Tíminn - 11.04.1975, Qupperneq 9

Tíminn - 11.04.1975, Qupperneq 9
Föstudagur 11. april 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusími 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. V_________________________________Blaðaprenth.f. í allra þágu öllum er kunnugt, að verð á tilbúnum áburði hefur hækkað um 153% frá þvi i fyrra. Þegar i fyrrahaust var auðséð, að hverju fór, þótt ekki kæmi strax á daginn, hversu stórfelld hækkunin myndi verða. Við blasti mikil verðhækkun á þeirri matvöru, sem alla daga er á hverju einasta borði i landinu» með isjárverðri hækkun fram- leiðslukostnaðar fyrir almenna neytendur. Landbúnaðarráðherrann, Halldór E. Sigurðs- son, skipaði þá þegar nefnd til þess að kanna, hversu þungum búsifjum hækkunin á áburðar- verðinu ylli, hvernig skynsamlegast væri að bregðast við henni og hvernig og að hve miklu leyti unnt væri að draga úr notkun tilbúins áburð- ar. I framhaldi af störfum þessarar nefndar og öðrum könnunum, er gerðar hafa verið, fékk hann þvi siðan framgangt, að helmingur verð- hækkunarinnar á áburðinum verður greiddur úr rikissjóði og þannig komið i veg fyrir iskyggilega verðþenslu, er þyngst hefði bitnað á barnmörgum láglaunafjölskyldum. Jafnframt hefur hann leit- að eftir samkomulagi við bændasamtökin, um að aðeins helmingur þess aukakostnaðar vegna áburðarkaupa, sem eftir er, komi fram 1. júni, en hinn hlutinn ekki fyrr en 1. september. Ef öll hækkun áburðarverðsins hefði verið látin koma fram i afurðaverði á sölumarkaði, hefði dilkakjöt hækkað um 48,40 kr kilógrammið og mjólkurlitri um 5,74. Vegna þeirra ráðstafana, er gerðar hafa verið, hækkað kjötið ekki nema um 12.10 kr i byrjun júnimánaðar, og mjólkin um 1.44 og aðrar landbúnaðarafurðir samsvarandi. Þetta er i fyrra tilvikinu 3,3% i stað 13,8% og hinu siðara 4,4% i stað 17,4%. Hin sömu verða hlutföll hækkunar þeirrar, sem kemur 1. september af völdum áburðarverðsins. Þessi ákvörðun um niðurgreiðslu hefur marga kosti umfram það, ef ekkert hefði verið aðhafzt til varnar. Verðlagsþensla á þriðja fjórðungi þessa árs hefði, án tilkomu niðurgreiðslunnar, numið 1750-1800 milljónum króna á ári, ef miðað er við þá kjarasamninga, sem gerðir voru i febrúar- mánuði 1974. Rekstrarfjárþörf vegna búskapar i landinu hefði orðið bændum og lánastofnum þeirra um megn, en niðurgreiðslan léttir þá byrði um sem næst 166 þúsund krónur á hvern bónda með fjögur hundruð ærgildi. Þetta skiptir afar- miklu máli fyrir sauðfjárbændur, sem verða jafnvel að biða þess meira en ár, að aukinn til- kostnaður skili sér. Niðurgreiðslan hvetur lika til innlendrar fóðurframleiðslu, en spornar gegn auknum innflutningi fóðurbætis á timum, er gjaldeyrishalli er geigvænlegur, dregur úr hættu á auknu álagi á úthaga, sem ekki mega við meiri beit, og jafnar metin á milli bænda i góðsveitum og hinna, sem búa á harðbýlli svæðum. Loks er svo þessi leið, sem farin verður, miklu hagstæðari neytendum i landinu, einkum hinum launalægri i hópi þeirra. Hér til viðbótar má svo geta þess, að nefndin, sem um áburðarverðið