Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 13. aprll 1975. Hirtshals, fiskibær norðarlega á Jótlandi, viö hina ókyrru vesturströnd. Þarna búa um 9000 manns og hafa atvinnu sina af fiskveiðum. Næst stærsti fiskveiðibær Danmerkur: HIRTSHALS HAVN Höfnin i Hirtshals. Hér landa u.þ.b. 50 isienzk skip á sfldarvertfðinni. isafoid, HG-209, Hirtshals. Þetta glæsilega skip eiga þeir I samelningu Niels Jensen og Arni Gfslason, sem cr skipstjóri og áhöfnin er öll islenzk. Skipið var væntanlegt úr róðri með 500 tn. af brislingi til bræðslu. BÆRINN Hirtshals á Norður-Jótlandi er til- tölulega nýr þáttur i at- vinnusögu okkar íslend- inga. Það er ekki fyrr en á allra siðustu árum, að nafn bæjarins fer af og til að heyrast i fréttum af síldveiðum islenzkra báta i Norðursjónum. Þær veiðar hófust fyrir alvöru fyrir um það bil 5 árum, og var Hirtshals þá strax valinn sem löndunarstaður fyrir is- lenzku skipin. Fjöldi islenzkra skipa, sem til Hirtshals hafa leitað til löndunar á sild- arvertið i Norðursjó, hefur verið misjafn, en það kann að koma sum- um á óvart, að yfirleitt hafa þau verið um 50 talsins á hverri vertíð fram til þessa. Okkar hlutur er þvi snar þáttur i efnahags- lifi þessa bæjar, — sem þrátt fyrir allt hefur ekki verið greint svo mikið frá i fjölmiðlum okkar. Við fslendingar höfum aldrei talið fiskveiðar Dana fjölbreyti- legar né miklar , og er okkur gjamt að nefna Esbjerg og Skagen I þvi sambandi. Þróunar- saga Hirtshals er lika stutt, sé miðað við fiskiþorp á Islandi, en ibúar bæjarins og héraðsins i kring eru ákveöið fólk, sem unnið hefur hörðum höndum að þvi að gera bæinn það sem hann er nú, — annar stærsti löndunar- og dreif- ingarstaður á fiski i Danmörku og ennþá er hann i hröðum vexti. Það var ekki fyrr en 1930 að lok- iðvarvið hafnargerð, eftir nánast 100 ára þref og stapp við yfirvöld og volduga kaupmenn frá Ála- borg, sem ekki gazt að hugmynd- inni um höfn, er augljóslega myndi þýða samkeppni við þá. En allt kom fyrir ekki. Hirtshalsbúar höfðu þá um langan aldur stundað verzlun, þrátt fyrir hafnleysið —• keyptu tré, járnvörur og tjöru af Norömönnum, en létu i staöinn landbúnaðarvörur og kvikfénað. öllu var skipað á land i bátum frá skipshlið. Ariö 1880 var lokið við byggingu skjólgarðs og 1919 hófst hin eigin- lega hafnargerð undir stjórn Jörgens Fibiger. Var honum mikill vandi á höndum, þar eð Hirtshals er á mjóum tanga milli Tannisflóa og Jammerflóa, fyrir opnu hafi að heita má. En Fibiger hafði næma tilfinningu fyrir haf- straumunum og breytingum á hafsbotninum, en þeir gera það að verkum, að sifelldar breyting- ar eru á strandlengjunni þarna um slóöir. Eftir tiu ára vinnu var höfnin tilbúin. Framfarir i sjálfri útgerðinni voru hægar. Það voru aðeins smærri skip, er notuðu höfnina og heimaflotinn taldi bara 11 báta, samanlagt 120 tonn. Heildarvelt- an var 600 þús. krónur og ennþá haföi ekki verið komið á fót fisk - iðnaði. Hægt og sigandi voru byggðar skipasmiðastöðvar, vélaverkstæði og fiskverkunar- hús, á landsvæðinu handan bæj- arins. Sagt er um Hirtshals, að enginn bær hafi verið skipulagður jafn oft. Til eru um 8 skipulagstil- lögur, en engri þeirra hefur verið fylgt að neinu marki. Ekki hefur það þó dregið úr fegurð bæjarins, sem nú er snyrtilegur fiski- mannabær, þar sem tæplega 9000 ibúarlifa góðulifi, eiga skipaflota aö verömæti 150 milljón króna og heildarveltan siðastliðið ár var um 200 milljónir. Höfnin, sem tekin var i notkun 1930 var um 150 þús. fermetrar, en þegar gengið verður frá viðbótarhöfn, sem tek- in verður i notkun á næsta ári, er heildarstærð hafnarinnar orðin 341 þús. fermetrar og mun ekki af veita fyrir þá umferð sem um höfnina er. — Þið fslendingar eigið mikinn þátt i þeirri umferðaraukningu, segir Niels Jensen, skipamiðlari og umboðsmaður islenzku sildar- bátanna, auk þess sem hann rek- ur stórt miðlunarfyrirtæki og er vararæöismaður tslands i Hirts- hals: — Við vildum ekki vera án ykkar. — Hver hefur þróun Ilirtshals verið 1 fiskiðnaði Dana? — Miðað við heiidarveltu er Hirtshals annar i röðinni á eftir Esbjerg, en það eru ekki eins margir bátar, sem hafa hér heimahöfn, eins og t.d. i Esbjerg og Skagen. En löndun neyzlufisks er langmest hér, á meðan stór hluti þess afla, sem landað er annars staðar, fer i bræðslu. — Hversu mikið vinnið þiö af aflanum hér? — Bolfiskur allur og flatfiskur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.