sýningin á Selfossi er opin á venjulegum opnunartima bóka- safnsins kl. 3-6.30 nema á fimmtudögum kl. 3-8. Veitingastaður í Mosfellssveit Agúst Þorvaldsson ávarpar sýningargesti; — á teppinu sést hvar hann ber konunum kleinur. Fleiri ferðamenn — fleiri farþegar til landsins en á sama tíma í fyrra gébé—Rvik. — í nýútkominni skýrslu frá lögreglustjóraem- bættinu segir að frá sl. áramótum til marz-loka, komu samtals 15.115 ferðamenn til islands, en þetta er rúmlega átj'án hundruð manns fleira heldur en á sama tima i fyrra. Hefur þvi ferða- mannastraumurinn til landsins aukizt nokkuð frá þvi 1974, og eru þar tslendingar i meirihluta sem komu til landsins, eða 1425 fleiri en á siðastliðnu ári. Útlendingum fjölgaði aðeins um 456 frá I fyrra. Frá sl. áramótum til marz-loka, komu 6.730 íslending- ar til landsins, en 8.385 útlending- ar eða samtals 15.115 manns. Þetta er koma farþega bæði meö skipum og flugvélum. Bandarikjamenn voru flestir af þeim sem komu til landsins I marz sl. eða 1369 talsins. Þá voru danir 469 sem heimsóttu Island I marz, 230 Vestur-Þjóðverjar og 225 Bretar. Frá áramótum 1974 til marz-loka sama ár, komu alls 13.234 ferðamenn til landsins, íslendingar og útlendingar. Er þetta 1.881 farþega færra heldur en i ár. Aðalfundur VSÍ hefst í dag Aöalfundur Vinnuveitendasam- bands íslands verður haldinn I Reykjavik 10. og 11. april og hefst hann kl. 13.30 I dag I húsakynnum sambandsins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu vinnuhópar starfa I hinum ýmsu málaflokkum, m.a. i sambandi við verðlagsmál, vinnulöggjöf og gerö kjarasamninga, launakerfi og fræðslu- og menningarmál. Aö lokinni yfirlitsræöu for- manns Vinnuveitendasambands Islands i upphafi fundar I dag flytur Geir Hallgrimsson % for- sætisráðherra, ræðu. Listamennirnir sýna og skýra myndirnar Sýningin ISLENZK GRAFÍK I Norræna Húsinu hefur staðið yfir I 5 daga. Aðsókn hefur verið mjög mikil og um 90 myndir hafa selzt. Myndirnar eru þrykktar af viðkomandi listamanna I mörg- um eintökum, og er upplag nokkurra mynda, þegar uppselt, aðrar eru þegar á þrotum. Vegna hins mikla áhuga, sem sýningin hefur vakiö, munu félagsmenn I kvöld kl. 20.30. sýna og útskýra hvernig einstaka myndir eru búnar til. Þetta verður endur- tekið á laugardag og sunnudag kl. 17.00 báða daga. Sýningin er opin frá kl. 14-22 daglega og lýkur á mánudagskvöld. t Mosfeilssveit hefur verið opnaður veitingastaður i hinu gamla húsi Kaupfélags Kjalarnessþings. Veitingastaðurinn er sá eini i Mosfellssveitinni og hinn glæsiiegasti. Hann er opinn frá klukkan átta á morgnana til klukkan hálftólf. Þar gefst mönnum kostur á að kaupa ýmsar veitingar, heitan mat og grillrétti. Eigendur þessa nýja veitingastaðar, sem nefnist Aning, eru þeir Þór Rúnar, sem jafn- framt er matreiðslumaður staðarins, Þorfinnur Guttormsson og Sveinjón Ragnarsson. — Á þessari Timamynd G.E. sér yfir hinn vistlega veitingasal Aningar. Starfsfólk veitingastaðarins er talið f.v.: Hrönn Friðriksdóttir, Þór Rúnar og tris Jónsdóttir. 10-20% svikin undan skatti „Augljóst er að framtals- skyldar tekjur I landinu nema snöggtum hærri upphæð en fram- taldar tekjur, vantar 10-20% á að öllu sé til skila haldið. Samvk. þessu má áætla að tekjuskattur til rikisins ætti með réttu að nálgast 10 milljarða króna, en eins og málum er nú háttað nemur upphæð hans um 6 milljörðum króna,” segir I tilkynningi frá Bandalagi háskólamanna. „1 skýrslu frá nóv. 1973 til fjár- málaráðherra frá nefnd um tekjuöflun rikisins er á þaö bent, að meöan innheimta tolla, einka- sölugjalda, bifreiðaskatta, launa- skatts og margra smáskatta auk meginhluta söluskatts sé I viðunandi horfi, þá eigi fram- kvæmd tekjuskattlagningar „langt I land að teljast viðunandi”, eins og segir orðrétt i skýrslunni. í þessari sömu skýrslu er talið að úr þessu sé mjög erfitt að bæta. Astæðurnar séu þær, að skattayfirvöld hafi veigrað sér viö að hnýsast mjög náiö i persónulega hagi einstaklinganna.” „Sú staöreynd er augljós, að ýmsir hópar skattgreiðenda eiga auðveldara með það en aðrir að dylja tekjur sinar fyrir skattyfir- völdum. Þaöleiðir aftur af sér aö aðrir hópar veröa að bera þyngri skattbyröar en réttlátt er miðað við rauntekjur.” Leggur Bandalag háskóla- manna siöan til, aö tekjuskattur- inn veröir felldur niður og eyðslu- skattar verði látnir leysa hann af hólmi. Álitlegt Vestf jarðatímarit VESTFIRÐINGAR hafa hafið út- gáfu hins myndarlegasta tima- rits, sem þeir nefna Hljóðabungu. Er viða við komið I fyrsta heftinu og ekki allt séð af sama sjónar- hóli. Tvö viðtöl eru I heftinu, annað við Jón Jónsson skraddara, sem segir frá á næsta hispurslausan hátt, og hitt viö Ragnar H.Ragn- ar, tónmenntafrömuð á ísafirði, og er tileinkað frelsinu, nútiman- um og menningunni. Kvæði eru eftir Guðmund Inga Kristjánsson og Gunnlaug Finnsson alþingis- mann (hiö fyrsta, sem sézt hefur á prenti). Greinar eru eftir Gretti Engil- bertsson um listir, Einar Eyþórs- son um ungmennafélagshreyfing- una, Jónas Guömundsson um samvinnuhreyfinguna, Halldór Þorgeirsson um Bahai-trú og loks grein um CIA og samskipti Is- lendinga og Bandarikjamanna, þar sem dregið er fram, aö I bók- um um skrá um CIA-menn séu nöfn tveggja Bandarikjamanna, sem hér hafa starfaö. ARMULA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.