Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 13
Laligardagur 12. april 1975. TÍMINN 13 Ræða Kristjdns II Talsverð brögð eru að þvi, að Landfara eru skrifuð bréf um sömu málin, og þá er oft sömu viðhorfum eða svipuðum haldið fram, aðeins með mismunandi orðalagi. Svo var til dæmis um vindlingapakkasöfnun Frjáls- iþróttasambandsins, sem nú er dottin upp fyrir, og svo er um sjónvarpsþætti, þar sem ógæti- lega þykir farið með fémuni, er hlustendur gagnrýna auðsjáan- lega miklu meira en áður, siðan afnotagjöldin hækkuðu. Þegar Landfara berast fleiri bréf en hann getur rúmað innan þeirra marka, sem þáttum hans eru sett, kemur það af sjálfu sér, að vikið er helzt til hliðar bréfum um það efni, sem áður hefur verið fjallað um á svipað- an hátt. Þar með er ekki sagt, aðLandfari vilji ekki birta þessi bréf, — heldur hitt til, að svipuð afstaða hefur komið fram áður, ef til vill oftar en einu sinni. Þetta eru þeir beðnir að athuga, sem ekki sjá bréf sin birt, og láta ekki þar fyrir hugfallast i skiptum sinum við Landfara. Vigslóði En snúum okkur þá að þvi, sem við getum hýst þennan dag- inn. Þórður Jónssonskrifar svo- látandi ádrepu: ,,Nú þegar virðist liða að lok- um striðsins i Vietnam, eða Indó-Kina öllu heldur, sem stað- ið hefur samtals i meira en þrjátiu ár, sækja að manni margvislegar hugsanir. Frá lokum heimsstyrjaldarinnar siðari, sem gerbreytti heimin- um og vakti meðal annars allar nýlenduþjóðir til vitundar um það, að þær ættu lika rétt, hafa vestrænar þjóðir sperrzt að halda yfirráðaaðstöðu sinni. Vopnum var beitt i mörgum löndum, en alls staðar hefur sagan orðið hin sama — sú, að þama hefur verið stofnað til til- gangslausra mannfórna og hörmunga. Indland brauzt undan Bretum með miklum átökum, þeir létu Kenýu ekki af höndum fyrr en eftir sorglega styrjöld og heift- arlegan hatursáróður, þeir egndu Grikkjum og Tyrkjum saman á Kýpur eftir reglunni deildu og drottnuðu, áður en þeir urðu að fara þaðan, þeir reyndu að kúga Egypta, þegar þeir tóku Súezskurðinn i sinar hendur og hófu meira að segja gegn þeim árásarstrið, ásamt Frökkum og Israelsmönnum. Astandið fyrir botni Miðjarðar- hafs á einnig rótsina að rekja að upphafi tilbrezkra athafna fyrir hálfri öld eða meira. Jafnvel gegn okkur tslendingum hafa þeir oftar en eihu sinni sýnt tennurnar, þegar smávægilegir hagsmunir þeirra rákust á við lifshagsmuni okkar. Hollendingar háðu sina til- gagnslausu styrjöld i Indónesiu, Frakkar á Madagaskar og um- fram allt i Alsir, Porúgalar i öll- um Afrikunýlendum sinum. Og árangurinn af þessu hefur ekki verið annað en mannfórnir, hörmungar og álitshnekkir fyrir þá, sem ekki vildu skilja fram- vinduna. Bandarikjamenn hafa svo fellt á sig sinn skugga með ihlut- un sinni i Indó-Kina, einkanlega Víetnam, og ekki bara sett ofan vegna vondra verka, sem þar hafa verið framin, heldur hafa áhrifin af þessari styrjöld stór- spillt bandariska þjóðfélaginu. En það, sem ég vildi draga saman, er: Timi er til þess kom- inn, að vestrænar þjóðir átti sig á þvi, að þær geta ekki lengur ráðið heilum heimsálfum eins og aður og verða að hafa hemil á yfirdrottnunarhneigðinni, þó að þær missi spón úr askinum sin- um. En það á náttúrlega ekki við þær einar, heldur öll rfki, þó að þau þykist finna hjá sér mik- inn mátt. Það er stóra boðorðið, þegar talað er um friðsamlega