Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 12. apríl 1975. VERKFALLIÐ HJÁ K.Á. Á SELFOSSI Ákvörðun okkar stendur ó- högguð í dag, en hversu lengi? SEGIR ODDUR SIGURBERGSSON, KAUPFÉLAGSSTJÓRI Gsal-Reykjavik. — „Ég get ekki svarað þessari spurningu,” sagði Oddur Sigurbergsson kaupféiagsstjóri, þegar Timinn innti hann cftir því i gær, hvort hann hefði i hyggju að breyta ákvörðun sinni i Kolbeins-málinu. Timinn hefur undanfarna daga lagt þessa sömu spurningu fyrir Odd, og hefur hann þá einatt svarað á þá leið, að ákvöröunin stæði óhögguð. — Má líta á þetta svar sem stefnubreytingu af ykkar liálfu i málinu og þá að þið ihugið að ráða Kolbein aftur til starfa? — Ákvörðun okkar stendur óhögguð I dag, en hversu lengi luin mun standa, get ég ekki spáð um, sagði kaupfélagsstjórinn. — Þvi hefur verið haldið fram i fjölmiðlum að mánudagurinn muni skera úr um málið, á þann hátt, að ef starfsmennirnir mæti ekki til vinnu sinnar, þá, munið þið ráða aðra menn i stað þeirra. Er þetta rétt? — Þetta hefur aldrei komið til umræðu hjá okkur, og ég held að engum okkar hafi dottið slikt i hug,hvað þá að nokkur okkar hafi sagt það við nokkurn mann. Þetta er uppspuni frá rótum. Oddur sagði að stjórn kaupfélagsins væri reiðubúin að ræða málið við verkfallsmennina, og i þessu tilfelli sem öðrum hefði þeir aldrei neituð að ræða við starfsmenn sina. — Nú hafa mörg verkalýðsfélög, þar af nokkur stærstu verkalýðs- félögin á landi stutt aðgerðir verkfallsmanna. Kom það þér á óvart? — Já, það verð ég að segja. Mér finnst einkennilegt að þessi ágætu félög skyldu að minnsta kosti ekki leita eftir skýringum nema einungis frá annarri hliðinni. Það kom mér mjög á óvart, þvi ólög- legt er þetta verkfall, það vita allir. Oddur Sigurbergsson sagði, að Kolbeinn Guðnason hefði fyrir nokkum árum farið úr starfi hjá kaupfélaginu um nokkurn tima, vegna þess að hann hefði óhlýðnast verkstjóra sinum. — Hann fór burt og ætlaði senni- lega að fá sér aðra vinnu, en það fór svo að lokum, að það gekk maður undir manns hönd til að koma honum aftur hingað inn. Það endaði með þvi eftir mikla þrábeiðni formanns stjórnar kaupfélagsins, Þórarins Sigur- jónssonar, að ég gerði það fyrir Þórarin að taka Kolbein aftur i starfið. Fyrir hálfum mánuði eða svo gerðist aftur það sama, — Kolbeinn neitaði að gera það sem verkstjóri hans bað hann um, og fór Kolbeinn heim, en kom svo aftur næsta dag, eins og ekkert hefði i skorizt og verkstjórinn tók við honum aftur. Oddur sagði ennfremur að i sambandi við þetta mál hefði verið rannsökuð vinnuafköst Kolbeins, og það hefði komið i ljós að þau hefðu verið afar slæm. Of stór orð Ólafur Hannesson er yfirverk- stjóri hjá smiðjum Kauðfélags Arnesinga og hefur hann reynt að sætta málsaðila. ólafur var ófús að ræða um þetta mál við frétta- menn, og sagði, að blöðin hefðu sennilega orðið þess valdandi að ekki tókust sættir i málinu. Það voru strax sögð of stór orð og þau voru að minum dómi i al- gjöru hugsunarleysi, sagði hann. Brottreksturinn á sér ekki nokkmr rétt- mætar ástæður, segja verkfallsmennimir „Vegna fréttatilkynningar stjórnar Kaupfélags Arnesinga, sem send var fjölmiðlum s.l. mið- vikudag, viljum við verkstæðis- menn i smiðjum K.