Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 17. aprll 1975. Fóstureyðingafrumvarpið rætt í neðri éeild í gær: Frumvarpið í núverandi mynd skynsamlegasti meðalvegurinn Fdstureyðingafrumvarpið svo- nefnda kom til 2. umræðu i neöri deild i gær. Þá flutti Jón Skafta- son (F), framsögumaður meiri- hluta heilbrigðis- og trygginga- nefndar neðri deildar, itarlega framsöguræðu. Auk hans tóku til máis Magniis Kjartansson (Ab), sem var í minnihluta nefndarinn- ar, Karvel Pálmason (SFV) og Ragnhildur Helgadóttir (S). Magnús Kjartansson lýsti sig andvfgan 9. grein frumvarpsins og taldi, að of skammt væri geng- ið. Aftur á móti var Karvel Pálmason andvigur þessari grein frumvarpsins á þeirri forsendu, að með henni væri gengið of langt i frjálsræöisátt. Framhaldsum- ræða fór fram í gærkvöldi og tóku margir þingmcnn til máls. Sem fyrr segir, flutti Jón Skaftason itarlega ræðu, og birt- ast hér á eftir nokkrir kaflar úr henni. Tilfinningamál og mannréttindamál Frumvarp þetta um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir fjallar um efni, sem eðli málsins samkvæmt er mikið tilfinningamál og mann- réttindamál og varðar þvi miklu, að um þau gildi skynsamleg lög, er hafi stuðning i almenningsálit- inu. Gerð slikra laga hlýtur að veru- legu leyti að markast af þjóðfé- lagsaðstæðum á hverjum stað. Off jölgunarvandamál sumra þjóða knýr valdhafa til þess að lögleyfa frjálsar fóstureyðingar, alrátt ríkisvald tekur fyrst og fremst mið af stjórnarstefnunni, t.d. ef fjölga þarf i herjum, við gerð slikra laga. Við tslendingar erum ekki neyddir til sliks. Fólksfjöldinn hér mætti gjarna aukast, — það myndi bæta lifskjörin — og við höfum engan her, sem betur fer. Sjónarmið okkar, sem að laga- setningu um þessi efni vinnum, hljóta þvi að mótast af þörfinni fyrir mannúðleg og skynsamleg lög i þessum efnum, vel vitandi, að hér erum við að fjalla um rétt einstaklingsins til lifsins, sem er undirstaða allra mannréttinda. Við setningu sllkra laga getum við gjarna litið til reynslu þeirra þjóða, sem næstar eru okkur og skyldastar. Úrelt lög Heilbrigðis-og tryggingarnefnd þessarar deildar hefur undan- farna mánuði haft frumvarp þetta til athugunar og meðferðar, og hefur niðurstaðan orðið sú, að hún hefur klofnað i afstöðu til frumvarpsins. Meiri hlutinn, sem skipaður er 5 nefndarmönnum, leggur til, að það verði samþykkt með nokkrum breytingum, sem við flytjum á sérstöku þingskjali, en minni hlutinn (M.Kj.) skilar séráliti, sem hann gerir grein fyrir á eftir. Áður en ég geri frekari grein fyrir frumvarpinu og þeim breyt- ingartillögum sem nefndin flytur, þykir mér hlýða að skýra i stuttu máli gildandi lög um þessi efni og framkvæmd þeirra. Lög nr. 38/1935 fjalla um leið- beiningar fyrir konur um varnir gegn þvi að verða barnshafandi og um fóstureyðingar. Lög nr. 16/1938 heimila i viðeig- andi tilfellum aðgerðir á fólki, er komi i veg fyrir að það auki kyn sitt. Lögin frá 1935 fjalla um: 1) varnir gegn þvi að verða barnshafandi, 2) um vananir og 3) um íóstureyðingar. Lög þessi eru nú úrelt á margan hátt, sem eðlilegt er, og i þau vantar itarleg ákvæði um ráðgjöf og fræðsiu um kynlif og barneign- ir. Fóstureyðing skv. þeim er þvi aðeins heimil, að lifi konu sé hætta búin af þvi að ganga með og ala barn. Sé fóstur eldra en 8 vikna, þurfa knýjandi ástæður að vera fyrir hendi til þess að fóstur- eyðing sé heimil. Félagslegar ástæður einar heimila ekki fóstureyðingu. Aðgerð skal fara fram á viðurkenndu sjúkrahúsi og vera rökstudd með greinar- gerð tveggja lækna um nauðsyn aðgerðarinnar, og sé annar þeirra yfirlæknir vilðkomandi sjúkrahúss. Lögin frá 1938 fjalla um: 1) afkynjanir 2) vananir og 3) fóstureyðingar. Skv. þessum lögum er fóstur- eyðing leyfð, ef ástæða er til að ætla, að afkvæmið fæðist van- skapað eða fáviti o.