Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 17. april 1975. Dr. Gunnlaugur Þórðarson: SVARBRÉF TIL ÓLÍNU Á KINNASTÖÐUM Kæra Ólina. Ekki var ætlun min að eltast við þau viðbrögð sem útvarpserindi mitt 19. des. s.l., „Gjöfin til þjóð- arinnar”, kynni að valda. En svo birtist opið bréf frá þér i Timan- um 13. febrúár s.l. Þá hvarf mér hin fyrri hyggja. E.t.v. vegna þess, að i bréfi þinu gætir nokkurs misskilnings, — sem má telja næsta eðlilegur, þar sem hið tal- aða orð rennur hratt um eyrað, en þó fremur vegna hins, að ég á Barðstrendingum annað upp að unna en að virða ekki skrif þeirra, og sizt slikrar sæmdarkonu, sem þú ert, bóndi og kennari. Fyrir rúmum tuttugu árum var ég i framboði fyrir Alþýðuflokk- inn i Barðastrandarsýslu og gleymi aldrei þeirri velvild, sem mér var þá sýnd, bláókunnugum manni. Litlu munaði, að Alþýðu- flokkurinn fengi uppbótarþing- mann i Barðastrandarsýslu. Úr- slitin hrukku að visu ekki til þess, sem að var stefnt, en voru miklu betri en vænta mátti. Þeim mun fremur þar sem andstæðingar minir beittu skefjalausum áróðri og jafnvel niði, og var hin raun- verulega ástæða fyrir þeim vinnubrögðum sú, að ég taldi allt of skammt gengið i landhelgis- málinu, en þá var t.d. æðsta boð- orð Sjálfstæðisflokksins 4 sjó- milna landhelgi. Þetta er nú löngu liðin tið, þótt minningarnar ylji, og vikjum nú að bréfi þinu. Meinsemi í garö bænda Sérstakan vilja þarf til þess að særa fram úr erindi minu mein- semi við bændastéttina i heild og er það sannfæring min, að bænd- ur á Vestfjörðum séu yfirleitt ekki haldnir þeirri fráleitu hug- mynd um eignarrétt óbyggða, sem illu heilli þrúgar bændur viða annars staðar á landinu. Bændur eru misjafnir eins og annað fólk. Og þóttbent hafi verið á furðulega framkomu örfárra bænda, þá efast ég um að nokkur bóndi i Barðastrandarsýslu taki slikt til sin, að hugsuðu máli. Berjatinsia á öræfum 1 bréfi þinu eignarðu mér að hafa sagt ,að kaupstaðarfólk mætti ekki einu sinni tina ber uppi á öræfum”. Út af þessum orðum skal hér endurtekið það sem ég sagði um beriatinslu. en það var þetta: „58. kafli landleigubálks Jóns- bókar er um tfrislu berja og grasa.Þarsegir: „Eigi skal mað- ur uta n orlofs lesa ber á annars jörð til heim að bera, ef less tvi- gildingsber og svo grös”. Þetta á- kvæði er i lagasafni og er auðskil- ið. Menn mega ekki án leyfis tina ber á eignarlandi og skulu bæta að tvöföldu, ef gert er i óleyfi. 011- um er frjálst að tina ber á afrétti og almenningi og gildir sama um grasatinslu”. Hins vegar minntist ég ekki einu orði á berjatinslu uppi á ör- æfum. Slæm umgengni kaupstaðabúa 1 bréfi þinu verður þér tiðrætt um slæma umgengni kaupstaðar- búa við náttúruna, likt og ég væri að mæla sliku bót. Af þvi tilefni vil ég endurtaka hér sumt af þvi, sem vikið var að i erindi minu, þar sagði m.a.: „t 16. kafla landleigubálks Jónsbókar frá 1281 segir: „Hvergi á maður að bæta fyrir hagbeit nema lögfest sé, nema hann láti reka að landi eða i land hins, svo hann vill að hagi hins beitist”. Þetta þýðir, að menn geti áð, látið hesta sina bita, þar sem þeir eiga leið um landið, en þeir megi ekki láta þá fara inn á ræktuð lönd eða inn i girðingar eða land, sem er nytjað. Með lögjöfnun tekur þetta einnig til þess að slá upp tjaldi”. Siðar i erindi minu sagði: „Það skal áréttað, að sérstakur réttur einstakra bænda og sveitarfélaga að afréttum og almenningum get- ur aðeins verið fólginn i afnota- rétti einum saman. Þ.e.a.s. beit- arrétti en ekki rétti til að hindra umferð annarra nema þá til verndar ræktun og gróðri”. 