Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 13. apríl 1975. • • Omurlegt ástana Oliukreppa, veröbólga og minnk- andi kaupmáttur um heim ailan hafa oröið bilaiðnaðinum þung i skauti. 1973 vegnaði bilaiðnaðin- um fádæma vel, en siðan hefur sigið á ógæfuhliðina. t bílaborg- inni Oetroit hefur þriðjungi verkafólks i bilaverksmiðjunum verið sagt upp eða vinnutimi þess skertur á einhvern hátt. Chrysler hefur lokað fimm verksmiðjum af sex i ámeriku — a.m.k. um sinn. Bilaverksmiðjur i V-Þýzka- iandi og ttaliu hafa sagt upp fjölda fólks og stytt vinnutima annarra eða sent menn I fri. Verksmiðjur i Frakklandi og Bretiandi eiga einnig i miklum örðugleikum. Æ færri bílar selj- ast og nú eiga evrópsku bifreiða- verksmiðjurnar óselda um 800 þús. bfla, sem svarar til helmings bilaframleiðslu Breta á heilu ári. Miklum fjárhæðum er nú varið til þess að styrkja bilaiðnaðinn. Brezka stjórnin hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með British Leyland verksm iðjunum. Sú ákvörðun fylgdi i kjölfar tilkynn- ingar frá frönsku stjórninni þess efnis, að sem svarar 40 milljörð- um islenzkra króna yrði varið til bjargar Citroén-verksmiðjunum, sem töpuðu sem svarar rösklega 20 milljörðum islenzkra króna á s.l. ári. Ford Bandarikjaforseti hefur einnig átt viðræður við full- trúa bandariska bilaiðnaðarins um kreppuna, og um þessar mundir eru forráðamenn Fiat- verksmiðjanna i Róm og ræða þar við stjórnvöld um framtiöar- horfur fyrirtækisins. Sölutregða er svipuð um nær allan heim. 1 Bandarikjunum, og víðast hvar í Evrópu, seljast nú fimmtungi til fjórðungi færri bil- ar heldur en verið hefur. Jap- önsku bilaverksmiðjurnar hafa ekki orðið eins illa úti. Þar hefur saian minnkaðum 10%. Japönsku framleiðendunum hefur þó brugðið mjög i brún, þvi að undanfarin ár hafa verið mikil blómaskeið fyrir japönsku bila- verksmiöjurnar, og mörg japönsku fyrirtækjanna hafa þeg- ar gripið til þess ráðs að fækka starfsfólki. Orsök sölutregðunnar er sivax- andi verðbólga. Tekjur fólks minnka jafnframt þvi sem bensinverð hækkar, og fram- leiðslukostnaður eykst hraðar en nokkru sinni fyrr- Fyrir einu ári kostaði hver rúmsentimetri bil- anna u.þ.b. 300 islenzkar krónur, og nú er verðið um 400 krónur, og verður Iiklega komið upp i 500 krónur á rúmsentimetra innan tiðar. Af öllu þessu leiðir að fólk hefur ekki lengur efni á að kaupa nýjar bifreiðar. Verksmiðjurnar geta á hinn bóginn ekki lækkað verðiö, þvi að framleiðsluvélarnar kosta gifurlega mikið fé, og rekstar- kostnaður er sömuleiðis geysi- mikill. Vandséðer hvernig bezt verður við vandanumbrugðizt. Fyrir nokkrum 'mánuðum töldu menn, að sala á evrópskum markaði myndi hugsanlega aukast um einn tiunda hluta.eðaþar um bil árið 1975, en sú von er fyrir löngu að engu orðin. Nú trúir enginn þvi, að unnt verði að selja nema 7- 7.5 milljónir bíla 1975. Til saman- burðar má nefna, að metárið 1973 seldust 9.3 milljónir bifreiða i Evrópu. Sé miðað við, að 7-7.5 milljónir bifreiða seljist 1975, gætu allar brezku verksmiðjurnar og marg- ar þeirra Itölsku, hætt fram- leiðslu með öllu — heildarbila- framleiöslan i Evrópu yrði samt sem áður meiri en næmi sölunni. Bandariskir biiaframleiðendur, kviða einnig þessu ári, og fáir láta sér detta i hug, að bilaástandið skáni fyrr en 1977, ef svo fer sem horfir. BANDARÍKIN I höfuðstöðum Chryslers I Detroit er dauflegt um að litast. I nóvember lok var lokað fimm af sex samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins i Ameriku, og var ætlunin að þær yrðu lokaðar a.m.k. nokkuð fram I janúar. 