Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 11. aprll 1975. FORSÆTISRÁÐHERRA: Launajöfnunarstefnan verður að ríkja áfram BH-Reykjavik. — ,,Það er von rikisstjórnarinnar, að með ráð- stöfunum hennar I efnahagsmál- um og kjarasamningum, sem ný- lokið er, sé lagður grundvöllur að farsælli efnahagsþróun. Mikið er i húfi, að takist að finna farsæla lausn j og ekki siður, að eftir- leikurinn verði ekki óvandaður i þetta sinn. t framhaldssamning- um verður að vicða þau meginsjónarmið, sem fylgt hefur verið við þessa úrlausn, sem nú þegar er fengin. Þá reynir á félagsþroska og þegnhollustu bæði vinnuveitenda og launþega,” sagði Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, er liann ávarpaði aðalfund Vinnuveitendasambands islands I gær. Forsætisráðherra ræddi þróun efnahags- og kjaramála undan- farinna ára i ræðu sinni, sem hann lauk með þessum orðum: „Hastarleg umskipti til hins verra i efnahagsmálum, ör verðbólga og mikill greiðsluhalli i viðskiptum við útlönd,hafa að undanförnu sett svip sinn á þróun efnahagsmála hér á landi eins og raunar i flestum nálægum lönd- um. Hér eru þó sviptingarnar, i tölum, hlutfallslega meiri en i flestum öðrum. Þessi umskipti eru þeim mun tilfinnanlegri sem hugmyndir manna um kjarabóta- möguleika og útgjaldaáform, bæöi hjá einstaklingum, opinber- um aöilum og öðrum, mótuðust i rikum mæli af velgengni undan- farinna fjögurra ára. Við rikjandi aöstæður i efnahagsmálum i heiminum verðum við að sætta okkur við, að lifskjör þjóðarinnar geti ekki batnað um sinn. For- gangsverkefnið á sviði efnahags- mála er að tryggja fulla atvinnu og atvinnuöryggi. Til þess að ná þessu markmiði, jafnframt þvi að hamlaö sé gegn verðbólgunni, verðum við að halda i við okkur og sniða okkur stakk eftir vexti. Þetta ætti okkur að vera vel unnt, þvi að hlutskipti okkar er, þrátt fyrir allt, gott, samanborið við flestar þjóðir aðrar. Þrátt fyrir andstreymi i efnahagsmálum er hér ekkert atvinnuleysi, ólikt þvi sem er i ýmsum nálægum lönd- um. Mikil óvissa ríkir i efnahgs- málum heimsins um þessar mundir. Við verðum þvi að keppa að þvi, allkr sem einn, að gæta i hvivetna þess hófsemis, sem er forsenda atvinnuöryggis. Við þessar aðstæður hvilir sú ábyrgð á þeim, sem standa fyrir atvinn- urekstri, að leita allra leiða til þess að koma sem mestu jafn- vægi á rekstur og framkvæmdir til þess að tryggja örugga at- vinnu. Fyrirtækin verða eins og aðriraðsætta sig viðþrengri hag sinn, en þvi er treyst, að þau ræki skyldur sinar við þjóðfélagið, þótt á móti blási. A það mun nú reyna, hvort við verðum þess umkomin að snúast við vandan- um af viti. Það liggur i eðli okkar þjóðskipulags, að skilningur og stuðningur almennings og sam- taka hans er forsenda árangurs i þessum efnum. Einhliða aðgerðir hins opinbera standast ekki til lengdar ef almennur skilningur er ekki fyrir hendi á nauðsyn þeirra.” Aðalfundur VSÍ A AÐALFUNDI VSI i gær voru kosnir tveir fundarstjórar, Ing- ólfur Finnbogason og Margeir Jónsson. Meðal fundarstarfa i gær voru ræður formanns VSI og forsætisráðherra, en auk þess flutti Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri VSl, skýrslu og lagði fram endurskoðaða reikn- inga. Þá fóru fram kosningar og umræður. Loks sátu fundarmenn boð félagsmálaráðherra siðdegis. 