Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR HF HORÐUR GUNNARSSON SKULAI :\l ii Slf.'l! "iní)4ii£ c 82. tbl. — Föstudagur 11. april 1975 —59. árgangur Landvélarhf RADUNEYTID HOTAR STÖÐVUN EF FISK- KAUPENDUR LÁTA EKKI GÆÐAMETA FISK VIÐ LÖNDUN VISITOLUBINDING SKULDA VERÐUR AUKIN Þurfum ekki að gæðameta fisk við löndun, segir fiskkaupandi í Grindavik S.J.—Reykjavlk — „Ég tel fisk- kaupendum ekki skylt að láta meta fiskinn við löndun," sagði Jón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórkötlustaða hf. i Grindavik i viðtali við Timann i gær, en sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti i gær að til greina kæmi „stöðvun á móttöku til þeirra fiskverkenda er ekki vilja láta gæðameta hrá- efni sitt." Jón Guðmundsson sagði, að eftir sem áður væri allur fiskur flokkaður i bátunum og að hann teldi fiskverkendum aðeins skylt að láta fara fram mat áður en fiskur væri fluttur Ur landi. í tilkynningu, ráðuneytisins seg- ir.aðráðuneytiðtúlki gildandi lög og reglugerðir svo, að um skyldu- mat sé að ræða á ferskum fiski og hefur ráðuneytið falið Fiskmati rikisins að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma i veg fyrir að fram hjá sliku mati verði gengið. Þessi tilkynning ráðuneytisins er til komin vegna frétta um að fiskkaupendur i Grindavik og ef til vill viðar kaupi fisk á meðal- verði án gæðamats eða stærðar- flokkunar. Bergsteinn Á. Bergsteinsson sagði, að hingað til hefði verið lit- iðsvo á, að ekki væri skylt að láta gæðameta þann fisk sem kemur að landi. Hins vegar hefði hann verið háður eftirliti Fiskmats rik- isins skv. ákvörðun ráðherra. Nú hefði Sjávarútvegsráðuneytið hins vegar ákveðið að herða eftir- litið og framfylgja lögunum á strangari hátt en gert hefur verið til þessa. — Það hafa þó verið litil brögð að þvi að menn skytu sér undan gæðaflokkun til þessa, sagði Bergsteinn. BH—Reykjavfk — t ræðu sinni á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands tslands i gær kvað Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, „sennilegt, að visitölubinding fjárskuldabindinga I einu eða öðru formi verði aukin ;i næstu árum.'^og hún tekin fram yfir sveigjanlega vaxtastefnu. Kvað forsætisráðherra i ræðu sinni rikisstjórnina hafa hug á að kanna nánar visitölubindingu, ekki aðeins i sambandi við laun, heldur og á sviði lánamála. Til greina gæti komið með visitölu- bindingu lánsfjár, að leysa þau vandamál, sem gætti I vaxandi mæli, að sjá fjárfestingarlána- Nýr skemmtistaður í Reykjavík? sjóðakerfinu fyrir nægilegu fjár- magni á hverjum tima og jafn- framt tryggja verðgildi fjár- magns Hfeyrissjóðanna. Benti forsætisráðherra á þá staðreynd, að opinberir starfsmenn nytu líf- eyris, sem bundinn væri launum fyrir siðasta starf lifeyrisþega, eins og þau eru á hverjum tima, en lifeyrisgreiðslur flestra ann- arra sjóða væru óverðtryggð með öllu. Af þessu leiddi mikinn kjaramun á milli hinna ýmsu launþega, sem ekki fengi staðizt til lengdar. FB-Reykjavfk. Borgarstjórn mun senn fjalla um á fundi sinum óskir um að opnaður veröi veitinga- slaður við Hallarmiila, nánar til tekið á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn Múlakaffi. Upphaflega var sótt um leyfi fyrir veitingarekstri og skemmtistað i þessum hUsakynnum árið 1971 og var það veitt bæði I bygginganefnd og samþykkt af borgarstjórn. Nú fyrir skömmu sóttu þeir, sem að