Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miðvikudagur 16. april 1975 Miðvikudagur 16. april 1975 TÍMINN 9 GAMLI TIMINN: Kartöfiurnar teknar upp með höndunum. (Giljum Hvolshreppi). Bætta meðferð og víðtæka tilraunastarfsemi þarf við nútíma kartöflurækt — heilbrigði og geymsluþol kartöflunnar hefur farið dvínandi á síðustu árum Eðvald B. Malmquist, yfirmatsmaður garðávaxta. Rætt við Eðvald B. AAalmquist, yfirmatsmann garðdvexta FYRIR nokkru komu á annað hundrað bændur saman til fundar i Þykkvabæ til að ræða heilbrigði og geymsluþol kartöflunnar, en boðendur fundarins voru Búnað- arfélag Djúpárhrepps og Eðvald B. Malmquist, yfirmatsmaður garðdvaxta. Þetta var fyrsti al- menni fundurinn sem haldinn er um þetta mál sérstaklega, en komið hefur i ljós að geymsluþol og heilbrigði kaftöflunnar er ekki sem áður var. Timinn kom að máli við Eðvald M. Malmquist og innti hann fyrst eftir þvi hvað hefði orsakað það, að geymsluþol og heilbrigði kart- öflunnar væri minne nú en áður. — t fyrsta lagi að kartöflur fá ekki réttan áburð, i öðru lagi þreyta jarðvegsins og i þriðja lagi notkun véla við uppskeru og flokkun. Eðvald sagði, að á fundinum i Þykkvabæ hefðu menn ekki kom- izt að niðurstöðu um það hvað væri hér þyngst á metunum, enda skiptar skoðanir i þeim efnum. Hitt væri sönnu nær að hafa atrið- in öll I huga, og yrði nú reynt að vinna til úrbóta i þessum málum. Þá mætti ekki gleymast það sem fram fer i dreifingarkerfinu, t.d. væri naumast unnt að svara þeirri spurningu hvort kartöflu- uppskeran i gamla daga hefði komizt klakklaust gegnum slikt dreifingarkerfi sem nú tiðkast. Eins og menn rekur kannski minni til, var dagana 17.—21. september sl. haldið námskeið i' Reykjavik fyrir kaupmenn og annað þjónustufólk verzlana, sem selja kartöflur og aðra garð- ávexti. — Já, — það kom mjög greini- lega fram á þessu námskeiði að starfsfólk matvöruverzlana taldi sig vankunnugt og reynslulaust um það, hvernig bezt væri farið meb vöruna. Við, sem vinnum að þessum málum, erum oft ásjá- andi þess, að hinum óliklegustu grænmetis og ávaxtategundum er hlaðið saman i afgreiðsluborðin, en það getur i mörgum tilfellum verið mjög varasamt, og af þvi leitt tjón og óeðlileg rýrnun. Fyrir utan það, að neytandinn fær ekki þá vöru I þvi formi og með þeim gæðum, sem hún á að vera. Eðvald kvað kartöflur i allt of mörgum tilfellum vera geymdar við of háan hita, jafnvel við mið- stöðvarofna eða við stóra verzlunarglugga. Sagði hann, að slikt leiddi af sér óf miklar hita- og rakasveiflur, auk þess sem kartöflurnar rýrnuðu og skemmdust mjög fljótt við slrkar aðstæður. Við ræddum við Eðvald um sumar og snemmhaustsuppsker- una, en eins og kunnugt er, hafa kaftöfluræktendur á si"ðari árum aukið talsvert uppskeru á kartöfl- um fyrri hluta hausts og siðari hluta sumars. — Ég tel óumflýjanlegt annað en að það verði hið bráðasta breytt til um vinnu- og pökkunar- aðferðir varðandi sumar- og snemmhaustsuppskeruna. I þvi sambandi tel ég t.d., að kartöfl- urnar ætti að taka beint upp i kassaumbúðir og dreift þannig á markaðinn, þvi að það hefur sýnt sig, — þó sérstaklega á siðari . árum, — að vélupptaka i sekki og siðan stærðarflokkun og rögun (sortering) i venjulegum kart- öfluflokkunarvélum er ekki fram- kvæmanleg án þess að varan hljóti meira og minna tjón af. Eins og nú er, þarf eftir vélupp- töku i sekki að þvo sumarupp- skeruna og sekkja á ný, flytja sið- an langan veg á markað, þar sem hún er