Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þridjudagur 15. apríl 1975. Nefndarálit um fóstureyð- ingafrumvarpið lagt fram HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd neðri deildar hefur sent frá sér nefndarálit um fóstureyðingafrumvarpið. Komu fram tvö álit. Meirihluti nefndarinnar, Jón Óeðlilegt að halda úti tveimur leiklist- arskólum samtímis — sagði menntamólaráðherra, er hann mælti fyrir frumvarpi um Leiklistarskóla íslands VILHJALMUR Hjálmarsson menntamálaráðherra mælti i gær fyrir frumvarpi um Leiklistar- skóla íslands. Auk ráðherrans töluðu Ingvar Gislason <F), Gylfi Þ. Gislason <A), Karvel Pálma- son (SFV) og Svava Jakobsdóttir < Ab). 1 ræðu sinni sagöi menntamála- ráðherra m.a.: ,,Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um Leiklistarskóla Islands. Ákvæði um leiklistar- skóla voru á sinum tim a felld inn i frum- varp til þjóð- leikhúslaga. Við athugun þótti réttara að hafa ákvæði um leik- listarskóla tslands i sérstökum lögum, enda kemur hann sannar- lega til með að starfa fyrir fleiri aðila en Þjóðleikhúsið. Mergur þessa máls er sá, að ekki er unnt að halda uppi eðli- legri leiklistarstarfsemi i land- inu, nema ungt fólk eigi kost á að mennta sig hér innanlands. betta gildir jafnt um atvinnuleikhús, sem þarf á æfðum starfskröftum að halda, og áhugaleikhúsin, sem þurfa þjálfara og leiðbeinendur með leiklistarmenntun. Að undanförnu hafa starfað tveir leiklistarskólar og notið nokkurs stuðnings frá rikinu. Eru veittar i þessu skyni 2,3 millj. kr. i fjárlögum ársins 1975. Þessi fjár- veiting mun þó vart nægja skól- unum til framdráttar nema út þennan vetur. Það,mun viðurkennt af öllum, að óhéppilegt sé og óeðlilegt, og raunar ofrausn af þjóðfélaginu, að styðja, já og e.t.v. halda úti, tveimur leiklistarskólum sam- timis. Aðstandendur hinna tveggja skóla, sem starfað hafa að undanförnu, hafa rætt þessi mál sin á milli, og eru þeir sam- mála þeirri afstöðu, er ég áðan lýsti. Þetta frumvarp ætti ekki að hafa i för með sér nein teljandi útgjöld fyrir rikissjóð, þótt sam- þykkt verði. Engum dettur i hug, að unnt sé að leggja niður kennslu i leiklist. Né heldur, að hætt verði að styrkja hana, þótt hún fari fram á vegum einstaklinga eða félaga, eins og nú á sér stað. Með frumvarpinu, ef að lögum verður, yrði komið heillegri skipan á leik- listarkennsluna en nú á sér stað, án þess þó að kosta til verulega hærri fjárhæð heldur en ætla mætti að fram yrði lagt af hálfu hins opinbera við þá skipan, sem nú rikir. Þetta frumvarp er það einfalt i sniðumog málið er svo eðlilegt i sjálfu sér aö dómi menntamála- ráðuneytisins, að ég vil nú leyfa mér að vænta þess, að háttvirt Alþingi sjái sér fært að afgreiða það, áður en upp verður staðið á þessu vori. Ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til, að frumvarpinu verði vísaö til háttvirtrar menntamála- nefndar að fyrstu umræðu lok- inni.” Skaftason (F), Þórarinn Sigur- jónsson (F), Ragnhildur Helga- dóttir (S), Guömundur H. Garðarsson (S) og Karvel Pálmason (SFV), mælir meö frumvarpinu í megindráttum, en Magnús Kjartansson (Ab) flytur breytingartillögúr, in.a. viö 9. grein frumvarpsins, en þaö er sú grein, sem mestum deilum hefur valdiö. Leggur Magnús til, aö fóstureyöing veröi heimiluö aö ósk konu en i frumvarpinu, eins og það liggur fyrir nú, eru fóstur- eyöingar einungis heimilaöar af félagslegum ástæöum. Sem fyrr segir, mælir meirihluti heilbrigðis- og trygginganefndar með samþykkt frumvarpsins, en flytur nokkrar breytingatillögur, m.a. um fræðslu i kynferðismál- um. Leggur meirihluti nefndar- innar til, að fræðsluyfirvöld skuli, i samráði við skóiayfirlækni, veita fræðslu um kynlif og sið- fræði kynlifsins á skyldunáms- stigi i skólum landsins. Einnig er lagt til, að