Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 9
TÍMINN TÍMINN LJOSMÆÐUR OG LANGSKOLANAM A mánudagskvöldiö 7. aprll flutti Steinunn Finnbogadóttir útvarpserindi um daginn og veginn, þar sem meðal annars var fjallað um hugmyndir, sem upp hafa komið um það að gera ljósmóðurnám að framhalds- námi hjúkrunarkvenna, sem svo aftur yrðu að hafa lokið stúdentsprófi til þess að koma I hjúkrunarkvennaskólann. Jafn- gilti þetta fyrirkomuiag tlu ára námsferli ljósmæðra. Er hætt við, að þetta gæti haft örlagarik áhrif, ekki slzt fyrir lands- byggðina. Steinunn hefur farið þess á leit við Tlmann að birta þann hluta útvarpserindis slns, er fjallaði um ljósmæðramálin, og fer hann hér á eftir. „Halldór Ásgrlmsson og Helgi Seljan flytja frumvarp til laga um breytingu á ljósmæðralög- um (17. 19. júni 1933). Þessu frumvarpi er mjög fagnað af ljósmæðrastéttinni. Aö breyta ljósmæðralögum er löngu orðiö nauðsynlegt, — enda um 40 ára löggjöf að ræða. Það kemur fram I greinargerð, að frumvarpiö hafi verið flutt á alþingi 1971-1972 en vlsað til rlkisstjórnarinnar á þeim for- sendum að nýrra ljósmæðra- laga væri að vænta. Endurskoðun ljósmæöralaga var þá I höndum nefndar, sem heilbrigðismálaráðherra skip- aði og skilaði hún drögum að frumvarpi I marz 1973. Frumvarp nefndarinnar var á þann veg, að ráðherra lagði það aldrei fram. Ljósmæörafélag Islands mælti ekki með frum- varpinu — þannig var það I stakk búið, en félagið hefur oft- sinnis óskað eftir þvl að lögin verði endurskoðuð. Þegar svona tókst til um endurskoðun á ljósmæðralög- um, og lög um heilbrigðisþjón- ustu voru I mótun, þá beitti félagið sér fyrir þvi, aö I hina nýju heilbrigðislöggjöf kæmi ákvæði um störf ljósmæðra á heilsugæzlustöðvum, og varð það að lögum. Þrátt fyrir þann áfanga eru launakjör og hin lagalega staða ljósmæðrastéttarinnar alveg óviðunandi — og ekki sizt með hliðsjón af þeirri ábyrgð, sem störfum þeirra fylgir. I frumvarpinu segir — Launa- kjör skipaðra Ijósmæöra skulu ákveðin á sama hátt og laun opinberra starfsmanna (sbr. lög nr. 55 28. aprll 1962). Laun ljósmæðra hafa jafnan verið mjög lág, einkum þó héraðsljósmæðra. Aðstaða þeirra er alveg sérstök meðal starfsmanna rikisins og næsta furðulegt, að hún skuli enn vera óbreytt á þvl herrans ári 1975. Ljósmæður eru skipaðir embættismenn, en þó eru þær ekki viðurkenndir starfsmenn rikisins, og sakir lágra launa komast þær ekki inn á launa- stiga opinberra starfsmanna. Af sömu ástæðum koma lög um llf- eyrissjóð ljósmæðra þeim að engu gagni, nema siður sé, þvl að af_ þessum sultarlaunum þeirra er tekið I einskisnýtan llf- eyrissjóð. I frumvarpinu er einnig ákvæði um — að ljósmóðir, sem skipuð er I starf samkvæmt lög- um þessum, skuli eiga rétt á orlofi ár hvert á sama hátt og aðrir opinberir starfsmenn. Núna eiga héraðsljósmæður, sem vilja taka sér sumarleyfi, fárra kosta völ. Þær verða sjálf- ar að útvega ljósmóður fyrir sig, og ef það tekst þá verða þær að bera af þvl allan kostnað. Flutningsmenn frumvarpsins eru dreifbýlismenn, er þekkja gjörla vandamál slns fólks, og vita, hversu mikils virði það er að hafa góðar ljósmæður I hin- um dreifðu byggðum,og skilja, að til þess að það geti orðið, þá sé nauðsynlegt að búa þeim við- unandi kjör. Nái frumvarpið fram að ganga væri brotið I blað, hvað varðar réttarstöðu héraðsljós- mæðra. Væri