enn tekin til pökkunar i svokallaðar neytendaumbúðir, — og eftir það er vörunni drefit til smásalanna. Það sýnir sig eftir þessa meðferð á uppskerunni — sem er svo til hýðislaus, þar sem um hálfsprottna uppskeru er að ræða, — að hún er mjög viðkvæm bæði fyrir hita, raka og raunar öllu hnjaski, og með þeim umbúð- um, sem notaðar hafa verið und- anfarin ár, er hvorki áferð né gæði kartöflunnar orðið sem skyldi þegar varan er komin i hendur neytandans. Eðvald kvað það helzt til úrbóta, að taka kartöflurnar beint upp i kassa t.d. 25 kg og flytja þær þvegnar i þeim sömu kössum til smásalanna, sem myndu af- greiða þær upp úr kössunum beint til neytandans. Eðvald sagði, að sums staðar i nágrannalöndunum væri sá hátt- ur hafður á, að sumaruppskeran væri handupptekin og þá i kassa, — og reynt að hafa þær sem hreinastar. Þegar til afgreiðslu kæmi til neytandans, væru kart- öflumar þvegnar jafnóðum og þær væru afgreiddar. Með þessu móti ætti jafnvel að vera óþarft að flysja kartöflurnar áðúr en borðaðar eru fyrstu 2—3 vikur uppskerutimans. — Væri möguleiki að taka upp þessa tilhögun hér á landi? — Það enu viss vandkvæði á þvi, að breyta til i þessa tilhögun, en þó tel ég að það sé hægt. Þar á ég við, að fyrstu 3—4 vikur upp- skerutimans (frá 20. ágúst til septemberloka) væri þessi háttur hafður á. Þarna yrði fyrst og fremst um aukakostnað að ræða i sambandi við umbúðir, þ.e. auk- inn stofnkostnað, — en miðað við það, aö fá minni rýrnun og enn betri vöru til neytenda, ætti ekki að vera um óyfirstiganlegta erf- iðleika að ræða. Gagnvart sjálfri upptökunni, tel ég þó að það muni verða mjög miklum erfiðleikum bundið að fá vinnuafl til handupp- töku, svo ég tel, að við verðum að gera ráð fyrir, að ekki verði á annað kosið en að halda áfram með vélupptöku. Hins vegar er stórkostlegur mismunur á þvi, hvernig að henni erstaðið. A markaðinn koma ætið nýjar upptökuvélar, sem skemma minna kaftöflurnar. Þó er annað sem ég tel meira um vert, en það er það, að hin mikla vélvæðing er það ný af nálinni, að viö höfum fulla ástæðu til að ætla, að með fenginni og komandi reynslu takist kartöfluræktar- framleiðendum að ná uppsker- unni óskaddaðri, þannig að kart- öflumar haldi sinu hýði og eðli- legri áferð, — en þetta er grund- vallaratriði til þess að hægt sé að fá þá vöru á markað, sem við ætl- umst til. — A fundinum i Þykkvabænum var annað aðalmálið, sem var á dagskrá, geymsluþol kartöflunn- ar. Hvað getur þú sagt okkur um þá hlið málsins? — Það er staðreynd, að geymsluþol á kartöflum hefur stórminnkað, ekki sizt hin siðari ár. Það var til dæmis venja fyrir u.þ.b. 10—20 árum, að Grænmet- isverzlun landbúnaðarins keypti meira og minna af uppskeru bænda að-haustinu til, og voru kartöflurnar þá settar i geymslu i jarðhúsin við Elliðaár. A þeim tima voru heimageymslur kart- öflubænda ekki eins góðar og þær eru nú, — og þessi háttur var á hafður til að nýta uppskeruna sem bezt, Siðan voru kaftöflurn- ar úr jarðhúsunum teknar til dreifingar þegar leið á veturinn og allt fram á vor, — og þá sýndi sig að rýrnun var svo til engin, jafnvel eftir 6—7 mánaða geymslutfma. Sem undantekn- ingu má þó segja, að örfáir fram- leiðendur voru með stöngulsýki i kartöflum sinum, og i þeim tilfell- um var að sjálfsögðu um nokkur afföll að ræða. Af tilviljun má þó segja, að prófað var sl. haust að kaupa i október kartöflur, ræktaðar á Suðurlandi og þær settar til geymslu i hin sömu jarðhús. Þá sýndi sig, að