Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 13. aprll 1975. Athafnasvæfti Vestmannaeyinga i þúsund ár. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXIX Athafnasvæði Vest- mannaeyinga i þúsund ár Nausthamarsbryggja heitir ein af stóru bryggjunum i Vest- mannaeyjum. Hún er austust af bryggjunum þrem, Friðhafnar- bryggju (innst), Básaskers- bryggju og Nausthamars- bryggju. Þessi bryggja dregur nafn af hraunhamri, sem þarna skagaði fram i voginn, Naust- hamri, en hann dró nafn af lendingarstað Vestmannaeyja- skipanna gömlu, sem sett voru daglega i naustin (Hrófin) vest- an við Nausthamarinn. Þessi lendingarstaður Vestmannaey- inga var kallaður Lækurinn, af þvi að nokkrir lækir seytluðu þarna undan hraunjaðrinum á fjöru. Það var sjór,sem flætt hafði inn undir hraunið á flóðinu. — Allur fiskur var seilaður sökum útfiris. Siðan var honum skipt eftir föstum reglum milli skipshafnarmanna og skipsins. — Leifar af gömlu Miðbúðarbryggjunni sjást til hægri á myndinni. Danskt verzlunarskip liggur á ,,Botninum”. — Myndin mun tekin um aldamótin siðustu. Nokkur hluti kauptúns- ins á Heimaey á árun- um 1876-1880. Mynd þessi mun upphaflega skorin út i tré. Hún birtist i dönsku blaði á siðari hluta 19. aldarinnar. Fremst á myndinni er „Verzhúsið” með þrem sex- rúðnagluggum á suðurhliö. Það var jafnframt sjúkraskýli. Lengst til hægri á myndinni sjást „hjallar” og krær. Danski fáninn blaktir á stöng yfir dönsku verzlunarhúsunum á Tanganum, Lúliushaabverzlun- inni. Húsið með suður- og norðurkvist og sexrúðnaglugga á stafni er Nýborg, byggt 1876. Það stendur enn. Húsin til hægri með fjórum stöfum gegnt suðri er Fögruvellir (tómthús). Fleiri gömul tómthús verða greind á myndinni, svo sem Litlibær, Sjólyst, Landlyst og Landakot. (Sjá Blik 1959, bls. 75). Skautsigling Þessa mynd teiknaði Sæmundur Hólm árið 1776. „Skautsigling” heitir hún á máli iistamannsins. Sú skýring fylgdi mynd þessari, að hér væru Vestmannaeyjasjómenn á sigl- ingu. Við verzlunarhús Bryde i Vik Árið 1895 lét danski einokun- arkaupmaðurinn i Vestmanna- eyjum, J.P.T. Bryde, rifa til grunna flest verzlunarhús Godt- haabsverzlunarinnar i Vest- mannaeyjum, sem hann keypti 1889. Timbrið úr verzlunarhús- unum lét hann flytja austur i Vik i Mýrdal og byggði þar stórt verzlunarhús, sem hér sést á myndinni. Nokkrum árum áður hóf hann verzlunarrekstur i Vik, að ósk bænda i Skaftafellssýslu. Yfirsmiður við byggingu þessa var Sveinn Jónsson á Sveins- stöðum i Eyjum, faðir Sveins hins yngra, forstjóra i Völundi i Reykjavik. Skyldu þeir vera að leggja upp i skemmtiferð, karl- amir? Vestmannaeyjar Til samanburðar er birt kort G.I. Johnsens af Vestmannaeyj- um skömmu eftir aldamótin 1900. Hinar myndirnar og skýringarnar eru fengnar hjá Bliki, ársriti Vestmannaeyja. Skautsigling Vift verzlunarhús Bryde I Vik. A Heimaey 1876-1880. Vestmannaeyjar (Heimaklettur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.