það sannarlega maklegt og tlmi til kominn. Með þýðingu góðrar og vel skipulagðrar heilbrigðisþjón- ustu I huga og einnig hina glfur- legu fjármuni, sem til hennar eru lagðir, verður það að vera þrauthugsað, hvernig bezt er með heildaryfirsýn að treysta hina mörgu þætti hennar, og þá ekki hvað sizt allt, sem snertir menntun heilbrigðisstéttanna. En nú er menntun þeirra all- brotakennd, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Verið er að endurskoða lög um hjúkrunarmenntun og semja reglugerð um Ijósmæðra- menntun. Menntun ljósmæðra heyrir ekki udnir menntamála- ráðuneytið, heldur heilbrigöis- málaráðuneytið — hvað sem þvl veldur. Hins vegar er Hjúkrunarskóli íslands' á veg- um þess ráðuneytis eins og flest allir skólar landsnns. Ljós- mæðrastéttin óskar þess eindregið að Ljósmæðraskólinn verði^S vegum menntamála- ráðuneytisins — jafnframt sem hún vill, að menntun hennar verði aukin og bætt að mun. En þar sem skólinn heyrir undir heilbrigðisráðuneytið fór Ljósmæðrafélag íslands þess á leit við ráðherra — að endur- skoðuð yrðu lög um Ljósmæðra- skólann og samin reglugerð. Þegar svar barst frá ráðuneyt- inu var það þess efnis, — að skipuð hefði veriö nefnd til þess að semja reglugerð um Ljósmæðraskólann — Ljósmæðrafélagi Islands var ekki gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa I nefndina, en það, hvernig til tekst að sem ja reglu- gerð,er alltaf mjög mikilvægt, og þá ekki sizt þegar lögum er jafn áfátt eins og lögunum um Ljósmæðraskóla íslands frá 1964. Það að gefa félaginu ekki kost á að tilnefna fulltrúa I nefnd, sem fjalla á um mál, sem er llf- æð hverrar stéttar — það er að segja menntunarmál hennar — er óskiljanleg lltilsvirðing við ljósmæðrastéttina. Og gengur I berhögg við venjur. I þessari reglugerðarnefnd eru — deildarstjóri I heilbrigðis- ráðuneytinu, kennari I Ljósmæðraskólanum og einn nemandi skólans. Frá henni hafa engar tillögur borizt enn. En — I annarri nefnd hafa verið lagðar fram róttækar tillögur varðandi ljósmæðrafræðslu. Þær tillögur fela I sér hvorki meira né minna en það — ef að lögum yrðu — að Islenzka ljós- mæðrastéttin myndi þurrkast út. Reyndar er það ekki sagt beinum orðum heldur þannig: „Ljósmæðranám verði stundað sem framhaldsnám I hjúkrun á viðkomandi sér sviði.”Sú nefnd sem hefur þessar tillögur innan- borðs, var skipuð af mennta- málaráðherra og verksvið hennar — að endurskoða lög um hjúkrunarmenntun. 1 henni eru skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands, einn fulltrúi frá Hjúrkunarfélagi íslands, tveir læknar tilnefndir af Háskóla íslands, hjúkrunarnemi, og auk þess fulltrúi frá heilbrigðis- málaráðuneytinu sá hinn sami, sem er formaður þeirrar nefnd- ar, sem semja á reglugerð um Ljósmæðraskólann. I Timariti Hjúkrunarfélags Islands,þar sem áðurnefnd til- laga um framtlðarskipan ljósmæðranáms er kynnt, segír að tillögurnar^ sem bornar eru fram af fulltrúa Hjúkrunar- félagsins I nefndinni, hafi verið sendar ýmsum aðilum til um- sagnar, þar á meðal stjórn L jósm æðrafélags íslands.' Þarna er farið með rangt mál. Ljósmæðrafélaginu hafa ekki borizt þessar tillögur til um- sagnar. En hvað felst þá I þvl, að ljós- mæðranám verði stundað sem framhaldsnám I hjúkrun á við- komandi sérsviði, eins og það er orðað? Þetta þýðir samkvæmt tillögu fulltrúa Hjúrkunar- félagsins — að