1 seinni hluta erindisins fórust mér svo orð: „Það er sannfæring min, að þegar æska landsins gerir sér grein fyrir þvi, að þessi álykt- un Alþingis þýði viðurkenningu á hlutdeild hennar i villtri náttúru landsins, mun hún sýna umhverfi sinu og náttúru meiri virðingu en áður. Það segir sig lika sjálft, að fáum dettur i hug að fara t.d. með tjald sitt inn á ræktað land eða að gera nein spjöll. Það telst til und- antekninga, og það ætti að vera heimild til þess fyrir einstak- linga, að vitnisburður tveggja manna nægöi til refsingar fyrir brot gegn umhverfinu. Það er t.d. ofboðslegt að sjá fólk fleygja rusli eða flöskum á viðavangi. Við þvi ættu að liggja þung viðurlög. Með visun til þessara orða i út- varpserindi minu fer ekki milli mála, hver afstaða min er til um- gengni við náttúruna. Þvi má bæta við, að á ferðum minum um landið reyni ég jafnan að sýna þennan hug i verki, tel mér skylt að tina saman rusl og grafa það, ef ég get komið þvi við. A sama veg mun fjölda leiðsögumanna farið, þvi meir sem menn ferðast um landið þvi heitar unna þeir þvi. Annars virðast þessi mál vera að þokast i rétta átt. Þannig ligg- ur leið min oft að fossi einum i Biskupstungum, sem kallast Faxi, en i námunda við hann rétta Biskupstungnamenn. Fyrsta að- koma min á þennan fagra stað fyrir mörgum árum var ömurleg, þar lágu tómir oliubrúsar, vin- flöskur, glerbrot og matarleifar, en ekki var þetta eftir kaupstað- arbúa. Nú er aðkoman þarna gjörbreytt. Þá er mér minnisstætt atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum. Það hafði ráðizt að ég yrði leiðsögumaður með um 50 Finn- um norður i land. Áður en lagt var upp, höfðu Finnarnir efnt til all- sérstæðs veðmáls sin á milli, sem ég vissi fyrst um, er norður var komið, en það var um það hve margir bæir á leið þeirra bæru með sér að húsráðendur þeirra kynnu að umgangast umhverfi sitt, að þeirra mati. Á leiðarlokum reyndist bærinn einungis einn og var i Húnaþingi. Furðulegust þótti þeim hin skeyt- ingarlausa meðferð á timbri i þessu skóglausa landi. Byssur og morðfýsn Þér verður alltriðrætt um það, að ég harmi að Reykvikingar fái ekki svalað morðfýsn sinni með þvi að skjóta fugla. Þannig segir i bréfi þinu: „Þú (Gunnlaugur) sagðir að ekki mætti einu sinni skjóta fugla. Furðulegt að þú skulir gerast málssvari sliks ó- sóma, það göfgar liklega sálina að skjóta fugla”. Siðar: ,,..ef til vill væri það gott fyrir Reykvik- inga að svala morðfýsn sinni með þvi að leggjast á sveif með minknum....” Út af þessu skal aðeins endur- tekið það, sem ég sagði um þetta efni 19. des. sl. „Til fróðleiks skal þess getið, að i núgildandi lögum um fuglaveiðar segir: „öllum islenzkum rikisborgurum eru fuglaveiðar heimilar i afrétt- um og almenningi utan landar- eigna lögbýla, enda geti enginn, sannað eignarrétt til þeirra. Það er sérstakt við löggjöf þessa, að þarna leggur löggjafinn að