þ.h., eða ef konu hafi verið nauðgað, enda hafi hún kært ofbeldisverkið. I lögunum er gengið út frá þvi, að þriggja manna nefnd sérfróðra manna, ásamt landlækni, úr- skurði beiðnir um fóstureyðingar, afkynjanir og vananir. Fóstureyðingum hefur fjölgað A timabilinu 1950-1970 urðu fóstureyðingar skv. þessum lög- um fæstar 45 á ári og flestar 107. Á árabilinu 1950-1960 að meðaltali 57 á ári, 1961-1970 83 á ári og meðaltal 1964-1974 123 á ári. Arið 1971 urðu fóstureyðingar 143, 1972 urðu þær 152, 1973 223 og 1974 220. Skv. upplýsingum brezku heilbrigðisstjórnarinnar voru að auki framkvæmdar i Bretlandi 1971-’74 115 fóstureyðingar á is- lenzkum konum, að meðaltai 23 á ári, en siðasta árið (1974) aðeins 16. Langflestar þeirra eru fram- kvæmdar á Fæðingardeild Land- spitalans, en nokkrar á sjúkra- húsum á Akureyri, Isafirði, Akra- nesi, Neskaupstað og viðar. Ekki liggja neinar upplýsingar fyrir um synjanir á umsóknum um fóstureyðingar skv. lögunum frá 1935, en skv. töflu X bls. 46 i riti heilbrigðis- og tryggingar- nefndar nr. 4/1973 um fóstureyð- ingar og ófrjósemisaðgerðir hafa á árabilinu 1964-1970 borizt 259 umsóknir um vananir og fóstur- eyðingar skv. lögum nr. 16/1938 og að 22 beiðnum um fóstureyð- ingar hafi verið synjað. Af framangreindum upplýsingum, svo og öðrum, sem i riti þessu má finna, er ljóst, að fóstureyðingum hefur fjölgað ár frá ári hin siðari árin, þrátt fyrir nokkuð þröngan lagagrundvöll. Ræöur þar senni- lega mest um sú staðreynd, að læknar virðast i vaxandi mæli taka tillit til félagslegra aðstæðna þeirra kvenna, er sækja um fóstureyðingar, og meta þær, ásamt nokkru heilsuleysi hjá konu sem fullgilda ástæðu fyrir fóstureyðingu. Þrátt fyrir tals- vert frjálslynda framkvæmd þessara laga fer ekki á milli mála þörfin á nýrri lagasetningu um þessi efni, ekki sizt fyrir þá sök, að nær öll ákvæöi um ráðgjöf og fræðslu um kynlíf og barneignir vantar i þessi lög, og er ástand þeirra mála i hinum mesta ólestri hér. Að koma i veg fyrir óvel- komna þungun, er að sjálfsögðu miklu æskilegra fyrir einstakl- inginn og þjóðfélagið heldur en eyðing fósturs, sem flestir telja algjört neyðarúrræði. Nefndar- menn allir eru algjörlega sam- Jón Skaftason mála um þetta og um þörfina á nýjum lögum, er bæti m.a. úr þessari vöntun. Frjálsar fóstureyðingar Hinn 19. nóvember 1973 fylgdi þáverandi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra Magnús Kjartansson, úr hlaði frumvarpi til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemis- aðgerðir. Frumvarp þetta olli miklum deilum jafnt utan þings sem inn- an. Einkum var deilt um 9. gr. frumvarpsins, en þar var lagt til að fóstureyðing yrði heimiluð að ósk konu, væri hún búsett hér- lendis eða ætti hún islenzkt rikis- fang, væri aðgerðin framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn slfkri aðgerð. Var hér lagt til að svokallaðar frjálsar fóstureyðingar yrðu leiddar i lög. Margar skriflegar athugasemdir bárust til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins og til Alþingis. Voru þær allflestar á þá leiö, að óvarlegt væri að heimila algjörlega frjálsar fóstureyðing- ar hér á landi. Að öðru leyti voru athugasemdir litt færðar fram og yfirleitt var lýst yfir stuðningi við aðrar greinar frumvarpsins og þær taldar