Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. april 1975 TÍMINN 3 Verkfallinu á Sauð- árkróki er lokið gébé-Rvik — Verkfalli uppskip- unarmanna á Sauðárkróki, sem staðið hefur i tæpa viku, er nú lokið. Helgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri sagði Timan- um, að samkomulag hefði tekizt siðastliðinn laugardag við verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki. Verkamannafé- lagið fór fram á að fá visst aukagjald fyrir hvert tonn, sem landað væri eða skipað út i skip- in, auk hins fasta timakaups, sem verkamennirnir fá. Samkomulagið er á þá leið, að verkamennirnir fá þetta vissa aukagjald á tonn, en það er mis- jafnlega hátt og fer eftir tegund vörunnar. Þá eru einnig nokkr- ar vörutegundir, sem ekkert aukagjald greiðist fyrir, svo sem sement, salt og laus áburð- ur. Þetta hefur einnig verið tek- ið upp á Akureyri og Húsavik. Þá tók Helgi Rafn skýrt fram, að .ekki hefðu enn verið gerðir samningar við Útgerðarfélag Skagfirðinga um löndun á fiski úr togurum og frágang togar- anna fyrir veiðiferðir. Tvö skip komu til Sauðár- króks um og eftir helgina, og var unnið af krafti við löndun úr þeim báðum. Annars hefur verkfall þetta ekki valdið erfið- leikum, þar sem engin skip komu til Sauðárkróks þessa tæpu viku, sem verkfallið stoð. Heyflutning- ar stöðvaðir Aðalfundur Samvinnubankans: Heildarinnlán 2.6 milliarðar — innlánaukning 625 milljónir — tekjuafgangur 43,7 milljónir — vegna smithættu G.S. Isafirði—Gsal—Reykjavík — Átta tonn af heyi hafa siðustu daga legið í vöruskemmu á isa- firði, en heyið keyptu tveir bænd- ur í isafjaröardjúpi af eyfirzkum bændum. i gær var heyfarminum skipað út i Fagranesið sem átti að ílytja það á áfangastað. Nokkru eftir að skipið lét úr höfn var þvi snúið við að skipan fulltrúa sauðfjárveikivarna, á þeirri forsendu að bannað væri að flytja hey milli Eyjafjarðar og Vestfjarða, þar eð garnaveiki væri öþekkt á Vestfjörðum, en þekktist enn nyrðra. Verðmæti heyfarmsins er um 80 þús. kr. og i gær var heyinu skipað frá borði, en ekki er vitað hvað við það verður gert. AÐALFUNHUR Samvinnubank- ans var haldinn 12. april sl„ i ráð- stefnusai Hótels Loftleiða. Fund- arstjóri var kjörinn Ragnar Ólafsson hrl., en fundarritari Margeir Paníelsson hagfr. Forinaður bankaráðs, Erlend- ur Einarsson forstjóri, flutti skýrsiu um starfsemi bankans, hag hans og afkomu á árinu 1974, og rakti nokkuð fjármálaþróun- ina aimennt. Kom þar fram, að árið 1974 var Sam vinnubankanum að mörgu leyti hagstætt, sérstaklega hvað snertir aukningu innlána og rekstrarafkoinu. Búizt er við, að framkvæmdum við nýbyggingu bankans i Bankastræti 7, Ijúki i næsta mánuði. Tiu ár eru liðin frá stofnun 9 af 12 útibúuni bankans. Kristleifur Jónsson bankastjóri lagði fram endurskoðaða reikn- inga bankans og skýrði einstaka þætti þeirra. Heildarinnlán i Samvinnubank- anum i árslok 1974 námu 2.598 m. kr. og höfðu aukizt um 625 m. kr. á árinu eða 31,7%, sem er nokkuð yfir meðaltalsaukningu innlána á sl. ári. Spariinnlán jukust um 533 m. kr. eða 34,4%, en veltiinnlán um 92 m. kr. eða 22%. Heildarútlán námu i árslok 2.119 m. kr. og hækkuðu um 522 m. kr. á árinu eða 32,6%. Úr Stofnlánadeild samvinnufélaga, sem er sérstök deild innan bank- ans, voru á árinu afgreidd 5 ný lán að fjárhæð 18,7 m. kr., og námu heildarútlán i árslok 40 m. kr. Þetta var þriðja starfsár deildarinnar. Bundin innstæða bankans i Seðlabankanum nam i árslok 506 m. kr. og hafði aukizt um 121 á ár- inu. Á viðskiptareikningi var 4 m. Sex þús. en ekki sextíu MJÖG MEINLEG prentvilla slæddist inn i frétt Tlnians i gær, þar sem greint var frá úthiutun fjár til verkfallsmanna á Seifossi. I fréttinni sagði, að hver og einn verkfallsmaður hefði fengið út- hlutað 60 þús. kr., — en rétt er, að þeir hafa fengið sex þús. kr. Timinn harmar þessi mistök og biður hlutaðeigandi aðila velvirð- ingar á þeim. Hundmálið fyrir borgar- stjórn á ný f.j.