1 dag hefst aðalfundurinn kl. 10 en lýkur i kvöld. Frá aðalfundi VSI I gær. Jón H. Bergs, formaöur sam- bandsins, i ræöustóli. FORMADUR VSÍ: KAUPGREIÐSLUVÍSITALAN VERÐI ADEINS LÁTIN MÆLA HÆKKUN FRAMFÆRSLU- KOSTNAÐAR AD HLUTA Forsætisráðherra Geir Hallgrimsson ávarpar aöal- fund VSÍ. BH-Reykjavik. — „Þau félög, sem þegar hafa samþykkt sam- komulag Vinnuveitendasam- bands islands og Alþýöusam- bands islands frá 26. f.m.,geta r'ei.tt sig á stuðning VSÍ, ef svo færi, að staðbundnar vinnudeilur héldu áfram, vegna þess aö ein- stök verkalýösfélög kunna að hafna samkomulaginu, og vera má aö á einstökum sviöum at- vinnulifsins kunni VSt aö þurfa að gripa til verksviptingaraögerða til aðstoðar félagsmönnum sin- um, sem standa vilja viö heildarsa mkomulagiö. Til sliks myndi VSl þó aðeins gripa sem nauðvarnaraögerða, en ekki til árása.” Þannig komst Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitendasam- bands Islands^að orði, i ræðu sinni, er hann flutti við setningu aðalfundar Vinnuveitendasam- bands Islands, er hófst I gær. I niöurlagi ræðu sinnar sagði Jón. H. Bergs m.a.: „Framundan eru samninga- viðræður um kjarasamninga til langs tima eftir 1. júni. Til þess, að um slikt náist samkomulag, verður liklega ekki hjá þvi komizt að taka upp einshvers konar verðtryggingu launa, enda munu viðræður fyrst og fremst snýast um þetta atriði, þar eða þegar hafa verið veittar miklar launa- hækkkanir, sem hljóta að teljast liður i samningagerðinni til lengri tima. I sambandi við breytingar á vísitölukerfinu er i hópi vinnu- veitenda helzt rætt um, að kaupgreiðsluvisitalan verði að- eins látin mæla hækkun fram- færlsukostnaðar að hluta, eins og tiðkast i nágrannalöndum okkar, að visitalan verði endurskoðuð sjaldnar, t.d. tvisvar á ári i stað fjórum sinnum og að við út- reikning vfsitölunnar verði tekið tillit til breytinga á viðskiptakjörum þjóðarinnar. Með þessu er stefnt að þvi, að draga úr verðbólguáhrifum visi- tölukerfisins og afskiptum rikis- valdsins af kjarasamningum, þegar viðskiptakjör versna. Höfuðmarkmiðið hlýtur að vera að gera kjarasamninga, sem tryggja fulla nýtingu atvinnu- tækja þjóðarinnar og draga úr verðbólgunni, sem leikið hefur at- vinnurekstur Islendinga, gjald- miðil landsmanna og þjóðar- heildina svo grátt. Þróun kjara- mála i sumar og haust mun fara mjög eftir breytingum verðlags hér á landi og i helztu viðskipta- löndum okkar næstu mánuði. Enn reynir á samstöðu félags- manna Vinnuveitendasambands tslands, þvi verður að treysta, að félagsmenn samtakanna og aðildarfélög láti ekki i neinu undan kröfum, sem ganga lengra en samningar heildarsam- takanna ráðgera. Félags- mennirnir geta treyst á stuðning og aðgerðir Vinnuveitendasam- bandsins gegn slikum kröfum. Mönnum er skylt að hafa i huga, aö undanlátssemi kann að grafa undan heildarsamkomulagi, sem þjóðfélaginu er mikil nauðsyn á að riki á vinnumarkaðinum, en með algerri samstöðu auka vinnuveitendur efnahagslegan styrkleika á Islandi.” BREYTINGAR Á UMFERÐAR- LÖGGJÖFINNI STÖÐVA LJÓTAN LEIK Á VÉLSLEÐUAA FB-Reykjavik. Vélsleðum fer stööugt fjölgandi hér á landi, en engar reglur eru cnn til um með- ferð