Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 12. aprll 1975. 162 við, en hún hafði enga hugmynd um, hvar sú gata var. innan skamms kom hún að breiðu stræti, sem lá þvert gegnum bæinn, það hlaut að vera Aðalgatan. i þeim enda strætisins, sem f jær var sá hún siglur stórskipa gnæfa yfir trjákrónurnar. Þar hlaut vestri höfnin að vera. Seinna ætlaði hún að rölta þangað og skoða ströndina og skipalagið. Sjómannaskólann og Sjómannaheimilið langaði hana líka til að sjá. En fyrst varð hún að finna Sögu og fá hjá henni kaf f itár og hvíla sig, því að hún var orðin mjög járeytt. Vegfarendur visuðu henni leið að húsi Norðmanns skipstjóra, — lítilli, gulri byggingu við fáfarna götu, þar sem stórvaxin tré veittu þægilega forsælu. Umhverfis húsið var garður með trjám, runnum og litfögrum síðsumarsblómum. í fallegum birkilundi sá hún rólu, nákvæmlega eins og þá, sem Hjálmar Norðkvist hafði látið koma fyrir handa börnunum sínum. Ýmis leikföng lágu á yíð og dreif hjá rólunni. AAilli tveggja reynitrjáa með haVauðum berjaklösum var þanin hengihvila, og þar lá ullarbrekán og bók. Lítið hjól stóð við húsvegginn. Allt bar vott um velmegun og hirðusemi, jafnvel svona snemma að morgni dags, áður en nokkur maður virtist vera kominn á kreik. Þarna voru líka eplatré, og á grein- um þeirra héngu gul og höfug aldin. Var þetta í raun og veru hús Einars, heimili sonar hennar? Jóhann hefði átt að sjá þetta. Húsið var að minnsta kosti eins stórt og fallegt og önnur hús í grenndinni. Og það voru á því svaiir. Nei, hún var orðin dauðþreytt. Það var bezt hún reyndi að koma sér inn núna. En nú varð Katrín skyndi- lega áhyggjufull. Hvað skyldi Saga segja, þegar hún kom svona, án þess að gera boð á undan sér? Ef til vill var hún ekki einu sinni velkomin á þennan stað, þegar öllu var á botninn hvolft. En þá gátu jáau líka sjálf um sér um kennt. Voru þau ekki margbúin að biðja hana að koma? Og börnin varð hún að sjá, og kaffi urðu þau að gefa henni, hvað sem tautaði. Katrín reyndi að Ijúka upp hurðinni, en tókst það ekki. Fyrst í stað botnaði hún ekkert í þessu, en svo datt henni skyndilega í hug, að fólk í kaupstöðum myndi lík- lega læsa húsum sínum. Þá tók húnþaðtil bragðs að drepa fáein högg á hurðina. Inni fyrir heyrðist fótataks barns, og lítill snáði opnaði dyrnar með erf iðismunum og leit stórum, bláum augum á Katrínu. Gat þetta verið Hermann? Hugsaði hún. Var hann orðin svona stór drengur? „Er mamma þín heima?" spurði hún. En barnið var þegar þotið inn, og Katrín heyrði það hrópa: „Mamma, mamma! Einhver sveitakerling er að spyrja um þig". „Hvað vill hún selja?" heyrði hún Sögu spyrja. Nú herti Katrín upp hugann og rambaði inn í rokkið and- dyrið. „Það er ég, Sara", sagði hún. Tengdadóttir hennar kom fram í gættina. Hún var með fangið fullt af koddum og ábreiðum. Augu hennar þöndust út af undrun. „Katrín!" hrópaði hún. „Amm.... amma! Þetta hefði mér sízt... Komdu inn. Hvernig líður þér? — Heilsaðu ömmu þinni, Hermann! „Ég geri kannski átroðning, en mig langaði bara til þess að sjá börnin og bústaðinn ykkar. — Ég geri kannski átroðning". „Síður en svo. Þú ert ævinlega velkomin. Nú ferðu þó ekki aftur i bráð. — Þú verður að af saka, þó að ég sé enn i morgunsloppnum. Við förum seint á fætur. — Komdu og tylltu þér og fáðu þér eitthvað að borða. — .... Nei, ekki