Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR SLONGUR BARKAR TENGI 41 'S^iíi ¦ * HF HÖRÐUR GUNMRSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460, 84, tbl. — Sunnudagur 13. apríl 1975—59. árgangur c .L ^J Já'r^sy^..___u^i^«> Lándvélörhf Hvað gerd þau í tómstundum? I DAG er rætt við Vilhjálm Hjálmarsson, menntamálaráðherra, um frístundir, búskap og fleira. UTSÉD UM j\á LAUSN í GENF FB-Reykjavík. Allt bendir nú til þess,aðekki verði lokið samning- um um hafréttarmálin, á haf- réttarráðstefnunni, sem'nii stend- ur yfir i Genf. Á þingi Sameinuðu þjóðanna ihaust hafði upphaflega verið ráðgert, að Genfarráðstefn- an myndi geta gengið frá sam- komulagi um hafréttarmálin, og slðan yrði komið saman I Caracas I júlí i sumar, og samkomulagið undirritað. Nú er hins vegar útlit fyrir að af þessu geti ekki orðið, og búizt við, að halda verði enn aðra ráðstefnu, áður en endanlegt samkomulag næst, og undirritun Flytja verður inn kartöflur í júlí vegna geymsluvandræða Talið er að heildaruppskera á kartöflum siðastliðið haust hafi verið um 160 þús. tunnur, að þvi er segir i frétt frá Uppíýsinga- þjónustu landbúnaðarins. Sam- kvæmt mælingum sem gerðar voru i kartöflugeymslum um mánaðarmótin spet.-okt. var talið að um 130 þús. tunnur af kartöfl- um væri til i landinu fýrir utan það sem einstaklingar rækta til heimilisnota. Áætluð mánaðar- neyzla okkar er talin vera um 9-10 þúsund tunnur, ársneysla 108-120 þúsund tunnur. Ef ekki kæmi til óeðlilega mikil rýrnun f geymslu, þá væri nægilegt til af islenzkum karötflum til að fullnægja mark- aðsþörfinni. En erfiðleikar á geymslu kartaflna valda þvi, að reikna má með að flytja þurfi inn kartöflur i júli i ár. Kartöflufram- leiðendur á Suðurlandi hafa átt við að striða sivaxandi tjón af völdum geymslu-kvilla. Einn alvarlegasti kvillinn staf- ar af Phoma-sveppi, sem var svo til óþekktur hér á landi fyrir fá- einum árum. Þessi sveppur hefur vfða valdið tjóni á norðlægum slóðum á undanförnum árum, en svo til eingöngu, þar sem vélvæð- í gær gerði bæjarfógetinn á Seyðis- firði út leiðangur til Loðmundar- fjarðar til að ganga úr skugga um mannaferðir þar. í firðinum, sem er í eyði, hafa sést ljós og sögusagnir eru um dularfullar mannaferðir þar. Þá hafa sést spor i snjónum en enginn veit með neinni vissu hvað þarna er á ferðinni, en væntanlega leiðir leið- angurinn menn i allan sannleika um málið. jp— > ing við kartöflu upptöku er mest. Á fundi sem nýlega var haldinn i Þykkvabæ að frumkvæði yfir- matsmanns garðávaxta, var helzta ástæðan talin fyrir auknum kvillum i kartöflum aukin vél- væðing,ogof mikillhraði á vélum við upptöku. Neytendur kvarta yfir útlits- ljótum kartöflum og framleiðend- ur eru ekki sáttir við matið, þegar kartöflur flokkast i annan flokk. Þótt kartöflur, séu ekki skemmd- ar, en utlitsljótar, þá eru þær ekki settar i I. flokk þess vegna geta verið i öðrum flokki ágætis mat- arkartöflur en áferð þeirra ekki eins og bezt verður kosið. Unnið verður að þvi að finna leiðir til að draga úr tjóni af völd- um upptöku- og flokkunarvéla, þvi treysta kartöflufranileiðend- ur á Rannsóknastofnun landbun- aðarins og þá sérstaklega Bú- tæknideild að þegar f haust verði gerður itarlegur samanburður á upptökuvélum og geymslum og allri meðferð kartaflna. getur farið fram, að sögn Þórarins Þórarinssonar alþingis- manns, sem um þessar mundir er staddur i Genf. Timinn hafði samband við Þórarinn nú fyrir helgina og spurði frétta af ráðstefnunni. Sagði hann, að aðallega hefðu að undanförnu verið haldnir fundir i fámennum undirnefndum, en auk þess hefðu einstök svæðasamtök eins og „77',;.haldið fundi, Eru það þróunarrikin, 'sém kallast „77", en þau voru upphaflega þetta mörg.en erunúorðineitthvað um eitt hundrað talsins. Mjakast ákaflega hægt i samkomulagsátt, að sögn Þórarins. — Aðallega hafa farið fram við- ræður að tjaldabaki, og þar af leiðandi veit maður ekki ná- kvæmlega, hvað hefur þokazt, en þetta gengur þó haldur i rétta átt, sagði Þórarinn. — Það eru eigin- lega allir orðnir sammála um, að ráðstefnunni ljúki ekki hér i Genf, eins og ráðgert hafði verið. Telja menn, að eina ráðstefnu þurfi að minnsta kosti enn, áður en til undirritunar gæti komið. Er talað um, að hun verði haldin t.d. i Vin, Nýju Dehli, Nairobi, eða þá i New York næsta vetur. — Mikið fjölmenni er hér á ráð- stefnunni, en skráð þátttökuriki eru um 150 talsins. Talið er, að hér séu um 2000 fulltrúar, eða jafnvel