Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 13. apríl 1975. Heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimil Páfagaukarnir eru félags- lyndir fuglar Sumir páfagaukar baOa sig, en aörir ekki. Þetta er ágætis baOkar. Það er ekki hægt að geyma þá innilokaða eina í herbergi, þeir þurfa að hafa samneyti við heimilisfólkið, ef þeim á að líða vel Fyrir rúmum 130 árum kom fyrsti páfagaukurinn til Evrópu. Páfagaukstegundin, sem hér um ræðir, er upprunnin i Astraliu, og nefnist á erlendum máium undu- lat. Það var dýrafræðingur einn, sem var á ferðalagi um Ástraliu, sem fyrstur manna fann þennan gauk árið 1805, og 35 árum siðar kom fyrsta parið sem sagt til Evröpu. Þar hefur þeim farið stöðugt fjölgandi, og eru þeir ein- göngu ræktaðir i búrum. Lengi framan af var þó svo mikið flutt af þeim frá Ástraliu að við sjálft lá, að þeim yrði útrýmt i heima- landi þeirra, en árið 1894 bönnuðu áströlsk yfirvöld frekari útflutn- ing. í upphafi kostuðu fuglarnir hvorki meira né minna en 500 krónur danskar, en i dag eru þeir ekki nærri eins dýrir, og hér á landi cru þeir t.d. seldir fyrir á 1300 krónur stykkið i verzlunum. Undulat þýðir bylgja og á að gefa til kynna byggingu fuglsins, og bylgjurnar i fjöðrum hans, en flestar konur að minnsta kosti ættu að kannst við orðið að „ondulera”, sem stundum er not- að um að bylgja hár. Hverjir ættu að hafa fugla? Stundum dettur fólki i hug, að rétt sé að fá sér fugla, en það ætti ef til vill fyrst að hugsa um það, hvort á heimilinu sé heppilegur staður fyrir fuglinn, hvort honum komi ekki til með að leiðast, ef heimilisfólkið hefur ekki tima til að sinna honum nægilega, og hvort áhuginn er nægilegur til þess að hann endist svo fuglinn endi ekki með að verða vanrækt- ur og einmana. Þegar velja á fuglabúrinu stað á heimilinu er rétt að hafa i huga, að búrið á helzt að standa nokkuð hátt. Stafar þaö af þvi, að fuglin- um er eölilegt að fljúga upp frá hættunni, og sé hann neðarlega verður hann hræddur, þegar fólk gnæfir hátt yfir hann og hann á sér enga undankomuleið. Fuglinn á heldur ekki að standa úti i glugga, þvi að sólarljósið er honum ekki hollt, sé það of mikið, og alla vega verður fuglinn að hafa aðstöðu til þess aðleitaiskjóls frá heitum sólargeislunum, ef honum býður svo við að horfa. A hinn bóginn verður að gæta þess að alltaf sé nægilega bjart hjá fuglinum. Það þýðir t.d. ekki á veturna, að ætla sér að slökkva ljósið og fara út og skilja fuglinn eftr i myrkri allan liðlangan dag- inn, á meðan enginn er á heimil- inu. Hvað lýsinguna snertir má geta þess, að gott getur verið að breiða yfir búrin að næturlagi hér á sumrin, svo að fulginn fái ró, þar sem honum er ekki eðlilegt að lifa bjartar nætur eins og þær gerast hér hjá okkur. Eitt veigamesta atriðið i staðarvali fyrir búrið, er að hugsa um það, að ekki geti komizt drag- súgur að fuglinum. Fuglarnir þola að vera ekki i mjög heitum húsakynnum, ef hitinn er nokkuð jafn, en súgur getur valdið þeim veikindum og leitt þá til dauða. Liturinn og námshæfi- leikar Upprunalega voru páfagauk- amir gulgrænir, en nú hefur litur þeirra breytzt mjög, þannig að hægt er að fá fugl i svo að segja hvaða lit sem er. Algengastir eru þó ef til vill dökkgrænir og dökk- bláir fuglar, en hvitir og gulir eru lika venjulegir. Hér á landi er verðið það sama, hvernig svo sem liturinn er, en viða erlendis, þar sem mikið er lagt upp úr fugla- ræktinni fer verðið eftir þvi, hvort fuglinn er óvenjulegur á litinn, og einnig gera menn miklar kröfur til likamsbyggingar fuglanna. Það hefur oft verið skrifað um páfagauka sem hafa getað talað. Venjulega er þá átt við stóra páfagauka, en litlu „undulatarn- ir” eiga lika að geta lært sitt af hverju. Það getur þó ekki orðið nema með mjög mikilli vinnu eig- enda þeirra. Það er hægt að temja páfagaukana, ef þeir eru teknir strax sem ungar. Þá má fá þá til þess að setjast á fingur eigandans, og þeir koma jafnvel, ef kallað er á þá. Til að þetta megi takast þarf að sinna þeim i langan tima dag hvern. Einnig er hægt, eða á að vera hægt, að kenna þeim smáorð og setningar. Ann- ars segir í bókum um fuglarækt, að páfagaukarnir séu mishæfir til þess að tileinka sér það sem verið er að kenna þeim, rétt eins og mennirnir. Búrið Þegar fuglabúr er keypt, verð- ur að hugsa um það fyrst, hvort i þvi á að vera einn fugl, eða hvort þeir eiga að vera tveir. Fuglasal- ar segja, að það eigi ekki að þurfa að vera vont fyrir fuglinn, að vera einsamall, en sé hann einn, verð- ur að sinna honum meira en ef um tvo væri að ræða. Það er heldur ekki auðvelt, og jafnvel ómögu- legt, að ætla sér að temja tvo fugla saman. Svo vel getur verið rétt, að fá sér fyrst einn fugl, og reyna að temja hann, áður en annar er keyptur i búrið til hans. Hafi fólk áhuga á að láta fugl- ana verpa og unga út verður að sjálfsögðu að vera um par að ræða, en það er erfitt að greina kyn fuglanna fyrr en þeir eru orðnir sex mánaða eða þar um bil, svo tilgangslitið getur verið að kaupa strax i byrjun tvo unga, og sitja svo uppi með annað hvort tvo karla eða tvær kerlingar. Kyn fuglanna má þekkja á þvi, að efst á nefinu er vaxhúð, sem verður blá á fullorðnum karlfugl- um, en brún á kvenfuglunum. Fuglabúrið verður að vera að minnsta kosti 50-60 cm langt, 30 cm breitt og 40 cm hátt. Sé meiningin að hafa i búrinu tvo fugla verður að kaupa búr, sem er 10 cm stærra á alla kanta, en áður segir. Þrátt fyrir það að búrið sé af þessari stærð er nauðsynlegt fyrir fuglinn, að fá annað slagið Páfagaukarnir hafa gaman af aO spegla sig, og sitja þvi gjarnan á rim- inni fyrir framan spegil, sem þennan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.