fjallaði, gerði tillögur um bætta geymslu og meðferð búfjáráburðar og auknar rannsóknir á þvi, hvernig hann verður bezt nýttur. Hefur landbúnaðarráðherra þegar visað þvi máli til réttra aðila. Loks hefur hann beitt sér fyrir athugun á hagkvæmni aukinnar framleiðslu tilbúins áburðar með innlendri orku. — JH Eigil Steinmezt, Weekendavisen: Hætta er talin á að Eþíópía sundrist, ef Erítrea fær frelsi ísraelsmenn og leiðtogar Vesturveldanna óttast aukin ítök óvinsamlegra afla við mynni Rauðahafs Uppdráttur að Eþlóplu og nágrenni BYLTINGIN i Eþiópiu hófst fyrir um það bil ári, og hers- höfðingjar náðu þá völdum i landinu. Keisaranum aldna var varpað i fangelsi, en hann hafði haldið áfram að drottna að fornum hætti sem „konung- ur konunganna” og „ljón Júda”.Segja má, að byltingin hafi verið um garð gengin i nóvember i vetur og hafi lokið með þvi, að hún hafi „etið börnin sin”. Þá voru teknir af lifi um fimmtiu leiðtogar og stjórnmálamenn, þar á meðal Andom hershöfðingi, sem hafði að mestu ráðið stefnu- miðum byltingarinnar, og lagt virðingu slna og álit að veði. Helzt þykja horfur á, að byltingin sundri Eþiópiu, elzta riki í Afriku, enda rikir mikil sundrung I landinu og ógnir steðja að erlendis frá. Norðausturhluti Eþiópiu heitir Eritrea. Þetta er auðugasti hluti landsins, þar hafa orðið mestar framfarir, og þar eru tvær góðar hafnir, þær einu i Eþiópiu. Frelsis- strið hefur lengi geisað i Eritreu, og þar hefur verið glfurlegt blóðbað undan- gengna mánuði. Hersveitir stjórnarinnar I Eþiópiu jafna við jöfðu heil þorp og stráð- drepa Ibúana, jafnt konur og börn sem karla. MARGIR útlendingar hafa búið I Eritreu, einkum þó ítalir, sem átt hafa þar heima siðan itölsku fasistarnir lögðu Eþiópiu undir sig. Ot- lendingarnir hafa undanfarið flúið i ofboði, ekki undan frelsishernum, sem þeir þekkja og virða á sinn hátt, heldur undan stjórnarher Eþiópiu, sem drepur allt, sem fyrir verður. Hersveitum stjórnarinnar I Addis Abeba verður ekki vel ágengt, þrátt fyrir fádæna hörku. Þær ráða að vísu stærstu bæjum landsins, og hafa vald á nokkrum aðalveg- um. Aðrirhlutar Eritreueruá valdi frelsishersins, sem hef- ur byrjað umfangsmikla endurreisn, byggir skóla og sjúkrahús, innheimtir skatta og vegagjöld og undirbýr hinn endanlega sigur, sem sýnist ekki ýkjalangt undan. Þegar þar aö kemur virðast allar horfur á, að Eþiópia sundrist i smáríki. BARATTA frelsis- hreyfingarinnar i Eritreu hef- ur staðið í fimmtán ár, en hún hefur ekki notið teljandi að- stoðar erlendis frá fyrr en nú, og má þvi vænta, að hún beri senn sigur úr býtum. I samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1952 var lýst yfir, að Eritrea skyldi vera sjálfstætt og óháð rlki i sambandi við Eþiópiu, sem færi með varna- og utanrikis- mál. Hvað eftir annað var krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu i Eritreu um framtið landsins, en þær kröfur báru engan árangur. Árið 1962 innlimaði Haile Selassie keisari Eritreu i Eþiópiu. Þá höfðu verið tvær frelsishreyfingar starfandi i landinu, en runnu