Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 13. aprll 1975. Drekabrúðkaupið (Norskt ævintýri eftir Louis AAæ) Einu sinni var dreki, sem átti heima i helli nokkrum. Hann var einn af þessum gömlu, góðu drekum, sem liggja á gulli og spúa eldi. Það var erfitt fyrir aumingja dýrin, sem áttu heima i skóginum þar í kring, að búa i ná- býli við drekann. Sér- staklega gerði þetta gömlum refahjónum erfitt fyrir. Þau áttu yrðlinga þarna i greni skammt frá hellinum. Það var ekki svo auð- velt fyrir þau að flytja búferlum, þau höfðu bú- ið þarna lengi, en siðan drekinn fór að hafast þarna við, þá var þeim ,,Nú veit ég hvaö við gerum”, sagöi Lágfóta. orðið erfitt lifið þarna. Dag og nótt lagði þangað brennisteinssvæluna, þegar drekinn spjó eldinum, en það gerði hann oft, bæði á nóttu sem degi. Refahjónin hugsuðu mikið um það, hvernig þau ættu að fara að þvi að reka þennan óvætt af höndum sér. „Nú dettur mér nokk- uð i hug”, sagði tóan við rebba bónda sinn. Þau hjónin hétu annars Lág- fóta og Melrakki. Lág- fóta hélt áfram og sagði: Nú veit ég það. Þú skalt fara til Björns bangsa, Elgs angalanga og Úlfs grimma og skila til þeirra frá mér, að vera hérna nálægt, þvi að það geti svo farið, að ég þurfi á hjálp þeirra að halda. Sjálf ætla ég svo að fara til drekans og Drekinn féllst á aö láta klippa kiærnar bjóðast til að vinna hjá honum. Ég hugsa að hann verði feginn að fá einhvern til að stjana við sig. Svo sjáum við hvað gerist.”. Jæja, ekki stóð á þvi, drekinn varð dauðfeginn að fá einhvern til þess að vinna hjá sér, þvi að enginn þarna i skóginum hafði þorað að fara i vinnumennsku til hans fyrr. En eins og allir drekar, sem liggja á gulli,þá var hann ótta- legur nirfill, og kaupið, sem hann borgaði Lág- fótu, var ekki rausnar- legt, og hann tók það mjög nærri sér að borga þessa fáu skildinga, sem hún fékk. En það var nú einmitt þessi mikla nizka, sem Lágfóta ætlaði að nota sér, til að klekkja á drekanum, og einn dag- inn sagði hún við drek- ann: ,,Ef ég væri i þinum sporum, dreki góður, þá myndi ég fá mér konu — gifta mig —, þvi að þá fengist þjónustan fyrir ekkert og svo alls konar þægindi sem fylgdu með”. „Það segirðu satt”, sagði drekinn, „en held- ur þú að nokkur vilji mig?” „Það er ekki vist, að hún sé svo langt I burtu”, sagði Lágfóta. „Ég á frænku, sem er bæðidugleg og falleg. Ef hún vildi giftast þér, þá DAN BARRY

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.