til mikilla bóta. Núverandi frumvarpi var visað til heilbr,- og trygginganefndar þ. 29 jan. sl., og hefur verið þar til meðferðar og athugunar rúma 2 mánuöi. Frumvarpið var að þessu sinni ekki sent út til um- sagnar, þar sem fyrir lágu 11 um- sagnir aðila frá i fyrra um frum- varp sama efnis. Aðilar þessir eru Læknafélag Islands, Hjúkrunarfélag Islands, Félag isl. kvensjúkdómalækna. Félag heimilislækna, Kvenfélagasam- band tslands, Félagsmálaráð Reykjavikurborgar, Ljósmæðra- fél. tslands, Prestafél. tslands, Samtök heilbrigðisstétta, Geð- læknafél. tslands og Rauðsokka- hreyfingin. Mikil andstaða Af öllum þessum umsögnum er ótviræðan stuðning við 9. gr. laga i frumvarpinu frá i fyrra, þ.e. heimild til fóstureyðingar að ósk konu, aðeins að finna i 2 þeim siöasttöldu. Allar hinar umsagn- irnar lýsa andstöðu við það ákvæði, eða vilja veigamiklar breytingar á þvi. Þrátt fyrir að nefndin sendi frumvarpið ekki út i þetta skipti, barst henni fjöldi erinda, bréfa og undirskriftalista, sem nefndar- menn hafa kynnt sér. t erindi frá Kvenréttindafélagi íslands, er lýst fylgi við fóstureyðingar að ósk konu. Þá hefur borizt fjöldi bréfa frá einstaklingum og félög- um með og móti þessu ákvæði. Efni frumvarpsins Vil ég þessu næst vikja að efni frumvarpsins og þeim breyting- um, sem i þvi er að finna frá fyrra frumvarpi, svo og breytingartil- lögum heilbr,- og tryggingar- nefndar. Fyrsti kafli þess fjallar um ráð- gjöf og fræðslu varðandi kynlíf og bameignir. Sú breyting er gerð i þessu frumvarpi frá þvi sem var I hinu fyrra, að lagt er til, að landlæknir hafi með að gera yfirumsjón meö framkvæmd slikrar ráðgjafar og fræðslu. Er það eðlilegt, þar sem hann er næst heilbrigðisráðherra, æðsti yfirmaður heilsugæzlu- stöðva og sjúkrahúsa, þar sem þessi ráðgjafarþjónusta á að fara fram sbr. 3. gr. frumvarpsins. Ráðgjafarþjónustan, skv. þessari grein, á m.a. að veita fræðslu um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra, ráðgjöf fyrir fólk, sem ihugar fóstureyðingu eða ófrjó- semisaðgerðir, kynlifs- og sam- búðarráðgjöf, fjölskylduvernd og fræðslu um kynlif, liffræðilega og siðferðilega fræðslu — og um ábyrgð foreldrahlutverks. Getnaðarvarnameðul ætti að minu viti einnig að selja mjög ódýrt i sambandi við þessa þjón- ustu. Við eftirrannsókn 76 kvenna á Fæðingadeild Landspi'talans, sem fóstri var eytt hjá árin 1966 og 1967, kom i ljós, að engar getn- aðarvarnir voru viðhafðar i 82,9% tilfella, en i 17.1% tilfella höfðu þær brugðizt að sögn. Eftir fóstureyðinguna notuðu 35% enga verju en 43% lykkju eða pillu. Segir þetta nokkra sögu. Heilbrigðis-og tryggingarnefnd leggur til, að bætt verði nýjum staflið við 2. gr., er verði tölul. 4, svo hljóðandi: „Ráðgjöf og fræðslu varðandi þá aðstoð, sem konunni stendur til boða I sam- bandi við meðgöngu og barns- burð”. Það er eðlilegt að konur, sem vilja ganga með og ala sin börn, eigi kost þessarar fræðslu og ráögjafar, ekkert siður en hin- ar, sem æskja fóstureyðingar. Um kynlífsfræðslu ingarnefnd til, að 7. gr. frum- varpsins verði breytt þannig: „Fræðsluyfirvöld skulu i sam- ráði við skólayfirlækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlifsins á skyldunámsstigi i skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstigum”. Nefndarmenn telja eðlilegt, að fræðsluyfirvöld beri alfarið ábyrgð á þessari fræðslu i skólum landsins og að þessi fræðsla fari fram i sambandi við annað al- mennt námsefni bæði á skyldu- námsstigi og öðrum námsstigum. Mætti fella þessa kennslu inn I heilsufræðinám, náttúrufræði