sam- búð”. DAS-húsið á Álftanesi Sjómaður, félagi nr. 1453, skrifar: ,,Ég er einn af þeim, sem hafa keypt miða i happdrætti DAS. En mér finnst, að ég hafi verið prettaður, þegar miði sem verð- mesti vinningurinn féll á, reyndist ekki hafa verið seldur. Þetta held ég að sé ekki hægt. Þið, sem eigið að sjá um þetta, hafið ekkert leyfi til þess að láta draga um óselda miða. Þessu heimtar maður, að sé breytt”. Þreytandi stagl M.E., reykvisk húsmóðir, sendir þennan bréfstúf: ,,Það kemur liklega úr hörð- ustu átt, en þó verð ég að segja eins og er, að ég er orðin dauð- leið á þessu sifellda stagli um kvennaárið alþjóðlega. Það verður farið að fara i taugarnar á mér áður en lýkur, það veit ég. Ég skal ekki dæma um það, hvort eitthvert gagn er að þvi að kenna ár þannig við einhver málefni og þrástagast svo á þeim. En vist er þó, að svo oft og lengi má þusa um það sama, að fólk verði ónæmt fyrir þvi, sem átti að hrifa það. Það er til dæmis algengt i pólitikinni”. Göngum ótrauð til verks En þetta þarf allt að takast upp hið skjótasta. Alþingi og almenn- ingur þarf að fá að vita hvar við stöndum I þessu efni og ekki þýðir annað en að ganga til verks, þó ekki sé hægt að tala um að taka til óspilltra málanna, þar sem búið er að sóa i afglöp þvi fé, og lána- möguleikum, sem hefði átt að fara til iðnaðaruppbyggingar. Oft er það svo, að þegar talið berst að iðnaðaruppbyggingu, þá er spurt: Hvað eigum við svo sem að framleiða? Aðalsvarið er: Við getum framleitt nærri þvi að segja hvað sem okkur kynni að detta i hug að einbeita okkur að, þvi að þjóðin er dugleg og gáfuð. Hana vatnar ekkert nema stjórn- málaforystu til að vaxa upp I vel- megandi iðnaðarþjóð með traustan efnahag. Þetta liggur i augum uppi. Þó að ég hafi aldrei verið til þess kjörinn að leita uppi iðn- greinar, sem hentuðu tslending- um, þá skal ég nú freista þess að telja upp nokkrar, sem ég tel að kæmu til greina. Þessi upptalning er gerð til að skapa umræðu- og umhugsunargrundvöll, en ég er ekki með þvi að gefa i skyn að ég telji mig færan um að hrista út úr erminni heila iðnþróunaráætlun. En ég er ekki aðeins að slá hér fram nokkrum hugmyndum um verkefni, heldur fyrst og fremst að leggja áherzlu á samhengis- sjónarmiðið. Það samhengi, sem ég legg svo mikla áherzlu á að þurfi að vera milli iðnþróunar- áætlunarinnar og þjóðhagslegrar hagnýtingar fiskimiðanna. Ein- mitt fyrstu átökin i framkvæmd áætlunarinnar þurfa að vera gerð með þetta fyrir augum. Með hlið- sjón af þvi, að skynsamleg nýting miðanna byggjast á þvi að við skiljum að lif fiskistofnanna er ein samhangandi heild, ein lif- fræðileg heild. Verkefnavalið þarf að gera með það fyrir augum, að starfsstöðv- arnar geti dreifzt um landið. Bráðasta nauðsynin er þvi að finna iðnverkefni fyrir þau svæði, norðan og austan — þar sem aðal- uppeldisstöðvar fiskins eru — svo fólkið þar fái verkefni við sitt hæfi en verði ekki þröngvað út I — i sinni lifsbaráttu að ofveiða upp- eldisfiskinn til tjóns bæði fyrir framtið sjálfs sin og þó einkum framtið fiskveiða við Suðurland og Suðvesturland. Þau verkefni, sem ég hér nefni eru miðuð við að þau verði fram- kvæmd á svo sem 10 ára tímabili og þá verði verkefnin norðan og austan látin hafa vissan forgang i tímaröðinni vegna hagsmuna Sunnlendinga — ekki sizt, en auðvitað alls landsins, þvi að ver- tiðarkaflinn