Tíminn - 11.04.1975, Page 14

Tíminn - 11.04.1975, Page 14
14 TtMINN Föstudagur 11. apríl 1975. sínum til þess að reisa það við, en þótt henni tækist það, visnaði það að skömmum tíma liðnum. Þetta var tréð, sem drengirnir höfðu kallað Gústaf. Nú hætti Katrín að vonast eftir bréfum frá Ástralíu. Og það komu ekki f leiri. Katrín lifði eftir þetta meira í minningaheimi sínum og á hillingalöndum hins ókomna,heldur en þeim heimi, sem hún var í. Og alltaf urðu þær minningar sem við Jóhann voru tengdar, henni ríkari og ríkari í huga. Þegar hún lá vakandi í rúmi sínu um dimmar haustnætur og hlustaði á storminn gnauða við húshornin og ref ina góla inn í kjörrunum, minntist hún þess, hvernig þau Jóhann höfðu legið hlið við hlið í myrkrinu og hvislast á til þess að vekja ekki börnin. Hvað varðaði hana nú um börnin? Þau voru horfin, jafnvel Sandra var farin sína leið. Jóhann einn var eftir, og það var andardráttur hans, sem hún þráði að heyra á koddanum við hlið sér. Þegar hana langaði til að tala við bónda sinn, var hún vön að reika upp f yrir húsið og setjast þar á lítinn stein, rétt við stóra, gráa steininn, sem Jóhann sat svo oft á. Þar hafði hann grátið sínum beiskustu tárum, þegar hann hélt, að hann ætti ekki einu sinni athvarf hjá konu sinni í raunum sínum. Þar var andi hans enn á sveimi. ,,Jóhann!" sagði Katrín. ,,Komdu fljótt. Ég bíð aðeins eftir þér". ,,Manstu, Jóhann, þegar.....?" ,,Rámar þig í það, Jóhann.....?" En stundum fann Katrín mjög til einstæðingsskapar sins. Þá varð henni hugsað til Einars og Gretu og Sögu og litlu barnabarnanna. Hvers vegna komu þau aldrei að heimsækja hena? Vissu þau ekki, að dagar hennar voru senn taldir? Hvernig skyldi Greta litla líta út? Hún var áreiðanlega orðin stór og myndaleg stúlka, kannski fín og prúðbúin hefðarmær. Um yngri börnin vissi Katrín litið — var ekki einu sinni á því hreina, hve mörg þau voru. Einar hafði auðvitað engan tíma til þess að bregða sér til Þórseyjar, hann var orðið á sjónum allt árið. Það hafði alltaf verið hans heitasta ósk að losa sig við allt, sem minnti hana á auðmýkingar bernsku sinnar. Var hann nú sæll? Já hana langaði mikiðtil þess að sjá þau einu sinni enn, tala við Sögu, sjá, hve stór og falleg Greta væri orðin og klappa litlu börnunum á vangann. Hana langaði líka til þess að sjá heimili þeirra. Þau vildu ekki koma til hennar í Vesturbæ, það var ekki heldur þægilegt að sofa á gamla slagbekknum. En hún vildi samt sem áður sjá þau öll einu sinni enn, það yrði áreiðanlega í síðasta skiptið. Katrín ákvað að taka sér ferð á hendur til Maríu- hafnar. Það ferðaðist eldra fólk en hún með gufubátn- um og svo höfðu þau alltaf verið að tala um að hún kæmi þangað. Ferðapeninga hafði hún næga af því, sem Einar hafði sent henni. Fötin hennar voru reyndar orðin lasleg, en þau vissu nú, hvernig fátæk gamalmenni í strjálbýl- inu voru til fara. Katrín þorði ekki lengur að treysta á það að hun vaknaði um miðja nótt, og hún kveinkaði sér líka við að ganga i myrkri alla leið niður að Bátvíkinni. Þess vegna lét hún ferðapeninga sína og nokkra barnasokka í klút og rölti af stað að heiman kvöldið áður en bátsins var von. Hún hímdi alla nóttina, þreytt og köld, á hörðum trébekk í skálanum ofan við bryggjuna. Hún var oft búin að at- yrða sjálfa sig fyrir þetta tiltæki, þegar skipalúðurinn gall loks við skömmu fyrir dögun. En hún var alltof þreytt tilþess að hætta við fyrirætlun sína og reyna að komast heim. Þess vegna beið hún þar sem hún var- komin , og þegar báturinn var lagstur að bryggjunni, fylgdist