Tíminn - 16.04.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 16.04.1975, Qupperneq 1
 SLÖNGUR BARKAR TENGI Landvélar hf Áttunda umferð á Kanarieyja- mótinu var tefld i gær. Friðrik sat hjá. Heiztu úrsiit urðu þau, að Lubojevic og Tal gerðu jafn- gefli, sömuleiðis Petrosjan-og' Mecking, en Anderson vann Hort. Rodriguez vann Visier og Tatai vann Bellon. Staða efstu manna er sú, að Mecking og Lubojevic eru efstir með 6 v., Tal hefur 5 1/2, Anderson 5, Hort 4 1/2 og Friðrik 4. Frið- rik teflir i dag við Anderson og hefur hvitt. Faxaborg sf. kaupir fullkomnasta fiski- skip í heiminum nú FLUGLEIÐIR FELLA NIDUR FERÐ AF Sjómenn felldu sgmkomulaqið Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, tekur fyrsta at- kvæðaseðilinn upp úr kassanum frá Vestmannaeyjum f gær. Þar með var talning atkvæða hafin. A myndinni eru (f.v.): Gunnar Hallgrimsson, starfsmaður Sjó- mannafélags Reykjavikur, Jón Sigurðsson, Þórður ólafsson, Þor- lákshöfn, Óskar Vigfússon, Hafnarfirði, Guðmundur M. Jónsson, Akranesi, Tryggvi Helgason, Akureyri, Högni Magnússon, Vest- mannaeyjum, Emil Jónsson, Kefiavik, og Jón Olsen, Keflavik. — Timamynd: Gunnar BH-Reykja vik. — Sjómenn felldu bráðabirgðasamkomu- lagið, sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna gerðu með sér fyrir helgina, og sagt hefur verið frá hér i blað- inu. Atkvæðagreiðsla um sam- komulagið fór fram i sjómanna- félögunum um helgina og voru atkvæði talin i gærkvöldi i einu lagi frá öllum félögunum, nema sjómannafélaginu á Akranesi. Við lok talningar kom i ljós, að 197höfnuðu samkomulaginu, en 155 féllust á það, en 11 seðlar voru auðir. Aður hafði verið tal- ið i sjómannafélaginu á Akra- nesi, þar sem samkomulaginu var hafnað með 35 atkvæðum gegn 9, en fjórir seðlar voru auðir og einn ógildur. Strax að atkvæðagreiðslu lok- inni fór forseti sjómannasam- bandsins þess á leit við sátta- semjara, að hann efndi til sátta- fundar, og var sá fundur boðað- ur kl. 9 i gærkvöldi. Útvegsmenn samþykktu sam- komulagið með 198 atkvæðum gegn 18, 3 seðlar voru auðir. Gsal—Reykjavik — Norsk skipa- smiðastöð mun I sumar ljúka smiði fiskiskips, sem talið er það fullkomnasta sinnar tegundar i heiminum. Skipasmfðastöðin hyggst smiða tvö önnur skip til viðbótar, og mun isienzkt útgerð- arfyrirtæki, Faxaborg s.f. i Hafn- arfirði, kaupa annað þeirra. Haf- in er smíði þess skips, og hafa botnstykkin þegar verið lögð I það. Skipið verður afhent eigend- um sumarið 1976. Hér er um að ræða 950 tonna skip, búið öllum beztu tækjum, sem völ er á, auk búnaðar til fisk- verkunar. Meðal tækja i skipinu má nefna tæki til fiskimjölsgerð- ar, hraðfrystitæki, sem geta fryst 52 t. á sólarhring, flökunarútbún- að frystilest og sjókælitank. Þá má nefna nýtt og mjög fullkomið tæki til fiskileitar, en þaö er af Siimrad-gerð og hef- ur myndskerm ekki óllkan sjónvarpi. A skerminum er hægt að sjá legu fiskitorfa, stefnu skipsins og hraða þess, svo að nokkuð sé nefnt. Ekkert slikt tæki hefur enn verið tekið i notkun, en það fyrsta kemst i gangið á þessu ári. Heildarverð skipsins er rúmur milljarður isl. kr., en ýmis tæki eru þar innifalin, sem islenzka út- gerðarfyrirtækið hyggst ekki kaupa með skipinu, þ.