við Suður- og Vestur- land hefur alltaf reynzt drýgsti gjaldeyrisaflinn og byggist á þvi að fiskurinn sé ekki veiddur á uppeldisstöðvunum. Nú kemur upptalning verkefna. Númeraröðin er ekki miðuð við timaröð, sem verkefnin ættu að framkvæmast i. 1. Eitt stóriðjuver á Norðurlandi i tengslum við stórvirkjun þar. 2. Stóriðjuver á Austurlandi i tengslum við stórvirkjun þar, og svo læt ég mér detta i hug, að við þurfum ekki að gera ráð fyrir fleiri stóriðjuverum, þvi eftir það ætlast ég til að við verðum búin að ná svo góðum tökum á þróun smærri iðnaðar, að frekari stóriðju verði alls ekki þörf. 3. Þrjár skipasmfðastöðvar fyrir smærri skip, raðsmföi, miðuð við viðhald eigin flota eftir að við höfum fært núver- andi flota niður i rétta stærð, m.a. með sölu talsverðs hluta núverandi flota út úr landinu — bæði til að losna við árlegt rekstrartap á honum og til að bæta gjaldeyrisstöðuna, sbr. fyrri röksemdir, og til að forða hættu á ofveiði. Þessar skipa- smiðastöðvar yrðu noran- og austanlands og þjónuðu auðvit- að sem viðhaldsstöðvar jafn- framt nýsmiði, sem er hag- kvæmt rekstrarlega séð. 4. Framleiðsla á skurðgröfum, eða vegheflum, eitt fyrirtæki, staðsett noröan- eða áustan- lands. Sbr. reynslu Norð- manna, Aðrar tegundir véla kæmu til greina, sbr. einnig á- herzlu þá, sem Rimer leggur á málmiðnaðinn i sinu þriggja binda verki. 5. Eitt fyrirtæki, sem sérhæfði sig i yfirbyggingu strætisvagna og áætlunarbifreiða, helzt stað- sett nyrðra — gæti þó orðið hagkvæmára að hafa það hér sunnanlands. 6. Járnbræðsla á brotajárni, sem framleiddi steypustyrktarjárn. arjárn. 7. Fyrirtæki, sem framleiddi oliuspil til notkunar i skip og fleira. Þetta kæmi til viðbótar einu sams konar fyrirtæki, sem nú starfar i landinu og hefur gengið vel, en sem þarf að efla. Nýja fyrirtækið sérgreindi sig i annarri gerð oliuspila eða raf- knúinna spila. Ég ræddi um skeið mikið við Bretann Geoffrey Roberts um verkefna- val á iðnaðarsviði fyrir íslend- inga — en hann hefur um mörg ár verið ráðgjafi brezku stjórn- arinnar, bæði stjórnar Wilsons og Heaths, um verkefnaval á sviði iðnaðar fyrir afskekkt héruð á Bretlandi. Roberts taldi, að við ættum að leggja mikla áherzlu á að velja okkur verkefni I iðnaði — einkum málmiðnaði, sem væru tengd sjávarútvegijt.d. sérgreindum búnaði skipa — sem væru þess eðlis að þau yrðu ekki fram- ieidd I fjöidaframleiðslu af stórfyrirtækjum. 8. Fyrirtæki, sem framleiddi raf-mótóra. Gæti verið staðsett hvar sem væri. Varmadælu- framleiðsla kæmi e.t.v. einnig til greina. 9. Eitt eða tvö fyrirtæki, sem leggði stund á ýmis konar bún- að úr léttmálmum til dæmis áli. Hér er átt við t.d. netakúlur, handfæraveiðitæki og margt fleira. 10. Eitt fyrirtæki sem framleiddi vindrafstöðvar. Véltækniþróun hefur orðið i framleiðslu slikra tækja á siðustu árum — en vindorka er hérmeiri en viðast hvar. Þessi orkulind gæti kom- ið að ómetanlegum notum hér á landi og tækjaframleiðslan auk þess hæglega orðið útflutnings- iðnaður. 11. Eitt fyrirtæki, sem framleiddi fiskkassa. 12. Eitt fyrirtæki til framleiðslu sérgreinds rafbúnaðar — hér er átt við stærri rafbúnaðarteg- undir. 13. Eitt litið fyrirtæki til fram- leiðslu . rafbúnaðarfittings og smærri rafbúnaðar. 14. Framleiðsla á snjósleðum, til innanlandsnota og útflutnings. 