Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI Landvélarhf Komstyggð að huldu- manninum? — Sjó frétt um dularfulla manninn í Loðmundar- firði á bls. 3 Sex mil arða sóun — Ræða Kristjáns Friorikssonar á Alþingi um iðnþróunar- áætlunina er á bls. 8 og 9 32 járniðnaðar- menn til Noregs BH-Reykjavik. — Þrjátfu og tveir járniðnaðarmenn Hugu utan i gærmorgun til starfa I Noregi. Hér er um aö ræöa rafsuöumenn, sem ráönir hafa veriö til sænsks verktakafyrírtækis, sem m.a. stendur að byggingu oliuborpalla í Þrándheimsfirði. Var sótzt eftir islenzkum iönaðarmönnum til þessara starfa, vegna ágætrar reynslu af þeim iðnaðarmönnum, sem störfuðu i Sviþjóð fyrir nokkrum árum. Blaðinu er ekki fullkunnugt um kaup og kjör þeirra, sem þegar hafa verið ráðnir, en það mun ekki fjarri lagi, að kaupið sé um helmingi hærra en hér, auk þess sem möguleikar munu á þvi fyrir dug- lega menn að komast I ákvæðis- vinnu, sem gefur drjúgum meiri tekjur. Á lögfræðiskrifstofu Arnar Clausen, sem haft hefur með höndum milligöngu fyrir hið sænska fyrirtæki um mannaráðn- ingarnar, er hér um að ræða um- fangsmikið fyrirtæki, Inter-Thor, sem hefur aðsetur sitt i Sviþjóð. Einn aðaleigandi fyrirtækisins, Thor Holmgren, kom hingað fyrir nokkrum mánuðum og ræddi þá við eitthvað á annað hundrað manns, sem höfðu hug á að ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu. Hafði Thor Holmgren þau um- Er maðurinn risi eða hesturinn tritill? Svarið er að finna á blaðsfðu mæli, að hann hefði leitað hingaö til lands, vegna þeirrar afspurn- ar, er hann hefði haft af islenzk- um iðnaðarmönnum i Sviþjóð sem afbragðs starfsmönnum. Hér mun einnig skipta nokkru máli, að Norðmenn sjálfir lita olfuævintýrið hálfgerðu hornauga og óttast það að missa iðnaðar- menn Ur öðrum störfum i það, sem raska myndi jafnvæginu á atvinnusviðinu, og þvi munu flest störf við oliuborunina unnin af út- lendingum,a.m.k.enn sem komið er. tslenzku iðnaðarmennirnir eru ráönir til starfa við borpallana i Þrándheimsfirði i 6 mánuði til að byrja með. Er alls ekki talið frá- leitt að fleiri islenzkir iðnaðar- menn verði ráðnir til starfa á vegum hins sænska verktaka- fyrirtækis. Þegar við leituðum álits for- ráöamanna Félags járniðnaðar- manna á þessu máli, kváðust þeir engin afskipti hafa af þvi haft, og hefðu þeir neitað með öllu að koma þar nærri. Hefðu þeir ekki einu sinni fengið að sjá samning- ana. Lögfræðiskrifstofa Arnar Clausen visaði þeim fullyrðingum á bug, að Félag járniðnaðar- manna hefði ekki fengið að fylgj- ast með ráðningunum. Formaður þess hefði kynnt sér efni þeirra, en að öðru leyti hefði ekki veriö. talin ástæða til afskipta félagsins af þessu máli, þar eð mönnum hlyti að vera frjálst að ráða sig til þeirra starfa er þeir kysu helzt. SLYSAVARÐSTOFAN A AKUREYRI LOKAR Á KVÖLDIN OG UM HELGAR gébé Rvik — Sú breyting hefur verið gerð á þjónustu slysavarð- stofunnar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, að eftirleiðis verður hún lokuð á kvöldin, nótt- unniog um helgar. Breytingin tók gildi 9. aprfl sl. Fólki er bent á að leita til læknavaktarinnar i bæn- um með smáslys, sem kunna bera að höndum. Timinn hafði sam- band við Gauta Arnþórsson yfir- lækni og spurðist fyrir um ástæðuna fyrir þessari breytingu. — Það er fyrst og fremst mannaflaskortur, sagði Gauti. A undanförnum árum hefur mót- taka slasaða við sjúkrahtisið þróazt i þá átt að með hvers konar minniháttar slys hefur verið leit- að beint á sjUkrahUsið án milli- göngu heimilislæknis. Vegna erfiðleika á að tryggja viðundandi mannafla á Slysa- varðstofunni á komandi mánuðum, hefur nú reynzt nauðsynlegt að loka beinni mót- töku smáslysa á kvöldum, nóttum og um helgar, en ibúum Akur- eyrar er bent á að leita heimilis- læknis eða læknavaktar i bænum. Þá sagði Gauti, að yfirleitt væru það ekki fleiri en 3-4 smáslysa- tilfelli sem kæmu á slysavarð- Súlan EA farin á Noroursjóinn Islenzkir bátar mega veiða 500 lestir af Norðursjávarsild til viðbótar og LIU hefur nú fengið leyfifyrir sexislenzka báta. Einn er þegar farinn til veiða i Norður- sjó. Er það Súlan EA. stofuna þegar hUn er opin á kvöldin og að nóttu til. — Það er naumast nokkrum - vafa undirorpið, að þróunin á' undanförnum áratugum hefur orðið sU, að leitað er til læknis eða sjUkrahUss, þar sem þau