fram í eldhúsið, vinnukonan er að undirbúa morgunverðinn. Komdu hérna inn í dagstof una og hvíldu þig á legubekknum. Fyrirgefu, að ég skrepp snöggvast frá". „Hvar er Greta?" „Æ, hún Greta! Hún sefur. Hún var á dansleik fram á nótt. Það var árshátíð slökkviliðsins. Hún kemur líklga ekki niður fyrr en við förum að borða hádegisverðinn. Herbergið hennar er uppi á efri hæðinni. Hún verður að fá að skemmta sér dálítið núna, hún er svo iðin við námið á veturna. Hún varð efst í sínum bekk í vor. Hún fær áreiðanlega gott stúdentspróf. Svo ætlar hún að nema tungumál. Hún er strax komin ágætlega niður í frönsku og þýzku". „Já, einmitt það". „Já-já. — Þú sást Hermann? Er hann ekki orðinn stór? Og það er líka farið að togna talsvert úr tvíburun- um. — En þú hefur aldrei séð þá litlu. Hún er bráðum þriggja ára. Það er hún ein, sem líkist mér, segir Einar, hárið er dökkt og augun brún. Hún er eftirlætið hans föður síns. — Þú ættir bara að sjá Gretu! Hún er orðin einhver glæsilegasta stúlkan í öllum bænum". „Ja-há. — Áttu kaffitár handa mér?" „Já-já, já-já auðvitað. Ég stend hér bara og læt dæluna ganga. — Ellen! Gerið svo vel að koma með kaf f i handa frú Jóhannsson". LAUGARDAGUR 12. april 7.00 Morgunútvarp Ve&ur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veður fregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 IþróttirUmsjón: Jón As- geirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XXIV Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. isienzkt máiAsgeir Bl. Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægulaga- þátt. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga „Sadako vill lifa” Annar þáttur. Leik- stjóri: Sigmundur örn Arn- grimsson. Persónur og leik- endur: Sadako... Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, Shigeo... Einar Sveinn Þórðarson, Tibbet... Hákon Waage, Hawkins... Guð- mundur Magnússon, Kenn- an... Sigurður Skúlason, Yasuko... Margrét Guö- mundsdóttir, Spaatz hers- höfðingi.:. Arni Tryggva- son, Sögumaður... Bessi Bjarnason. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Iðnnám á íslandi i 30 ár, — síðari þáttur Umsjónar- menn: Þorbjörn Guð- mundsson, Ragnar Braga- son og Arni Stefán Jónsson. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Ungfrú LI” kinversk saga frá 8. öld Erlingur E. Halldórsson les þýðingu sfna. 21.25 Tónlist eftir’ Strauss- bræður Strausshljómsveitin i Vinarborg leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 12. apríl 1975 16.30 tþróttir. Knattspyrnu- kennsla. 16.40 Esnak knattspyrnan. 17.30 Aörar iþróttir. M.a. myndir frá Norðurlanda- móti I handknattleik kvenna. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- maður Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. Strokið aö heiman. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.35 Ungviöi. (The Yearling) Bandarlsk biómynd frá ár- inu 1946. Aðalhlutverk Gregory Peck, Jane Wyman og Claude Jarman. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Myndin gerist á litlum bóndabæ I landnemabyggð I Banda- rikjunum. Jody, sonur hjón- anna á bænum, finnur dádýrskálf i skóginum og tekur hann heim með sér. Drengurinn vill taka kálfinn i fóstur, en foreldrarnir eru tregir til, og grunar, að það kunni að draga dilk á eftir sér. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.