þessi fræðsla verði veitt á öörum námsstigum. t nefndaráliti sinu segir meiri- hluti nefndarinnar m.a.: Hinn 1. nóvember s.l. skipaöi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra nefnd þriggja manna til þessað endurskoða frv. og undir- búa endurframlagningu þess. Nefndin varð sammála um nokkrar breytingar á upphaflega frv. og lýtur sú veigamesta aö 9. gr. þess. í stað heimildar til fóstureyðingar að ósk konu er nú Fyrirspurnir á þingi varðandi sendiráðin Ingvar Gisla- son hefur lagt fram i Samein- uðu þingi fyrir- spurnir til utan- rikisráðherra um erlend sendiráð á Is- landi o.fl. Fyr- irspurnirnar eru I sex liðum og svohljóðandi: 1. Hve mörg eru rlkin, sem ts- lendingar hafa stjórnmálasam- band viö? 2. Hvaða erlend sendiráð starfa i Reykjavlk? 3. Hve fjölmennt er allt starfs- liö hvers sendiráðs um sig, og hver eru stöðuheiti starfsmanna þeirra? 4. Hverjar eru skráðar eignir erlendra sendiráða og sendiráðs- fólks hér á landi: a) fasteignir, b) bifreiðar) 5. Hversu mikið fjölskyldulið fylgir erlendum sendiráðsstarfs- mönnum hér? 6. Hvaða rlkisstjórnir erlendar eða aðrir erlendir aöilar starf- rækja hér á landi fasta upplýs- ingastarfsemi og fréttamiðlun, og hve margt fólk vinnur aö sllkum störfum á vegum hvers um sig? Þá hefur Ingvar Gislason gert fyrirspurn til sjávarútvegsráð- herra um rannsókn rækjumiöa við Grlmsey, og eru fyrirspurnir Ingvars svohljóðandi: 1. Hvað llður rannsókn rækju- miða við Grimsey? 2. Er vitað um stærð rækju- stofnins þar og veiðiþol? Kllfll i— lagt til, að fóstureyðingar skuli heimilar af félagslegum ástæðum einum saman, og talin upp nokk- ur atriði, sem taka skal tillit til við mat á aðstæðum. Skilyrði fóstureyðingar er nú sem hingað til vottorð tveggja lækna eða vott- orð læknis og félagsráðgjafa, sé hann til staðar I viðkomandi heilsugæzluumdæmi. Þrátt fyrir þetta ákvæði er ljóst af orðalagi 1. töluliðar 9. gr., að allt frumkvæöi að fóstureyðingu er hjá konunni sjálfri og um endanlegan úrskorð læknis ber fyrst og fremst að miða viö mat konunnar á eigin aðstæðum og gildandi lagaregl- um. Aö mati undirritaðra mun sam- þykkt 9. gr. frv., eins og hún er nú, hafa I för með sér rýmkun á heimild til fóstureyðinga frá gild- andi lögum. Með frv. er reynt að tryggja einfalda og skriffinnsku- litla aðferð við að fá fóstureyð- ingu framkvæmda, hvar sem konur eru búsettar á landinu, og samræmda framkvæmd um land allt. Miðað við þessar forsendur og ýmsar fleiri, sem vikið verður að I framsögu, leggur meiri hl. nefndarinnar til, að frv. verði samþykkt með nokkrum breyt- ingum. Guömundur G. Þórarinsson Taka sæti á Alþingi Tveir varamenn tóku sæti á Alþingi I gær. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur tók sæti Þórarins Sigurjónssonar (F), sem verður fjarverandi fyrst um sinn, og Sigurður Blöndal skógarvörður tók sæti Lúðvlks Jósefssonar (Ab), sem verður er- lendis á næstunni I opinberum erindagjörðum. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er 1. varamaður Framsókn- arflokksins I Suðurlandskjör- dæmi, hefur ekki átt sæti á þingi áður. Umdeilt frumvarp orðið að lögum Hiö umdeilda frumvarp um samræmda vinnslu sjávarafla og veiöar, sem háöar eru sér- stökum leyfum, var samþykkt sem Iög frá efri deild I gær meö 13 samhljóöa atkvæöum. Sem kunnugt er, olli þetta frumvarp miklu fjaörafoki I þingflokki Sjálfstæöismanna, og hlaut Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra kaldar kveðjur frá sumum Hokks- bræöra sinna, þegar máliö var rætt I neöri deild. I hinum nýju lögum er gert ráö fyrir þvl, aö sjávarútvegs- ráöuneytiö geti sett almennar og svæöisbundnar reglur, er stuöli aö samræmingu milli veiðiheimilda samkvæmt sér- stökum leyfum ráðuneytisins til rækju- og skelfisksveiða og vinnslugetu þessara