geymspuþol þeirra kartaflna var i algjöru lág- marki og eftir 2—3 mánuði mátti heita, að um ósöluhæfa vöru væri að ræða. Þetta út af fyrir sig sýnir og sannar það — sem við höfum orðið áþreifanlega varir við i sambandi við alla dreifingu og aðra meðferð vörunnar hin siðari ár, að hún er að þessu leyti allt önnur en áður var. Eðvald sagði, að geymsluþol og bragðgæði færu ekki ætið saman og nefndi sem dæmi, að það hefði sýnt sig, að bragðgæði i norð- lenzkum kaftöflum hefði i nokkr- um tilfellum farið versnandi hin siðari ár, en aftur á móti væri geymsluþol norðlenzkra kart- aflna enn i góðu lagi þegar á heildina væri litið. — Þegar talað er um kartöflu- ræktendur almennt, verðum við að gera okkur grein fyrir, að ræktun fyrir almennan markað er allt önnur en svokölluð heimilis- ræktun, sem mest tiðkaðist fram til ársins 1940. Og núna eftir að vélvæðingin er orðin jafn mikil og raun ber vitni, og svo til eingöngu útlendur áburður notaður við ræktunina, — að ógleymdu þvi að allt annað dreifingarkerfi er á vörunni en áður var venja, — þá segir sig sjálft að hér er mikill vandi á ferðum og virðist vera vaxandi. Hættan er fyrst og fremst fólgin I þvi, að uppskeran skaddist meira og minna við upptöku og flokkun kartaflnanna. Þar af leið- ir, að meiri hætta er á alls kyns sjúkdómum og fylgikvillum þeirra, — og þá er vissulega voð- inn vis. Staðreyndin er þvi miður sú, að smithætta á t.d. stöngul- sýki og öðrum gerlasjúkdómum, er margfalt meiri, þegar um vélvæðingu er að ræða. Þetta er það, sem varðar útlit og áferð framleiðslunnar. Hitt er ekki sfður mikið vandamál, að finna út rétt áburðarhlutföll við ræktunina. Þá á ég ekki aðeins við áburðarefnin, köfnunarefni, fosforsýru og kali, — heldur ekki siður hin svokölluðu snefilefni, sem hér virðast ráða miklu um það, hvort við fáum þau bragð- gæði og þær kaftöflur, sem við er- um að leita að. Þessi snefilefni geta verið og eru margvisleg og það sýnir sig, að imörgum tilfellum, þegar búið eraðrækta sama gróður (kartöfl- ur i þessu tilviki) i langan tima i sama jarðvegi, — þá er mjög lik- legt að eitthvað af snefilefnunum og ennfremur jarðvegsgæðin, geti farið dvinandi. Þar getur m.a. verið um að ræða, að innbyrðis hlutföll jarðvegsefnanna raskist þaö mikið við einhliða ræktun, er siðan valdi þvi, að hin réttu bragðgæði komi ekki fram. (jarð- vegsþreyta?) Benda má á i þessu sambandi, að við búum við allt aðrar kart- öfluræktunaraðstæður en þær þjóðir sem við helzt styðjumst við I sambandi við okkar landbúnað- arvisindi. Þar má nefna að hér er yfirleitt meiri raki og kaldari veðrátta. Það má hugsa sér, að þessi margháttuðu nauðsynlegu efni, sem i jarðveginum eru, séu ekki i þvi formi að nytjagróður geti not- ið þeirra, vegna hægfara efna- skipta o.s.frv. Varðandi þessar staðreyndir, vil ég nefna, að forystumenn landbúnaðarins og Búnaðarþing hafa lagt til, að hafizt verði handa með samanburðartilraunir og viðtækar rannsóknir á þessu sviði. Að lokum sagði Eðvald B. Malmquist: — Það þarf að fara enn betur með kartöflur og aðra garðávexti i dreifingarkerfinu en nú tiðkast i mörgum tilfellum, sérstaklega er varöar sumaruppskeruna. En sem dæmi um það, hvað fram- leiðslan hér sunnanlands hefur veriðmisjöfn á markaði i vetur, þá má geta þess, að afföll og endursend vara vegna margvis- legra galla hefur numið mörgum tonnum, eða rúmum 3% af heild- armagni þegar verst hefur geng- ið, þrátt fyrir að framleiðendur hafa lagt mikla vinnu