Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 12. apríl 1975. FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 SÍS-FÓÐUR SUNDAHÖFN GrjÐI fyrirgóðan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS . ftækjavinnustofan s.f.-*| Kaupfélag -*Skagfiröinga aupfélag Húnvetninga Kaupfélag Eyfiröinga Grimur & Arnr Kaupfélag Kaupfél Kaupfélag Héraðsbúa itfífrs Sveinbjörnssoi Kaupfélag Borgfirðinga Verzlunin -»Verzlun Fr. F, í maílok? Ford Bandaríkjaforseti hefur tekið undir hugmynd brezku stjórnarinnar um slíkan fund NTB-London. Gerald Ford Randarikjaforseti flutti sem kunnugt er ræöu á þingi f fyrrinótt I ræöunni tók Ford undir hug- mynd um fund æöstu manna Atlantshafsbandaiagsins i vor. Það var utanrikisráðherra Bretlands, James Callaghan, er fyrst: hreyfði hugmynd að halda fund æöstu manna NATO i stað fyrirhugaös utanríkisráðherra- fundar bandalagsins i lok mai. Talsmaður brezku stjómarinnar sagði i gær, aö stjórnin fagnaði þessum undirtektum Bandarikja- forseta. Frá aðalstöövum NATO i Brussel bárust þær fréttir i gær, aö enn væri ekki ákveöiö, hvort af fundinum yrði — en llklegt væri, að nú kæmist skriður á máliö. Tilgangur þessa fundar æöstu manna NATO er fyrst og fremst aö treysta böndin milli aðildar- rikja bandalagsins. (Óneitanlega er samstaðan innan NATO ekki eins mikil og oft áður, eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna, en hún lýsir ástandinu beturen mörg orö). Þá er ætlunin að reyna að samræma afstöðu aðildarrikjanna til þeirra mála, sem rædd hafa verið á öryggis- málaráöstefnu Evrópu, en hug- myndin er, að ráöstefnunni ljúki á fundi i Helsinki i sumar. Skerst Bandaríkjaher í leikinn í Víetnam? Long Boret, forsætisrdðherra Kambódíu, íhugar að segja af sér, til að greiða fyrir samningaviðræðum NTB/Reuter-Washington/ Phnom Penh. Orörómur var á Ford ávarpar Randaríkjaþing. kreiki I Washington i gær, um aö Bandarikjastjórn ætiaöi aö láta Bandarikjaher skerast i leikinn i Suöur-VIetnam. Þaö voru þau orð Gerald Fords Bandarikjaforseta i þingræöu sinni i fyrrinótt þess efnis, aö bandariskt herliö yröi sent tii Vietnam til aö bjarga fólki undan sveitum þjóöfrelsisfylk- ingarinnar, er komu þessum orö- rómi á kreik. Ford hefur samt marglýst yfir, að hann muni ekki gripa til sliks örþrifaráðs, enda voru á sinum tima samþykkt lög, er banna for- setanum að skipa svo fyrir, að bandarisku herliði skuli beitt i Indó-Kina. Forsetinn fór i fyrrinótt fram á 722 miljón dala aukafjárveitingu til Suður-Vietnamstjórnar. Frétt- ir frá Washington hermdu i gær, að þessa upphæð — fallist Banda- ríkjaþing á að veita henni til Suð- ur-Vietnam — eigi einkum að nota til að treysta varnir Saigon og næsta nágrennis, svo að hag- stæðari uppgjafarskilmálum veröi náð. Aftur á móti sé ólik- legt, að hún verði notuð til frels- unar þess landsvæðis, er frelsis- fylkingin hefur náð á sitt vald, þar eð slikt sé nánast ógerningur að sögn hernaðarsérfræðinga. Ford hefur að sögn aðeins veika von um, að þingið fallist á beiöni hans, enda virðast þingmenn jafnvel enn ósveigjanlegri i af- stöðu sinni gegn fjárveitingu til Suöur-Vietnam nú en fyrr I vetur. Frá Phnom Pehn bárust þær fréttir i gærkvöldi, að skæruliðar heröi sifellt umsátrið um höfuð- borgina. Þá hefur Long Boret for- sætisráðherra i hyggju að segja af sér, til að flýta fyrir, að samn- ingaviöræður geti hafizt við skæruliða „Khmer Rouge”. I /X X • / •• Lýðræði ur sog- unni í Portúgal Flokkarnir hafa fallizt ó alræði hersins næstu 3-5 ór NTB/Reuter-Lissabon. Helztu stjórnmálaflokkar i Portúgal hafa fallizt á þá kröfu Portú- galshers, að hernum yröi veitt alræðisvald i landinu næstu þrjú til fimm ár. Samningur þessa efnis var i gær undirrit- aður af fulltrúum sex flokka og hersins i viöurvist bylt- ingarráðsins, sem nú fer með æðstu völd i Portúgal. Þeir flokkar, sem standa