á.m. leitar- bátur, — og þvi munu þau koma til lækkunar á heildarverðinu. Aætlað er, að skipið muni kosta 900-1000 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum, sem Timinn hefur aflað sér, hefur Faxaborg s.f. komizt að sérlega hagstæðum greiðslukjörum, og m.a. mun skip þeirra. Faxaborg GK-40, ganga upp i kaupverðið, en áætlað er, að eigendurnir fái fyrir það um 200 milljónir Isl. kr. Það var nánast tilviljun sem réð þvi, að Faxaborg s.f. gafst kostur á að kaupa þetta full- komna fiskiskip, þvi að sænskt skipasmiða- og útgerðarfyrirtæki hafði fest kaup á þvi. Hins vegar lenti sænska fyrirtækið i fjár- þröng og tóku eigendur Faxa- borgar s.f. þá við samningi Svi- anna. Skip þetta er alhliða veiðiskip og gefur þvi gifurlega möguleika. Hægt verður að nýta það allan ársins hring við ýmiss konar veiðar, að ógleymdu þvi, að skip- ið mun skila fullunnum afla til lands. Þessi skip eru talin fullkomn- ustu fiskiskip, sem smiðuð hafa verið i heiminum, og má raunar segja, að hér sé um að ræða fljót- andi fiskverkunarstöð. Eins og áður er frá greint, kom- ust eigendur Faxaborgar s.f. að hagstæðum greiðslukjörum, en bæta má þvi við, að næsta skip, sem smiðað verður ytra, mun verða um 25-30% dýrara en þetta, auk þess sem afgreiðslufrestur verður 3-5 ár. Að lokum má geta þess, að rik- isstjórnin hefur heimilað öll nauðsynleg leyfi til kaupa á skip- inu. FJARHAGS- ÁSTÆÐUM BH-Reykjavik. — Fellt hefur verið niður flug frá Kaupmanna- höfn á vegum Flugleiða .næst- komandi fimmtudag, 17. april, og hefur sú skýring verið gefin, að ekkerthafi verið bókað i það flug, og þvi hafi verið gripið til þessa ráðs, vegna fjárhagserfiðleika og oliukreppu. Þennan dag eru áætlaðar tvær flugferðir frá Luxemburg, og full- bókað mun i flug frá Kaupmanna- höfn á miðvikudag og á föstudag. Hér er um að ræða beina ferð, sem niður fellur, og er „ekki fátitt að flugfélög gripi til ráðstafana sem þessara vegna ástandsins i efnahagsmálum og oliumálum”, að þvi er blaðafulltrúi Flugleiða, Sveinn Sæmundsson, skýrði blað- inu frá. Það mikið sætaframboð er héðan til og frá Skandinaviu, að horfið var frá þvi að fara þessa ferð. MIKIL HÆKKUN Á GRÁSLEPPUHROGNUM Mér lízt illa á þá stöðu, að „heimsmeistarar" verði tveir — segir Friðrik Olafsson, stórmeistari f.j.-Reykjavik. — Það er einhver stirðieiki i mér, og ég hef ekki náð að vinna almennilega úr góðum stöðum, sem ég hef fengið, sagði Friðrik Óiafsson stórmeistari i viðtali við Timann i gær. Þá átti Friðrik fri á mótinu á Kanarieyj- um, þar sem danski stórmeistar- inn Larsen hefur hætt þátttöku, en Larsen og Friðrik hefðu átt að tefla saman i gærkvöldi. — Kannski það sitji i mér einhver þreyta frá mótinu I Tailin, hélt Friðrik áfram. Friðrik hefur nú 4 vinninga úr sjö skákum, fjögur