i að betr- umbæta vöruna áður en þeir hafa sent hana á hinn almenna mark- að. Um 40% bændur er framleiða kartöflur til sölu á Suðurlandi hafa sloppið alveg, eða þvi sem næst alveg, við heimsendingar eða afföll i framleiðslu sinni, eftir að þær hafa verið teknar i mat og til söludreifingar. En um 60% markaðsframleiðenda hafa orðið fyrir meiri og minni afföllum. —G s a I. Stórir flutningabilar komnir með kartöflurnar til Reykjavfkur frá ræktunarbændum fyrir austan fjall. SAMSÖNGUR KVENNAKÓRS SUÐURNESJA í KEFLAVÍK Þrjú kvöld f siðustu viku hélt Kvennakór Suðurnesja samsöng i Félagsbiói i Keflavik, i öll skiptin fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir áheyrenda. Með kórn- um kom og fram skólahljómsveit Tónlistarskólans I Keflavik, og lék hún með i nokkrum lögum, á stengja- og blásturshljóðfæri. - Það er ástæða til að fagna þvi, hve listflutningur og list- túlkun fyrir almenning hefur farið ört vaxandi siðustu árin. Fyrir örfáum dögum hélt Karla- kór Keflavikur til dæmis sina ár- legu sönghátíð hér, og nú kvenna- kórinn. Allsnægtaþjóðfélagið vill hafa nóg af öllu, og jafnvel helzt meira en það getur torgað, svo að ganga megi frá leifum, þegar svo ber undir. Útvarp, sjónvarp, leikhús og söngfélög hafa á boðstólum hinar fjölbreytilegustu tegundir listkynninga, og ekki má gleyma málverka- og högg- myndasýningum viðs vegar og er engum fært að fylgjast með og njóta þess alls, svo sem vert væri. Veizluborðin eru hlaðin. Ég held, að það hljóti að vera nokkuð samhljóða álit þeirra,sem gáfu sér tóm til að sækja samsöng kvennakórsins á dögunum, að sjaldan hafi jafnfágaður og vel heppnaður tónflutningur farið fram I Keflavik, eins og hjá kórn- um að þessu sinni. Efnisskráin var einstaklega smekklega upp byggð, hófst á hinum yndislegu stefjum Sigvalda Kaldalóns og Inga T. Lárussonar, hélt siðan áfram með vissri stigandi frá tærum þýzkum þjóðlögum upp i gömul og ný verk erlendra höfuda t þeirrar gerðar, sem fellur vel að smekk fólksins, eins og hann er nú, en til að hitta i mark eins og kórinn gerði, þarf einmitt að gæta þess. Ég get ekki tekið neitt tónverk út úr af þeim, sem flutt voru. Ég skynja þokka þeirra jafnt af þvi, hve vel þau féllu saman i heild, og hve þaulæfð þau virtust og mis- takalaus. Þarna stóðu hefðarfrúr á miðjum aldri og ungar meyjar hlið við hlið og létu gamminn geisa ef svo má segja þótt þeirra afburðasnöggi og smekkvlsi stjórnandi héldi þétt i tauminn, og réði ferðinni út i æsar. Mér flugu i hug léttklæddar ballettmeyjar, þar sem þær sungu, og sann- leikurinn er sá, að hugur manns getur leitað um hin fjölbreytileg- ustu svið listrænnar fegurðar, þegar vel er sungið, ekkert frek- ar um viðáttur hljómanna, heldur en heima forms, eða lita. Ich bin verliebt — hét eitt kvæðið. Ég held það hafi allir verið i sjöunda himni eftir sönginn. Að baki þessu viðviki, sem söngstjóri, söngfólk og að- stoðarfólk gerir okkur til glaðning og uppörvun- ar nú undir vorið, ligg-ur þrotlaus vinna og tlmafórn i allan vetur, siðan á veturnóttum, og það eina, sem ekki yrði til að gleðja og hressa, væri það, ef kórinn notaði* nú ekki tækifærið til að fara sem allra viðast svo að fleiri en við hér á Suðurnesjum gætum notuð hins þaulæfða prógramms. Söngstjóri kórsins er Herbert H. Agústsson, og staðfesti hann nú, sem að visu áður er þekkt, að hann er hárnákvæmur og smekk- vís stjórnandi, svo að á þvi sviði held ég aðverði varla komizt öllu lengra. Elisabet