Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 20
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 SIS-FOINJll SUNDAHÖFN fyrirgóöan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS . Ford reynir enn að fó fram aukna aðstoð — en ólíklegt, að það takist eftir að upp komst um loforð Nixons til handa S-Víetnamstjórn Mansfield: Innti Kissinger eftir tiivist leynisamkomulagsins, en fékk aldrei upplýst, að gefiö hefði verið loforð I þá átt. NTB/Reuter-Washington. Gerald Ford Bandarikjaforseti ávarpaði sameiginlegan fund beggja deilda Bandarfkjaþings í nótt. 1 ræðu sinni fór forsetinn enn fram á aukna aðstoð til handa Suður- Vfetnamstjórn. Ljóst er, aö þing- menn verða tregir til að samþykkja slíka aðstoð — og ekki hefur uppljóstrunin um leynilegt loforð Richard Nixons, fyrrum forseta, um aðstoð við Suður- Vfetnamstjórn, aukið Hkur á, að slikt samþykki fáist. Mike Mansfield, leiðtogi demókrata i öldungadeildinni, ræddi við fréttamenn i gær, áður en þingfundur hófst. Mansfield kvaðst oftsinnis hafa innt Henry Kissinger utanrikisráðherra eftir tilvist leynilegst samkomulags við Suður-Vietnamstjórn um að- stoð, en aldrei fengið upplýst, að loforð hefði verið gefið i þá átt. Þá sagði Mansfield, að hann hefði viljað koma til móts við Ford forseta i viðleitni hans til að afla sér stuðnings þingmanna. — Það er hins vegar ekki nóg að tala um samvinnu, það verður að sýna hana i verki, bætti hann við og beindi máli sinu auðheyrilega til forsetans. Bjartsýni gætti i ræðu Fords i nótt, þrátt fyrir það andstreymi, er Bandarikin hafa mætt á alþjóðavettvangi að undanförnu. Forsetinn forðaðist og sem heitan eld að kenna Bandarikjaþingi um, hvernig farið hefði i Suður- Vietnam, enda er álitið, að ræðan hafi verið lokatilraun af hálfu Fords til að fá þingið til að fallast á stefnu sina i málefnum Indó- Kina. leiðtoga í hættu Þjóðaratkvæðagreiðsla i Bretlandi um EBE-aðild 5. júní n.k.: Staða Wilsons sem flokks- skoðanakönnun, sem nýlega var gerð, bendir til, að 57% Breta séu nú fylgjandi aðild, 31% andvigir og 12% á báðum áttum. Flestir áhrifamestu stjórn- málamenn i Bretlandi eru hlynntir áframhaldandi aðild að EBE, þ.á.m. Wilson forsætis- ráðherra, James Callaghan utan- rikis rá ðh err a , Margaret Thatcher, leiðtogi Ihalds- flokksins, Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra, og Jeremy Thorpe, leiðtogi Frjálslynda flokksins. I hópi andstæðinga aðildar að EBE ber mest á þrem ráðherrum — þeim Michael Foot verka- lýðsmálaráðherra, Peter Shore viöskiptaráðherra og Tony Ben iðnaðarráðherra. Þann 5. júnf n.k. ganga brezkir kjósendur sem sagt að kjör- borðinu og 8. júni ætti að liggja ljóst fyrir, hvort Bretar hafa hafnað aðild að EBE, eða kosið að vera áfram aðilar að banda- laginu. Reuter-London. Brezka stjórnin ákvað i gær, að Bretar skyldu ganga að kjörborðinu 5. júni n.k. til að skera úr um, hvort þeir ættu að halda áfram aðild, að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Ljóst er, að staöa Iiarolds Wilsons sem leiðtoga Verkamannaflokksins er i hættu, en i atkvæðagreiðslum um aðild að EBE i Neðri mál- stofunni i fyrrakvöld kom i Ijós, að meirihluti þingmanna flokksins er andvigur áframhald- andi aðild. Wilson hefur sætt harðri gagnrýni flokksbræðra sinna — einkum þeirra.sem standa lengst til vinstri — fyrir þá ákvörðun að biðjast lausnar fyrir Eric Heffer, aðstoðariðnaðarráðherra, en Heffer talaði gegn aðild i Neðri málstofunni, þrátt fyrir blátt bann forsætisráðherrans. Aöstaða Wilsons er nú talin mjög erfiö — án efa sú erfiðasta á 12 ára valdaferli hans innan Verka- mannaflokksins. Ekki aðeins ef meirihluti þingmannaflokksins er honum andsnúinn, heldur er mjög liklegt að tryggur meirihluti fylgismanna hans sé það einnig. I atkvæðagreiðslunni i fyrra- kvöld — sem fór fram eftir þriggja daga umræður um aðild að EBE — greiddu 396 þingmenn atkvæði með tillögu um að skora á brezka kjósendur að gjalda aðild jáyrði, en 170 voru á móti. 144 þingmenn Verkamanna- flokksins voru i hópi þeirra, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 135 studdu hana. (Þess ber að gæta, að nokkrir þingmanna voru f jarverandi.) Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna Ihalds- flokksins og Frjálslynda flokksins greiddu tillögunni atkvæði. Eftir hálfan mánuð kemur aukaþing Verkamannaflokksins saman, til að ræða aðild að EBE. Fréttaskýrendur i London búast viö hörðum deildum á þinginu og álita, að mjög veröi vegið að Wilson fyrir stefnu hans i mál- efnum Evrópu. Þeir segja, að varla leiki vafi á, að and- stæðingar aðildar verði ofan á i atkvæðagreiðslu á aukaþinginu. Fréttaskýrendur eru flestir þeirrar skoðunar að færi þjóðar- atkvæðagreiðsla um aðild að EBE fram idag, myndi yfirgnæf- andi meirihluti brezkra kjósenda gjalda henni jáyrði. Gallup- ■IIÍSHORN A ’fl iviilli Breiðist stríð- ið í SA-Asíu út? NTB/Reuter—Bangkok/Ku- ala Lumpur — Til harðra átaka kom fyrr i vikunni milli stjórnarherja Thailands og Malasiu og skæruliða komm- únista. Þvi er ekki úr vegi, að varpað sé þeirri spurningu, hvort strið það, er geisar nú I Indó-Kina, sé i þann veginn að breiðast út. Skæruliðar gerðu i fyrradag árás á eina af herstöðvum Thailandshers i frumskógin- um, nyrzt i landinu, nálægt landamærum Laos. Sautján stjórnarhermenn féllu i árás- inni, en yfir tuttugu særðust. Skæruliðar beittu m.a. eld- flaugum og sjálfvirkum skot- vopnum. Sfðasta áratug hefur borið nokkuð á baráttu skæruliða i norðanverðu Thailandi. Ný- lega hermdu óstaðfestar frétt- ir, að þrjú þúsund skæruliðar, er hlotið hefðu þjálfun i Kina, hefðu snúið til Nan-héraðs, sem er eitt 28 héraða i norðan- verðu Thailandi, þar sem fyrir nokkrum mánuðum var lýst yfir neyðarástandi vegna starfsemi skæruliða. Hvort sem fréttir um skipulagða þjálfun thailenzkra skæruliða i Kina eru sannar eður ei — er ljóst, að meira hefur borið á skæruliðum að undanförnu i Thailandi en oft áður. Þá kom til skotbardaga i gær milli stjórnarhermanna i Malasiu og skæruliða með þeim afleiðingum, að fimm stjórnarhermenn féllu og sjö særðust. Þetta gerðist i hérað- inu Kedah, sem liggur að landamærum Thailands. Fjölmennar sveitir úr Malasluher hafa leitað án árangurs að skæruliðahópi, er gerði á mánudág árás á eina af stöðvum hersins, einmitt i grennd við þann stað, þar sem til tiðinda dró i gær. Af gefnu tilefni hefur Tun Abdul Razak forsætisráðherra lýst yfir, að ekkert samband sé á milli starfsemi skæruliða i Malasiu og þess, er sé að gerast i Indó- Kina um þessar mundir. Fréttaskýrendur i Kuala Lumpur eru þó ekki sannfærð- forseta NTB/Reuter-Algeirsborg — Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti kom til Al- sir I gær — fyrstur forseta Frakklands til að sækja landið heim siðan það hlaut sjálf- stæði árið 1962. Houari Boumedienne Al- sirsforseti tók á móti Giscard d’Estaing á flugvellinum við Algeirsborg siðdegis I gær. Frakklandsforseti hélt stutt ávarp við komuna þangað og lagði áherzlu á góða samvinnu Alsir og Frakklands i framtið- inni. (Alsir var sem kunnugt nýlenda Frakka um áraraðir eða frá 1830-1962). Alsirforseti tók I sama streng i svari sinu. A að gizka þrjú hundruð þúsund Alsirbúa stóðu með- fram leið þeirri, er frönsku forsetahjónin óku i gær, og fögnuðu hinum tignu gestum. Fréttaritari einn i Algeirsborg lýsti móttökunum sem hlýj- um, en ekki beinlinis innileg- um. (Fyrir heimsóknina var jafnvel búizt við, að Frakk- landsforseti fengi kaldar kveðjur, er hann stigi fæti á alsirska jörð.) Sambúð Alsir og Frakk- lands hefur að undanförnu verið góð, en hún var oft stormasöm, einkum stuttu eft- ir stofnun sjálfstæðis i Alsir. Ekki eru þó allir jafn hrifnir af heimsókn Frakklandsforseta — sprengja sprakk i gær, rétt áður en Giscard d’Estaing hélt frá Paris — frammi fyrir al- sirsku ræðismannsskrifstof- unni i borginni. Eignatjón varð þó litiö, og . einn maður særðist litillega. E k SO'' TD Helztu andstæðingar EBE-aöildar: Foot (efst t.v.), Shore (neðst t.v.) og Benn (t.h.). bh ectrolux Hún hefur 4 hellur með stiglausri stillingu (2 hraðhellur, 1 steikarhellu, 1 hellu með sjálfvirkum hitasti11i) Tveir ofnar. Sá efri rúmar 54 lítra. Hraðræsir hitar ofninn í 200 gráður C á 6 1/2 mín. Gluggi á ofni með tvöföldu gleri. Grill með teini og rafmótor. Sjálfvirkt stjórn- borð með rafmagnsklukku, viðvörunar- bjöllu og steikarmæli. HxBxD = 850x695x600 mm. LITIR: Ljósgrænt (kr. 96.100), kopar- brúnt (kr. 106.300) og hvítt (kr. 92.400). Athugið sérstaklega hið hagstæöa verö á grænu vélinni. Eigum enn nokkurt magn á þessu hagstæða verði. ARMULA 1A • SIMI 86-112 ir, enda hefur borið óvenju mikið á skæruliðum i Malasiu að undanförnu. Sikkim hluti Indlands NTB/Reuter—Nýju Delhi — Sikkim er ekki lengur sjálf- stætt konungsriki, heldur hluti af Indlandi. Þjóðþingið i þessu fyrrum konungsríki i Himalayafjöll- um samþykkti ályktun þessa efnis i gærmorgun, að þvi er hin opinbera fréttastofa á Ind- landi skýrði frá i gær. Til Alsír fyrst- ur Frakklands-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.