saman i eina og hófu frelsisstriðið. Þetta frelsisstrið hefur nú tekið nokkurri breytingu og öðlazt aukið mikilvægi á sviði alþjóðamála, þar sem forusta frelsishreyfingarinnar hefur lýst yfir, að Eritrea muni ganga i bandalag Arabarikja að unnum sigri. Að baki þessari yfirlýsingu býr sú staðreynd, að frelsis- hreyfingin hefur að undan- förnu fengið siaukna efna- hags- og hernaðaraðstoð Arabarikjanna. Saudi-Arabia hefur lagt fram stórar fjár- fúlgur, og sama máli gengnir um Kuwait. Herlið frelsis- hreyfingarinnar — en i þvi eru allmargar konur — er menntað og þjálfað i Libiu og Sýrlandi. Þaðan koma einnig hin sovézku vopn, sem flutt eru um Suður-Yemen til hinna auðu eyja i Rauðahafinu. At- vinnusmyglarar á þessum slóðum annast svo flutning þeirra til Eritreu. EF til þess kemur I náinni framtið, að Eritrea risi á legg sem traust riki og hlynnt Arabarikjunum, hefur hún nokkurt vald á mynni Rauða- hafs að vestan. Þetta gæti valdið algerri umbyltingu á máttar- og valdajafnvægi i umhverfinu og haft örlaga- rikar afleiðingar fyrir ísrael. Egyptar kviða einnig þessari framvindu, enda hefur Sadat forseti haldið að sér höndum um stuðning við frelsis- hreyfingu Eritreu, bæði i oröi og á borði. Samtök Afrikurikja hafa lengi haft aðalbækistöðvar sinar i Addis Abeba, og leiðtogar þeirra eru einnig áhyggjufullir, en hafa þó hægt um sig, enda eru þessi riki al- gerlega háð Arabarikjunum um oliu. Bandarikjamönnum segir einnig þungt hugur um framvinduna. Þeir héldu lengi að sér höndum, en utanrikis- ráðuneytið varaði við skugga- legum horfum. Nú hefur Kissinger utanrikisráðherra lagt fram ákveðnar kröfur og bandarikjastjórn loks orðið við beiðni hershöfðingja- stjórnarinnar i Eþiópiu um sendingu bandariskra vopna fyrir tugmilljónir dollara. UPPREISNIN i Eritreu hefur skotið rótum i mörgum héruðum Eþiópiu. Banda- rikjamenn kviða einna mest þeim áhrifum, sem sundur- íimun Eþiópiu kunni að hafa i grannrikjunum í suðri, Sómaliu og franska umráða- svæðinu Afar og Issa, en þar er hafnarborgin Djibouti, sem er afar mikilvæg , bæði efna- hags- og hernaðarlega. Á tveimur árum hefur verið fjölgað i her Sómaliu úr fjögur þúsund i átján þúsund manns, en Sómalir hafa lengi haldið uppi landamærakröfum á hendur Eþiópiu, og raunar einnig Kenya. Undangengin ár hafa Sovétmenn verið að koma sér upp tröllaukinni hernaðarbækistöð i Sómalíu. ' Þar eru nú 4-5 þúsund sovézkir hernaðarsér- fræðingar, mörg hundruð bryndreka, að minnsta kosti 60 orrustuþotur af MIG gerð og óþekktur fjöldi eldflauga. VESTURVELDIN hafa fót- festu við mynni Rauðahafs, meðan Frakkar ráða yfir hafnarborginni Djibouti og nágrenni hennar. Umráðin yfir þessum hluta af strönd Afriku eru ákaflega mikilvæg vegna oliuflutninganna frá Arabarikjunum. Hættan á þessu svæði eykst I hlutfalli við likurnar á upplausn Eþiópiu og hernaðar- uppbyggingu Sovétmanna i Sómaliu. Frelsisstriðið i Eritreu er þvi annað og meira en innan- landserjur. Það getur haft ör- lagarikar afleiðingar i alþjóðamálum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.