eru til staðar, með kvilla og smáslys hvers konar, og oft að nauðsynja- lausu, sagði Gauti ennfremur. Þá er kostnaður samfélagsins af þvi að halda uppi gæzluvakt til þéss einsaðtaka á móti þeim fáu smá- slysatilfellum, sem berast slysa- varðstofunni á þeim tima sem hér um ræðir, óhóflegur — miðað við nýtingu, ekki sist þegar þess er gætt að samtimis er greitt fyrir gæzluvakt i bænum. — Heimilislæknir eða vakt- læknir eru jafnfærir um að greina og lækna áverka og aðrir læknar, þótt þeir starfi á sjUkrahUsi, sagði Gauti. — Að sjálfsögðu er einnig tekið á móti fólki með alvarleg veikindi, eða eftir meiriháttar slys á deildir sjUkrahUssins án milligöngu heimilislæknis eða vaktlæknis, hvenær sem er sólar- hringsins eins og áður hefur ver- ið. Þá sagðist Gauti gera ráð fyrir þvl, að þessi breyting mæltist ekki illa fyrir hjá almenningi. — Þvert á móti vænti ég þess, að það samfélag, sem á og rekur þessa stofnun, og á réttmæta kröfu á þvi aö þar sé ætið sýnd ýtrasta við- leitni til þess að veita beztu hugsanlega þjónustu hverjum sem til hennar leitar, muni ekki hafa óhagræði eða tjón af þessari óhjákvæmilegu breytingu, sagði Gauti Arnþórsson yfirlæknir að lokum. HITI I KOLUNUM I GRINDAVIK: ÞEIR AAEGA INNSIGLA HJÁ MÉR. EF ÞEIR VILJA" SJ-ReykjavIk — Mikillar óánægju gætir íni meðal fiskkaupenda i Grindavfk vegna þeirrar ákvörð- unar Sjávarútvegsráðuneytisins, að láta nú ganga hart eftir þvi að ferskur fiskur sé gæða- og stærð- armetinn við löndun. Reiði fisk- kaupenda byggist fyrst og fremst á þvi að þessi ákvörðun skuli tek- in nú, mánuði fyrir vertiðarlok, en þeir hafa fyrir löngu gert samninga við sjomennina um að kaupa allan fiskinn á meðalverði á'n gæðamats. Kaupéndur i Grindavfk greiða nú Hestir um 30 kr. fyrir kg. af fiski, en fyrsta flokks verðið er 32.80 kr. fyrir hvert kg. Um samræmdar að- gerðir fiskkaupenda gegn Sjávar- útvegsráðuneytinu mun ekki vera að ræða, a.m.k. ekki enn sem komið er. — Þeir mega innsigla hjá mér ef þeir vilja, sagði einn stærsti fiskkaupandinn i Grindavlk i gær. Ég hef boöið þeim i ráðuneytinu að íata menn koma og skoða fisk- inn i husunum hjá mér, en ég fer ekki meö fiskinn I mat. — Ég kann ekki við svona löguð vinnubrögð. Annað hvort vil ég hafa fiskmat eða ekki fiskmat. Ég varð ekki var við þá góðu herra: þegar ég þur.fti á íerski'iskmati að halda. Það er utan vertiöar, sem við þurfum á mati að halda, en ekki á vertiðinni. Við hér i Grindavik kunnum til verka, að velja fisk til að frysta og ganga frá i salt, við höfum matsmenn hér innanhúss og hing- að koma menn frá Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna og ferskfisk- eftirlitinu flesta daga. Og fiskur- inn frá okkur hefur ekki reynzt verri en annars staðar frá, nema slður sé. Við höfum meira að . segja haft stórgagn af þvi að hafa þennan hátt á, þvf að fiskurinn kemur betur flokkaður frá sjó- mönnunum nU, þegar þeir hafa ekkert mat til að treysta á. — Hins vegar er ekki nema gott ef sjávarUtvegsráðuneytið vil endurskoða þessi mál fyrir næstu vertið. Og t.d. banna mönnum að kaupa fisk á hærra verði en sam- svarar þeim flokki, sem hann lendir I. En annað hvort á að vera fiskmat allt árið eða ekki. En hér þarf að koma upp górði aöstöðu til að meta fiskinn. Það þýðir ekki að taka nokkra fiska Ur heilu bil- lilassi, það segir ekkert um gæði fiskjarins i heild. Timinn hafði samband við Sjávarafurðadeild SIS vegna þessa máls, Ólafur Jónsson að- stoðarframkvæmdastjóri sagðist litið hafa meö þessi mál aö gera, en það væri sitt álit, að ef hætt yrði að gæöameta fisk upp ur veiðiskipum, væri horfið aftur tU fortiðarinnar i staðinn fyrir að lita fram á veginn. — Þetta er aö- ferð til að greiða hærra verö fyrir fiskinn, en þvi miður afskaplega hættuleg aðferð, bætti Ólafur við. VERK- FALLIÐ HJÁ K.Á. m > O Aoalfundur Samvinnubank- ans í dag t OAG verður haldinn aðal- fundur Samvinnubanka is- lands lil'., og hefst hann klukk- an tvö eftir hádegi i ráðstefnu- sal Hótels Loftleiða. Þar verður flutt ársskýrsla bankans fyrir siðasta starfsár og reikningar hans fyrir árið 1974 lagðir fram. Þá fara fram kosningar og önnur venjuleg aðalfundar- störf. Aðgöngumiðar og atkvæða- seðlar vegna fundarins veröa fundarmönnum afhentir á fundarstað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.