Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 12. apríl 1975. |||||| W llil H lliTnlHTn 1 \ s Kd Helen — nútímakona Enginn, sem fylgist með sjón- varpsþáttunum um nútimakon- una Helen, kemst hjá þvi að velta dálitið vöngum yfir hjóna- bandinu, — annað hvort sinu eigin, eða almennt. Og þar með hefur Richard Bates, upphafs- maöur þáttanna og framleið- andi, náð takmarki sinu, að minnsta kosti að töluverðu leyti. — Ég vonaðist til þess að Helen gæti sýnt konum, sem ekki eru ánægðar i hjónabandi, fram á að þær gætu losað sig úr þvi og staöiö á eigin fótum, segir Bates. Ég vonaði einnig, að þeim konum, sem ekki væru jafn illa settar, en óánægðar þó, gætu þættirnir um Helen orðið umhugsunarefni, og jafnvel stuölað að þvi, að þær gerðu sér grein fyrir vandamálunum i tima, og gætu bjargað þvi, sem bjargað yrði. Bates er ánægður með undir- tektimar og kveðst þess full- viss, að þættirnir hafi haft mikil áhrif á þankagang manna. Helen hefur lengi verið honum hugleikin. Arið 1968 stjórnaði hann töku þátta um nútima- manninn, og þess vegna fannst honum ekkert sjálfsagðara en að næst yrði fjallað um konuna. Forráðamenn sjónvarpsstöðva voru ekki á sama máli, og þvi tók það hann mörg ár að koma Helen á framfæri. Nú er hann hinn ánægðasti yfir þeirri fram- vindu mála. — Það eykur aðeins gildi þáttanna, segir hann. Fólk horfir áreiðanlega á þá með allt öðrum augum en það hefði gert fyrir fimm til sex árum. Og ástæðurnar eru fleiri: Sjálfur hef ég öðlazt miklu meiri reynslu, ensku hjónaskilnaðar- lögin hafa breytzt á þessum tima, þannig að þættirnir eiga nú enn meira erindi til fólks, sem er i skilnaðarþönkum, og þar að auki hafa leikhúsin og sjónvarpið opnazt meira, þau taka orðið ákveðnari afstöðu og eru raunsærri, bæði að formi til og innihaldi. Þegar að upptöku þáttanna kom, krafðist Bates þess, að all- ir textahöfundar og leiðbeinend- ur væru giftir. Það taldi hann vera meginforsendu þess, að þeir gætu gert sér grein fyrir hugsanagangi og tilfinningum Helenar. Það urðu honum reyndar sár vonbrigði, að ekki fengust nema tveir kvenkyns textahöfundar. Að visu buðu fleiri sig fram, en þær stóðust ekki þær kröfur, sem Bates gerði til þeirra. Konurnar tvær, sem valdar voru, skrifuðu fjóra af þáttunum þrettán, en afgang- inn skrifuðu fjórir karlmenn. Sjálfur er Bates hamingju- samlega giftur, og það sama er að segja um Alison Fiske, sem leikur Helen, og Martin Shaw, sem leikur Frank. — Við litum öll á gerð þessara þátta sem annað og meira en venjulega vinnu, segir Alison Fjske. 011 vandamál Helenar og Franks voru skoðuð niður i kjöl- inn, og ekkert okkar komst hjá þvl að beita talsverðri sjálfs- gagnrýni. Vandamálin varð að leysa, og það var ekki um neina allsherjarlausn að ræða. Fyrir mig var þetta til dæmis svo mikið andlegt og likamlegt álag, að skömmu áður en upp- töku þáttanna lauk, missti ég fóstur. — Helen er miðpunktur- inn, það veltur allt á henni, svo að mér fannst mikil ábyrgð hvila á mér. — Við bjuggum okkur undir þau viðbrögð, að kvenfólk tæki málstað Helenar, en karlmenn- irnir stæðu með Frank, segir Bates. Sú varð sem betur fer ekki raunin, að minnsta kosti ekki i Englandi. Mörgum kon- um finnst Helen leiðinleg og full sjálfsmeðaumkunar og skilja ekkert i Frank, að hafa ekki los- að sig við hana fyrir löngu. Martin Shaw hafði reiknað með ótal skammabréfum, en i þess stað hefur hann eingöngu fengið bréf frá konum, sem segjast skilja hann svo mæta vel og vilja gjama eignast mynd af honum. — Það var óskaplega erfitt að leika Frank, segir hann. Fyrst og fremst vegna þess hvað við erum ólíkir. Ég fyrirlit karl- menn, sem brynja sig karl- mennsku til þess að dylja, hversu veikgeðja þeir eru. Þeg- ar atburðarásin verður of hröð fyrir Frank, gripur hann til lyg- innar, I stað þess að reyna að leysa vandamálin. — Konur eru sterkara kynið á flestum sviðum, segir Richard Bates. Ef þær aðeins hefðu vilj- ann, gætu flestar þeirra náð sama árangri og Helen. Það er lika staðreynd, að i flestum til- vikum eru konur sterkari, en karlmenn, tilfinningalega séð, og eru fljótari að ná sér eftir hjónaskilnað. Fljótt á litið virðist hjóna- bandið fullkomlega eðlilegt, mannlegt samband, heldur hann áfram. — En við nánari at- hugun kemur i ljós, að það er ónáttúrlegasta og ómanneskju- legasta lifsform, sem hægt er að hugsa sér. Mér finnst það að minnsta kosti nálgast krafta- verk, að hjónaskilnaðir skuli þó ekki vera tiðari en raun ber vitni. Drykkjusýki og afleiðingar hennar 9 milljónir Bandarikjamanna eru drykkjusjúklingar eða of- drykkjumenn. Drykkja eykst, en neyzla annarra vfmuefna minnkar. Drykkjusýki er nú meira vandamál í Bandarikjun- um en aðrir sjúkdómar, að und- anskildu krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Gera má ráð fyrir að drykkju- sýki stytti æviskeiðið um 10-12 ár. Rúmur helmingur þeirra 55 þúsund Bandarikjamanna, sem bana biða i umferðarslysum ár hvert, deyr i slysum, þar sem áfengi kemur við sögu. Hjóna- skilnaðir eru miklu algengari meðal fólks, sem neytir áfengis i óhófi, en annarra. Bandariskur iðnaður tapar, að álitið er, 12 milljörðum dala á ári vegna áfengisneyzlu starfsmanna. DENNI DÆMALAUSI Auðvitað safna þeir hálskirtl- um, þeir vilja bara ekki segja þér það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.