Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. april 1975. ItMINN 7 Gisli B. Björnsson, Bjarni ólafsson og Ragnar Kjartansson kynna alþjóölegu vörusýninguna frétta- mönnum. Tlmamynd Gunnar. Aðsókn að vörusýningum hér eins og mest gerist erlendis Umfangsmesta vörusýning á íslandi til þessa haldin í sumar SJ-Reykjavik Kaupstefnan — Reykjavík efnir til alþjóðlegrar vörusýningar i Laugardalshöli- inni dagana 22. ágúst til 7. september i sumar, og er útlit fyrir að hún verði umfangsmesta sýning sinnar tegundar, sem haldin hefur verið hérlendis til þessa. Búizt er við, að a.m.k. 150 fyrirtæki, innlend og erlend, taki þátt I sýningunni. Hér er um að ræða sjöttu stórsýningu Kaup- stefnunnar og aðra alþjóðlegu vörusýninguna. 178 fyrirtæki tóku þátt I alþjóðiegu vörusýningunni 1971, en þróunin hefur verið sú, að fyrirtæki stækka sýningarsvæði sin, svo að ekki er búizt við, að þátttökufyrirtækjunum fjöigi, en fremur við að heildarsýningar- rýmið aukist. Sýningin i sumar verður á 4000 fermetra innisvæði, og við hlið sýningarhallarinnar verður reist- ur 1000 fermetra skáli. Þá verður sýnt á um 2000 fermetra útisvæði. Að sögn forráðamanna sýningar- innar njóta vörusýningar mikilla vinsælda hérlendis, enda skipulagðar með tilliti til almenn- ings. Aðsókn að þeim er yfirleitt eins og hún gerist mest með miklu fjölmennari þjóðum. 75% sýningarsvæðisins hefur þegar verið leigt út. Samsýningar italskra og pólskra fyrirtækja verða á vörusýningunni að þessu sinni. Einnig sýna fyrirtæki ná- granna okkar á Norðurlöndum, og skartgripaframleiðendur i Nigeriu taka þátt i sýningunni. Heilbrigðissafnið i Dresden setur upp sýningu i baksal Laugardals- hallarinnar. Hefur sú sýning viða verið og vakið athygli fyrir liflega uppsetningu og meistaralega út- færðar glereftirmyndir af fólki og dýrum, sem sýna á glöggan hátt innri starfsemi likamans. Þrjár sérsýningar verða innan- dyra. Innlend og erlend fyrirtæki standa að sýningu, sem nefnd verður „Borð og býr” og gefa sýn- ingargestum kost á að sjá fram- leiðslu sina og smakka á henni. Iðntækni h.f. i Reykjavik skipu- leggur sýningu, sem nefnist , „Rafeindatækni” á sviði sýning- arhallarinnar. A 100 fermetra svæði i hliðar- skála verður sýningin „Minibil- ar”. Þar er innflytjendum svo- nefndra ,,mini”-bila boðin þátt- taka, og einnig verður sýning á svokölluðum ,,micro”-bilum, eða minnstu bifreiðum, sem fram- leiddar hafa verið i heiminum. Talið er, að þeir muni ryðja sér til rúms sem samgöngutæki á næst- unni. í tengslum við þessa sýn- ingu er einnig fyrirhuguð sýning á vélhjólum og vélsleðum, m.a. is- lenzkum vélsleða, sem nú er i undirbúningi að hefja fjöldafram- leiðslu á. Þá verður væntanlega mikil sýning á vinnuvélum og notkun þeirra á útisvæði. Á útisvæði, sem nú verður stærra en fyrr, verða m.a. sýndar nokkrar tegundir sumarhúsa, þar á meðal bjálkahús og hjólhýsi, einnig leiktæki, bifreiðar, fjöl- breytilegt úrval vinnuvéla, bygg- ingareiningar og fleira. Eins og á fyrri sýningum verð- ur mikið um að vera á sýning- unni, svo sem forvitnilegt gesta- happdrætti, skemmtiatriði, tizku- sýningar o.fl. Þá er útlit fyrir að nýjungar i veitingum muni vekja athygli. Samtals hafa um 300 þús. gestir sótt stórsýningar Kaupstefnunn- ar hf. frá upphafi. Sýningarstjórn skipa: Gisli B. Björnsson, Haukur Björnsson og Ragnar Kjartansson, auk fram- kvæmdastjóra Kaupstefnunnar, sem er Bjarni Ólafsson. HÚSEIGENDUR Nú er rétti timinn til við- gerða á húsum ykkar. Tök- um að okkur alls konar við- gerðir og nýsmiði. Setjum i glugga og hurðir. Upplýsing- ar i slma 1-40-48 kl. 19-20 á kvöldin. Vinna Þrettán ára stúlka, vön i sveit, óskar eftir vinnu á góðu sveita- heimili á Suðvestur- landi í sumar. Upplýsingar í síma 91- 23942 eftir kl. 6 á kvöld- in. Auglýsing um aðal- skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar fyrir órið 1975 Aðalskoðun bifreiða fer fram við stöðvar bifreiðaeftirlitsins að Hafnargötu 90, Keflavik, eftirtalda daga frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.30. Mánúdag 21. april J-1 til J-75. Þriðjudag 22. apríl J-76 til J-150. Miðvikudag 23. april J-151 til J-225. Föstudag 25. apríl J-226 og yfir. Við skoðun skal framvisa kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og trygginga- gjalds og ökumaður skal framvisa öku- skirteini. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært bifreið til skoðunar á auglýstum tima, skal hann tilkynna mér svo bréflega. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tima, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bif- reiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli, 15. april 1975, Þorgeir Þorsteinsson. HAGSTÆÐ GERIÐ HAGSTÆÐ KAUP Orfáum heyvinnuvélum enn ÓmAcfíi/nA n vafmrwai’Aiim HÚSBYGGJENDUR! nýkomnar í ýmsum viðartegundum I ; ' ÉÍJSS IK v< j 't'yfi \ J { : - ■ 99S§ { ' ' W v 'É ■ . I ■ 't útkíhlt) U j.. -, - x' Komið og skoðið — Verðið hagstætt Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlid þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.