70 þús. af 86.700 starfsmönnum i fyrirtækisins voru þá atvinnu- lausir. Það voru bara þeir allra háttsettustu, sem voru Öruggir um að missa ekki vinnuna. Skrifstofufólk var lika sént heim, svo að yfirmennirnir, sem hafa 50 þús. dollara (7,5 milljónir fsl. kr.) og þar yfir i árslaun, urðu nú að svara sjálfir i sima og sinna öðrum skrifstofustörfum. — „Ég hef unnið hjá fyrirtækinu I 40 ár og hef aldrei lent i öðru eins,” er haft eftir einum for- stjóranna. Þótt Chrysler sé verst á vegi statt af „hinum þremur stóru”, er ástandið ekki gott hjá hinum tveim. Arður risafyrirtækisins General Motors minnkaði um hvorki meira né minna en 94% á þriðja ársfjórðungi 1974. Þar hef- ur 65 þús. starfsmönnum ýmist verið sagt upp störfum eða þeir sendir i leyfi, og búizt var við þvi aö fleiri yrði sagt upp siðar. Ford vegnaði vel framan af s.l. ári vegna þeirra vinsælda, sem hinar minni bilgerðir fyrir- tækisins nutu, eftir að bensin fór að hækka i verði að marki. En þegar leið á árið, fór að harðna á dalnum, og uppsagnir og aðhald I fjárfestingum fylgdi i kjölfarið. Talið er að nær 200 þús. starfs- menn bilafyrirtækjanna hafi fundið fyrir sölukreppunni á ein- hvem máta, en það svarar til þriðjungs alls starfsiðs i banda- rlska bilaiðnaðinum. í Detroit voru framleiddar rösklega 11,4 milljónir bifreiða s.l. ár, eða fleiri en nokkru sinni fyrr I sögu borg- innar. Sölukreppan sem nú liggur liggur eins og mara á bilaiðnaöin- um, er hin versta i fimmtán ár. Allt frá þvi I septemberlok, en Bílasmiöjurnar krefjast mikils fjármagns. Sjálfvirkni er vlða mikil, en af þvl leiðir einnig að stofn- kostnaöur er mikill. þá eru hinar nýju árgerðir venju- lega fyrst sýndar opinberlega, hefur hallað undan fæti. Sam- kvæmt tölum, sem birtar voru fyrir nokkru, var salan I nóvem- bermánuði s.l. 35% minni en á sama tima árið áður. 1973 sló salan raunar öll met — og talið var öruggt að salan 1974 yrði 22% minni, eða einungis 8,9 milljónir bila. Þegar á miðju sumri s.l. var svo komið, að helmingur allra bila, sem seldust, var af hinum minni gerðum, en slikt hafði aldrei gerzt fyrr i sögu Detroit. Ráöamenn risafyrirtækjanna þriggja, sem i skyndi höfðu látið breyta framleiðslu amk tiu bila- smiðja, þannig að smiðaðir voru smábilar i stað stórra, þóttust nú hafa staðið sig harla vel og séð fyrir duttlunga kaupendanna. Þess vegna kom óánægja kaupenda, þegar sýndar voru nýju bilgerðirnar i spetemberlok, flatt upp á þá. Bilgerðirnar voru nú fleiri en nokkur sinni fyrr, og 8í -af hverjum tiu voru smábilar. En óánægja kaupendanna var i rauninni ekki torskilin þótt bila- smiðjurnar væru henni óviðbúnir. Nýju gerðirnar voru mun dýrari en hinar fyrri — sumpart vegna þess að fallið hafði verið frá verðlagseftirliti þvi, sem stjórn Nixons hafði komið. 1975 gerðir Ford-bila voru til dæmis yfirleitt um 900 dollurum (nær 150 þús. Isl. kr) dýrari en þeir bilar, sem þeim var ætlað að leysa af hólmi. Jafnvel bill á borð. við Ford-bilinn Pinto, sem ekki hefur verið breytt að ráði frá þvi að hann kom fyrst fram, kostaði 1000 dollurum meira en 1970. Samstundis og kunnugt varð I ágústmánuði, aö nýju gerðirnar yrðu mun dýrari, flýttu menn sér að festa kaup á bilum af árgerð 1974. Venjulega selst ekki margt bila I ágústmánuði, en nú brá svo við, aö meira seldist af bilum en nokkru sinni