til þess að ljúka ljósmæðranámi þarf 10 ára skólagöngu að loknu skyldu- námi, nánar sagt 4 ár I mennta- skóla til stúdentsprófs, þar við bætist 4 ára hjúkrunarnám. Að þvl námi loknu kemur fyrst tækifæri til náms I ljósmóður-' fræðum og þvl námi ætluð tvö ár — samtals 10 ár — og er það sami árafjöldi og þarf til embættisprófs I læknisfræði. Nú á tímum þegar mjög er rætt um valgreinar og fjöl- brautanám, þá er harla undar- legt að rekast á svona óraunsæ- ar tillögur. Hugmyndir um að krefjast náms I tiltekinni starfsgrein, eins og t.d. hjúkrun,til þess að komast til náms I aðra, það er að segja ljósmæðrastörf — er ekki I samræmi við markmið fjölbrautanáms. Það er öruggt. Með sömu rökum mætti gera kröfur um, að enginn komist I Kennaraskóla Islands, nema hafa áður lokið fóstruprófi, og væri það þó slzt fjarlægara. Ef sú tillaga næði fram að ganga að gera ljósmæðra- fræðsluna að framhaldsnámi — að loknu stúdentsprófi og hjúkrunarnámi, mundi það skapa nýjan og mikinn vanda I heilbrigðisþjónustunni úti um landi að minnsta kosti. Hætt er við,að fáar hjúkrunarkonur myndu sækjast eftir ljósmæðranámi eftir sllka breytingu. Könnun, sem Hjúkrunarfélag tslands gekkst fyrir að beiðni menntamálaráðuneytisins um áhuga hjúkrunarkvenna á framhaldsnámi I ýmsum náms- greinum, bendir eindregið I þá átt. Af þeim 106, sem létu óskir slnar I ljós, var aðeins ein, sem hafði áhuga á ljósmóðurfræði sem framhaldsmenntun. Hins vegar er aðsókn að Ljósmæðra- skóla Islands allt að sexföld miðað við þann fjölda nemenda, sem skólinn getur tekið. Eðli- legast er, að Ljósmæðraskólinn haldi áfram að vera sjálfstæð menntastofun fyrir þá, er ljós- móðurfræði vilja nema,á sama hátt og Hjúkrunarskóli Islands er fyrir þá, sem nema vilja hjúkrun, ennfremur að báðir skólarnir hefðu opna gagn- kvæma námsmöguleika fyrir þá, sem þess óska. Með þessu móti kæmu fram hjúkrunarkon- ur, ljósmæður og þriðji hópur- inn, sem þá væri með hjúkrunar- og ljósmæðramennt- un. Þær, sem slika menntun hlytu, vildi Sigrlður Eirlksdóttir fyrrverandi formaður Hjúkrunarfélags Islands, kalla hjúkrunarljósmæður og gat þess I grein, sem hún skrifaði árið 1947 og hún nefndi Framkvæmdir heilsugæzlunn- ar. Hugmyndir um að gefa ekki kost á ljósmæðranámi, nema að hafa lokið stúdentsprófi og hjúkrunarnámi til viðbótar, þær tel ég algjöra fjarstæðu. Hjúkrunarkvennaskorturinn hefur verið mikill og tilfinnan- legur á siðustu árum, oft svo að loka hefur orðið deildum sjúkrahúsa. Horfið var að þvl ráði að mennta sjúkraliða með stuttum námstíma til hjúkrunarstarfa á sjúkrahúsum og stofnunum. Nú er það yfirlýst stefna Hjúkrunarfélags tslands að öll hjúkrunarmenntun eigi að fær- ast inn i háskóla, og að þvi hyggst félagið vinna. Hér skýtur allskökku við, hvað snertir nám sjúkraliða. Þessi allfjöl- menm hópur, sem viðurkenndur er til að annast hjúkrunarstörf og hefur reynzt vel, fær hvorki að njóta menntunar sinnar né starfsreynslu, ef sjúkraliðar vilja hefja viðbótarnám i hjúkrunarfræðum. Þess vegna eru sjúkraliðar innilokaður lág- launahópur meðal heilbrigðis- stéttanna, og verður þvi varla sagt, að það menntaspor hafi verið stórmannlega stigiö. Já — það eru ærin verk að vinna til þess að bæta og skipu- leggja nám heilbrigðisstétt- anna, og sem yrðu þjóðinni til meiri hagsbóta — heldur en að þurrka út ljósmæðrastéttina og gefa