fyrirhuguðum rekstri þessa staöar standa, um leyfi til nokkurra breytinga á innrétting- um, sem áður höfðu verið sam- þykktar. Var það leyfi veitt I bygginganefnd, en eftir það kom ósk annarra eigenda að sama húsi, um að leyfi til rekstrar veitingastaðar þarna yrði ekki veitt. Töldu þeir, að sllkum rekstri kynni að fylgja ýmislegt, sem ekki væriæskilegt,og ónæöi gæti stafað af rekstrinum. Var afgreiðslu málsins þá frestað um sinn,en það verður sem sagt tekið fyrir á fundi borgarstjórnar bráðlega, samkvæmt upplýsing- um Jdns Tómassonar skrifstofu- stjóra. Stefán Ólafsson forstjóri MUla- kaffis sagði, að fyrirhugað hefði A hæðinni fyrir ofan Miila- kaffi hefur lengi verið i ráði að opna veitingastað. (Timamynd Róbert) verið I langan tima, að opna veitingastað á efri hæð sama hiiss, og MUlakaffi er I. Þarna væri meiningin að hafa ódýran mat I hádeginu, en nýta siðan staðinn til skemmtanahalds að kvöldlagi. Salarkynnin eru nær fimm hundruð fermetrar, en matreiðsla f æri hins vegar fram I eldhUsi MUlakaffis á neðri hæð- inni. Snör hand- tök! Gsal-Reykjavlk. Bilanir I Is lenzkum togurum hafa verið talsvert í fréttum og það ekki að ósekju. Ekki alls fyrir löngu bilaði stykki i islenzkum togara, sem var á veiðum — og það eitt er i sjálfu sér vart fréttnæmt. Hins vegar voru viðbrögð útgerðarmannsins harla athyglisverð. Þegar hann hafði spurnir af bilun- inni, — og varð þess áskynja að umrætt stykki fékkst ekki hér á landi, — hraðaði hann sér sem mest hann mátti til Þýzkalands og lét smiða vara- hlutinn fyrir sig. Það stóð á endum, að þegar hann kom aftur til landsins var togarinn aö koma til hafnar og þá var ekkert annað að gera en að smella stykkinu á sinn stað og halda aftur á miðin. Með snörum handtökum sinum hefur Utgerðarmaður- jnn eflaust komið I veg fyrir nokkurra daga eða jafnvel viku landlegu, en eins og öll- um er kunnugt, er dýrt að láta stórvirk atvinnutæki liggja við festar og gæla við bryggjurnar. VARLA I TIAAAHRAK I BREFSKAKINNI HVER SKÁK GETUR STAÐIÐ í UAA ÁR! Gsal-Reykjavlk. t vetur var kosin svonefnd bréfskákanefnd innan Skáksambands tslands, og er hlutverk nefndarinnar að skipu- leggja og sjá um framkvæmd ár- legs bréfskákarþings, sem halda ú i tengslum við Skákþing ts- lands. Nú hefur verið ákveðið að fyrsta bréfskákarþingið hefjist i maí n.k. Að sögn Þórhallar B. Ólafs- sonar, sem á sæti i nefndinni verður á þennan hátt reynt að ná til skákmanna 1 dreifbýlinu, þar sem þeir hafa fá eða engin tækifæri til að keppa á skákmót- um. Þátttakendum verður raðað niður i riðla, eins og á venjulegu skákmóti og siðan er teflt innbyrðis i riðlunum, á þann hátt að leikirnir eru stendir i pósti milli keppenda. Þórhalldur sagði að hver skák gæti tekið ár eða meira, eneftir að mótið hefði staðið í ár væru senni- lega Urslitin að verulegu leyti ráðin, og þvi hægtaðhefja nýja keppni. 1 efsta riðlinum, sem i eiga að vera sterkustu bréf- skákarmennirnir, er keppt um titilinn: Bréfskákarmeistari ts- lands. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skriflega til nefndar- manna fyrir 1. main.k. og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá þeim um mótið. 1 nefndinni eiga sæti: Þórhalldur B. ólafs- son, Laufskógum 37, Hveragerði, Bjarni MagnUsson, Þórufelli 4, Rvfk^og Jón Þ. Þór, Vifilsgötu 5, Rvlk. . „CARMEN KOMIN HEIM'O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.