15. Rafkaplaframleiðsla úr áli aðallega. Þyrfti að semja við álverið um tækniaðstoð og sér- stakt verð á hráefni. 16. Litið valsverk, miðað við ál sem hráefni. 17. Mælaborðaframleiðsla. Eitt slíkt fyrirtæki hefur raunar þegar hafið framleiðslu og gengur mjög vel. Er nú að þre- falda framleiðslugetu sina og taka á leigu 700 fermetra hús- rými. Eftirtektarvert er, að maðurinn, sem leggur til sér- þekkinguna i þessu fyrirtæki lærði hana ekki I Islenzka skólakerfinu né i námsdvöl er- lendis heldur i útlendum bréfa- skóla. Gott dæmi um snilli Is- lendinga á iðnaðarsviðinu. En lánsútvegun þessa fyrirtækis hefur gengið erfiðlega. Skut- togarar ganga fyrir. 18. Tvö innréttingafyrirtæki, þar sem beitt yrði nýrri tækni. 19. Eitt fyrirtæki til framleiðslu á litsjónvarpstækjum, þegar sú framleiðsla yrði timabær. 20. Fyrirtæki til framleiðslu á sérgreindum elektroniskum tækjum, sem ekki verða fram- leidd I fjöldaframleiðslu. 21. Ein glerverksmiðja kæmi vel til greina, þó fyrsta tilraun okk- ar á þvi sviði mistækist. Mark- aður fyrir gler hlýtur að stór- aukast hér vegna aukinnar il- ræktar I náinni framtið. 22. Tvö fyrirtæki ætti að setja upp sitt i hvorum landshluta og beita þar tækni sem þróazt hefur á sviði þansteypu. Sam- anber einnig tilboð Svia um að veita tæknilega aðstoð við hús- hlutaframleiðslu i verksmiðju til stórfellds lækkunar bygg- ingarkostnaðar. 23. Eina verksmiðju til fram- leiðslu á plötum fyrir bygging- ariðnaðinn, sbr. einnig það sem nú er unnið að i vöruþróun úr perlusteini. 24. Postulinsverksmiðja. Hönn- unarsnilli og listfengi þjóðar- innar gæti hér fengið góð verk- efni. 25. Listmunagerð úr dýrum málm- um — I tengslum við hagnýt- ingu Islenzkra eðalsteina (Austurland). 26. Verksmiðja til framlejðslu á gólfteppaundirlagi. Innlendi markáðurinn veitir nú þegar nægilegt verkefni fyrir eina slika verksmiðju. 27. Eitt fyrirtæki fyrir fram- leiðslu á mjólkurvöruumbúð- um. Er hér miðað við nokkra breytingu á neyzluvenjum, sem auðvelt væri að koma á — og hefði mikla gjaldeyrlsspörun i för með sér. 28. Úrvinnslufyrirtæki úr fiskinn- yflum m.a. til framleiðslu lyfja. Eitt til tvö fyrirtæki til matvælaframleiðslu úr fiskinn- yflum kæmu llka til greina. Hér er þörf rannsókna og vöruþró- unar. 29. Fyrirtæki, sem leggði áherzlu á ilrækt til framleiðslu sveppa og til framleiðslu gróðurs til lyfjáframleiðslu, sbr. reynslu Dana á þessu sviði. 30. Textilverksmiðja, þe* aðal- lega spuna- og fágunarverk- smiðja I Hveragerði eða Sel- fossi. 31. Tvær litlar vefnaöarverk- smiðjur t.d. á Eyrarbakka og Stokkseyri — i tengslum við spuna- og fágunarverksmiðj- una i Hveragerði. 32. Ein dúkaprentunarverk-1 2 3 4 smiðja, sem gæfi sérstök tæki- færi til listrænnar hönnunar og miðaði við útflutning aðallega. 33. Nokkrar saumastofur, sem störfuðu i tengslum við vefnað- arverksmiðjur og útflutnings- miðstöð iðnaðarins. 34. Tvær saumastofur sem framleiddu skjólfllkur fyrir heimamarkað og til útflutnings úr sútuðum gærum. Hvert þessara verkefna er efni i bækur og bæklinga. Ég:. ætla ekki að þreyta með lengri upptalningu. Vil þó bæta einni starfsstöð við, sem þó er ekki beint iðnfyrirtæki — en er öllu þessu tengt. Fiskrannsóknarstöð i Eyjum. (Sleppi-seiðarækt?) Allir vita nú orðið um það fyrir- brigði, að aðeins sumir árgangar bolfiskanna „komast upp” sem kallað er. Þannig eru dæmi um að einn árgangúr hefur orðið 30 