Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 10
TÍMINN Sunnudagur 13. aprll 1975. I0 Heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilsdýrin okkar heim Vatns- og fóöurátómöt, sem margir eru mjög ánægðir með að nota. Þó verður að gæta þess, að þau séu alltaf hrein, og rannsii fóðursins stlflist ekki, svo fuglinn hætti að fá nægju sina. er smæst af korntegundunum sem iblöndunni eru, litil nokkurn veginn hnöttótt korn. Kanarifræ er aflangt og mun stærra og stærst af þessu er svo hafrakorn- ið. Sé mikið af kanari'fræi i' blönd- unni á það vera nokkur trygging fyrir að fræblandan sé góð, en eintómt, eða svo að segja eintómt hirsi, er algjörlega ófullnægjandi. Flaskið ekki á þvi að kaupa lélega fóðurblöndu, þrátt fyrir það að hún sé ódýrari. Það nægir ekki fuglinum, og hann fer fljótlega að láta á sjá, og verður mun skammlifari en ella. Fræ má ekki geyma allt of lengi, þvi að þá tapar það næringargildinu. Séu frækornin orðin mött, má draga af þvi þær álytkanir að blandan sé nokkuð gömul og orðin léleg, þvi að nýtt og gott fræ er gljáandi fallegt. Það er heldur ekki gott að geyma fræið til lengdar i plastpokum. Setjið það þvi i aðrar umbúðir, ef þið þurfið að geyma það eitthvað að ráði. Fóðursalar selja ýmsar aðrar fræblöndur og einnig kraftfóður. Kraftfóðrið getur verið gott t.d. fyrir unga, þvi að lengi býr að TETRA MALT er bezta og hollasta fugla- fræblandan. Vítaminbætt og valin fræ. Hver pakki er dagstimplaður sem sýnir siðasta sölumánuð. Við flytjum inn einungis beztu fræblöndur sem fá- anlegar eru á hverjum tíma. Við fáum fræ- sendingar mánaðarlega, þessvegna er fræið hjá okkur alltaf ferskt. Viðseljum fræ, kraftfóður og vítamrn fyrir alla stofu- fugla. GULLFISKABÚÐIN Sérverzlun fyrir heimilisdýr Skólavörðustig 7 - Sími 1-17-57 Póstsendum fyrstu gjörð, eins og sagt er. Ef kraftfóðrið þornar má bleyta það ofurlitið upp með vatni, án þess að það skemmist. Fuglarnir þurfa annað slagið á grænfóðri að halda. Það á að vera ferskt og kælt, en ekki frosið, né heldur rennandi blautt, því að það fer illa i fuglana. Til þess að útvega þeim græn- fóður má einnig láta fræið spira, og er það mjög auðvelt. Með þvi að láta fræið spira er lika hægt að kanna, hvort næringargildi þess sé eitthvert, þvi spiri fræið ekki þá er það orðiðof lélegt til þess að nota það sem fuglafóður. Þar sem mismunandi fræ- tegundir spira á mislöngum tima, er auðveldast að láta aðeins eina tegund spira i einu i skál með vatni á. Setjið svolitið vatn i skál, og fræið út i. Látið skálina standa á björtum staö, og hafið glerplötu yfir henni. Skiptið um vatn einu sinni til tvisvar á dag. Eftir nokkra daga er fræið farið að spira og þá er timi til kominn að gefa fuglinum það. Sjúkdómar og lækning Fuglarnir geta veikzt af illri meðferð og ónógu fóðri. Þá verða þeir úfnir og sinnulausir og húka einhvers staðar úti i horni i búrinu. Stundum missa þeir lika matarlystina. Hægðirnar verða vatnslegar, og þeir verða óhreinir að neðan. Til er lyf, sem nefnist Plumogen, sem gefa má fuglun- um, og getur hresst þá við aftur, ef þeir eru ekki of langt leiddir, þegar veikindin uppgötvast. Veikir fuglar verða að vera i hita, og það má ekki gleyma þvi, að þeim verður að vera jafnheitt bæði nótt og dag. Það verður að gæta þess, að þeir hafi nægilega mikinn mat og vatn hjá sér, en rétt er að gefa þeim ekki grænfóður á meðan þeir eru veikir. Fuglunum getur fjölgað Páfagaukarnir eru mjög fúsir til að verpa og liggja á, og þeir verpa á hvaða árstima sem er. Hreiðrið gera þeir i sérstakan hreiðurkassa, og botnflötur kassans mætti vera 16xl6cmog hæðin ca. 22 cm. Hafið kringlótt op á kassanum, og þvermál þess skal vera 4 cm. Pinna á að hafa utan á hreiðurkassanum, og hann þarf að ganga inn i kassann, eins og sést á mynd, sem fylgir hér meb. t botn kassans er rétt að setja svolitið sag. Komið kassan- um þannig fyrir, að opið á honum snúi i birtuna. Venjulega verpa Búrið, sem þið sjáið hér á myndinni er mjög nýtlzkulegt. Það er með botni, sem cr úr plasti, og með háum hliðum, svo minni hætta er á aö kornið dreifist út um alit. Þaö er hægt að taita botninn úr búrinu, og láta fuglinn sitja I efri hluta þess á meðan botninn er þveginn. Sést vel á myndinni, hvernig þetta er gert. „undulatarnir” fjórum til átta eggjum, einu eggi annan hvern dag,og þeir fara að liggja á, strax og síðasta eggið er komið. Það er kvenfuglinn, sem liggur á eggjun- um, og útungunin tekur sextán til átján daga. Eftir um það bil einn mánuð fara ungarnir úr hreiðrinu, og þremur vikum siðar eru þeir tilbúnir til þess að yfir- gefa foreldra sina. Það gerir engan skaða að leyfa fuglunum að verpa nokkrum sinnum i röð, en siðan verður að hvila þá svo þeir leggi ekki allt of hart að sér og fari sjálfir að láta á sjá, og þá skal taka hreiður- kassann frá þeim. Nokkuð, sem ekki má — Það má ekki *• vorkenna fuglunum, og ætla að gera þeim gott með þvi að gefa þeim eitthvað, sem þeim er ekki hollt — það getur drepið þá. jj. gefa nýkeyptum fuglum grænfóður fyrstu dagana, og heldur ekki svo mikið af þvi, þegar fram liða stundir, að þeir ljúki ekki við það hverju sinni. * ætlast til þess að fuglar, sem mikið er verið með, verpi. Þeir þurfa að fá að vera algjörlega i friði til þess að verpa og liggja á. * búast við að illa fóðraðir fuglar verpi þeir eru ekki likamlega færir um það. *hafa fuglana i allt of miklum hita. Það fer illa með þá, og veldur þeim óþægindum. it-hafa fuglana i dragsúg. Þeir geta orðið veikir á þvi. * gefa guglunum appelsinur eða aðra sitrúsávexti, það getur leitt þá til dauða. * Ef þið eruð i vafa um eitthvað, sem við kemur fuglunum er rétt aö leita upplýsinga hjá þeim, sem seldi ykkur þá, eða hjá einhverj- um, sem hefur langa reynslu i fuglaræktinni. Gerið aldrei neitt, sem þið eruðekki viss um, að geti verið fuglunum til góðs. -FB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.