engum kost á námi I þeim fræöum, nema með 10 ára námsferli frá þvi skyldinámi lýkur. Hvernig ræðst um menntun heilbrigðisstéttanna er örlaga- rikt mál fyrir fólkið I landinu. Góð menntun er gulli berti — en mér er það ljóst, að eitt er að óska og annað hvaö mögulegt er og viturlegt að gera.” KRISTJAN FRIÐRIKSSON: Sex milljarða sóun KRISTJAN Friöriksson flutti jómfrúræöu sina á Alþingi á fimmtudag, þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um iðnþróunaráætlun fyrir íslend- inga. Meðflutningsmaður Kristjáns er Þórarinn Sigurjóns- son. Jómfrúræða Kristjáns fer hér á eftir: Herra forseti. Háttvirtir al- þingismenn. Sú tillaga, sem hér er flutt, er áskorun til iðnaðarráðherra um að hraðað verði gerð heildar iðn- þróunaráætlunar fyrir Islend- inga. En hér er að sjálfsögðu um að ræða áskorun til yðar allra og þjóðarinnar i heild — um að fara að huga nánar að uppbyggingu iðnaðar á íslandi og því, hvernig staðið skuli að þeirri uppbygg- ingu. Vax ta rbroddur inn Flestir, sem um þessi mál ræða, viðurkenna, að vaxtar- broddur islenzks efnahagslifs hlýtur að verða i iðnaðinum — en skoðanamyndun um þetta mál- efni virðist mér að hjá flestum nái ekki mikið lengra. Ég mun ekki ræða stafliði til- lögunnar i röð hvern fyrir sig, heldur allt i samhengi. Komið verður inn á, hvað þegar hefur verið gert i' þvi að vinna að iðnþróunaráætlun. Einnig hvaða tegundir iðnaðar mér virðist að helzt kæmu til greina fyrir Islend- inga, og hef ég lauslegar tillögur um svo sem 40 tilgreind iðnfyrir- tæki viðs vegar um landið, en tel reyndar að stefna þyrfti að mynd- un allmiklu fleiri slikra. En svo verð ég að verja nokkurri stund i það, að sýna fram á hin beinu og óbeinu tengsl iðnaðaruppbygg- ingar við hagnýtinu auðlinda hafsins, þvi uppbyggingu efna- hagslifs á Islandi þarf að skoða sem eina heild fremur en að- greinda málaflokka. Hlýt ég þá að koma talsvert inn á uppbygg- ingu I sjávarútveginum — vegna þessara tengsla. Stjórnmálaafglöp Ég mun leitast við að sýna fram á hvernig afglöp, sem ég tel að gerð hafi verið i uppbyggingu sjávarútvegsins, hafa hreint og . beint hindrað skynsamlega upp- byggingu iðnaðar og munu halda áfram að hindra iðnaðarupp- bygginguna, og þar með upp- byggingu farsældarrikis á Is- landi, nema róttæk og markviss stefnubreyting komi til. Þetta samhengi verður ékki skilgreint nema með þvi að gera sér grein fyrir afglöpunum i uppbyggingu sjávarútvegsins. Ég segi afglöp — og þykist ekki taka of sterkt til orða, þvi ég lft svo á, að það þurfi að fara langt til baka i Islandssögunni til að finna afglöp i efnahagsmálafor- ustu, sem séu á borð við þau, sem á siðustu misserum hafa verið gerðásjávarútveginum. Að i sög- unni þurfi jafnvel að fara aftur á 15. öld til að finna hliðstæðu. Alveg aftur á daga Diðriks Pin- ings, sem var hirðstjóri hér á landi seint á 15. öld, en undir hans forsæti voru þau lög sett af skammsýnum stjórnmálamönn- um, islenzkum og dönskum, sem hindruðu það að tslendingar fengju hagnýtt fiskimið sin. Þetta voru lögin um vistráðningar- skylduna, sem hindruðu myndun þorpa og bæja við Islandsstrend- ur, en við það lenti nytjun fiski- miðanna i höndum útlendinga um aldabíl, eins og kunnugt er. En það er af Diðriki þessum Pfning að segja, að hann var siðar hengdur eða krossfestur fyrir einkaframtak á sviði sjórána. Og ekki