-Reykjavik. — A fundi borgar- stjórnar á morgun verður fjallað um hundahald i Reykjavik. Til- efnið er fyrirspurn Alfreðs Þor- steinssonar um það, hvað liði framkvæmd samþykktar borgar- stjórnar um bann við hundahaldi, sem itrekuð var á borgarstjórn- arfundi i desember 1970. t stuttu samtali sagði Alfreð, að greinilegt væri, að hundahald i Reykjavik hefði aukizt á siðustu árum, og samþykkt borgarstjórn- ar þvi þverbrotin. Tilefni fyrir- spurnarinnar væri að fá upplýs- ingar um það, hvers vegna sam- þykkt borgarstjórnar hefði ekki verið virt. Fagranes dró Vísi til Isafjarðar t GÆR'var unnið að þvi að skola vélarrúm Isafjarðarbátsins Visis til þessað ná burtu saltinu. I gær- kvöldi tók Djúpbáturinn Fagna- nes Visi i tog og hélt áleiðis til tsa- fjarðar, þar sem kannað verður hverjar skemmdir hafa orðið á bátnum og væntanlega verður einnig gert við skipið þar. kr. inneign um áramótin. Heildarvelta, þ.e. fjármagns- streymi gegn um bankann, nam 55 milljörðum og jókst um 47,8% frá fyrra ári. Færslu-og afgreiðslufjöldi varð 1.4 millj. og jókst um 13,5%. Við- skiptareikningum fjölgaði um , 3000 og voru um 41 þús. talsins i árslok. Rekstrarafkoma bankans varð hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Tekjuafgangur til ráðstöfunar nam 43,7 m. kr. samanborið við 28,2 m. árið 1973. Til afskrifta var varið 3,9 m. kr., en i sjóði voru lagðar 39,8 m. kr. Eigið fé bank- ans nam i árslok 175,6 m. kr. BH—Reykjavík — A fjölmennum fundi fulltrúaráðs Framsóknar- félaganna I fyrrakvöld var Krist- inn Finnbogason einróma endur- kjörinn formaður fuiitrúaráðsins, og formanni og fráfarandi stjórn þökkuð frábær störf á iiðnu starfsári. Aðrir í stjórn fulltrúa- ráðsins voru kjörnir: Jón Aðal- steinn Jónasson, Alfreð Þor- steinsson, Jósteinn Kristjánsson og Kristin Karlsdóttir. Mikill einhugur rikti á fundin- um og ánægja yfir skýrslum for- manns, framkvæmdastjóra hús- byggingarsjóðs og gjaldkera, sem fluttu skýrslur sinar á fund- inum, en fjárhagur fulltrúaráðs- ins er nú allgóður. Má ljóst vera, að mikið starf og árangursrikt i þágu framsóknarstefnunnar liggur að baki starfa þeirra, sem lagthafa hönd að verki, og árang- ur eftir þvi, svo sem hagstæð kosningaúrslit á liðnu sumri bera með sér. t húsbyggingarsjóð fulltrúa- ráðsins voru kjörnir til tveggja ára þeir Guðjón Styrkársson og Hannes Pálsson, og i miðstjórn Framsóknarflokksins voru kjör- in: Jón Abraham Ólafsson, Jón Aðalsteinn Jónasson, Jón Kjart- Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 12% arð fyrir árið 1974. Endurkjörnir voru i bankaráð þeir Erlendur Einarsson for- stjóri, formaður, Hjörtur Hjartar framkv.stjóri, varaformaður, og Vilhjálmur Jónsson fram- kvæmdastjóri, og til vara Ásgeir Magnússon framkv.stj., Hjalti Pálsson framkv.stj. og Ingólfur Ólafsson kaupfél.stj. Endurskoð- endur voru kjörnir þeir Óskar Jónatansson aðalbókari og Magnús Kristjánsson, fyrrv. kaupfél.stj., en Ásgeir G. Jó- hannesson er skipaður af ráð- herra. ansson, Hannes Pálsson, Alfreð Þorsteinsson, Sveinn G. Jónsson, Ingþór Jónsson og Þóra Þorleifs- dóttir. Sjálfkjörinn i miðstjórn er formaður fulltrúaráðsins, Kristinn Finnbogason. Kristinn Finnbogason. Útför Brynjólfs Jóhannessonar leikara var gerö frá Dómkirkj- unni I Reykjavlk f gær, að viðstöddu miklu fjölmenni, sem kvaddi hinn látna listamann hinztu kveðju. Leikarar I Leikfélagi Reykjavikur báru kistu Brynjólfs úr kirkju út að Iðnó. Við dyrn- ar, sem hann haföi gengið sem oftast um inn á sviðið, var staldr- aö viö' Tlmamynd: Gunnar. Erlendur Einarsson, formaður bankaráðs, i ræðustól á aðalfund- inuni. Færeyingar kanna ferjuaðstöðu fyrir austan gébé Rvik — A mánudag og þriðjudag, hafa fulltrúar frá færeyzka fyrirtækinu sem rekur bifreiðaferjuna Smyril, verið á Austfjörðum til að kanna að- stæður um afgreiðslu fyrir Smyril. Eru það Seyðisfjörður og Reyðarfjörður sem til greina koma. Færeyingarnir hafa setið á fundum með forráðamönnum þessara staða eystra, og búizt er við að ákvörðun verði tekin mjög fljótlega um hvorn staðinn þeir velja. Aðalfundur fulltrúardðs Framsóknar- félaganna: Kristinn Finnboaason endurkiörinn formaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.