Eríingsdóttir söngkona söng einsöng i nokkrurn lögum við almenna hrifningu. Ragnheiður Skúladóttir, þaulæfð- ur píanóleikari, lék undir með kór og einsöngvara af festu og mynd- ugleik. Til aðstoðar og uppfylling- ar komu svo frúrnar Hrönn Sig- Húseigendur Nú er tími viðgerða kominn. Tökum að okkur nýsmíði/ alls konar viðgerðir og glerisetningu. Upplýsingar í síma 1-40-48 kl.19—20 á kvöld in. mundsdóttir og Sigriður Þor- steinsdóttir með harmoniku og gftar, og auk þeirra trommuleik- arar og selloleikari. Konsert- meistari skólahljómsveitarinnar var Unnur Pálsdóttir, kornung, falleg stúlka. Formaður kórsins er svo frú Margrét Friðriksdóttir, en söngfélag þarf ekki siður dug- legan og ákveðinn formann held- ur en önnur félög, og það mun hún ' hvort veggja vera. En —fyrir alla 'muni, farið viðar um landið, söngvinur. Valtýr Guðjónsson. Menntamálaráðuneytið, 14. april 1975. Lausar stöður Eftirtaldar þrjár lektorsstööur I heimspekideild Há- skóla tslands eru lausar til umsóknar: Lektorsstaða I bókasafnsfræöi, lektorsstaða I uppeldisfræöum og lektorsstaða I frönsku. Að þvi er varöar stöðuna i uppeldisfræöum skal tekiö fram, að endurskoöun á skipan kennslu og rannsókna I uppeldisfræðum,m.a. að þvi er varðar samstarf og verkaskiptingu stofnana á þessu sviöi, kann að hafa áhrif á framtiðarvettvang þessarar lektorsstöðu. Laun samvk. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um framangreindar lektorsstöður, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. mai n.k. Stöður þessar voru áður auglýstar i Lögbirtingablaði nr. 19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrestur er hér með framlengdur til framan- greinds tima. Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti I byggingaverkfræöi I verk- fræöiskor verkfræöi- og raunvlsindadeildar Háskóla tslands er laust til umsóknar. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðalkennslugreinar veröi á sviði fræðilegrar burðarþolsfræöi og aflfræði fastra efna. Umsóknarfrestur er til 15. mal n.k. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Embætti þetta var áður auglýst I Lögbirtingarblaði nr. 19/1975 emð umsóknarfresti til 1. þ.m., en umsóknar- frestur er hér meö framlengdur til framangreinds tima. Menntamálaráðuneytið 14. april 1975. Lausar stöður Eftirtaldar dósentstööur I verkfræöiskor verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla Islands eru lausar til um- sóknar: Dósentsstaöa I vélaverkfræöi. Dósentinum er ætlað að starfa á sviði rekstrarfræði. Dósentsstaöa I rafmagnsverkfræði. Fyrirhugað er að rannsóknir og aöalkennslugreinar veröi á sviði eins eða fleiri þessara greinaflokka: a) slmafræöigreina, b) merkjafræðigreina og c) rásafræöigreina. Dósentsstaöa I byggingarverkfræði. Fyrirhugaö er að rannsóknir og aöalkennslugreinar verði á sviði tveggja eða fleiri þessara greinaflokka: a) efnisfræði byggingarefna, b) húsagerðar og c) hagnýtrar burðar- þolsfræði. Umsóknarfrestur er til 15. mai 1975. Laun samvk. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um dósentsstöður þessar skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unniö, ritsmiðar og rannso'knir, svo og námsferil sinn og störf. Tvær siðartöldu dósentsstöðurnar, i rafmagnsverk- fræði og byggingarverkfræði, voru áður auglýstar i Lögbirtingarblaði nr. 19/1975 meö umsóknarfresti til 1. þ.m., en umsóknarfrestur er hér með framlengdur til framangreinds tima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.