fer hjá þvi að manni verði á hugrenningatengsl milli atferlis hans og örlaga við þau sjórán, sem siðustu misseri hafa átt sér stað i smáfiskadrápi fyrir Norð- ur- og Austurlandi, og kem ég að þvi siðar. Ástandið nú óþarft er að fara mörgum orðum um ástandið i efnahags- málum tslendinga eins og það blasir nú við. Þingi og þjóð er það kunnugt, þó ég raunar efist um að mönnum sé almennt ljóst, hversu afar alvarlegt það er. — Svo til allir sjóðir tómir. Viðskiptahalli við útlönd fer verulega fram úr arðvænlegri uppbyggingu. Og kröfur á rikissjóðinn koma úr öll- um áttum, þannig að hann á mjög I vök að verjast. Sjálft peninga- kerfi landsmanna er i hættu. Og hvernig má þetta vera, hjá þjóð, sem býr við auðugustu fiski- mið i heimi, — er nýbúin að vinna stórsigra i útfærslu landhelginnar (og þið eigið mikinn heiður skil- inn, heiðruðu þingmenn, fyrir'' frammistöðu ykkar á þvi sviði)? Já, en hvernig stendur á þvi, að i hreint óefni stefnir, þrátt fyrir þetta , og þrátt fyrir að hér býr dugmikil og gáfuð þjóð? Þrjár auðlindir Ég get vel skotið þvi hér inn i, að ég tel, að Islendingar eigi þrjár aðal auðlindir, þvi það skýrir að nokkru málflutning minn. Þriðju og mestu auðlindina tel ég vera hin gjöfulu fiskimið, þá næstmestu tel ég fólgna i varmaorku og fallvötnum, en þá langsamlega dýrmætustu tel ég fólgna i listrænni snilli þjóðarinn- ar, og sérhæfni hennar til að fást við vandasama iðnaðarfram- leiðslu vegna hugvitssemi þjóð- arinnar og verksnilli. Islendingar eiga næstflesta hugvitsmenn allra þjóða, miðað við fólksf jölda. En þessir eiginleikar hafa ekki fengið notið sin — sakir slakrar stjórnmálaforystu á löngum tlmabilum, og er mál að úr verði bætt, og að þvi m.a. lýtur sá til- löguflutningur, sem hér er hafður i frammi. En nú mun ég snúa mér að þvi að gera nokkra grein fyrir þeim efnahagsmálaafglöpum, sem ég gat um áður og gerir hvort- tveggja Isenn, eða öllu heldur allt i senn — að valda tómahljóði i öll- um sjóðum, stefna efnahagnum i voða, jafnvel svo að jaðrar við þjóöargjaldþrot — og hindrar þá iðnaðaruppbyggingu, sem er þjóðarnausyn, já lífshagsmuna- mál, svo notað sé tungutamt orð úr landhelgisbaráttunni. Of stór fiskiskipafloti Meginafglöpin eru fólgin I þvi, að við höfum verið, og erum, að byggja upp allt of stóran fiski- skipaflota. • Það munar ekki neinu smáræði. Nú skal leitazt við að færa rök fyrir þessu: Ég hef rætt við marga fiskifræðinga, raunar bæði erlenda og innlenda, og ég hef lika gert mina eigin útreikninga — auðvitað byggða á upplýsing- um frá fræðimönnum og á sögu- legum athugunum — varðandi það sérstaka grundvallaratriði — hvað sé óhætt að veiða mikið magn af bolfiski svo nefndum árlega næstu árin hér við landið. Niðurstaðan er: 500 þúsund til 550 þús. tonn miðað við þyngd upp úr sjó. Þetta gildir fyrir árin 1975 og ’76, og jafnvel ’77. Nú tel ég það eðlilegt raunsæi að gera ráð fyrir að um 20% af þessum afla komi i hlut útlend- inga allra næstu árin. Okkur mun naumast takast að bægja þeim alveg frá alveg strax. Naumast fyrr en eftir 2 til 3 ár. Þá verða eftir svo sem 400 til 440 þúsund tonn handa okkur. Meira má ekki taka, án þess að ganga á stofninn og eyðileggja eða spilla framtið fiskveiðanna um lengri eða skemmri tima. Veiðifloti okkar nú er um 100 þúsund brúttólestir. Þetta þýðir, að til jafnaðar koma 4 til 4,4 