yzt til hægri (þ.e. hinn örlitli flokkur konungssinna) og yzt til vinstri, neituðu hins vegar að skrifa undir samningirin. Herforingjar I Portúgal hafa nú tryggt sér öll völd i landinu i náinni framtið — og má nú með sanni segja, að lýöræði sé aftur úr sögunni i Portúgal, hafi það þá nokkurn tima ver- ið endurreist. Kommúnistar einir fögnuðu samkomulaginu, en aðrir gátu varla dulið vonbrigði sin. Her- foringjarnir hafa skorað á kjósendur að skila auðúl kosn- ingum þeim, er fram fara 25. april nk. Þannig sýni þeir, að þeir séu óháöir öllum flokkum, en að undanförnu hafa herfor- ingjarnir skoraö á flokksleið- toga að gera bandalag i lfk- ingu við stjórnmálahreyfing- una innan hersins, er farið hefur nánast með öll völd i Portúgal siðustu mánuði. Þessi skopmynd birtist nýlega i þýzku blaöi undir yfirskriftinni: Guði sé lof — viö höfum þó enn NATO til aö styðjast viö. Fundur æðstu manna NATO Rannsóknir ó mikilvægi jarðhita sem orkugjafa á vegum S.Þ. Tillaga þess efnis samþykkt á fundi Auðlindarnefndar S.Þ. að frumkvæði íslands Fjórði fundur Auðlindanefndar Sameinuðu þjóðanna var haldinn i Tokió 24. marz til 4. april sl. Auðlindanefndin gegnir þvi hlut- verki að gera tillögur til Efna- hags- og félagsmálaráðs Samein- uðu þjóðanna um stefnumörkun varðandi nýtingu og varðveizlu náttúruauðlinda. Nefndin kemur saman til reglulegra funda annað hvert ár. f Auðlindanefndinni eiga sæti 54 riki. ísland var endurkjörið i nefndina til 4 ára frá 1. janúar 1975. Fundurinn fjallaði einkum um orkulindir, hráefni og varanleg yfirráð rikja yfir náttúruauðlind- um sinum. Afgreiddar voru margar tillögur til Efnahags- og félagsmálaráðsins um þessi mál. Fulltrúi tslands á Tokió-fundin- um var Ingvi S. Ingvarsson, sendiherra, fastafulltrúi íslands hjá S.Þ. Bar hann fram tillögu, þar sem bent var á mikilvægi jarðhitans sem orkugjafa og lagt til, að hinn nýstofnaði Háskóli Sameinuðu þjóðanna annist rann- sóknir og gangist fyrir hagnýtri fræðslu á þessu sviði. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Verður hún tekin fyrir af Efnahags- og félagsmálaráðinu við fyrsta tækifæri og ef hún fær þar jákvæða afgreiöslu mun ráð Háskóla S.Þ. fjalla um málið. (Fréttatilkynning frá utanrikiráðuney tinu) HtilÍSHORNA *VÁ IVIILU 13,4% Dana atvinnulausir NTB-Kaupmannahöfn. At- vinnuleysi magnast enn i Dan- mörku. 1 lok marz voru í öllu landinu nálægt 120 þúsund manns á atvinnuleysisskrá, en á aö gizka 17 þúsund höföu bætzt á skrána á einni viku. Atvinnuleysið nemur nú u.þ.b. 13,4% alls vinnuafls i Danmörku. Verst er ástandið i byggingariðnaði, þar sem hlutfallstala atvinnulausra er 21,2%. Samtök Afríkuríkja: Óbreytt afstaða til S-Afríku Reuter-Dar-es-Salaam/ Jó- hannesarborg. Utanrikisráð- herrafundi Samtaka Afriku- rikja (OAU), sem staðið hefur yfir i Dar-es-Salaam, höfuð- borg Tanzaniu, lauk i gær- morgun. 1 yfirlýsingu, sem gefin var út I lok fundarins, eru bornar til baka fréttir um breytta afstöðu Afrikurikja til stjórnarhvitra manna i Suður- Afriku. Utanrikisráðherrarnir féll- ust á að taka þátt i viðræðum, er gætu leitt til þess, að þeim markmiðum, er OAU hefur barizt haröast fyrir að undan- förnu, yröi náö. Þessi mark- mið eru: Valdataka blökku- manna i Ródesiu og sjálfstæði til handa Namibiu (áður Suð- vestur-Afriku), er lýtur nú stjórn Suður-Afriku. Fréttaskýrendur i Jó- hannesarborg eru þeirrar skoðunar, að orðalag yfirlýs- ingarinnar, sem er með mild- asta móti, tákni I raun breytta afstöðu OAU til Suður-Afriku- stjórnar. John Vorster forsæt- isráðherra neitaði i gær að segja álit sitt á yfirlýsingunni, en kvaðst vilja biöa og sjá, hverju fram yndi. Vorster tók þó skýrt fram, að stjórn sin léði aldrei máls á að taka þátt i viðræðum um framtið Nami- biu við þjóðfrelsishreyfingu landsins (SWAPO).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.