jöfnu almenninga og afrétti og styður röksemdir þær, er áður getur. Siðar sagði: „Þvi geta þeir, sem eiga þennan afnotarétt (beitar- rétt á afréttum) ekki bannað t.d. fuglaveiðar.... á þessum svæð- um”. Sjálfur hef, ég aldrei skotið rjúpu á ævinni og það er álit mitt, að flestir þeir, sem stunda rjúpnaveiðar séu útiverumenn, sem unni náttúrunni og kynnist henni á sérstæðan hátt, endá þótt þeir bæli ekki algjörlega með sér veiðináttúru forfeðra sinna, hellisbúanna. Hitt er athugandi, að margir þeir, sem til þekkja, telja að það sé nauðsyn að grisja rjúpnastofn- inn. Dettur þér i hug að halda þvi fram, að t.d. þeir menn sem stunda rjúpnaveiðar i Barða- strandarsýslu séu haldnir morð- fýsn? Virðing fyrir eignarréttinum Það er vissulega rétt hjá þér, að þetta mál hefur tvær hliðar. Annars vegar eru þeir, sem vilja að frumburðarréttur þjóðar- innar til landsins verði virtur eða að aðrir landsmenn eigi a.m.k. afrétti og almenninga til jafns við bændur. Svo sem var i upphafi byggðar, eins og ákvæði Jónsbók- ar bera með sér, enda þótt bænd- ur hafi mátt nýta þessi gæði til beitar. 1 þessum hóp manna er yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar. Hins vegar eru þeir, sem vilja neita þjóðinni um hlutdeild i öll- um slikum svæðum og telja þau nánast eign áina með gögnum og gæðum, jafnt jarðhita, sem öðru. Þetta eru örfáir menn. Við skulum aðeins athuga hvernig þessi eignarréttur hefur orðið til. Sagan sannar okkur að það hefur verið fyrst og fremst kirkjan og örfáir yfirgangs- samir bændur, sem sölsuðu afréttina undir sig, beint eða óbeint og aðallega á pappirn- um, þvi að um raunverulega einkaréttarlegar heimildir svo sem viðurkenningu annarra eða afsal var ekki að ræða né heldur vörzlu, sem eignarréttur byggist á. Alþingi gengur á réttalmennings Með lögum nr. 15 frá 1923 voru hin merku ákvæði Jónsbókar um rétt almennings til veiða á afrétti og i almenningi endurnýjuð, að visu með nokkuð skertum rétti frá þvi, sem áður var. Þvi sam- kvæmt 123. grein hét það nú, að öllum væri veiði heimil i vötnum á afrétti og i almenningi og á öðr- um lendum utan landareigna lög- býla, enda geti enginn sannað einstaklings-réttarheimild til þeirra. Slik sönnunarbyrði, sem lögð var á þann, sem meina vildi öðrum neyzlu þessa réttar, hlaut að vera torsótt, þvi einstaklings réttarheimild er óhugsandi á þessum svæðum, svo að i fram- kvæmd þýddi þetta algjöran rétt almennings i landinu að þessu leyti. Fyrrgreind lagaákvæði voru endurnýjuð með lögum nr. 61/1932 um lax- og silungsveiði. Aftur voru þau endurnýjuð ó- breytt með lögum nr. 112/1941. Á árinu 1955 var lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um lax- og silungsveiði og nú var fyrrgreind- ur réttur almennings i landinu felldur niður og hann veittur bú- endum einum, sem áttu upp- rekstrarrétt, nema vötnin væru i einkaeign. Með þessu frumvarpi var af hálfu löggjafans gengið á rétt alþýðu manna i landinu. Hæstiréttur hafði nokkru áður kveðið upp dóm varðandi veiði- rétt á tilteknum afrétti, þar sem hann taldi veiðiréttinn sameign manna i ákveðnum sveitarfélög- um, sem þar áttu upprekstrar- rétt. Þannig að frumvarpið skerti rétt almennings frekar, en um- ræddur dómur gaf tilefni