Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 17. aprll 1975. TÍMINN Dýralífið á Voronezh-svæðinu Um það bil 54 tegundir spen- dýra, 190 tegundir fugla, 18 tegundir vatna- og skriðdýra og um 40 tegundir fiska eru nú á hinuverndaða svæði Voronezh i Sovétrikjunum. Þarna fylgjast vísindamenn náið með dýrunum og lifnaðarháttum þeirra, og hvemig þeim fjölgar. Dádýr, elgir og bjórar frá þessu svæði hafa verið flutt til annarra landsvæða i Sovétrikjunum. Starfsfólkinu á þessu náttúru- vemdarsvæði tókst fyrir mikla eljusemi að koma i veg fyrir að bjórategund, sem þarna er, dæi algjörlega út. Bjórar þessir höfðu verið geysilega eftirsóttir lengi vel vegns skinnanna, og hafði manninum þvf næstum tekizt að eyða bjórunum gjör- samlega. Sérfræðingunum i Voronezh hefur borizt aðstoð við björgun bjóranna, bæði frá Pól- landi, Austur-Þýzkalandi, Ung- verjalandi, Mongóliu og Finn- landi. Nú munu vera eitthvað á annað hundrað stór verndar- svæði í Sovétrikjunum, sem stjórnvöld landsins standa að. A þessum svæðum öllum er unnið mikið rannsóknarstarf og allt gert til þess að byggja upp bæði dýra- og plöntulif á svæðunum, eins og frekast er kostur, og koma f veg fyrir að fágætar dýra- og plöntuteg. deyi út. Hér fylgir með mynd af bjór, sem fæddur er og uppalinn á Voronezh-svæðinu. Þá er hérna einnig dádýr, en það er eitt af þeim 54 tegundum spendýra, sem lifa góðu lífi á verndar- svæðinu. Að lokum sjáið þið svo einn af yfirmönnum svæðisins, Nikolai Komov, á gangi um skóginn i Voronezh, en i' þessum skógi halda margar dýrateg- undir sig, og lifa góðu lifi. Frost reynir á nýjan leik Allt i einu var David Frost orðinn vinsælasti og bezti sjón- varpsmaður i heiminum. Það var litið áhann eins og eitthvert undrabarn, en nú finnst engum neitt til hans koma lengur. Hann á lika alltaf i einhverjum vand- ræðum með vinstúlkur sinar. Um leið og hann fer að hugsa um að kaupa brúðkaupsbúning handa sjálfum sér, er stúlkan horfin á brott og gengin i það heilaga með einhverjum allt öðrum, sem enginn hefur til þess tima vitað, að hún ætti neitt vingott við. Þesi stúlka, sem hann er hér með á myndinni, er Pauline Cushion. Hún er að velta þvi fyrir sér, hverjum hún ætti að giftast, þvi auðvitað vill hún ekki eiga David Frost. — Gleymdu ekki að taka vitaminspillurnar þinar Ólafur! DENNI DÆMALAUSI Vertu ekki aö eyða timanum i að tala fallega við barnið, það skilur þig hvort eö er ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.