lestir fiskjar á hverja veiðilest i skipi. Ef hver lest fiskjar er á að gizka til jafnaðar svo sem 30 þúsund króna virði, þá er hér um að ræða verðmæti upp úr sjó fyrir svo sem 12-15 milljarða. En útgerð þessa mikla flota mun aftur á móti kosta um 22 mill- jarða. Þarna skeikar því um eina 7-10 milljarða, en hvor talan sem er dugar til að sýna að hér liggur skekkjan. Nú mun margur segja sem svo: Var ekki óhætt að stækka flotann, þar sem við erum að vinna land- helgisstrið —færa landhelgina út, hvorki meira né minna en úr 12 milum út i 200 milur, og losna við megin sóknarþunga útlending- anna á fiskimiðum okkar? Kórvillan mikla I þessu sambandi er, og hefur verið ein meginvilla, kórvilla — eins og stundum er sagt. Þetta stendur I sambandi við það, að sú minnkun erlendrar sóknar, sem fæst við útfærsluna, samsvarar sem næst þeirri ofveiði, sem átt hefur sér stað. Lika veldur hug- myndaruglingi hjá sumum, að út- færsla úr 12 i 50 mílur, og svo i 200 milur, breytir fyrst um sinn miklu minnaum aflamagn heldur en tölurnar gætu gefið óljósa hug- mynd um. Aðalsigurinn vannst með 50 milunum. En við þurftum að endurnýja flotann, munu margir segja. Jú mikið rétt. En fyrr má nú rota en dauðrota. Endurnýjunin þarf að vera gerð með hagkvæmustu nýtingu i huga. Samanburður við flotastærðina 1962 Nú vil ég biðja menn að renna huganum aftur til ársins 1962. Raunar vel ég það ár af handahófi — þvi sama á við um langt veiði- timabil. Þá var veiðifloti Is- lendinga rúmlega 70 þús. veiði- lestir. Hver veiðilest eða rúmlest I þessum flota var I reynd minni en i okkar 100 þúsund lesta flota nú, vegna breyttra mælingahátta — en einnig var hann afkasta- minni í sóknargetu miðað við lest, þannig að á þvi munar miklu meiru. Að leiðréttum samanburði hefur flotinn 1962 naumast verið afkastameiri en 60 þús. lestir i okkar núverandi flota, þ.e. 3/5 af honum. Þetta ár veiddi þessi floti þó yfir 340 þús. lestir fisks. Og takið nú vel eftir! Þessi floti náði þess- um afla í harðri samkeppni við útlendinga, i samkeppni um fisk- inn við erlendan flota, sem var miklu stærri heldur en okkar floti. Af þessu má ljóst vera, að 60-70 þúsund lesta floti islenzkur nú gæti fullnýtt miðin og það miklu auðveldar heldur en 70 þúsund lesta flotinn frá 1962 gat gert I hinni hörðu samkeppni við út- lendingana. Afglöpin kosta 6 til 8 milljarða á ári. Nú getur hver sem er reiknað það út á hnénu á sér, hvað það kostar að gera út hverja veiðilest til jafnaðar. Ef við segjum, að það kosti svo sem 200-220 þús. og förum vægt i sakirnar, þá nemur útgerðarkostnaður á 30-40 þús. veiðilestum sem eru umfram þarfirnar 6-8 milljarða. Það eru þessir milljarðar, sem vantar i kassann hjá okkur. Neikvæð gjaldeyris- öflun togara, dæmi: Til frekari áréttingar þeim út- reikningum, sem hér voru fram settir, ætla ég að taka eitt dæmi. Togari einn, sem keyptur hefur verið til landsins og er milli 900 og 1000 lestir kostar nú um 370 milljónir kr. Hámark er að reikna vexti 10% eða 37 millj. Raunfyrningu tel ég að verði að reikna 8% (það er miklu lægra en leyft er)^!) millj. Olíukostnaður, nálægt raunverði 30millj. Erlendur hluti trygginga 6millj. Viðhald (þeir eru að smá- bila) 7 millj. Veiðarfæri (mest út- lend) 20 millj. Samtals 130 millj. Segjum að þessi togari veiði 4000lestir á 30 þús. hverja lest og gerir það 120 