fyrr i þeim mánuði. Af þessu leiddi, að fólk hafði þegar keypt þá bila, sem það ætlaði að kaupa, þegar nýju ár- gerðirnar komu á markaðinn. Bilasmiðjurnar standa á þvi fast- ar en fótunum, að miðað ' við gæöi sé verðið á nýju árgerðinni hagstæðara en nokkur sinni, en kaupendur láta sér fátt um finnast, þvi að menn hafa fengið sig fullsadda á verðbólgu, hækkandi bensinverði, tryggingagjöldum og af- borgunarskilmálum. Bensinverðið virðist skipta minnstu máli I sambandi við bila- kaupin, ef trúa má siðustu sölutölum Mönnum til mikillar furðuer svoað sjá, sem smábilar séu hættir að seljast — um sinn a.m.k. — og bandariskir kaupendur hafi á ný snúið sér að stóru bilunum, sem þeir eru vanir frá fomu fari. Til marks um þetta má nefna, að i Cadillac- verksmiðjunni i Detroti er nú unniðieftirvinnu við bflasmiðina, og meira selst af bflum en á metárinu 1973. Samkvæmt skýrslum voru þær fimm bilgerðir, sem mest seldist af I nóvember 1974, bilar af meðalstærð miðað við bandariska bila yfirleitt, og bensinneyzla var aö meðaltali nálægt 20 litrum á hundrað kilómetra. Ráðamenn Chryslers anda þvi léttar en áður. En þótt þessu fari fram, mun það ekki nægja til þess að fleyta fyrirtækinu yfir örðug- leikana nema rétt i bili, þvi að Chrysler hefur orðið verst úti af hinum þremur stóru bilaverk- smiðjum. „Salan minnkaði alltof snöggt,” segja menn hjá Chrysler. „Það er ekki hægt að loka heilli verksmiðju á sama hátt og skrúfað er fyrir krana.” Þetta hefur orðið til þess að engin verksmiðja I Detroit á eins mikið af óseldum bilum á lager og Chrysler. Vegna sölutregðunnar og fjár- hagsörðugleikanna, sem af henni hafa hlotizt, virðist nær öruggt, að fyrirtækið þurfi að taka stór- felld lán til þess að halda sér á floti. Lynn Townsend, formaður stjórnar fyrirtækisins, hefur hafið umfangsmiklar sparnaðarað- gerðir til að minnka rekstrar- kostnaðinn og önnur föst útgjöld. Vonazt er til þess að unnt verði að spara a.m.k. tiu prósent. En taki rikisstjórnin ekki i taumana, kann svo að fara, að árið 1975 verði enn lakara fyrir Chrysler, og raunar allan bandariska bilaiðnaðinn heldur en 1974. Henry Ford hefur raunar spáð þvi, að svo kunni að fara. Bilasmiðjurnar I Detroit hafa áður átt i basli. En það hefur aldrei gerzt fyrr, að sölutregða rikti tvö ár samfleytt. JAPAN Forráðamenn japönsku bila- smiðjanna eru svo vanir vaxandi sölu og auknum umsvifum — and- stætt enska bilaiðnaðinum t.d. — að heita má, að þeir séu farnir að lita á slikt sem óhagganlegt lög- mál. S.l. 22 ár hefur framleiðslan aukizt sifellt, og siðan 1966 hefur aukningin alltaf verið meiri en hálf milljón bila árlega — að tveimur árum undanteknum — en hálf milljón bfla svarar til nær þriðjungs heildarframleiðslu brezka bilaiðnaðarins s.l. ár. Framleiðslan 1974 var sæmileg, sé miðað við bandariska bila- iðnaðinn. Talið er að framleiðslan hafi minnkað um tiu af hundraði. Þótt minnkunin hafi ekki verið meiri hefur hún samt valdið japönskum bilaframleiðendum nokkrum áhyggjum, enda fram- leiöa þeir nú nær 19% af öllum bil- um i heimi, og fram til þessa hef- ur framleiðslan sifellt aukizt. Sölutregðan á japanska heima- markaðnum náði hámarki i mai, þegar salan var nær 60% minni en i sama mánuði árið áður. Siðan jókst salan að nýju vegna 32% launahækkunar, sem verkafólkið knúði fram eftir harðar deilur, og vegna þeirra bónusa, sem japanskir verkamenn fá annað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.