hún með öðru ferðafólki á skipsf jöl. Hún fann sér sæti á afturþiljum, og þar sat hún fjórar langar klukkustundir meðan báturinn þræddi sína leið gegnum skerjagarðinn. Hún hresstist dálítið, þegar sólin kom upp og hlýr morgunþeyrinn tók að leika um andlit henn- ar. Hún litaðist um. Hólmar og sker liðu framhjá í morgundýrðinni. Hún sá illa, en þá fann hún enn, að Álandseyjar voru fallegar. Já, það gat hver og einn verið hreykinn af því að búa á þessum eyjum. Þarna var Eikiey. önnur Katrín — ung og hraust — hafði stundum verið þar vinnukona og farið á ísum til Þórseyjar með börnin. Hvarskyldi Hellan vera? Nei, hún þekkti Helluna ekki aftur innan um öll þessi sker og nes. Jóhann hefði áttað vera hjá henni til þess að segja henni örnefnin. Stýrimaðurinn kom með farmiðaheftið og Katrín rétti honum budduna sína, hann varð sjálfur að telja peningana og láta hana hafa farmiða, sem hann áleit við hennar hæfi. Hann tók undrandi við þvi sem að honum var rétt, en gerði svoeins og hún vildi og fékk henni síðan budduna aftur. Loks kom báturinn til Maríuhafnar. Hann lagðist að bryggju í eystri höfninni, og Katrín tók klútinn sinn og staulaðist i land. Hún gekk fyrst beint af augum upp í bæinn. Hún vissi nafnið á götunni, sem hús Einars stóð 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les framhald „Ævintýri bók- stafanna” eftir Astrid Skaftfells (10). Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með frásögnum og tónlist frá liðnum árum. Morguntónleikar kl. 11.00: David Oistrakh og Vladimir Jampolský leika Sónötu i d- moll fyrir fiðlu og pianó op. 9 eftir Szymanowski/ I Musici leika Italska sere- nötu i G-dúr fyrir strengja- sveit eftir Hugo Wolf/ Ray- mond Lewenthal og Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leika Pianókonsert i f-moll op. 16 eftir Adolf von Hen- selt. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sá hlær bezt....” eftir Asa i Bæ. Höfundur les (5). 15.00 Miðdegistónieikar. John Williams og félagar i Fila- delfiuhljómsveitinni leika Gitarkonsert i D-dúr eftir Castelnuovo-Tedesco, Eu- gene Ormandy stj. Sinfónlu- hljómsveit Lundúna leikur balletttónlistina „Spilað á spil” eftir Igor Stravinsky, Colin Davis stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu - viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 tltvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (2). 17U0. Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar tslands, haldnir i Háskólabiói kvöld- iðáður. Stjórnandi: Karsten Andersen. Einleikari: Valdimir Ashkenazý. a. Pianókonsert nr. 2 i dúr eftir Ludwig van Beethoven. b. Sálmasinfónia eftir Igor Stravinsky. c. Sinfónia nr. 5 op. 50 eftir Carl Nielsen. — Jón Múli Árnason kynnir tónleikana. 21.30 Útvarpssagan: Banda- manna saga.Bjarni Guðna- son prófessor les sögulok (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Frá sjón- arhóli neytenda: „Matur er mannsins megin”, Sigriður Haraldsdóttir húsmæðra- kennari flytur þáttinn. 22.35 Afangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Ásmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur ll.apríl 1975. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Tökum lagið. Breskur söngvaþáttur þar sem hljómsveitin The Settlers leikur og syngur létt lög. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.50 Kastljós. Frétta- skýringaþáttur. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 22.00 Töframaðurinn. Bandarisk sakamálamynd. Ógnvekjandi sjónhverfing. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.