millj. Laun og trygging áhafnar 54 millj. Eftir verða 66 milljónir. Kröfur þjóðarinnar um kjara- bætur, sem raunar er að mörgu leyti vonlegt að fram séu settar eru alveg tilgangslausar meðan svona er farið með fjármuni. Meðaltal af neikvæðri gjaldeyr- isöflun minni togaranna er um 30 milljónir á skip, ef fyrningar,8% af núverandi veiði^eru teknar með. Auðvitað misjafnt. Svo taka þessir togarar bezta fólkið frá bátaflotanum — taka lika frá þeim fiskinn, þannig að þeirra út- gerð, þ.e. bátanna^verður vonlaus lika. Og nú heyrist þvi fleygt, að nú eigi þeir á alþingi að fara i feluleik með afglöpin með því að ráðstafa gengishagnaði frá bát- um yfir til togara. Svei! Kóða-Tedd En sagan er ekki öll hér með sögð. Nú kemur rúsinan. Til er maður á Englandi, sem mikið hefur stundað veiðar til Island. Hann hefur fengið viðurnefni og er kenndur við Codling. Hann er vist kallaður Kóða-Ted hér á al- þingi. Hann varð frægur fyrir það — ekki aðeins að koma með smá- fisk af Islandsmiðunum, heldur það sem brezkir kalla codling — eða kóð, sem er smærra en smá- íiskur. Sagan segir að Kóða-Ted hafi jafnvel komizt upp í það að hafa 70—80% codling miðað við þyngd af aflanum. En það sorglega er, að nú er margur Kóða-Teddinn á Islands- miðum, en sá er munur, að nú er Kóða-Teddinn fslenzkur og veiðir I dragnót eða á nýtizku skuttog- ara fyrir Norður- og Austurlandi. Auðvitað veit ég það, að is- lenzkir fiskimenn gera það ekki ánægðir að drepa smáfisk og hleypa oft vænum slatta, af dauð- um kóðum út um lensportin — en þetta er leyft. Og ef fram heldur, sem horfir, verða fiskimiðin fyrir Norður- og Austurlandi eyðilögð á stuttum tima. Og ekki aðeins það, Smáfiskadrápið fyrir norðan og austan myndi þýða, ef þvi yrði haldið áfram — að aldrei framar kæmi góð vertíð fyrir sunnan land og vestan. Þvi þau kóð, sem hleypt er út um lensportin Norð- anlands dauðum, koma hvorki á linu sem vænn fiskur hjá Raufar- hafnarbátum né heldur sem góð- ur netafiskur til Vestmannaey- inga. Friðun smáfiskjarins fyrir trolli og dragnót fyrir norðan og austan er þvi ekki aðeins lífs- hagsmunamál þorpa og bæja fyrir norðan og austan, heldur engu siður þorpa og bæja fyrir sunnan og vestan. Hagsmunir þessara byggða fara þarna sam- an. Og það eru þessi tengsl, sem tengja svo þessar byggðir saman i sambandi við Iðnþróunina. Það, sem gera þarf I þessu máli, og það er i rauninni einn meginþáttur iðnþróunaráætlun- arinnar, þó sumum kunni að koma það kynlega fyrir sjónir, — er að banna allar togveiðar (rækjunót undanskilin) á svæði, sem markast af linu, sem dregin er réttvisandi i norður frá Kögri (austasti hluti Vestfjarðakjálk- ans) og hins vegar beint á haf út frá Eystrahorni. Ég lengi ekki mál mitt með að skýra þetta nán- ar. Ef menn halda að smáfiska- og seiðadrápið með dragnót og vörpu fyrir norðan og austan sé eitthvert rugl, þá skora ég á menn að rannsaka málið. Ég hef fjölda vitnisburða um þetta. Meira að segja skriflega vitnisburði upp á vasann þar sem ég nú stend hér. Svivirðileg meðferð á iðnaðinum Og nú kem ég að ipnþróuninni. Ég minnist þess, að fyrir einum 20—25 árum tók við embætti nýr iðnaðarráðherra. Ég man, að ég gerði fyrirspurn til hans á iðnrek- endafundi uppi i Þjóðleikhús- kjallara, um það, hvaða framtið- arstefnu hann hyggðist beita i iðnaðaruppbyggingunni. Ég var i rauninni