fleiri. Sumir þeirra eru hér þó ekki allan timann og alltaf eru menn að fara og koma. Skráðir fulltrúar Kanada eru t.d. 70, 25 frá Danmörku, og jafn- margir frá Noregi, en á annað hundraö fulltrúar eru frá Banda- rikjunum. Margt eru þetta sér- fræðingar, sem koma og eru stuttan tima I einu. • — Mesti árangurinn til þessa hefur ef til vill náðst i Evensen- nefndinni. Sú nefnd starfar eigin- lega utan ráðstefnunnar, en Amarshinge forseti hafréttarráð- stefnunnar tilnefndi I þessa nefnd milli 20 og 30 lögfræðinga, sem eiga sæti á ráðstefnunni. Þeir eiga að vinna að sérstökum tillög- um, og hefur nefndin starfað af miklu kappi. I þessari nefnd eru lönd, sem bæði hafa verið með okkur og á móti. Hefur þarna ver- ið mest fjallað um efnahagslög- söguna, og má segja, að þarna sé I stórum dráttum komið sam- komulag um 200 milna efnahags- lögsögu, en siðan á eftir að semja um margvislegar undanþágur. Vita menn ekki hvernig þeim málum lyktar. — Þarna er einn hópur, sem er orðinn nokkuð stór, hópur rikja, sem eru strandlaus, eða strand- litil. Þau krefjast alls konar sér- réttindafyrirsig. Annað deilumál er einnig ofaflega á baugi, en það varðar sund milli landa. Verði landhelgin færð út i 12 milur geta þessi sund mörg hver lokazt. Ef til þess kemur vilja stórveldin tryggja það, að þau geti haldið áfram siglingum um sundin, eins og verið hefur áður. Aðaldeilu- málið stendur um kafbáta, þ.e. hvört þeir megi sigla áfram um sundin neðansjávar eða ekki. Til þessa hefur herskipum verið heimilt að koma inn fyrir 12 mllna landhelgi, ef talið hefur verið, að þau séu þar i friðsamlegum til- gangi. Vilja menn nú, að kaf- bátarnir hlýti sömu reglum, þ.e; sigli ofansjávar, en það vilja eig- endur þeirra ekki samþykkja. — Annað deilumál er komið upp, en það varðar allsherjar- stofnun þá, sem ráðgert hefur veriö að koma á fót, og eigi að hafa með höndum nýtingu hafs- botnsins utan efnahagslögsögu strandrikjanna. Um valdsvið þessarar stofnunar hefur verið mikill ágreiningur milli stórveld- anna og þróunarlandanna. Þó virðist heldur vera að færast i samkomulagsátt hvað þetta snertir. — Allt þetta miðar i samkomu- lagsátt, en þó ekki nægilega mikið Framhald á bls. 39. Heimilisdýrin okkar I DAG er fjallað um páfagauka og fleiri fugla. VILT ÞU GISTA I SVEIT í SUMAR? FB-Reykjavík. í nýjasta heftinu af Frey er birt eyðublað, þar sem lóik I sveitum landsins er beðið að veita upplýsingar um húsnæði, sem það gæti hugsað sér að leigja um skemmri eða lengri tima fólki úr þéttbýli. Þegar hafa borizt upplýsingar um húsnæði, en enn sem komið er, er þar aðallega um að ræða íbúðarhús, sem ekki er biíið I, að þvi er Agnar Guðnason, blaða- fulltrúi Búnaðarfélags islands, tjáði blaðinu. A sfðasta Búnaðarþingi hreyfðu þeir Jónas Jónsson rit- stjóri Freys og Agnar Guðnason þessu máli fyrst, og kom þá þegar fram áhugi manna á að gefa fólki kost á dvöl i sveit. Er nú verið að safna upplýsingum um það, hvar helzt sé hægt að fá húsnæði i þessum tilgangi. hvort möguleikar séu á veiðiskap i ná- grenninu, og hversu langt frá verzlunarstöðum dvalar- staðirnir eru, svo nokkuð sé nefnt. Helzt hefur verið reiknað með þvi, að fólk fengi húsnæði og morgunverð, en sæi svo sjálft um aðrar máltiðir, en ekki hefur endanlega verið gengið frá þvi, og verður ekki gert fyrr en fyrir liggja upplýsingar um þá staði, sem til greina kunna að koma. Agnar Guðnason sagði, að I Sviþjóð væru að minnsta kosti 200 sveitabýli, sem byðu upp á þessa þjónustu. Þar borgaði gesturinn 10 krónur sænskar fyrir nóttina, enekkert fæði væri innifalið i þvi verði. Þessi starfsemi mun einnig vera i öðr- um löndum svo sem Danmörku, og alls staðar njóta mikilla vin- sælda. Akveðið er að hafa milliliða- kostnað sem minnstan, og þvi hefur verið komið á samstarfi við stjórn Landssambands veiðifélaga, en á vegum þess hefur verið opnuð skrifstofa á fyrstu hæð Bændahallarinnar. Þar verða gefnar upplýsingar um þá staði og heimili, sem taka vilja á móti gestum til dvalar. Skrifstofan er opin frá kl. 16 til 19 virka daga, nema laugardaga frá 9 til 12. Gert er ráð fyrir, að þegar I sumar verði nokkurt framboð á gistingu á sveita- heimilum. Agnar sagbi, að tilgangurinn með þessu starfi væri að stuðla að auknum kynnum milli' stétta og vonandi vináttu milli heimilisfólksins og dvalargesta. sem gæti leitt til aukins skiln- ings og aukins samstarfs milli stétta i framtlðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.