sinn- um sterkari en annar. I rauninni er til hugmynda- fræðilegur grundvöllur til að leysa þetta vandamál og jafna stærð árganganna með sleppi- seiðarækt. En reynsla erlendra þjóða I þá átt að leysa þennan vanda er slður en svo uppörvandi. En hver getur fullyrt, að okkur kunni ekki að heppnast að gera það sem öðrum hefur mistekizt, úr þvl að hin hugmyndafræðilega undirstaða er fyrir hendi? Ég állt, að stöð af þessu tagi ætti að koma á fót i Vestmanna- eyjum. G(æti hún haft fleiri verk- efni, og jafnframt orðið eins kon- ar fiski- og haffræðaskóli fyrir dálitinn hóp af ungu fólki i Vest- mannaeyjum. Skjótra lausna verkefna má ekki vænta — en ef lausnin fyndst á aðalverkefninu, myndi það hafa feikilega mikla þýðingu fyrir þjóðarbúskap ts- lendinga. Mér sýnist, að stað- hættir I Vestmannaeyjum fyrir svona starfsstöö séu alveg ein- staklega góðir, einkum eftir breytingar á höfninni, sem urðu i gosinu. Að tempra stærð flotans með auðlindaskatti Fjármögnun iðnaðaruppbygg- ingarinnár gæti að hluta til orðið með þeim hætti, að gróðanum af fiskimiðum, þ.e. auðlindaskattinn mætti nota til að byggja upp iðn- aðinn, og árleg rekstrartöp tog- ara myndum við losna við með minnkum flotans. Það myndi borga sig vel fyrir Sunnlendinga að stuðla að iðnaði i þorpum norðan og austan — til þess að þorpin þar neyddust ekki út I ofveiði, en hagnýttu hóflega fiskimið sin — og kóðadrápi yrði þar alveg hætt. Og svo gætu þorp- in og bæirnir á Suður- og Vestur- landi byggt upp sinn iðnað með auðlindaskatti, þ.e. veiðigjaldi i einhverri myrtd. Þetta veiðigjald væri riotað m.a. til að tempra stærð flotans við hæfilega sókn og fullnýtingu fiskimiða og fullnýt- ingu skipa og starfskrafta. Aftur á móti stefnir þjóðin I hreinan voða efnahagslega, þ.e. inn i langvarandi fátækt, ef haldið verður áfram að láta allt of stór- an flota slást um að smala sæ- kindum af hinum gjöfulu fiski- miðum með hóflausum til- kostnaði. Ef sóknin á miðin væri tempruð með auðlindaskatti, væri auðvelt að fá með þvi móti nægilegt fé til góðrar uppbyggingar iðnaðar. Ef flotinn væri mátulega stór, gætu útgerðirnar hæglega borgað auð- lindaskatt. Sem dæmi má nefna, að rækjumiðin i Isafjarðardjúpi gætu 20 bátar (i stað 50 nú) full- nýtt, og væru þá við veiðar mest- allt árið og gætu greitt gjald fyrir, sem nota ætti til að byggja upp iðnað, t.d. á tsafirði. Sama gildir um miðin almennt og landið i heild, og gætu þá útgerðarfyrir- tækin verið rik, eins og þau þurfa að vera, borgað fólki sinu vel og veriö alltaf með góð skip og tæki. Að síðustu skal svo rent að taka saman yfirlit um meginefni þessa mikla máls — þ.e. iðnþróunar fyrir Islendinga. 1. Fiskiskipaflotann þarf að minnka um 2/5, og spara þann- ig stórfellda gjaldeyrissóun. Fiskiflotinn sjálfur á að geta verið gjaldeyrisaflandi i stað þess að gleypa verulegan hluta af gjaldeyrisöflún sjávarvöru- iðnaðarins. 2. Seiða- og smáfiskadráp á upp- eldisstöðvum verður að hætta og tryggja norður- og austur- byggðum iðnverkefni til að firra þessar byggðir þvl að neyðast út I það örþrifaráð að stunda smáfiskveiðar og seiða- dráp. Þessi þáttur heildariðnþróun- ar þarf þvi að hafa forgang — ekki aðeins vegna þessara byggða sjálfra, heldur vegna suðurbyggða og alþjóðahags- muna. 3. Skilmerkileg iðnþróunaráætl- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.