Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 11. aprll 1975. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ræðir nýju menningarmálafrumvörpin: Breyting lagaákvæða á öllum þess- um sviðum er orðin mjög aðkallandi VILHJALMUR Hjálmarsson menntamálaráðherra hefur á Al- þingi mælt fyrir sex lagafrum- vörpum, sem öll eru hin þýð- ingarmestu i menningarmálum þjóöarinnar og snerta velflesta einstaklinga hennar. Tlminn bað menntamálaráð- herra að segja nokkuð frá frum- vörpunum, efni þeirra og áhrif- um. — Þessi frumvörp snerta fjóra þýðingarmikla þætti menntamál- anna: Almenningsbókasöfn, leik- list, tónmennt og heimilisfræði, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Breyting lagaákvæða á öllum þessum svið- um er orðin mjög aðkallandi, þótt af mismunandi ástæðum sé. — Hval vilt þú segja um hin einstöku frumvörp? — Ef við snUm okkur fyrst að bókasafnafrumvarpinu, þá er á margt að líta. Það er til dæmis gifurleg mótsögn i þvi fólgin, að allir virðast sammála um vax- andi þörf góðra bókasafna, en fjárveitingar til þeirra hafa farið hraðminnkandi að raungildi ár frá ári. Um gildi bókasafna vil ég annars visa til þess, sem segir i athugasemdum með frumvarp- inu: „Það hefur komið i ljós á sið- ustu árum og áratugum hér á landi að almenningsbókasöfn hafa sifellt þýðingarmeira hlut- verki að gegna i þjóðfélaginu. Aukið þéttbýli og breyttir lifnað- arhættir gera bókasöfn enn nauð- synlegri en áður var. Bókakostur æ fleiri heimila verður rýrari vegna hækkandi bókaverðs og kaupa á dýrum fjölmiðlunartækj- um og gögnum, svo sem útvarpi og sjónvarpi, tónflutningstækjum ogplötum og nýsigögnum af ýms- um gerðum.Bókasöfnin verða þvi að sjá uppvaxandi kynslóð og öll- um almenningi fyrir bókum ef lestrarvenjur þjóðarinnar eiga að haldast í horfinu. Það verður að verulegu leyti þeirra hlutverk að fullnægja lestrarþörf og lestrar- þrá ungra og gamalla. Jafnframt hljóta þau að verða I sifellt meira mæli upplýsingamiðstöðvar fólks I leit að margvlslegum tóm- stundaverkefnum, bæði I fræðslu- skyni og til dægradvalar. Pyrsta grein frv. markar verk- svið almenningsbókasafna og mun þróun og umsvif hvers safns að sjálfsögðu fara eftir aðstæðum á hverjum stað og tima". — Hvað koma þessar breyting- ar, sem frumvörpin gera ráð fyrir, til með að kosta ríkissjóð? — Þvi er ekki að leyna, að breytingarnar verða kostnaðar- samar, bæði fyrir ríkissjóð og sveitarfélög, jafn lengi og dregizt hefur að leiðrétta þetta. Hvað reksturinn snertir er áætlað, að breytingin kosti ríkissjóð um 70 milíjónir króna. Gert er ráð fyrir, að hún komi til framkvæmda á þremur árum frá gildistöku lag- anna. En auk þess er gert ráð fyrir, að rikissjóður kosti bygg- ingu safnáhiisa að hálfu, eftir þvi sem fé er veitt til á fjárlögum. Framlög sveitarfélaganna hækka einnig mjög mikið, en þess ber þ'ó að gæta, að sum sveitarfé- löghafa varið stórfé til bókasafna sinna, án þess að hafa til þess lagalegar skyldur. Mundu þau framlög hvergi eftir talin, þar sem þau hafa leitt af sér fyrir- myndar starfsemi bókasafnsins. Við I menntamálaráðuneytinu Htum svo á, að bókasöfnin hafi ekki siður uppeldis- og fræðslu- gildi en sjálfir skólarnir, og þvi beri nú að brjóta blað varðandi fjárhagslegan stuðning við starf- semi þeirra — án þess þó að breyta uppbyggingunni i starf- semi þeirra. — Hvað svo um leiklistarmál- in? — Lagabreytingar þær, sem undirbunar hafa verið að undan- förnu,eru þriþættar, og eru kom- in fram frumvörp um tvo þessara þátta: ÞjóðleikhUsið og leiklistar- skólann. En frumvarp um starf- semi áhugafólksins er enn ekki fram komið. Gildandi lög um ÞjóðleikhUs eru meira en aldarfjórðungs gömul. Á þeim tlma hafa orðið mjög miklar breytingar á starf- semi leikhússins. Nýrri löggjöf er ætlað að laga sig eftir þeirri þró- un, hugmyndin er að lögleiða ýmsar breytingar, sem reynslan hefur sýnt, að eru æskilegar. Ég held, að við getum varla farið langt Ut i einstök atriði frumvarpsins. Ég skal aðeins nefna ákvæði, sem fjalla um sam- starf og stuðning við aðra leik- starfsemi. 