Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.04.1975, Blaðsíða 11
 mms vl ■ • ' r - f< * '*,> ■ - Þriðjudagur 15. apríl 1975. V106 Þeir, sem ekki reykja, eru í meirihluta hér á landi, og þess vegna eiga þeir að ráða lögum og lofum. Þetta fólk hefur verið tillitssamt við reykingamenn og lítið kvartað yfir þeim óþægindum, sem mengun af tóbaksreyk hefur valdið því. En nú hafa vísindin lagt þeim í hendur beitt vopn í réttindabaráttu þeirra með því að sanna, að reykurinn er heilsuspillandi fyrir þá, sem eru í návist reykingamanna. Þeim, sem ekki reykja, er sama, þótt reykingafólk valdi sjálfu sér heilsutjóni, — en það hefur engan rétt á að eitra fyrir öðrum. Reykingamenn ættu því að sýna tillitssemi og reykja ekki, þar sem annað fólk er nærstatt, — eða velja þann kostinn, sem öllum er fyrir beztu: Segja alveg skilið við sígarettuna og leita eftir hollari félagsskap. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.