Á. taka þetta fram: „Með tilliti til þess atriðis að kaupfélagsstjórnin reynir, með þvi að visa til 16. gr. i samþykkt- um Kaupfélags Arnesinga, að sanna að kaupfélagsstjórinn sé raunverulega kaupfélagsstjóri, og hafi þvi umsjón með eignum félagsins og megi ráða fólk og reka, þá viljum við taka fram, að um það höfum við aldrei efast hið minnsta. Hitt er annað, hver skoðun okkar er á þvi, hvernig hann beitir þvi valdi sem sam- vinnumenn i Árnessýslu hafa fal- ið honum. Stjórn kaupfélagsins leggur i tilkynningu sinni mikla áherzlu á deilu þá, sem upp hefur komið milli kaupfélagsstjórans og okkar um hefðbundinn rétt okkar til að vinna i eigin þágu á verkstæðinu fjóra og hálfan tima i viku hverri. Hún reynir að láta lita svo út sem þessi deila sé tilefni verkfallsins, en það er tilhæfulaust með öllu. Verkfallið er eingöngu háð til að mótmæla brottrekstri Kolbeins Guðnasonar, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu i 35 ár og verið trúnaðarmaður bifvélavirkja á okkar vinnustað um 25 ára skeið. Verkfallinu verður aflétt þegar uppsögn Kolbeins hefur verið afturkölluð, og ekki fyrr, hvað sem liður deilunni um þá vinnu- aðstöðu, sem kaupfélagsstjórnin gerir ranglega að aðalatriði málsins. Hún heldur þvi fram að þessi vinna okkar baki fyrirtæk- inu stóraukinn kostnað og áhættu. Vissulega er hér um hlunnindi að ræða, en við viljum taka það skýrt fram, að við höfum bent á leiðir til þess að þetta megi verða fyrirtækinu kostnaðarlitiö eða næsta kostnaðarlaust. Við höfum boðizt til að greiða vélaleigu, til að taka hóptryggingu fyrir þann tima, sem hér er um að ræða, til að stytta þennan tima og færa hann til og verkstjórar hafa boðizt til að vera á vinnustað, fyrirtækinu að kostnaðarlausu, á meðan þessi vinna fer fram, til Höfum áhuga á að koma á sáttum í málinu — segir formaður Landssambands íslenzkra samvinnustarfsmanna Gsal-Reykjavik — Stjórn Lands- sambands islenzkra samvinnu- starfsmanna átti i fyrrakvöld fund með verkfallsmönnum á Sel- fossi til að kynna sér alla mála- vöxtu i sambandi við Kolbeins- málið svonefnda. Timinn hafði i gær samband við Reyni Ingi- bjartsson, formann landssam- bandsins, og sagði hann að vilji væri fyrir þvi hjá stjórn starfs- mannafélagsins við smiðjur K.A., að LIS gangi á milli aðila i málinu og reyni að finna einhverja lausn, sem aðilar gætu sætzt á. — Okkar aðgerðir beinast núna fyrst og fremst að þvi að kynna okkur, hvað þarna er að gerast, og i öðru lagi, hvað sé hægt að gera til að leysa þetta mál. Reynir sagði, að stjórn LIS hefði enn sem komið væri ekki óskað eftir fundi með stjórn kaup- félagsins og beðið væri eftir þvi hvaða undirtektir þetta sáttaboð fengi hjá málsaðilum. — Ég er sjálfur ekkert bjart- sýnn á lausn i þessu máli, en það sakar ekki að reyna. Það er númer eitt að málsaðilar talist að tryggja að ekkert fari úr- skeiðis. Við höfum alltaf verið reiðu- búnir til viðræðna um breytingar á fyrirkomulagi i þessu máli, eins og við létum i ljós i bréfi okkar til kaupfélagsstjórnarinnar frá 19. marz s.l., sem leiddi til viðræðna okkar við stjórnina s.l. þriðjudag. Við höfum alltaf verið reiðubúnir til viðræðna um breytingar i þessu máli, sem og öðrum á verk- stæðunum, en kaupfélagsstjórinn hefur aldrei talið'sér henta að taka hið minnsta tillit til á- bendinga okkar i nokkru máli. Hefur þvi sambúðin við hann reynzt okkur mjög erfið og slit- andi. Hins vegar hefur aldrei komið til þess fyrr en nú, að við værum knúnir til að leggja niður vinnu, enda erum við seinþreyttir til vandræða, og þvi hefur aldrei verið hótað af okkar hálfu, heldur ekki i þeirri deilu, sem kaup- ■félagsstjórnin blæs svo mjög upp i fréttatilkynningu sinni. Vinnu- stöðvun okkar er eingöngu vegna máls, sem kaupfélagsstjórnin við, og ef það er áhugi á þvi hjá þessum aðilum, að