1 18. grein frumvarps- ins segir m.a.: „1 leikmunasafni skal safnað saman, eftir þvi sem ástæða þykir til, búningum og sviðsbún- aði, sem notaður hefur verið við sýningar Þjóðleikhússins og sjón- varpsdeildar Rikisútvarpsins svo og annarra leikfélaga, sem aðild eiga að safninu. Skulu safnmunir þessir leigðir leikfélögum lands- ins til notkunar við sýningar, og ákveður stjdrn safnsins leigu og önnur viðskiptakjör. Safnið skal hafa I þjónustu sinni leiktjalda- málara og búningateiknara. Starfsemi safnsins skal miðuð við, að hún verði leiklist I landinu að sem mestu liði og að það f jár- magn, sem til þessara hluta er varið, nýtist sem bezt. Menntamálaráðuneytið setur safninu reglugerð, þar sem m.a. skal ákveðið, hverníg stjórn þess og forstöðu skuli háttað. Þangað til leikmunasafni hefur verið komið á fót, skal Þjóðleik- hUsið leigja leikfélögum leiktjöld, bUninga o.fl., eftir þvl sem stjórn Þjóðleikhússins telur við verða komið". Þá segir um samstarf Þjóðleik- hUssins og áhugafélaga 119. grein frumvarpsins: „ÞjóðleikhUsið skal kappkosta að hafa samstarf við leikfélög áhugamanna, láta þeim I té gísti- leikara og leikstjóra til leiðbein- inga, eftir þyi sem unnt er. Gera skal leikfélögum áhugamanna kleift að fylgjast með starfi Þjóð- leikhússins. Á vegum Þjóðleik- hUssins skulu árlega farnar á starfstíma þess leikferðir sem víðast um landið. Einnig skulu farnar leikferðir til annarra landa og fengnir hingað erlendir listamenn, hvort tveggja eftir þvi sem aðstæður leyfa". — Hvað er að segja um Leik- listarskóla Islands? — Mergur þess máls er sá, að ekki er unnt að halda uppi eðli- legri leiklistarstarfsemi i land- inu, nema ungt fólk eigi kost á að mennta sig hér innanlands. Þetta gildir jafnt um atvinnuleikhUs, sem þarf á æfðum starfskröftum að halda og áhugaleikhUsin sem þurfa þjálfara og leiðbeinendur með leiklistarmenntun. Að undanförnu hafa starfað tveir leiklistarskólar og notið nokkurs stuðnings frá rikinu. Það mun viðurkennt af ölluin að óheppilegt sé, og raunar óeðlilegt, ofrausn af þjóðfélaginu að styðja, já allt að þvi halda Uti, tveim leik- listarskólum samtlmis. Aðstand- endur hinna tveggja skóla, sem starfað hafa að undanförnu, hafa rætt þessi mál sln á milli, og eru þeir ásáttir um nauðsyn samein- ingar. 1 þessu frumvarpi er ráð fyrir þvi gert, að samstarf verði milli leiklistarskólans, ÞjóðleikhUssins og annarra leikhUsa i landinu, svo og rikisUtvarpsins, bæði hljóð- varps og sjónvarps, að svo miklu leyti sem þessar stofnanir geta stutt hverja aðra I þvl starfi. Það er ekki gert ráð fyrir að Leiklistarskóli ís- lands verði fjölmenn stofnun. Skólastjórinn einn yrði fastur starfsmaður, en að öðru leyti myndu stundakennarar sjá um kennsluna. — Þess hefur orðið mjög vart, að áhugafólk um tónlist er orðið uggandi um framtíð tónlistar- skólanna. Hverju breytir nýja frumvarpið um fjárhagsaðstöðu þeirra skóla? — Það er rétt, að málefni hinna frjálsu tónlistarskóla eru þegar orðin mjög slæm. Talið er, að þetta frumvarp-kosti rikissjóð um 11 milljónir króna, miðað við áætlun, sem gerð var 1974. 1 stuttu máli hafa þær laga- breytingar, sem frumvarp þetta felur I sér, eftirfarandi I för með sér: 1. að skólagjöld lækka um u.