að spyrja um iðnþróun- aráætlun fyrir Islendinga. Það var þvi likast sem ég hefði spurt um landslag á Júpiter. Þannig voru viðbrögðin. Um mörg ár var iðnaði i engu sinnt, t.d. var ó- mögulegt að fá lóð fyrir iðnaðar- hús i Reykjavlkurborg. Ég hef eigin reynslu hér við að styðjast. Yfirleitt hefur aðbúnaður að iðnaði um áratugi verið hrein svi- virðing á sama tima sem aðrar þjóðir hafa byggt upp iðnaö sinn með góðum stuðningi rikisstjórna og banka. Svo vorum við narraðir I EFTA — án þess að vera færir um samkeppnina. Loforð voru gefin um stórfellda uppbyggingu iðnaðar — á þvi sem nefnt var að- lögunartima. Þau loforð voru flest svikin. Oll fjármagnsgetan hefur farið i að byggja upp fiskiflota og eyði- leggja afkomumöguleika hans sjálfs með því að gera hann alltof stóran. Menn hafa getað keypt heila togara fyrir sáralitið eigið framlag, en iðnaðurinn. Nei. Hann hefur ekki einu sinni fengið sómasamleg rekstrarlán. Lang- stærsti atvinnuhópurinn er þó i iðnaðinum. En lán, bæði stofn- og rekstrarlán, eru I öfugu hlutfalli við framleiðslu og fólksfjölda i greininni. Þó hafa lög verið sett um rekstrarlán til iðnaðar — en þá kemur upp úr dúrnum, aö kerfið kann ekki að lánaút á ann- að en físk. Dæmi voru til að það tók 1/2 ár að ganga i gegnum svipugöng seremonia til að lokka út úr kerf- inu fáeinar milljónir i rekstrarlán jafnvel þó að fasteignaveð væru i boði. Það er vonlaust að rekja þessa sögu sorgar og niðurlægingar varðandi afstöðu valdamanna til iðnaðar. Hvað hefur verið gert? En hvað svo um áætlanir og að- gerðir siðustu ára? Hefur ekkert verið gert? Jú, það hefur talsvert verið gert, en heildarstefnumörk- un vantað. ’Y greinargerð með þessari þingsályktunartillögu er frá þvi greint, að útvegaðar voru 37 milljónir frá Sameinuðu þjóðun- um og viðar að var fjár aflað i þvi skyni að athuga uppbyggingu iðnaðar. I hinu þriggja binda verki Olle Rimers um iðnaðaruppbyggingu er ýmislegt að finna, sem til gagns má verða — ef það verður gert mönnum aðgengilegt. Sama er að segja um verk Berggrens og Delens. Ég vanmet ekki baráttu Jó- hanns Hafsteins og fleiri fyrir ál- verinu, þó að sitthvað megi finna að samningunum um álverið. Stóriðju tel ég að við eigum að notfæra okkur en mjög i hófi þó. Ég er ekki beint hrifinn af málmblendinu — en met þó djarf- lega og augandi framgöngu Magnúsar Kjartanssonar og Steingrims Hermannssonar, Gunnars Thoroddsen, að ein- hverju marki,o.fl. i þvi máli, þvi ég álit að þetta hvort tveggja, ál- og málmblendi, séu steinar I bygginguna, þ.e. iðnþróunar- bygginguna. Svo ég viki aftur að iðnbyltingarmanninum, velvirt- um fyrrverandi iðnaðarráðherra, Magnúsi Kjartanssyni, þá fór hann þá leið, að stofna sérstaka starfsdeild til að vinna að iðnað- arathugunum og klauf þannig þá starfsemi frá þvi liði sem fyrir var. Hvaða ástæður til þessa hafa legið veit ég ekki — en hitt tel ég ánægjulegt, að til forystu i þess- ari nýju deild held ég hann hafi fengið góðan mann, þar sem er Vilhjálmur Lúðviksson prófessor, en frá þeim góða manni hefur litið heyrzt ennþá. Sölustofnun lagmetis var sett á stofn — og svo er það útflutnings- miðstöð iðnaðarins, sem er lik- lega sá hlekkurinn i keðjunni, sem er næst þvi að vera rétt skap- aður. En stefnumörkun fyrir iðnþró- un tel ég að vanti enn. Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.