jafntefli, tvo sigra og eitt tap. — Þetta má ef til vill kallast sæmilegt, nema hvað tapið gegn Lubojevic var slæmt. Þar lék ég af mér strax I byrjun- inni. Friðrik kvaðst telja Lubojevic einna liklegastan sigurvegara mótsins. Um sjálfan sig sagði hann: — Ég á eftir svona svipað lið og ég er búinn með. En kannski ég nái mér betur á strik i seinni helmingnum. Friðrik teflir við Anderson i kvöld, og meðal andstæðinga sem þá eru eftir, eru Tal og Mecking. — Larsen hætti vegna veikinda konu hans. Hann treysti sér ekki til að tefla áfram þeirra vegna, sagði Friðrik. Timinn spurði Friðrik álits á þvi, að Fischer hefur nú látið frá sér heyra og tekur liklega i það að ræða einvigi við Karpov. Virðist hugmynd Fischers sú, að sigri hann Karpov, verði Karpov áfram „heimsmeistari FIDE”, en hann sjálfur þá „heimsmeistari i raun”, þyrfti þá eftirmaður Karpovs I framtiðinni að heyja einvigi við Fischer að loknu hefðbundnu heimsmeist- araeinvigi, ef úr þvi ætti að fást skorið, hver væri sterkasti skák- maður heims i raun og veru. — Mér sýnist svona i fljótu bragði, að það geti valdið rugl- ingi, ef „heimsmeistararnir” verða allt i einu tveir, svaraði Friðrik. — Ég held, að alls kyns vandræði yrðu i sambandi við það, og þau bara gera skáklifið ó- þarflega flókið og óvisst. Mér finnst ótrúlegt, að sá kostur verði valinn i stað þeirrar reglu, sem nú er á hlutunum. Gsal-Reykjavik — Mikil hækkun hcfur orðið á grásieppuhrognum frá þvi I fyrra, og selst nú hver tunna af hrognum fyrir 225 Bandaríkjadali í stað 165 i fyrra. tslendingar seija árlega talsvert magn grásleppuhrogna úr landi, en úr þeim er aðaliega búinn til kaviar, eins og kunnugt er. — Þetta er óneitanlega mikil hækkun, sagði Ingi Halldórsson hjá sjávarafurðadeild SIS, þegar Timinn hafði tal af honum. Mig minnir, að við höfum selt um 15 þús. tunnur i hitteð fyrra, aðal- lega til Þýzkalands og Danmerk- ur, en einnig til Frakklands og Sviþjóðar. 1 fyrra seldist mun minna, þar eð Þjóðverjar keyptu litiö. Á svæðinu frá Húnaflóa austur að Vopnafirði veiðist mest af grá- sleppu, en einnig eru góð veiði- svæði á Vestfjörðum, að ógleymdum Faxaflóanum. — Ég held, að það liti ekki illa út með grásleppuveiði I ár, — hins vegar hefur verið mikil ótið, og þvi litið gefið á sjóinn. Grásleppu- veiðar hefjast á Norðurlandi upp úr miðjum marz, en aðalveiði- timinn er i april og maí. Hér við Faxaflóann og á Vestfjörðum nær veiðitiminn oft fram i miöjan júni. Eins og kunnugt er, er fiskurinn yfirleitt ekki nýttur, heldur ein ungis hrognin. Það er þó mjög litið brot af hrognum, sem Islend- ingar nýta sjálfir til kaviarfram- leiðslu, megnið af hrognunum er selt úr landi, og þau eru söltuð i tunnur. — Það eru alltaf áraskipti að þvi, hvort nógur markaður er fyrir grásleppuhrogn eða ekki. Hins vegar ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu að við seljum tals- vert magn til útflutnings i ár, sagði Ingi Halldórsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.