þ.b. helming, 2. að sveitarfélögin eru orðin virkari þátttakandi i rekstri skólanna, 3. að skólarnir losna undan Framhald á 19. slðu Halldór E. Sigurðsson, samgöngumálaráðherra, um vegaóætlunina: TAKMARKIÐ ER HEILDARÁÆTLUN UM UPPBYGGINGU VEGAKERFISINS Á NÆSTU 3-4 VEGAÁÆTLUNARTÍAAABILUM BH— Reykjavík. — Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra, komst m.a. svo að orði i ræðu sinni, sem hann flutti um vega- áætlun 1974-1977 i Sameinuðu þingi I fyrradag, — auk þess, sem kom fram I fréttum blaðsins i gær: „Þau verkefni, sem ég vil sér- staklega vikja að, eru þau, sem verða ein stærstu verkefnin á þessu vegagerðartimabili. Vil ég nefna fyrst brúargerð fyrir Borgarfjörð. 1 sambandi við það mál, vil ég vikja að greinargerð vegamálastjóra um þetta mál- efni, sem ég vil vitna hér til með leyfi hæstvirts forseta, en þar segir svo: „1 vegaáætlun fyrir árið 1969 til 1972 var veitt nokkurt fé til athug- unar á framtíðarlegu vestur- landsvegar um Borgarfjörð. Þessi athugun var það langt kom- in á öndverðu ári 1972, að tekið var upp I vegaáætlun fyrir árin 1972-1975 fjárveiting til vega- og brUargerða yfir Borgarf jörð milli Seleyrar og Borgarness. Höfðu samanburðarathuganir á þeim valkostum, sem fyrir hendi voru, leitt I ljós, að sú lausn var hag- kvæmust. 1 vegaáætlun vi.r gert ráð fyrir þvi, að framkvæmdir hæfust á s.l. ári. UndirbUningur og frumáætlun um þessa mann- virkjagerð hefur þó reynzt tima- frekari og umfangsmeiri en svo, að unnt væri að halda þeirri áætl- un. Lögð hefur verið mikil vinna I þaö, að kanna hugsanleg áhrif mannvirkjagerðarinnar á lax- veiði, og hafa I þvi samb. verið haldnir tveir fundir á árinu 1974 með landeigendum og veiði- réttareigendum. Hefur I fram- haldi af þvi verið gerður sérstak- ur samstarfssamningur við þessa aðila samanber bréf fjármála- stjóra til ráðuneytisins frá 26. þeirra mánaðar. Þar sem miklar verðbreytingar hafa orðið siðan fyrsta athugun var gerð á hinum ýmsu valkostum á gerð vegar fyrir eða yfir Borgarfjörð, hefur verið gerð ný arðsemis-athugun, á hinum ýmsu valkostum og öðr- um þáttum I þessu sambandi, sem ekki verða færðir til reikn- ings tölulega. Þessar athuganir eru gerðar af áætlanadeild Vega- gerðarinnar, en Snæbjörn Jóns- son forstöðumaður tæknideildar hefur dregið þær saman á fylgi- skiölum sem hér eru ekki með." Ég vil i samb. við þetta mál einnig upplýsa það, að á þessari leið, sem mundi styttast um tæpa 30 km miðað við Vesturlandsleið- ina og um 10 km miðað við Norðurleiðina, er ástand þess vegar þannig að á þessari leið eru bæði vegir og brýr i mjög lélegu ástandi, sem ekki er undarlegt, þvl að hér er um að ræða sumar af elztu brúm landsins. BrUin á Hvítá hjá Ferjukotí er orðin 47 ára gömul og hún er að sjálfsögðu byggð fyrir allt aðra umferð en nU er, bæði er breidd hennar með þeim hætti og styrkleiki, að hun þolir ekki eða a.m.k. er nokkur hætta orðin á þvi', að hún þoli ekki þá umferð, sem um hana er, og stórum bílum er orðið erfitt að komast yfir bruna. BrUin á Anda- kflsá, sem einnig er á þessari leið, er 40 ára gömul og hún er Hka mjög varasöm og hættuleg, og styrkleikí hennar heldur ekki I hlutfalli við þá umferð, sem nU er þarna. 1 þriðja lagi má svo nefna brýrnar yfir Ferjukotssýki. önn- ur þeirra er 27 ára gömul, en hin er 43 ára gömul. Þessar brýr eru llka veikbyggðar, og vegurinn yfir Ferjukotssýkin er einn af þeim vegum landsins, sem hefur slfellt sigið árlega, þar sem það virðist vera svo langt i botn á þvi svæði, að hann hefur til þessa raunverulega ekki verið finnan- legur. Ef umferðin um þessa leið félli niður vegna þess að þessar brýrbiluðu,einsogbrUin áHvItá, og yrði að fara fram Bæjarsveit, þá mundi leiðin lengjast um eða yfir 50 km, ef það væri hægt að fara yfir brUna hjá Gláfossi, en annars mundi hún lengjast um tæpa 80 km. A þeirri leið eru llka mjög gamlar brýr. BrUin á Grlmsá er 38 ára gömul, á Flóka- dalsá 42 ára gömul, á Reykja- dalsá 36ára, á Hvltá hjá Gljáfossi 55 ára, auk þess sem sU brU er þaðmjó, að hUn myndi ekki