greina fiskiðnaðarins, m.a. meö skiptingu afla milli vinnslu- stööva og þeirra báta, sem veiöileyfi hljóta. Þá er sagt I lögunum, aö leita þurfi leyfis sjávarútvegs- ráðuneytisins til aö koma á fót vinnslustöövum eöa til aukn- ingar á afkastagetu þeirra, sem fyrir eru. Segir m.a.: „Ráðuneytiö getur synjaö um slik leyfi, ef ekki er fyrirsjá- anleg aflaaukning á viökom- andi svæöi né samdráttur I starfsemi annarra vinnslu- stööva á svæöinu”. Járnblendiverksmiðian: Meirihlutl iðnaðarnefndar neðri deildar mælir með frumvarpinu t gær var lagt fram á Alþingi á- lit meirihluta iönaöarnefndar neöri deildar um járnblendiverk- smiöju I Hvalfirði. Mælti meiri- hlutinn meö samþykkt frum- varpsins með áorönum breyting- um I efri deild. Meirihluta iðnað- arnefdnar skipa Ingólfur Jónsson (S), Lárus Jónsson <S), Sverrir Bergmann <F), Bragi Sigurjóns- son (A) og Pétur Sigúrðsson (S). Alit meirihluta iðnaðarnefndar neðri deildar er svohljóðandi: „Iðnaðarnefnd neðri deildar Alþingis hefur haft frumvarp til laga um verksmiðju I Hvalfirði til meöferðar. Nefndin hefur haldið marga fundi um málið og kallað til sin ýmsa aðila, sem hafa gefið mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaða verksmiðju. Þeir, sem komið hafa til viðræðna á fundum I nefndinni, eru eftirtald- ir menn: Frá Náttúruverndarráði Eysteinn Jónsson, Vilhjálmur Lúðvlksson, Hjörleifur Guttorms- son og Eyþór Einarsson. Gáfu þeir mikilvægar upplýsingar um mengunarmál og skiluðu greinar- gerð, sem gerð verður grein fyrir á Alþingi I framsögu fyrir málinu. Einnig ræddi nefndin við sam- gönguráðherra, ráðuneytis- stjórann I samgönguráðuneytinu og Gunnar Sigurösson verkfræð- ing. Svöruðu þeir fyrirspurnum um væntanlegar hafnarfram- kvæmdir við Grundartanga i Hvalfirði. Forstöðumaður Heil- bri gðiseftirlits rikisins, Baldur Johnsen, og aðstoðarmaður hans, Eyjðlfur Sæmundsson, gerðu grein fyrir afstöðu Heilbrigðis- eftirlitsins til rekstrar járn- blendiverksmiðju I Hvalfirði. Baldur og Eyjolfur hafa báöir ferðazt til Bandarikja N-Ameríku og vlöar til þess að kynna sér um- búnað og mengunarvarnir I verk- smiðjum af sömu gerö og fyrir- hugað er að byggja hér á landi. Iönaðarnefnd hefur fengið grein- argerð frá Heilbrigðiseftirlitinu, sem vitnað verður til i umræðum á Alþingi um málið. Forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar, Jón Sigurðsson, kom til við- ræðna við nefndina. Svaraði hann fyrirspurnum og veitti upplýsing- ar um þjóðhagslegt gildi verk- smiðju af þeirri gerð, sem hér um ræðir. Nefndin fékk einnig á sinn fund fulltrúa frá Landsvirkjun og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens. Gáfu þeir skýr og greinileg svör um orkumál við fyrirspurnum nefndarmanna. Nefndin hefur stuðzt við ýmist gögn, sem iðnaöarnefnd efri deildar barst meðan málið var til meðferðar I efri deild. Má m.a. nefna umsagnir frá mörgum fé- lagasamtökum og öðrum aðilum, sem vitnað verður til, þegar mál- ið kemur til umræðu I neðri deild Alþingis. Um væntanlega verksmiðju hefur mikið verið rætt og ritað að undanförnu. Virðast skoðanir manna vara nokkuð skiptar, eins ogoft vill verða, þegar um máler að ræöa, sem ekki er fengin inn- lend reynsla fyrir. Ýmsir óttast mengun og óheilbrigði af völdum verksmiðjunnar og hafa snúizt gegn málinu þess vegna. Vegna umræðna um mengunarhættu þykir rétt að birta hér kafla úr skýrslu Nattúruverndarráös til Heilbrigðiseftirlits rikisins, dags. 9. þ.m.: „Varðandi fyrirhugaða kisil- járnverksmiðju i Hvalfirði er það mat Náttúruverndarráðs, að hættan á skaðlegum áhrifum á llfrlki vegna mengunar af hennar völdum, sé ekki veruleg, ef allar tiltæka.r varúðarráðstafanir eru gerðar, og minni en af öðrum Framhald á bls.6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.