Tíminn - 11.04.1975, Page 5

Tíminn - 11.04.1975, Page 5
Föstudagur IX. aprll 1975. TIMINN 5 Auglýsing um áburðarverð 1975 Vegna mikillar hækkunar áburðarverðs á árinu 1975 miðað við auglýst heildsöluverð ársins 1974 hefur rikisstjórnin ákveðið að greiða niður áburðarverð á árinu 1975, sem nemur helmingi þeirrar hækkunar sem orðið hefir frá þvi verði sem gilti árið 1974. Eftir að tillit hefur verið tekið til nið- urgreiðslu rikissjóðs fyrir árið 1975, er heildsöluverð fyrir hverja smálest eftir- talinna áburðartegunda ákveðið þannig fyrir árið 1975: Við skipshliö á ýmsum höfnum umhverfis land Afgreitt á bila I Gufunesi Kja rni 33% N kr. 23.660,- kr. 24.160,- Magni 1 26% N kr. 20.160,- kr. 20.660,- Magni 2 20% N kr. 18.260,- kr. 18.760,- Græðir 1 14-18-18 kr. 29.440,- kr. 29.940,- Græðir 2 23-11-11 kr. 27.380,- kr. 27.880,- Græðir 3 20-14-14 kr. 27.840,- kr. 28.340,- Græðir 4 23-14-9 kr. 28.640,- kr. 29.140,- Græðir 4 23-14-9+2 kr. 29.440,- kr. 29.940,- Græðir 5 17-17-17 kr. 28.320,- kr. 28.820,- N.P.I 26-14 kr. 28.260,- kr. 28.760,- N.P. 23-23 kr. 31.500,- . kr. 32.000,- Þrlfosfat 45% kr. 24.600,- kr. 25.100,- Kali klórit 60% K kr. 17.100,- kr. 17.600,- Kali súlfat 50% K kr. 21.100,- kr. 21.600,- NPKM 12-12-17 + 2 kr. 22.740,- kr. 23.240,- Tröllamjöl Áburðarkalk 20,5% N kr. 29.400,- kr. 10.700,- kr. 29.900;- kr. 11.200,- Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð, sem af- greiddur er á bila i Gufunesi. Áburðarverksmiðja rikisins AUGLÝSIÐ í TÍAAANUM Læknir óskast til starfa við Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki frá 1. mai 1975. Upplýsingar gefur sjúkrahúslæknir, simi 95-5270. Borðstofu- og eldhúsborð Tvær stærðir af borðum _ 5 gerðir af stólum íopid ti\ w Vorumarkaitfmiiiiií J ÁRAAÚLA 1 A • SÍMI 86-1 12 íoTkvöld jneardag l 111111 1 lllllllll „Flögrað til og frá" t gær var drepiö stuttlega á nokkur atriði úr grein um orkumál Austurlands, sem birtist i slðasta tölublaði Austra. I Degi á Akureyri var fyrra fimmtudag forystugrein um raforkumál Norðlendinga, og hét Gæluleikir stjörnvalda. Tónninn er frekar napur, enda eru Norðlendingar ekki vel settir i orkumálum um þessar mundir. Upphafið er á þessa leið: „Það er Norðlendingum bæði sorgarefni en um leið að- hlátursefni hvernig stjórnvöld landsins flögra til og frá i virkjunarmálum þessa lands- hluta. Eitt árið er það Detti- fossvirkjun, siðan Blanda og Jökulsá eystri I Skagafirði, Skjálfandafljót og Krafla, sitt á hvað. Kröflunarvirkjun er nú loks ákveðin af Aiþingi, en ekki stærri en svo, að ef nota ætti orku hennar til húsahitun- ar I Norðurlandskjördæmi eystra, yrði ekki teljandi orka afgangs, til annarra almennra nota og vaxandi iðnaðar. Slð- ustu yfirlýsingar stjórnvaida eru gælur við Húnvetninga um Blönduvirkjun og jafnvel um ákvarðanatöku þeirrar virkj- unar á þessu ári, en það er ein- mitt það norðlenzka vantsfall- ið, sem skemmst er á veg komið I virkjunarrannsókn- um. Menn velta þvl fyrir sér, hvaða byggðarlag verði næsta gæludýr stjórnvalda i virkjun- armálum. Sem betur fer er Norölendingum nú orðið alveg sama um hvar virkjað er I þessum landsfjórðungi, þvi byggðir hans eru þegar sam- tengdar og skiptir þvi engu máli hvar orkan er framleidd, verði hún næg og trygg”. Vestfirzk orkumál t tsfirðingi segir I grein eftir Gunnlaug Finnsson alþingis- raann, að í orkuspá, sem lögð var fram á fundi Sambands Is- lenzkra rafveitna, sé talið, að orkuþörf á Vestfjörðum árið 1980 verði nær 90 GWh, með fullri rafhitun húsa reiknað, en vegna orkutaps við flutning verði afkastageta orkuver- anna að vera 107,6 GWh. Siðan segir Gunnlaugur: „Þegar Mjólká 2 tekur til starfa verður samanlögð orkuvinnsla vatnsaflstöðv- anna á Vestfjörðum 27,5 GWh á sumrin, en aðeins 20,9 GWh á veturna, þegar hennar er mest þörf. Ef stefna skal að þvl að ná fullri rafhitun húsa á nefndu tlmabili, er þvi fyrirsjáanleg- ur gifuriegur orkuskortur I lok áratugsins og raunar miklu fyrr. Veturinn 1978—1979 er hann talinn vera 24,1 GWh.” Gunnlaugur skúrir slðan frá þvl, að hvað sem fjármagni Hði, sé enginn sýnilegur möguleiki á aö ljúka við nýjar vatnsvirkjanir fyrir 1980. Sé þá til ráða að velja þann kost- inn, ef Vestfirðingar sætti sig ekki við að blða öðrum lengur eftir húsahitun með raforku, að gera það að aöalkröfu, að Vestfirðir verði á næstu árum tengdir orkuv eitus v æði Landsvirkjunar. „Með þvl vinnst tvennt”, segir Gunnlaugur. „Við fáum fyrr viðbótarorku og samteng- ing auðveldar baráttuna fyrir verðjöfnun á raforku”. Hann segir, að af öryggis- ástæðum verði þó að stefna að orkuvinnslu heima I héraði, og nefnir i þvi sambandi Suður- fossá, Dynjanda og Þverár I Nauteyrarhreppi og Skötu- firði. —JH INNLENT LÁN RÍKISSJÖÐS ÍSLANDS 1975,1.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðuneytið hefur á- kveðið viðbótarútgáfu á spari- skírteinum ríkissjóðs 1975 — 1. flokki, að fjárhæð 200 milljónir króna, á grundvelli heimildar í fjárlögum fyrir 1975. Kjör skírteina eru í aðalatr- iðum þessi: Meðaltalsvextir eru um 4% á ári, þau eru lengst til 18 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin eru verðtryggð og er grunnvísitala þeirra sú byggingarvísitala, sem Hag- stofan skráir miðað við 1. marz s.l. Skírteinin eru skattfrjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 5.000, 10.000 og 50.000 krónum. Sala skírteinanna stendur nú yfir, og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og innlánsstofnunum um allt land svo og nokkrum verðbréfa- sölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar liggja frammi hjá þessum aðilum. I p ÍÆxj\ April 1975. SEÐLABANKI ÍSLANDS Auglýsið [i Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.