við reynum að koma á sáttum i málinu, þá mun- um við reyna slikt. Reynir sagði að það væri væri ekki hægt að tala um lausn á ágreiningsefninu i þessu sam- bandi fyrr en málsaðilar slökuðu eitthvað á kröfum sinum. — Ég tel, að þeir sem eitthvað hafa fylgzt með málinu, sjái að staða Odds kaupfélagsstjóra veldur þarna mestu um. Ef hann breytir ekki afstöðu sinni leysist þetta mál ekki. Enn bætast fleiri félög i hóp þeirra er styðja verkfalls- menn á Selfossi i aðgerðum þeirra. Hér er einróma álykt- un frá Sveinafélagi skipa- smiðat. Aðalfundur Sveinafélags skipasmiða lýsir yfir samhug og samstöðu með verkfalls- mönnum á Selfossi I baráttu þeirra gegn þvi að gripið sé til þess óyndisúrræðis, að reka þá menn úr vinnu, sem tekið hafa að sér að gegna trúnaðarstörfum fyrir félaga sina og standa á rétti þeirra, i þessu tilfelli mann sem starf- að hefur fyrir fyrirtækið i 35 ár og þar með varið sinum beztu starfsárum i þágu fyrirtækis- ins. Fundurinn telur að Sam- vinnuhreyfingin hafi sett mik- ið ofan, þegar hún gengur fram fyrir skjöldu með slik vinnubrögð. reynir að fela i tilkynningunni og minnist varla á, nefnilega vegna brottreksturs þess sem fyrr greinir og ekki á sér nokkrar rétt- mætar ástæður. Á fundi okkar trúnaðarmanna með kaupfélagsstjórninni á þriðjudaginn buðum við henni upp á viðræður um fleiri deilumál en það, sem var tilefni fundarins. Höfðum við þar fyrst og fremst i huga þennan brottrekstur, sem er einasta tilefni verkfallsins, eins og áður segir. Þvi boði var hafnað og lauk þannig fundi okkar með stjórninni. Sýnir það áhuga henn- ar á þvi að leysa þessa deilu, og heggur nú sá et hlifa skyldi.” MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA SVARAR AUSTFIRÐINGUM UM ÚTVARPSMÁLIN Á ÞINGI EFTIR HELGI BH-Reykjavik. — „Hreppsnefnd Egilstaðahrepps skorar á menntamálaráðherra að sjá svo um, að nýleyfð hækkun afnota- gjalda sjónvarps fyrir timabilið 1. janúar til 30. júní nái ekki til sjón- varpsnotenda á Austurlandi, vegna óviðunandi móttöku- skilyrða frá Gagnheiðarstöðinni siðastliðinn vetur, eða verulegur afsláttur verði veittur. — Hrepps- nefnd mótmælir harðlega, að af- notagjöld fyrir útvarp og sjón- varp eru nú innheimt sameigin- lega, og menn látnir greiða fyrir útvarpstæki, þó að eigandi sjón- varpstækis eigi ekkert útvarp.” Tfminn hafði samband við menntamálaráðherra vegna þessarar fréttatilkynningar og kvað hann unnið að þvi i mennta- málaráðuneytinu að afla gagna til að svara fyrirspurn, sem til hans hefði verið beint á Alþingi og hnigi mjög i sömu átt og áskorun þessi. Væri því ekkert um málið að segja fyrr en málið kæmi fyrir á Alþingi. DVERGHROSS Þessi hesta,,trltill” sem hér má sjá á mynd- unum er tæpra tveggja vetra gamall og er dverghestur eins og sjá má. Tritillinn er í geymslu hjá bónda nokkrum uppi á Kjalar nesi, en er ættaður úr Katadal, Vatnsnesi, Húnavatnssýslu. Afar sjaldgæft er að dverg- hestar fæðist, og þvi festi Kristján Jósefsson, eigandi islenzka dýrasafnsins, kaup á gripn- um, og mun Kristján ætla sér að hafa tritilinn til sýnis I portinu fyrir framan Breiðfirðinga- húð í sumar. Jafnframt hefur Kristján hugs- að sér að sýna tritilinn á hestamannaniótum f sumar. Kristján er staðráðinn i að temja hestinn og ætti vart að vera mikil fyrirstaða i þvi sambandi, þvi hann er gæfur mjög. Þá hefur að sögn Kristjáns, komið til tals og þótt ágæt húgmynd, að leyfa börnum að fara i út- reiðartúr á dverghestinum. Timamyndir: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.