Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 10. april 1975, seldi því hús þeirra í Vesturbæ og keypti sér þess í stað lítið hús í Maríuhöfn. „Katrín fer náttúrlega með okkur til AAaríuhafnar", sagði Saga. „Auðvitað", sagði Einar. En Katrín staulaðist, þreytuleg á svip, frá hinu hvíta, ysmikla húsi, þar sem nú var verið að rífa allt niður og undirbúa flutningana, heim í kotið sitt hrörlegt og tómlegt. Gamla eldavélin hennar var lítil, og það var eins og hún hefði skroppið öll saman síðan grannar hennar fengu þessar nýju og stóru eldavélar. Strá- breiðurnar voru gatslitnar og rauði liturinn á földunum var bliknaður. Vatnsgrindurnar virtust vera frá annarri öld. Slagbekkurinn var orðinn slitinn og brún málningin alveg horfinn, þar sem hendur og hné litlu barnanna höfðu niðað mest. Gluggarnir voru litlir, þar var eins og þeir hefðu líka gengið saman með aldrinum. En hversu marga dásamlega sólaruppkomu hafði hún ekki séð gegnum þessa litlu glugga? Hversu oft hafði hún ekki komið upp ásinn, þreytt eftir erfiði dagsins, og séð kvöldroðann brenna á þessum litlu rúðum, eins og allt húsið væri fullt af einhverri heimneskri glóð? Þau voru orðin mörg vorin sem hún hafði horft á fannirnar þána og lækina streyma niður lægðirnar. Og mörg haustin hafði hún staðið hér og hlustað á gnauðið í vindinum, sem kom æðandi utan frá sjónum, og talið Ijósin í gluggunum niðri í þorpinu. Hversu oft hafði hún ekki varpað fyrstu kveðjunni á sjómennina sína, er þeir komu heim eftir langa útivist, gegnum þennan glugga? Og oft hafði hún líka kvatt þá síðast hér. Átti hún nú að yfirgefa þennan stað? Nei! Það væri að svíkja andana, — þá sem aðeins gátu vitjað hennar hér. „Nei ég held ég verði kyrr í kotinu þangað til himna- föðurnum þóknast að kalla mig héðan," sagði hún ósköp lágt við Sögu og Einar. ,, En ekki geturðu verið þar ein", sögðu þau. „ Ég er ekki ein", sagði hún með brosi, sem kom þeim á óvart. ,, En þú verður þá að láta okkur vita, ef eitthvað kemur fyrir. Því verðurðu að lofa statt og stöðugt". „Já". Svo varð Katrín ein eftir. Hún var ekki veik, en kraftarnir dvínuðu jafnt og þétt. Sítt hárið, erforðum hafði verið gult, og var nú orðin snjóhvítt, heldurnar skulf u, fæturnir voru orðnir stirðir og líkaminn þungfær og tregðulegur. Rimlagirðingin fyrir utan húsið laskaðist eina roknóttina, en hún gat ekki gert við hana. Smámsaman fauk hún öll, og sprekin úr henni dreifðust víðs vegar um ásinn. Blómabeðin fóru í óhirðu, svo að illgresið óx gullfíflunum yfir höfuð. Dyrapallurinn er hún hafði sjálf smíðað, fúnaði og brenninetlurnar uxu upp á milli f jalanna. Salernið var orðið skælt og gisið og önnur lömin hafði brotnað sundur, svo að hurðin hékk á skakk á þeirri, semennvar heil. AAúrinn var orðinn svartur af reyk og sóti og loftið blakkt og grómtekið. En gömul kona gat ekki prílað upp á stól og hvítt loftið í koti sínu. Gólf og þil voru ekki heldur jafn strokin og áður. Sjálf var hún ekki eins hreinleg Það var erfitt að bera vatn yf ir hálar klappirnar og brennið þurfti hún að sækja langt út í skóg. Þar að auki var hún orðin sjóndöpur og sá ekki fyllilega, hvar helzt þurfti að þvo og fága. Hún prjónaði fyrir nágranna sína og gætti ungbarna. Það var allt sem hún gat gert. En hún hafði nængjanleg peninga- ráð. Einar sendi henni dálitla upphæð í hverjum mánuði, og við og við bárust henni þessir útlendu seðlar frá Gústaf. Kúnni hafði hún fargað fyrir löngu. Það var orðið henni of vaxið að mjólka hana og af la fóðurs handa henni. Svo þurfti hún orðið svo lítils með. Stöku sinnum, en þó örsjaldan, komst Katrín alla leið til kirkjugarðsins. Dag nokkurn sá hún að þar var