og jafnvel félagsfræðinám , sem eðli- legan hluta af þvi námsefni. Eng- inn vafi er á þvi að ástand þess- ara mála i skólum landsins er viðast hvar mjög bágborið og þar sem kennsla kann að vera i sæmi- legu lagi, sé það að þakka fram- takssemi og skilningi einstakra kennara, sem leggja sig fram i þessum efnum umfram laga- og kennsluskyldu. Ég lít svo á, að ákvæði I. kafla frumvarpsins séu e.t.v. það mikilvægasta, sem I frumvarpinu felst. oe takist framkvæmd þeirra sæmilega, myndi margt gott af þvileiða, m.a. færri fóstureyðing- ar, sem alltaf eru neyðarbrauð”. Hin umdeilda 9. grein Þá vék Jón Skaftason að II. kafla frumvarpsins um fóstur- eyðingar, en um hann og þá fyrst og fremst um ákvæði 9. gr. I rikti ágreiningur i nefndinni. Við 8. gr. frumvarpsins er skýr- greint, hvað átt sé við með fóstur- eyðingu. Við hana hefur verið bætt, frá þvi sem var i fyrra frumvarpi orðunum: „áður en fóstur hefur náð lifvænlegum þroska”. Siðan gerði Jón Skaftason grein fyrir breytingum á 9. greininni: „Breytingin er i þvi fólgin, að i stað þess að heimila fóstureyð- ingu að ósk konu, að uppfylltum vissum skilyrðum, þ.e. um lengd meðgöngutima, um að engar læknisfræðilegar ástæður mæli gggn aðgerð, og að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerð og um hvaða félagsleg að- stoð standi henni til boða, vilji hún fæða barnið, er i þesu frum- varpi lagt til að heimila fóstur- eyðingu af félagslegum astæðum, þegar ætla má, að þungun og til- koma barns verði konunni og hennar nánustu mjög erfið vegna félagslegra ástæðna, og eru tald- ar upp i stafliðum a.-d. nokkrar slikar, þó hvergi tæmandi, sbr. d.- liö, er segir: „annarra ástæðna, er séu fyllilega sambærilegar við ástæður i a.-c.” Við gr. P. I. hefur heilbr.- og tryggingarnefnd gert tvær breyt- ingar á þingskjali nr. 431. Sú fyrri,aðistað orðsins „óbærileg” I upphafi komi: „of erfið”, og að orðið „fátæktar” i b.-lið falli brott. Er hér um minni háttar breytingar að ræða, og stendur styrrinn ekki um þær i nefndinni, heldur um sjálfa frumvarps- greinina 9.1. Skynsamlegur meðalvegur Ég hef áður vikið að þvi, að flestar þær umsagnir, sem heilbr,- og tryggingarnefnd bár- ust I fyrra, voru andvigar heimild til fóstureyöingar að ósk konu. Ég hef vikið að þvi, að ég telji mikil- vægt, að löggjöf, um jafnviö- kvæmt efni og fóstureyðingar, byggi á traustum grunni og fylgd meiri hluta þeirra þjóðfélags- þegna, sem við hana eiga að búa. Þótt erfitt sé að sanna, hver meirihlutavilji frjálsra borgara sé f svona máli, gefa þó um- sagnirnar nokkra visbendingu i þvi efni, og persónulega er ég alveg sammála þeirri skoðun, sem fram kemur i greinargerð frá stjórn Læknafélags tslands, að frumvarpið i núverandi mynd sé skynsamlegur meðalvegur, og að gengið sé eins langt þar og hugsanlegt sé við rikjandi að- stæður til móts við óskir konunn- ar um sjálfsákvörðunarrétt i þessum efnum. Ég vil rökstyðja þessa skoðun nánar: — aðrir meirihlutamenn munu flytja fram sin rök, ef þeim svo sýnist. Löggjöfin vandlega rýmkuð Ég er fylgjandi frjálslyndri fóstureyðingarlöggjöf en á móti frjálsum fóstureyðingum, eins og það er kallað. Ég hygg, að sú meginstefna eigi miklu fylgi að fagna i réttarvitund almennings á tslandi, og sé jafnframt i góðum takt við þróun þjóðfélagsmála og framfara ræknavisindum. Ekki verður með rökum deilt um, að með ákvæðunum um að félags- legar ástæður einar nægi til þess að fá fóstureyðingu gerða, er lög- Framhald á 19. siðu Þá leggur heilbr,- og trygg-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.