til. Ákvæði þessi voru felld niður, að þvi er sagði i frumvarpinu, vegna þess að þau hefðu valdið á- greiningi, enda eigi ljóst orðuð. Auðvitað var þetta fyrirsláttur einn, ákvæðin voru ljós, en hlutu auðvitað að valda ágreiningi, svo sem öll ákvæði um þetta efni hljóta að gera. Mér er næst að halda, að þessi fyrirsláttur hafi verið gerður til að villa um fyrir mönnum og tryggja rétt þeirra, sem gátu ekki sannað einstak- lingsréttarheimildir sinar til þessara landsvæða, þvi slikt er nánast óhugsandi, sem fyrr segir. Frumvarpið náði ekki fram að ganga i fyrstu atrennu, en er það var lagt fyrir Alþingi að nýju t árið eftir var það samþykkt. Þannig var þessi frumburðarrétt- ur þjóðarinnar frá henni tekinn og fenginn i hendur örfáum forrétt- indamönnum, sem sagt almenn- ingur var sviptur þeim rétti, sem löggjöf þjóðveldisins hafði tryggt honum. Auðvitað er skylt að færa þetta til fyrra horfs og ætti það að gerast, þegar lög um lax- og sil- ungsveiði verða tekin til endur- skoðunar næst, en um það atriði hafa ráðherrar gefið itrekuð fyrirheit. Þegar menn hugleiða þessi mál nánar, þá hljóta menn að viðirkenna að einstaklingsrétt- ar-eignarheimild á afrétti, sé nánast óhugsandi og andstæð anda stjórnarskrár rikisins, — þá verður manni ljósara en ella hve hæpið það var hjá Hæstarétti að eigna Reykholtsdalshreppi og Hálsahreppi, ásamt Kalmanns- tungu, einkarétt til veiða i vatni á Arnarvatnsheiði. Þvi fyrrgreind- ir aðilar hafa aldrei eignazt neina einkaréttarheimild til svæða á Arnarvatnsheiði, þótt Kalmanns- tungukirkja hafi með yfirgangi sölsað undir sig að nafninu til. Slikur réttur byggður á fornum yfirgangi hlýtur að verða tekinn til endurskoðunar frá sjónarmiði þess þjóðfélags, sem við lifum i. Það er sem sagt löggjafinn, sem hefur veitt bændum þessi réttindi og getur tekið þau af hvenær sem er. Virðing bænda fyrir eignarétti Við skulum, áður en ég kveð, hugleiða örlitið virðingu bænda fyrir eignarrétti sinum. Það er staðreynd, að bændur viða á land- inu hafa rányrkt landareign sina svo, að við borð liggur, að stór svæði verði óbyggileg. Þetta hefur þó einna minnst átt sér stað á Vestfjörðum. Þessi iskyggilega eyðing lands varð til þess að Al- þingi samþykkti á 1100 ára af- mæli byggðar i landinu, að veita einn milljarð króna til þess að bæta þau spjöll sem orðið hafa á landinu af völdum mannvistar og veðrunar. Þetta var gjöfin til þjóðarinnar allrari tilefni þessara timamóta og hlýtur að hafa verið i þeim skilningi gerð að þjóðin eigi tilkall til afrétta, almenninga og allra lendna utan iögbýla, hins vegar getur þetta ekki hafa verið hug- sað sem verðlaun til færri en þús- und manna i landinu fyrir að vilja eigna sér landið allt. Það er sannfæring min að hvorki þú né aðrir vestfirzkir bændur teljið ykkur eiga t.d. Þingmannaheiði, Glámuheiði né afréttarlönd og viljið ekki standa með þeim fáu bændum, sem telja sig eiga allt hálendi tslands. Þess vegna held ég og>að þegar öllu er á botninn hvolft, séum við i meginatriðum sammála, enda þótt erindi mitt hafi sætt öðrum skilningi hjá þér en rétt var. 17. marz 1975. Sólaóir hjólbaróar til sölu ó ýmsar stærðir fólksbila. Mjög hagstætt verð. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.