þeirra, skráningu eða þau réttindi, sein ökumenn þeirra þurfa aö hafa til þess að mega aka sleðunum. Þrátt fyrir það eru þetta kraftmikil ökutæki, sem hægt er að komast á yfir 100 km hraða á klukkustund, og finnst sumum, að hér sé varla um barnaleikföng að ræða, þött nokk- uð bcri á því, að börn og ungling- ar fái að þjóta um á sleðum for- eldra sinna. Nýlega æröu nokkrir vélsleða- menn um 30 hross, sem eru i eigu Ólafs Ólafssonar bónda i Garös- horni, rétt viö Akureyri. I hrossa- hópnum voru margar fylfullar hryssur. Æröust hrossin, þegar vélsleöamennirnir komu þjótandi þar aö, scm þau voru. Hlupu þau af stað og náöust ekki fyrr en fram hjá Krossastaðaá á Þela- m örk. Ólafur Ólafsson bóndi sagði i viðtali við Timann, að vélsleða- akstur væri ekki óalgengur i grennd við sig, enda byggi hann skammt frá Akureyri og Skiða- hótelinu þar, en einmitt þar um kring væru menn mikið að leika sér á sleðunum. Sagði hann, að mjög bagalegt væri, að sleðarnir skyldu ekki vera merktir á nokk- ivinnustofan s.f.-^®. Kaupfélag i»'Skagf irðinga lag Húnvetninga Kaupfélag Eyfirðinga 'taGrimur & Kaupfélag r*ÍRavertlun rs Sveinbjörnsson Kaupfélag Héraðsbúa Kaupfélag Borgfirðinga Verzlunin -» Verzlun Fr. F.i urn hátt, þvi að ekki er hægt að kæra akstur manna á þeim, nema þegar svo vel vill til, að ökumenn- irnir þekkist. Engin merki eru á sleðunum, sem hægt er að gefa upp, ef kæra þarf. Ólafur sagði, að sleðamennirnir hefðu ekið meðfram hrossahópn- um eftir að hann fældist, svo ekki væri annað hægt að sjá, en að þeir hefðu verið að reyna sig við hrossin til að sjá hver kæmist hraðast. Ólafur sagði ennfremur, að I fyrra hefðu sleðamenn ekið hring eftir hring i kringum hrossahóp þarna i nágrenninu, og auðsýnilega verið að æra hrossin aðyfiriögðu ráði i það skiptið. Ólafur W. Stefánsson i dóms- málaráðuneytinu skýrði Timan- um frá þvi, að i undirbúningi væri frumvarp um breytingar á um- ferðarlögum, þar sem komið yrði inn á notkun snjósleðanna, skrán- ingu og annað, sem þeim við kemur. Sagði hann, að frumvarp- ið ætti að geta komið fram og jafnvel afgreitt fyrir þing- slit nú i vor. I þessu frumvarpi verður einnig fjallað um skrán- ingu bila, en mikið hefur verið rætt um það að undanförnu, að breyta skráningu bifreiða. Enn fremur verður þarna kveðið á um vátryggingarfjárhæðir, svo nokk- uð sé nefnt. Sjö stelpur i Stykkishólmi Æfingar hafa staðið yfir hjá leikfélaginu Grimnir Stykkis- hólmi, siðan i marz,,á leikritinu „Sjö stelpur” eftir Erik Thor- stensson. Leikfélagið áformar frumsýningu á verkinu i Stykkishólmsbiói kl. 21.00 á morgun. Leikendur eru 12 og.leikstjóri verksins er Þórir Steingrimsson en honum til aðstoðar er Dag- björt Höskuldsdóttir. Leikmynd önnuðust Björgvin Þorvarðar - son og Þorsteinn Aðalsteinsson i samvinnu við Trésmiðjuna Osp, en alls starfa við sýninguna 18 manns. Þetta er 9. verkefni leik- félagsins frá stofnun þess 1967. Raðgert er að sýna verkið viöar en I Stykkishólmi. Stelpurnar sjö leika (taliö f.v. og byrjaö I aftari röö) Dagmar Kristjánsdóttir, Magöalena Bragadóttir, Rut Leifsdóttir,Jóhanna Rún Leifsdóttir, Súsanna Þorvaröardóttir, Harpa Agústsdóttir og Ingveldur Björgvinsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.