þola þástærðafbilum.sem nU fara oft þarna um vegi og yrði því að fara brUnahjáBjarnastöðum. BrUiná Þverá á Lundahyl er 62 ára göm- ul. Þegar þetta allt er haft i huga, þá held ég að öllum verði ljóst að hjá þessari framkvæmd verður ekki komizt og að sjálfsögðu ber að velja það, sem hagkvæmast er. Eins og fram kemur hér hjá vegamálastjórninni er talið, að arðsemi þessara brUa nU, eins og hUn er nU reiknuð, sé um 11-12%, en var áður fyrr reiknuð allt upp í 18%, en verðlag siðari ára hefur breytzt, I óhag á þann veg, sem hér hefur verið greint. En það eru fleiri verkefni og stórverkefni, sem nauðsyn ber til aö framkvæma I sambandi við þá vegaáætlun, sem hér liggur fyrir. t þessari vegaáætlun er fyrirhug- að að fjárhæð til þjóðbrauta verði áætluð 143 millj. kr. Um þá fjárhæð er það að segja, að hUn er einnig miðuð við það, að hluti af þeim fjármunum sem óskiptur er, verði notaður til þjóðbrauta, og í því sambandi vil ég geta sér- staklega um þá athugun, sem framkvæmd var á s.l. hausti um að hraða gerð vega á þjóðvegum I kringum landið. Þá var tekinn til sérstakrar at- hugunar vegurinn frá Hvolsvelli að austan um Reykjavik til Akur- eyrar um vestanvert landið. Það kom I ljós við þá athugun, sem þarna var gerð, að ef ætti að vinna þetta verk með varanlegu slitlagi, þá væri hér um að ræða — I vegum og brUm — milli 7 og 8 milljarðar sem þyrfti til þess að ljUka þessu verki. Hér væri um að ræða vegalengd sem er um 400 km. Nú orkar það ekki tvlmælis, að það tekur nokkurn tima að leysa þetta verk af hendi....." „Eins og fram hefur komið i ræöu hjá mér hér áður á hæst- virtu Alþingi, þá er athugun á þvi, hvernig eigi að tengja Vestf jarða- kerfið við aðalvegakerfi landsins, nU i framkvæmd hjá vegamála- stjórninni. Þar virðist vera um tvær leiðir að velja. Annars vegar að endurbyggja Þorskafjarðar- heiðarveginn, sem var hinn upp- haflegi vegur til byggðanna við Djúp, og hins vegar að fara yfir Kollafjarðarheiði, sem er veru- lega vestar. Með því móti, að fara þá leið, þá væri Austur-Barða- strandasýsla komin inn i þetta kerfi að verulegu leyti. Ég kann nU ekki að segja um það, hver verður niðurstaðan af rannsókn vegagerðarinnar um þetta efni, og skal heldur ekki um það spá, þvl að það sem er I athugun er bezt að vera ekki að spá miklu um. Hitt er min tilfinning, að það væri á margan hátt skemmti- legra og betur til fallið, að vestari leiðin eða Kollafjarðarleiðin yrði valin. Það er mitt mat Ut frá þvi, sem ég tel mig þekkja, að hUn myndi koma fleiri að notum, — sérstaklega yrði það I sambandi við aðgerðir i snjómokstri á vet- urna þá myndi það nýtast betur en e.t.v. er sU hugmynd ekki rétt- mæt þegar litið, er á málin — frá öðrum sjónarhóli og það er metið Ut frá því, sem gert verður af Vegagerð rikisins þar um. Þá var hér og til umræðu Breiða dalsheiðin, og hvernig hægt væri að komast þar áfram á öðrum árstlma en að sumarlagi, en eins og kom fram i svari vegamála- stjóra þar um, þá er þar einnig verið að athuga þá möguleika, sem heppilegastir mundu reyn- ast. Einnig gæti verið að nýjasta tækni I snjóblæstri muni reynast svo vel að það geri þessa leið miklu auðveldari viðfangs en áð- ur hefur verið vegna þess að kostnaðurinn mundi verða marg- falt minni við framkvæmd á sliku heldur en áður hefur reynzt. En ekki orkar það tvimælis að Vest- firðingar hafa að sjálfsögðu mik- inn áhuga á þessum tveimur höfuðþáttum I vegaframkvæmd- unum, og ég segi það sem mina skoðun, að ég tel að við þurfum að gera okkur nokkra langtimaáætl- un um þessa höfuðþætti i fram- kvæmd vegamálanna. Ef ég aftur lit austur á við þá koma fyrst til greina — I fram- haldi af veginum hér austur á Hvolsvöll, sem ég hef áður rætt, Framhald á 19. slðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.