búið að gera miklar breytingar. Nýir gangstígar höfðu verið gerðir milli grafreitanna. Hún leitaði árangurslaust að leiði Jóhanns. Seinna frétti hún, að gröf hans hefði lent undir einum þessara nýju stiga. Katrín settist á bekk og hallaði sér upp að gildum stofni gamallar eikar. Æða- berar og skorpnar hendurnar hvíldu í keltu hennar, döpur augun rýndu út á Langsundið. Nú var hún hætt að sjá skipi Jóhanns bregða fyrir. Hann var sigldur alltof langt burt frá henni, hann eins og allir aðrir. En kannski að hún hafi ekki horft í rétta átt. Ef til vill sæi hún það koma siglandi til sín, ef hún færði sig og svipaðist um hinum megin við hólmann í stað þess að horfa á nesið, sem það var horfið bak við. „Sé þar sjór og einhver fleyta, skal ég að mér heilum og lif andi ekki hætta f yrr en ég hef leitað þig uppi". „,Já, Jóhann, komdu fljótt. Ég bíð þín". Einn morguninn, er Katrín kom út, lá annað eplatréð á hliðinni. Það hafði fokið um koll um nóttina. Jarðlaqið hafði rifnað upp f rá klöppinni. Hún beitti öllum kröftum FIMMTUDAGUR 10. april 7.00 Morgunútvaip Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guörfln Jónsdóttir les „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells (9). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frfvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.35 t tilefni kvennaárs Lilja ólafsdóttir ræöir um konur á vinnumarkaði. 15.00 MiðdegistónleikarSmyth Humpreys og Hugh MxLean leika „Lachrymae” fyrir lágfiðlu og píanó op. 48 eftir Britten/Leontyne Price og Nýja filharmoníusveitin i Lundúnum flytja „Knox- ville sumarið 1915” op. 24 eftir Barber/Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leikur forleik og kafla úr svltu eftir Will- iams. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Til- kynningar. 16.40 Barnatlmi: Kristin Unn- steinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna. Dag- skrá um H.C. Andersen: Sagt frá ævintýraskáldinu. Siguröur A. Magnússon les þýöingu sína á „Alfhól”. Knútur R. Magnússon les „Tindátann staöfasta”. „Ljóti andarunginn”, kafli úr leikriti, sem Gísli Hall- dórsson kynnir og stjórnar (Þvi var áöur útv. fyrir 11 árum). 17.30 Framburðarkennsla 1 ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Rússneskir listamenn leika og syngja I útvarpssal Bassasöngvarinn Vltali Aleksandrovitsj Gro- mandski syngur lög eftir Rimsky-Korsakoff, Schu- mann, Beethoven, Glinka og Mussorgsky. Boris Stepano- vitsj Feoktisof leikur á balalaika þjóölög og önnur lög. Pianóleikari: Svetlana Georgrievna Zvoranréva. 20.15 Framhaldsleikritið „Húsið” eftir Guðmund Danielsson Tólfti og siðasti þáttur: Kveðjur. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Pers. og leikendur auk höfundar, sem fer meö hlutv. sögu- manns: Tryggvi Blóðstaö... Guömundur Magnússon, Katrin... Valgerður Dan, Jón Hafliöason, settur sýslum. ... Guömundur Pálsson, Jóna Geirs. ... Kristbjörg Kjeld, Frú Ing- veldur... Helga Bachmann, Agnes... Anna Kristln Arn- grimsdóttir, Apótekarinn... Helgi Skúlason. Aörir leik- endur: Rúrik Haraldsson, Gunnar Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Halla Guð- mundsdóttir, Þorsteinn ö. Stephensen, Geirlaug Þor- valdsdóttir, Gisli Halldórs- son, 'Kjartan Ragnarsson, og Sigurður Skúlason. 21.10 Einleikur I útvarpssal Guömundur Jónsson leikur Píanósónötu nr. 2 eftir Hall- grim Helgason. 21.30 Utan sviðsijósa Lárus Oskarsson og Kári Halldór ræða viö Guðlaug Rósin- kranz fyrrum þjóöleikhús- stjóra. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason Höfundur les (4). 22.35 Létt múslk á slðkvöldi. 23.25 Frétir i stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.